Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
www.heild.isfyrirspurn@heild.is
HEILD
fasteignafélag
Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði Vesturvör 32B, 200 Kópavogi
Til leigu glæsilegt iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Vesturvör í Kópavogi. Húsnæðið er
vandað í alla staði og uppfyllir allar kröfur hvað varðar brunavarnir (sprinklerkerfi) og
umhverfismál, þ.m.t. olíuskiljur. Húsið skiptist í iðnaðarrými með allt að 7 metra lofthæð,
skrifstofu- og starfsmannarými og mötuneyti. Á húsinu eru alls átta innkeyrsludyr, þar af
ein 6,4 m há og 6 m breið og fjórar sem eru 4,2 m á hæð og 3,7 m á breidd. Gólf í iðnaðar-
hlutanum eru máluð, en á skrifstofuhlutanum og mötuneytinu er steinteppi.
Góð malbikuð bílastæði eru allt í kringum húsið.
• 1.000m2 til 3.700m2 rými í boði
• Góð lofthæð
• Laust samkvæmt samkomulagi
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verktakafyrirtækið Landris hefur
hafið sölu íbúða og raðhúsa í Trillu-
vogi 1. Salan sætir tíðindum á fast-
eignamarkaði enda er um að ræða
fyrstu íbúðirnar í Vogabyggð, nýju
íbúðahverfi austan við Vogahverfið.
Annars vegar er um að ræða 6
hæða fjölbýlishús með 40 íbúðum og
hins vegar fimm raðhús á þremur
hæðum. Samkvæmt fasteignavef
mbl.is er verð íbúðanna frá 34,9
milljónum króna og verð raðhúsanna
frá 89,9 milljónum.
Svan G. Guðlaugsson, fasteigna-
sali hjá Mikluborg, segir mikla loft-
hæð einkenna íbúðirnar.
„Það er útsýni yfir Elliðaárdalinn
úr mörgum íbúðum. Þær verða af-
hentar fullbúnar með gólfefnum. Það
er vandaður frágangur, steinn á öll-
um borðum og stórir gluggar í al-
rýmum. Þannig að birtan nýtur sín
vel. Bílastæði fylgja flestum íbúðum
og einar til þrennar svalir á íbúðum,
eftir staðsetningu,“ segir Svan.
Verða afhentar í lok sumars
Áformað er að afhenda íbúðirnar í
ágúst og raðhúsin í september.
Svan segir aðspurður það sæta
tíðindum að nýtt sérbýli komi á
markað í þessum borgarhluta.
Sérbýlinu sé haganlega komið
fyrir við fjölbýlishúsið.
„Sérbýlið hefur þann eiginleika að
vera með möguleika á aukaíbúð í
kjallara. Húsin eru hönnuð þannig
að þau eru á þremur hæðum og það
eru tveir inngangar í kjallarann. Því
er hægt að útbúa aukaíbúð ef þurfa
þykir. Þá eru sex svefnherbergi sem
telst heldur sjaldgæft,“ segir Svan
og bendir á að til standi að byggja
leikskóla og grunnskóla í hverfinu.
Byggð verði göngubrú yfir Sæbraut,
en þangað til verði börnum ekið í
skólann eða sett upp gangbrautar-
varsla.
Lægra en í miðborginni
Svan segir aðspurður að fermetra-
verð íbúðanna sé töluvert lægra en í
miðborg Reykjavíkur.
„Verðið er gott. Þetta eru hag-
stæðar einingar. Tveggja herbergja
íbúð kostar frá 34,9 milljónum og
þriggja herbergja íbúð frá 43,9 millj-
ónum. Fjögurra herbergja íbúðir
kosta um 55,9 milljónir. Borið saman
við aðrar nýbyggingar er þetta virki-
lega samkeppnishæft,“ segir Svan
um verðlagninguna í Trilluvogi 1.
Fyrstu íbúðirnar í
Vogabyggðinni í sölu
Verða afhentar í ágúst Verðið er frá 34,9 milljónum
Teikning/Teiknistofan Tröð
Trilluvogur 1 Mikið útsýni er af efstu hæðum yfir sundin og Elliðaárdal.
Hverfið á frumstigum
» Hann bendir aðspurður á að
hverfið sé á fyrstu stigum. Um-
hverfið sé því gróft og í mótun.
» Því muni kaupendur njóta
mögulegrar verðhækkunar
eftir því sem hverfið byggist og
þjónustustigið hækkar.
Franskir ferðamenn festu bíl sinn,
sem var á leigu frá Camp Easy, í
vegkanti á Dynjandisheiði á mið-
vikudag. Voru þeir látnir greiða
sjálfir fyrir að losa bílinn, ekki kom
til þess að björgunarsveitir væru
beðnar að aðstoða ferðamennina.
Fréttaritari Morgunblaðsins,
Guðlaugur Albertsson, var á leið um
heiðina og kom þeim til hjálpar og
hringdi í Neyðarlínuna, sem hafði
samband við lögreglu. Lögreglan
óskaði eftir að vita hvert bílnúmer
bílsins væri og hafði síðan samband
við Camp Easy. Þjónustuaðili kom á
staðinn og losaði bílinn á kostnað
þeirra.
Lögreglan á Ísafirði segir að orðið
sé algengt að mál séu leyst með
þessum hætti þar sem mikill fjöldi
ferðamanna sé á ferð og erfitt fyrir
lögreglu að koma að öllum slíkum
málum og ekki síst ástæðulaust að
kalla út björgunarsveitir þegar ekki
sé hætta á ferðum. Þá eru ein-
staklingar sem taka að sér að leysa
úr slíkum uppákomum og geta
ferðamenn greitt á staðnum með
kreditkorti.
Forsvarsmaður Camp Easy segist
lítið geta tjáð sig um málið þar sem
viðkomandi þekkti ekki til þessa til-
tekna máls, en almennt sé reynt að
leysa mál án aðkomu viðbragðsaðila
ef ekki sé hætta á ferð. Þá selja bíla-
leigur tryggingar þegar bílar eru
leigðir. Almennt er það þó þannig að
ef leigutaki gerir eitthvað sem hann
á ekki að gera er hann alfarið ábyrg-
ur sjálfur fyrir þeim kostnaði sem
fellur til.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Föst Ferðamenn þurfa að greiða fyrir aðstoð. Of mikið álag yrði fyrir við-
bragðsaðila að sinna minniháttar útköllum vegna fjölda ferðamanna.
Greiddu úr eigin vasa
fyrir að losa bílinn
Festu bílaleigubíl á Dynjandisheiði