Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Sjóntækjafræðingar Sjónlags starfa náið með augnlæknum stöðvarinnar. AÐ VIÐ BJÓÐUM EINNIG UPP Á SJÓNMÆLINGAR. Vissir þú? SJONLAG.IS HEILSUVERA.IS PANTAÐU TÍMA Í SJÓNMÆLINGU Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er sannarlega líf eftir 67ára. Mér finnst fólk stund-um full svartsýnt og talaniður það sem kemur eftir að það nær þeim aldri, sem er sorg- legt, því ef heilsan er góð og fólk sinnir líkama og sál, þá er þessi tími fullur af tækifærum. Ég hef svo mörgu að fagna. Ég varð sjötug í janúar, við Friðrik áttum brúð- kaupsafmæli í desember og ég á fermingarafmæli í vor. Við fögnuð- um sjötugsafmæli mínu á Græn- höfðaeyjum með vinum og þar söng ég í stórum sal fyrir nokkur hundruð manns. Þá kviknaði hugmynd að henda í tónleika hér heima líka. Fólk á ekki að láta sér leiðst, það er van- virðing við lífið,“ segir Þuríður Sig- urðardóttir, söngkona og mynd- listarkona, sem ætlar að halda tvenna tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í næstu viku og er yfir- skrift þeirra Hjartað syngur dátt, sem tónar aldeilis vel við hina lífs- glöðu Þuru. Hún segir tónleikana vera upprifjun á söngferlinum, en fyrst og fremst ætli hún að syngja uppáhaldslögin sín. „Ég syng ein með hljómsveit en Sigurður Helgi sonur minn verður gestasöngvari.“ Söng sex kvöld vikunnar Sextíu og þrjú ár eru frá því að Þuríður söng í fyrsta sinn í hljóð- nema fyrir framan gesti, þá aðeins sjö ára. „Það var í fermingarveislu bróður míns, pabbi kallaði okkur óvænt upp á svið til að syngja og ég man hvað ég var feimin. Ég var líka feimin þegar ég 16 ára söng í fyrsta sinn opinberlega, á unglinga- skemmtun í Þórskaffi. Þar söng ég eitt lag með Lúdó sextett og Stefáni. Svavars Gests sá efni í mér þarna 16 ára og lét kippa út einu lagi á plötu sem hann var með í vinnslu með Lúdó sextett og Stefáni, til að koma að einu lagi með mér,“ segir Þura sem var 17 ára þegar Vilhjálmur Vil- hjálmsson og Magnús Ingimarsson heyrðu hana og sáu syngja á sýning- unni Unga kynslóðin, og réðu hana daginn eftir í hljómsveit sína sem staðgengil fyrir Önnu Vilhjálms, söngkonuna þeirra sem þá var barnshafandi. „Ég söng með þeim á Röðli sex kvöld vikunnar, en þangað kom fólk til að dansa og hlusta á hljómsveitina. Við fórum oft út á völl sjöunda kvöldið. Þetta varð mitt líf, í mörg ár.“ Lét Villa raka af sér bartana Þuríður segir að henni ung- lingnum hafi fundist allir í hljóm- sveitinni mjög gamlir, þótt þeir hafi verið aðeins örfáum árum eldri en hún, rétt rúmlega tvítugir. „Ég varð tískulöggan þeirra og gerði í því að bæta útlitið hjá þeim. Ég heimtaði að þeir létu hárið vaxa, að Villi rakaði af sér bartana og hætti að vatnsgreiða sér. Ég teikn- aði hljómsveitarbúninga og heildar- útlit hljómsveitarinnar breyttist skemmtilega mikið á skömmum tíma,“ segir Þura og bætir við að hljómsveitin hafi verið með gömlu rokklögin, en þau svo fært sig yfir í nýja tíma. „Ég kom inn í þetta tíma- bil þar sem rokkinu sleppir og Bítla- kynslóðin tekur við. Söngkonurnar sem ég hlustaði á voru Cher, Sandie Shaw, Dusty Springfield, Cilla Black. Magnús fékk krakkann mig í hendurnar sem hann þurfti aðeins að móta, og gerði það mjög fag- mannlega og af algerri tillitssemi. Hann kenndi mér líka að standa á sviði og gefa af mér, hugsa um fólkið sem er fyrir framan. En þeir gerðu sér allir grein fyrir því að ég var óharnaður unglingur og þeir tóku ábyrgð á mér og pössuðu vel upp á mig. Þetta var eins og hjá Mjallhvíti og dvergunum sjö, ég fór undir sæng að sofa og þeir buðu mér góða nótt og læstu á eftir sér ef þeir fóru í partý þegar við vorum að spila úti á landi,“ segir Þuríður og hlær. „Foreldrar mínir höfðu auðvit- að áhyggjur, ég veit að pabbi hringdi í Magnús og bað hann fyrir mig. Mamma sagði að allir yrðu fyllibytt- ur og aumingjar sem væru í hljóm- sveitarbransanum, sem er auðvitað ekki rétt. En á þessum tíma þótti sjálfsagt að fólk sem var að spila drykki í vinnunni. Ég sagði mömmu að hafa engar áhyggjur, því ég hefði engan áhuga á að drekka. Ég hef haft fyrir reglu allar götur síðan að smakka ekki vín í vinnunni,“ segir Þura og bætir við að foreldrar henn- ar hafi alltaf treyst henni. „Mamma sagði gjarnan: Gerðu ekkert sem þú vilt ekki að ég sjái til þín. Sem var gott veganesti.