Morgunblaðið - 20.04.2019, Page 23

Morgunblaðið - 20.04.2019, Page 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Helstu niðurstöður í skýrslu Roberts Muellers, sérstaks saksóknara, um það hvort framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hafi átt í ólög- mætu samráði við rússnesk stjórn- völd í aðdraganda forsetakosning- anna 2016 voru birtar í Banda- ríkjunum á skírdag, og hófust þegar miklar umræður um efni hennar. Trump forseti lýsti yfir fullnaðar- sigri á andstæðingum sínum, sem hefðu reynt að hrekja sig úr embætti fyrir litlar og upplognar sakir, en skýrslan komst að þeirri niðurstöðu að framboðið hefði ekki átt í samráði við Rússa um tölvuárás á Demó- krataflokkinn. Demókratar á Banda- ríkjaþingi hétu því hins vegar að þeir myndu kanna nánar ýmis atriði í skýrslunni er sneru að því hvort for- setinn hefði reynt að hindra fram- gang réttvísinnar með því að láta reka Mueller. Hvetja til ákæru þingsins Spöruðu forvígismenn demókrata ekki stóru orðin í fordæmingu sinni á Trump. Adam Schiff, sem stýrir leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar- innar, sagði til að mynda að gjörðir forsetans eins og þeim væri lýst í skýrslunni vektu mikinn óhug og væru án nokkurs vafa „óheiðarlegar, ósiðlegar og óföðurlandssinnaðar“. Jerry Nadler, formaður dóms- málanefndar fulltrúadeildarinnar, sagði sömuleiðis ljóst að þeir hlutar skýrslu Muellers sem birtir hefðu verið bentu á sönnunargögn um að Trump hefði hindrað framgang rétt- vísinnar. Voru þeir Nadler og Schiff á einu máli um að þinginu bæri skylda til að gera Trump ábyrgan gjörða sinna. Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren, sem gefið hefur kost á sér í forvali Demókrataflokks- ins fyrir forsetakosningarnar 2020, gekk skrefinu lengra í gær og hvatti fulltrúadeildina, þar sem demókratar hafa meirihluta þingsæta, til þess að hefja ákæruferli til embættismissis á hendur Trump með vísan til skýrsl- unnar. „Mueller-skýrslan sýnir að fjandsamleg erlend stjórnvöld réðust á kosningarnar okkar til þess að hjálpa Donald Trump og að Donald Trump var þakklátur fyrir hjálpina,“ sagði Warren á samfélagsmiðlinum Twitter. Aðrir frambjóðendur demó- krata forðuðust hins vegar taka jafn- sterkt til orða, en Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar flokksins í báðum deildum þingsins, hafa útilok- að að ákæruferlið verði hafið, enda þykir sýnt að ákærur á hendur Trump myndu ekki fá mikinn hljóm- grunn að svo stöddu í öldungadeild- inni, þar sem repúblíkanar hafa meirihluta. Schumer og Pelosi tóku þó fram að niðurstöðurnar sem hefðu verið birt- ar væru sláandi, og að mikilvægt væri að þingið fengi að fara yfir skýrsluna í heild sinni sem fyrst. Hef- ur Mueller til að mynda þegar verið boðaður á fund þingnefndar til þess að fjalla um skýrsluna, og verður sá fundur haldinn fyrir lok maímánaðar. Réðust á kosningakerfi Rannsókn Muellers tók 22 mánuði og leiddi til þess að 34 sem tengdust forsetaframboði Trumps voru ákærðir fyrir ýmiss konar brot, en fæstar ákærurnar tengdust Rússum að nokkru leyti. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að rússnesk stjórnvöld hafi gert umfangsmiklar og kerfisbundnar til- raunir til þess að hafa áhrif á gang kosninganna. Meðal annars væri ástæða til að ætla að rússneskir tölvuþrjótar hefðu komist inn í kosn- ingakerfið í að minnsta kosti einni sýslu í Flórídaríki. Þá hefðu rússnesk stjórnvöld staðið fyrir umfangsmikilli herferð á samfélagsmiðlum til þess að auka hróður Trumps og dreifa óhróðri um Hillary Clinton, mótfram- bjóðanda hans. Varðandi spurninguna um samráð á milli framboðs Trumps og rúss- neskra stjórnvalda sagði Mueller að fjöldi funda hefði átt sér stað milli fólks úr fylgdarliði Trumps og rúss- neskra tengiliða. Þá hefði framboð Trumps verið þakklátt fyrir íhlutun Rússa og átt von á að hún myndi koma að notum í kosningabaráttunni. Hins vegar fann Mueller engar sann- anir fyrir því að framboð Trumps hefði átt í ólöglegu samráði eða sam- starfi við rússnesk stjórnvöld varð- andi framboðið. Mueller sagði jafnframt í skýrslu sinni að Trump hefði