Morgunblaðið - 20.04.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
„Hann fæddist inn í breska aðals-
kerfið, og fjölskylda hertoga þurfti
að sýna ákveðinn klassa. Þau voru
vön mjög fínum fötum, fínum sam-
göngumátum og að borða vel og urðu
fyrir sýndar sakir að halda uppi þeim
lífsstíl, jafnvel þó að fjölskyldan
hefði ekki eignir til þess að halda
honum uppi,“ segir Lough.
Churchill vandist því að lifa hátt
og fannst eins og hann ætti skilið að
lifa þannig. „Þegar peningarnir klár-
uðust fann hann alltaf einhvern sem
gat bjargað málunum fyrir sig,“
segir Lough og bætir við að Churc-
hill hafi í raun orðið gjaldþrota eða
því sem næst sjö sinnum á lífsleið-
inni. „En hann fann alltaf einhvern,
og hann valdi björgunarmenn sína af
mikilli kostgæfni, sem er viss hæfi-
leiki,“ segir Lough, og bætir við að
þeir sem lánuðu Churchill til að
bjarga honum úr kröggum hafi verið
mjög skilningsríkir og þolinmóðir
lánardrottnar.
Skin og skúrir
Churchill varð fyrst auðugur sem
ungur maður, en þá var hann í
breska hernum á sama tíma og hann
var fréttaritari fyrir bresku press-
una. Lýsingar Churchills á Búa-
stríðunum voru eftirsóttar, og þegar
hann kom heim og fór í stjórnmál var
hann orðinn að milljónamæringi.
„En stjórnmál voru á þeim tíma
ólaunuð og kölluðu um leið á dýran
lífsstíl. Þannig að innan áratugar
hafði hann eytt öllum peningunum
sem skrif hans höfðu fært honum.“
Árið 1921 snerist lukkuhjólið hon-
um aftur í vil, þegar hann erfði
óvænt eftir fjarskyldan ættingja sinn
á Írlandi. „Síðasti karlkyns erfinginn
í þeim legg fjölskyldunnar dó í
lestarslysi það ár, og allt í einu var
Churchill kominn með það sem væri
um 600 milljónir íslenskra króna á
núvirði.“ Lough segir að Clementine,
kona Churchills, hafi ekki síst verið
fegin. „Þetta er eins og að liggja í
rjómabaði,“ sagði hún. Það entist þó
ekki frekar en endranær.
„Látið undan“
– En höfðu fjármálin áhrif á stríðs-
rekstur Churchills? „Eitt af því sem
kom mér á óvart var hvað hann
eyddi miklum tíma á þeim árum í að
greiða úr fjármálum sínum,“ segir
Lough. Hann nefnir sem dæmi að á
seinni árum styrjaldarinnar hafi
skatturinn viljað leggja tekjuskatt á
Churchill fyrir háar þóknanir sem
hann fékk fyrir gömul skrif sín, en
tekjuskatturinn var þá 98% vegna
stríðsins. Hann hafi hins vegar fært
þau rök að þar sem hann væri ekki
lengur starfandi rithöfundur bæri að
líta á þetta sem eftirlaun, sem voru
skattfrjáls.
„Og það eru heilu bréfin sem send
eru á milli deilda á skattstofunni um
hvað þetta sé nánast svívirðileg
hegðun hjá Churchill, og skattstjór-
inn fær málið á borð til sín,“ segir
Lough. „Og hann fer og hugsar mál-
ið og skrifar svo minnisblað þar sem
á stendur eitt orð: „Acquiesce.“
[Látið undan.] Hann vissi að Churc-
hill væri í raun ósnertanlegur sem
forsætisráðherra á stríðstímum, og
Churchill hafði raunar gert ráð fyrir
því líka.“
Í kröggum mestalla
sína merkisævi
Churchill varð sjö sinnum gjaldþrota á lífsleiðinni
Morgunblaðið/Eggert
Churchill David Lough flutti erindi hér á landi um síðustu helgi um fjármál
Churchills, en forsætisráðherrann breski var í kröggum mestalla ævi sína.
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Með því að skoða fjármál Churchills
fræðumst við meira um hann sem
einstakling,“ segir David Lough, höf-
undur bókarinnar No More Champ-
agne, þar sem rakin eru fjárhags-
vandræði Winstons Churchills,
forsætisráðherra Breta í seinna
stríði. Lough flutti erindi hér á landi
um síðustu helgi þar sem hann fór yf-
ir vandræði Churchills á fjármála-
sviðinu, en hann glímdi við erfiðleika
nær alla ævi, þrátt fyrir að vera af-
komandi hertogans af Marlborough.
Var erindið vel sótt og gerður góður
rómur að.
Lough rekur áhuga sinn á Chur-
chill aftur til barnæsku. „Þegar
Churchill lést árið 1965 var ég með
sögukennara sem varaði okkur við að
trúa öllu lofinu sem var hlaðið á hann,
Churchill hefði bara verið „gamall
rómantískur kjaftaskur (e. wind-
bag)“. Og ég fór heim til ömmu minn-
ar og notaði nákvæmlega þessi orð.
Hún varð ævareið og las mér pistilinn
um afrek Churchills,“ segir Lough og
bætir við að hann hafi allar götur síð-
an haft mikinn áhuga á manninum.