“ Varð fræg á einni nóttu Þura segir að hún hafi aldrei ætlaði sér að verða söngkona. „Ég ætlaði að verða myndlistar- maður, sem ég lét reyndar verða af löngu síðar. Þetta með sönginn gerð- ist bara, eitt leiddi af öðru. Ég varð fræg á Íslandi á einni nóttu þegar ég kom fram með hljómsveit Magnúsar og Villa og Ómari Ragnarssyni í öðru áramótaskaupi Íslandssög- unnar áramótin 1967/1968. Öll þjóðin sat við sjónvarpið, en á þessum tíma voru fáar ungar stúlkur að syngja, svo eftir mér var tekið. Ég fann aldr- ei fyrir neinum fordómum af því ég var kona, enda varð hugsunarhátt- urinn að breytast hjá þjóðinni og heiminum öllum, unga fólkið kom inn með sín lífsviðhorf og heimtaði sinn tilverurétt. Það var stórkostlegt að fá að vera hluti af Bítlakynslóð- inni og vaxa upp í hippakynslóðina. Þetta var tími gerjunar og nýs upp- hafs, allt varð frjálsara.“ Varð að hleypa heimdraga Þuríður segist hafa tekið pásu frá söngnum í nokkur skipti á ferl- inum. „Þegar ég hafði unnið við að syngja í fjögur ár, þá fannst mér ég hafa misst af því að vera samferða vinum mínum sem höfðu verið að mennta sig og kynnast heiminum á meðan ég var föst inni á veitingastað í vinnunni. Mér fannst ég vera til hliðar við mína kynslóð. Þar fyrir ut- an var ég að syngja fyrir fólk sem var eldra en ég. Mér fannst ég þurfa að hleypa heimdraganum svo ég flutti til Spánar 1972 og starfaði þar sem flugfreyja fyrir spánskt flug- félag sumarlangt. En ég fór aftur að syngja þegar ég kom heim,“ segir Þuríður og bætir við að hún hafi ver- ið svo heppin að um borð í þeim hljómsveitum sem hún hefur starfað með í gegnum tíðina voru bestu hljóðfæraleikarar Íslandssögunnar. „Margir þeirra spiluðu klassík til jafns á við dægurlög. Ég fór að syngja með hljómsveit Jóns Páls Bjarnasonar á Hótel Loftleiðum, en með honum voru Guðmundur Ing- ólfsson og Árni Scheving auk ann- arra meistara. Þetta var mjög skemmtilegur tími, með þessum fantagóðu hljóðfæraleikurum fékk ég að syngja meira af standördum, enda meira af útlendingum meðal gesta á hótelinu en á Röðli.“ Málar bráðnandi jökla Þuríður var búin að eignast eldri son sinn og byrjuð að starfa sem flugfreyja hjá Arnarflugi, þegar hún gekk til liðs við hljómsveit Ragnars Bjarnasonar 1975. Í fram- haldinu varð hún hluti af Sumargleð- inni sem ferðaðist um landið til margra ára. „En myndlistin tók svo alveg yf- ir þegar ég fór í Listaháskólann fyrir tuttugu árum, rétt áður en ég varð fimmtug. Að því námi loknu einhenti ég mér í myndlistina og ég hætti að vinna við sönginn. Myndlistar- draumurinn var loks að verða að veruleika og ég vildi ekki gera þetta með hangandi hendi. Ég hef sinnt myndlistinni af fullum krafti síðan og ég held einkasýningu í Hann- esarholti 10. maí næstkomandi,“ segir Þura sem ætlar þar að sýna allt annars konar verk en hún hefur áður sýnt. „Verkin mín á þessari sýningu eru af bráðnandi jöklum. Þetta hefur orðið mér að yrkisefni eftir að ég fór að fylgjast betur með umræðunni um umhverfismál. Mér finnst að við þurfum að hnippa í hvert annað. Mér lætur betur að mála en skrifa, svo þetta er mitt framlag til umræð- unnar,“ segir Þura sem leggur sitt af mörkum til að vinna gegn sóun, en hún málar allar myndirnar á striga sem áður hefur verið málað á. „Ég endurnýti striga hálfklár- aðra eigin verka og verka sem nem- endur hafa skilið eftir hjá mér.“ Þura Heimasætan árið 1965, þá byrjuð að koma fram sem söngkona. Brosir og hlær sig í gegnum allt Hún segir það vanvirð- ing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurð- ardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Ljósmynd/Ragnheiður Arngrímsdóttir Flott Ég hef svo mörgu að fagna, segir hin síkáta syngjandi sjötuga Þuríður. Tónleikar Þuríðar verða 25. og 26. apríl í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Uppselt er á fyrri tónleikana en miðar fást á þá seinni á midi.is.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.