eftir að rann- sókn sín hófst gert ítrekaðar tilraunir til þess að láta reka sig eða hafa að öðru leyti áhrif á rannsókn málsins. Þær tilraunir hefðu hins vegar farið út um þúfur þar sem þeir samverka- menn hans sem áttu að framfylgja fyrirmælum forsetans hefðu neitað að verða við þeim. Mueller segir til dæmis frá því að Trump hefði sagt lögmanni Hvíta hússins, Don McGahn, að segja dómsmálaráðuneytinu að það yrði að „fjarlægja“ Mueller. McGahn neitaði hins vegar að verða við þeirri ósk. Þá mun Trump hafa blótað hástöf- um þegar hann frétti að Mueller hefði verið ráðinn. „Guð minn góður, þetta er hræðilegt. Þetta eru endalok for- setatíðar minnar,“ er haft eftir Trump í skýrslunni. Mueller segir þó í skýrslu sinni að hann segi ekki að forsetinn hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar, en að sama skapi sé Trump ekki hreins- aður af þeim ásökunum. Romney lýsir yfir vanþóknun Þeir fulltrúar repúblíkana sem tjáðu sig lýstu flestir yfir stuðningi beint eða óbeint við Trump og fögn- uðu þeirri staðreynd að framboð hans hefði ekki átt í virku samstarfi við Rússa í forsetakosningunum 2016. Mitt Romney, fyrrverandi frambjóð- andi flokksins, lýsti hins vegar í gær yfir vanþóknun sinni á Trump og ráð- gjöfum hans, og sagðist vera stór- hneykslaður á þeim lýsingum sem þar kæmu fram. Sagðist hann vera sérstaklega gáttaður á þeim fullyrðingum skýrsl- unnar að starfsmenn framboðsins hefðu tekið inngripum Rússa í kosn- ingabaráttuna fagnandi, og að kosn- ingastjóri þess hefði í raun verið að ýta fram hagsmunum Rússa í Úkra- ínudeilunni. „Að lesa skýrsluna veitir sláandi innsýn í það hversu langt við höfum villst af leið frá vonum og grundvallarreglum stofnfeðra [Bandaríkjanna],“ sagði Romney. Tekist á um niður- stöður Muellers AFP Bandaríkjaforseti Trump lýsti yfir sigri eftir að niðurstöður Muellers voru gerðar opinberar.  Demókratar heita frekari rannsóknum um málið Mueller-skýrslan » Rússar stunduðu yfirgrips- mikil inngrip í kosningarnar 2016. » Framboð Trumps átti ekki í samstarfi við rússnesk stjórn- völd. » Trump reyndi að láta reka Mueller eða hafa áhrif á rann- sókn hans. Mueller sakar Trump hins vegar hvorki um glæp né hreinsar hann. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Uppþot varð í gær í norðurírska bænum Derry. Í óeirðunum skaut grímuklæddur maður blaðakonu að nafni Lyra McKee til bana. Lögregl- an á Norður-Írlandi og Írlandi leitar nú að manninum, sem talið er að sé ofstækisfullur lýðveldissinni og með- limur í nýja írska Lýðveldishernum (IRA). Lögregla lítur á morðið sem hryðjuverk. Morðið á McKee hefur kynt undir áhyggjum af því að átök milli lýð- veldissinna og breskra sambands- sinna kunni að vera að sækja í gamla farið á Norður-Írlandi. Slíkum átök- um lauk að mestu árið 1998 með Föstudagssáttmálanum svokallaða en vegna möguleikans á að landa- mæraeftirlit kunni að hefjast milli Norður-Írlands og Írska lýðveldis- ins í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hefur spenna milli gamalla andstæðinga aukist verulega undanfarna mánuði. McKee var rithöfundur, marg- verðlaunaður blaðamaður og leiðtogi í baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks á Bretlandi. Áður en hún var myrt var hún að vinna að bók sem átti að fjalla um mannshvörf á tímum átakanna á Norður-Írlandi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fordæmdi morðið á McKee og bætti við: „Hún var blaða- maður sem dó á meðan hún sinnti starfi sínu af mikilli hugprýði.“ Leo Varadkar forsætisráðherra og Mich- ael D. Higgins, forseti Írska lýðveld- isins, tóku í sama streng. Higgins sagði að morðið hefði ekki verið framið í umboði neins í landinu. Leiðtogar sex helstu stjórnmála- flokkanna á Norður-Írlandi gáfu út sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir afneituðu morðingjunum og sögðu morðið á McKee jafngilda árás á allt samfélagið, á frið og á lýð- ræðið sjálft. Írsk blaðakona myrt í árás IRA  Írar fordæma morðið þverpólitískt AFP Vandræðin Blómsveigar lagðir til minningar um Lyru McKee í Derry.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.