Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki semnotar ljóstækni til að draga úr einkennum ofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornum úr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrum og öðrum loftbornum ofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is óB Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. 20. apríl 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 119.6 120.18 119.89 Sterlingspund 156.08 156.84 156.46 Kanadadalur 89.75 90.27 90.01 Dönsk króna 18.111 18.217 18.164 Norsk króna 14.107 14.191 14.149 Sænsk króna 12.949 13.025 12.987 Svissn. franki 118.54 119.2 118.87 Japanskt jen 1.0677 1.0739 1.0708 SDR 166.2 167.2 166.7 Evra 135.22 135.98 135.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.8461 Hrávöruverð Gull 1276.1 ($/únsa) Ál 1840.0 ($/tonn) LME Hráolía 71.63 ($/fatið) Brent Frá og með 4. júní munu konur skipa meirihluta stjórnarsæta hjá bandaríska bílarisanum General Motors. Á aðalfundi félgsins í júní verður stjórnar- meðlimum fækkað úr 13 í 11 og tveir karlar sem setið hafa í stjórn munu þá setjast í helgan stein. Verða fimm karlar og sex konur eftir í stjórninni, þeirra á meðal Mary Barra, forstjóri félagsins. Automotive News greinir frá þessu og bendir á að af þeim fyrirtækjum sem mynda S&P 500-vísitöluna séu aðeins GM og Best Buy bæði með konur í meirihluta í stjórn og kvenmann í forstjórastólnum. Viacom og CBS eru, að sögn Bloom- berg, einnig með fleiri konur en karla í stjórn en þar eru forstjórar karlkyns. ai@mbl.is Konur munu verða í meirihluta í stjórn GM Mary Barra Seðlabanki Tyrklands hefur þurft að taka skammtímalán til að styrkja gjaldeyrisforða landsins. Samkvæmt tölum stjórnvalda átti bankinn jafnvirði 28,1 milljarðs dala forða í byrj- un apríl en Financial Times áætlar að án skamm- tímalána væri forðinn undir 16 milljörðum. Jukust lántökurnar mikið í lok mars og fóru hæst upp í 13 milljarða dala 8. apríl síðastliðinn. Frá ársbyrjun til 25. mars fóru skammtímalán seðlabankans aftur á móti aldrei yfir 500 millj- ónir dala. Segir FT að það sé mat margra fjárfesta að forðinn sé þegar of lágur til að standa undir bæði gjaldeyrisþörf vegna viðskipta við útlönd og afborgunum af skuldum, og geta stjórnvalda til að verja líruna gegn frekari skakkaföllum sé minni en þau hafa látið í veðri vaka. ai@mbl.is Taka lán fyrir gjaldeyri Sveiflur Síðasta ár var erfitt fyrir tyrknesku líruna. Ljósmynd / AFP tilkynnt flugfélaginu að vanefndir hefðu orðið á leigusamningi um vél- ina. Þannig hafi WOW air á þeim tímapunkti verið komið í vanskil vegna vélarinnar sem nam 2,2 millj- ónum dollara, jafnvirði 263 milljóna króna. Í kjölfarið hafi ALC svo rift samningnum við WOW air hinn 28. mars, sama dag og flugfélagið fór í þrot. Samkvæmt leigusamningnum var ALC heimilt að taka full umráð yfir þotunni strax í kjölfarið, m.a. með því að fara hvert þangað sem vélin væri staðsett og veita flug- stjórum fyrirmæli um að fljúga henni á hvaða flugvöll sem ALC ósk- aði. Að morgni 28. mars lagði WOW air inn flugrekstrarleyfi sitt til Sam- göngustofu. Síðar sama dag eða um klukkan 13.30 var félagið úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavík- ur. Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en 17.10 þann sama dag sem ALC hafi borist tilkynning frá Isavia þess efnis að för TF-GPA hefði verið stöðvuð frá Keflavíkur- flugvelli uns skuld WOW air upp á 1.953.625.714 kr. hefði verið gerð upp. Um leið og ljóst var að vélin hefði verið kyrrsett komu fulltrúar ALC til Íslands og áttu fund með for- svarsmönnum Isavia mánudaginn 1. apríl. Þar var óskað eftir því að fé- lagið fengi að leggja fram aðrar tryggingar en vélina sjálfa vegna skuldarinnar, þar sem félagið hefði mikla hagsmuni af því að koma vél- inni til annarra verkefna erlendis. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Þá hafi ALC einnig óskað eftir sund- urliðun á kröfunni sem nú var beint gegn fyrirtækinu vegna skuldasöfn- unar WOW air frá júnímánuði 2018. Við þeirri kröfu hafi ekki verið orðið og í aðfararbeiðninni kemur fram að enn sé allt á huldu um hvað standi að baki skuldinni sem nemur tæpum tveimur milljörðum króna. Ólögmæt lánveiting Eins og fram kom í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag gerðu Isavia og WOW air með sér samkomulag undir lok september- mánaðar í fyrra um að félagið fengi að greiða upp skuldir sínar við flug- völlinn á rúmu ári en að meðan það ferli stæði bæri félaginu að hafa jafnan til taks vél sem Isavia gæti kyrrsett. Allar vélar WOW voru á leigu frá þriðja aðila. Í aðfararbeiðn- inni fullyrða lögmenn ALC að fyrir- tækinu hafi aldrei verið gerð grein fyrir þessu samkomulagi og að auki hefði félagið aldrei veitt heimild fyr- ir slíkri „veðsetningu“ á vél sinni. Vill ALC, skv. beiðninni, meina að umfangsmiklar lánveitingar Isavia til handa WOW air hafi bæði verið ólöglegar og ámælisverðar og að þær kunni að vera refsiverðar. Það helgist af því að stjórnendur og stjórnarmenn í opinberum hluta- félögum verði að fylgja skýrum reglum um starfsemi viðkomandi fyrirtækis, ekki síst þegar komi að lánastarfsemi. Þannig sé ekkert í notendareglum Keflavíkurflugvallar sem heimili Isavia að veita fyrir- greiðslu á grundvelli samkomulags eins og þess sem gert var við WOW síðastliðið haust. Ófyrirséðar afleiðingar ALC, sem er í hópi stærstu flug- vélaleigufyrirtækja heims, heldur því fram að Isavia hafi farið langt út fyrir þann ramma sem loftferðalög heimili þegar TF-GPA var kyrrsett gegn greiðslu milljarða skuldar WOW air. Segir félagið framgöngu Isavia mögulega setja flugþjónustu á Keflavíkurflugvelli í uppnám því leigusalar séu líklegir til að forðast, banna eða takmarka leigutökum alla umferð um flugvöllinn vegna hennar. Ítreka lögmenn fyrirtækis- ins að það sé „alvarleg staða“. Segja Isavia brjóta lög  Isavia hafði ekki heimild til að láta skuldir WOW air safnast upp með þeim hætti sem raun varð á  Isavia neitar að birta sundurliðaða kröfu vegna milljarða skuldar WOW  Hafna öðrum tryggingum Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Fer hvergi Vél ALC stóð óhögguð á Keflavíkurflugvelli í gær og stórvirkri vinnuvél lagt fyrir framan hana. Fallist hér- aðsdómur á beiðni ALC kann Isavia að standa uppi með veðlausa tveggja milljarða kröfu á hendur þrotabúi WOW air. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Eigandi Airbus A321-211-farþega- þotu, með einkennisstafina TF- GPA, sem staðið hefur kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá 28. mars síð- astliðnum, telur Isavia ekki hafa heimild til þess að halda vélinni og krefja eigandann um greiðslu skuld- ar WOW air við Keflavíkurflugvöll. Í kjölfar þess að WOW air var lýst gjaldþrota 28. mars tilkynnti Isavia eiganda vélarinnar, Air Lease Cor- poration, að för vélarinnar af vell- inum yrði aftrað uns fyrirtækið greiddi tæplega tveggja milljarða skuld WOW air við flugvöllinn sem safnast hafði upp frá júnímánuði 2018. Kröfuna byggir Isavia á ákvæði í loftferðalögum sem kveður á um að Samgöngustofu eða flug- vallaryfirvöldum sé heimilt að aftra för flugfars „uns gjöld eru greidd eða trygging sett fyrir greiðslu vegna þess loftfars sem í hlut á eða annarrar starfsemi hlutaðeigandi eða umráðanda loftfarsins“. Lögmenn ALC hafa lagt aðfarar- beiðni fyrir Héraðsdóm Reykjaness þar sem þess er farið á leit að Sýslu- maðurinn á Keflavíkurflugvelli tryggi að flugmenn á vegum ALC geti nálgast vélina og komið henni úr landi. Byggja lögmennirnir þá kröfu á því að WOW air sé ekki um- ráðandi viðkomandi loftfars og hafi ekki verið það á þeim tíma sem ALC var tilkynnt að vélin væri kyrrsett. Hröð atburðarás í lok mars Bendir ALC á að daginn fyrir gjaldþrot WOW air hafi fyrirtækið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.