Lough er sagnfræðingur að mennt,
en varði megninu af starfsævi sinni
við eignastýringu einstaklinga, og
segir hann að sá bakgrunnur hafi gef-
ið sér einstakt færi á að kanna þenn-
an þátt ævi Churchills, sem aðrir
sagnfræðingar hefðu ekki tök eða
áhuga á að skoða nánar. „Þeir nefna
vandræðin stöku sinnum, en tengja
þau aldrei nánar við sögu hans,“ segir
Lough.
Um það leyti sem Lough fór að
huga að eftirlaunaaldrinum fékk
hann þá hugmynd að kanna hvort
upplýsingar um fjármál Churchills
væru til í skjalasafni hans. „Ég áttaði
mig á því að ef ég gæti séð banka-
upplýsingar hans, þá gæti ég ekki
bara séð hver öll sagan væri á bak við
fjármálin, heldur einnig fengið nánari
sýn á manneskjuna að baki, hvaða
ákvarðanir hann tók í lífinu og þess
háttar.“ Hann heimsótti því skjala-
safn Churchills, sem staðsett er í
Cambridge, og komst að því að flest
gögnin sem hann vantaði væru opin
og aðgengileg, en hins vegar dreifð
vítt og breitt um safnið. Það tók því
talsverða vinnu að ná yfirsýn yfir
efnið.
Laginn við að skulda
Segja má að rót fjármálavandræða
Churchills hafi hafist þegar í æsku.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss,
undirritaði á dögunum samning um
fasteignaþróun í sveitarfélaginu Ölf-
usi við byggingarverktakann
Hamrakór. Gísli Steinar Gíslason,
einn af eigendum fasteignaþróunar-
félagsins Stólpa, skrifaði undir
samninginn fyrir hönd Hamrakórs.
Samkvæmt fréttatilkynningu er um
að ræða stærsta fasteignaþróunar-
verkefni á Suðurlandi í dag og eitt
hið stærsta á öllu landinu.
Samkomulagið gildir til 10 ára og
nær yfir skipulag á allt að 12 hekt-
ara svæði. Með samkomulaginu von-
ast sveitarfélagið til þess að gera
Ölfus að eftirsóknarverðari bú-
setukosti.
Svæðið sem ætlað er til uppbygg-
ingar er nærri miðju Þorlákshafnar
og er m.a. í návígi við íþróttamann-
virki, leik- og útivistarsvæði, grunn-
skóla, leikskóla og bókasafn.
„Svo er náttúrlega höfnin þarna
sem er í raun og veru aðdráttaraflið
í bænum,“ bætti Gísli Steinar við í
samtali við Morgunblaðið. „Það eru
miklir möguleikar í kringum hana.
Þaðan eru vikulegar siglingar til
Evrópu og lífið í kringum þær sigl-
ingar er alltaf að aukast.“
„Markmið okkar með þessari
uppbyggingu er að bjóða upp á
ódýrari íbúðir,“ sagði Gísli. „Eins og
skipulagsmál eru á höfuðborgar-
svæðinu hefur verið svolítið einsleitt
framboð af íbúðum. Þetta eru allt
frekar dýrar íbúðir og óhentugar
fyrir fyrstu kaupendur. Þannig að
við erum í raun að svara kalli mark-
aðarins.“
Ómæld tækifæri
Í fréttatilkynningu um sam-
komulagið segir Elliði tækifærin
„ómæld“ og að stjórn sveitar-
félagsins sé óhrædd við að nýta þau.
„Í viðbót við þau vaxtartækifæri
sem við eigum í þróun atvinnutæki-
færa tengt höfninni, orkunni, vatn-
inu og landgæðum þá verður ekki
hjá því horft að búsetulega erum við
í raun úthverfi Reykjavíkur. Það
tekur ekki nema rétt liðlega 30 mín-
útur að aka á milli Reykjavíkur og
Þorlákshafnar og því auðvelt fyrir
fólk að njóta samhliða þeirra kosta
sem fylgja höfuðborginni og þeirra
miklu búsetugæða sem hjá okkur
eru. Samkomulagið við Hamrakór
er mikilvægt skref fyrir okkur hvað
áframhaldandi vöxt varðar. Þessir
aðilar hafa sýnt að þeir eru meðal
þeirra fremstu á landinu þegar
kemur að fasteignaþróun. Trú
þeirra á tækifærin hjá okkur er ekki
síst viðurkenning á því sem við vilj-
um standa fyrir, sem sagt tækifæri
til vaxtar. Hamingjan er hér, og við
viljum gera sem flestum mögulegt
að njóta hennar.“
Stjórnvöld í Ölfusi vonast til þess
að byggðin sem rísi á svæðinu verði
bæði hagkvæm og umhverfisvæn og
muni bjóða upp á kosti þess að búa í
nánu samfélagi með mikla þjónustu.
Gert er ráð fyrir að allt að 400 til
500 íbúðir rísi með uppbyggingar-
átakinu.
Ölfus Grétar Ingi Erlendsson, Þorlákur Ómar Einarsson, Elliði Vignisson,
Gísli Steinar Gíslason og Jón Helgi Sen Erlendsson við undirritunina.
Stærsta fast-
eignaþróunin
Uppbygging í áföngum
» Áætlað er að uppbygging
samkvæmt samkomulaginu
taki tíu ár.
» Verkefninu er skipt niður í
smærri áfanga og er gert ráð
fyrir að fimmtíu til sjötíu íbúðir
rísi í hverjum þeirra.
» Alls er áætlað að 400-500
íbúðir verði reistar á tíu árum.
Ölfus og Hamrakór gera samning