Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is
www.gimli.is
Við vitum hvað þín
eign kostar
Það var viðtekið stef
í sjálfstæðisbaráttu
þjóðarinnar á 19. öld,
að þá verzlun var ekki
lengur í höndum þjóð-
arinnar hafi staðan
gagnvart erlendu valdi
veikst. Er helsta birt-
ingamynd þess að
finna í kröfum Íslend-
inga í Gamla sáttmála,
að Noregskonungur
tryggi árlegan lágmarksfjölda
skipasiglinga til landsins, þ.a. þjóðin
gæti stundað bæði útflutning og
innflutning, þótt það kostaði enda-
lok þjóðveldisins. Eitt af fyrri verk-
um þjóðarinnar eftir að heimastjórn
var komið á, á öndverðri síðustu
öld, var enda að stofna skipafélag,
þar sem mikill meirihluti heimila
lagði fram hlutafé, af mismiklum
efnum.
Nú hafa fyrrverandi ráðherrar
unnvörpum skrifað í Morgunblaðið
og varað við 3. orkupakkanum. Ein
af rökunum sem þar hafa verið tínd
til, eru að með honum gætu Íslend-
ingar verið skuldbundnir til að leyfa
tengingu rafstrengs við Ísland, og
þar með, það sem verra er, orðið að
eiga í viðskiptum við útlönd; þ.e. að
það fullveldi sem felst í því að mega
setja viðskiptabann á útlönd sé í
hættu. Sömu aðilar hafa að vísu
ekki barmað sér undan þeirri full-
veldisskerðingu EES-samningsins
sem skuldbindingur okkur til að
eiga frjáls viðskipti með nokkurn
veginn allar aðrar vörur og þjón-
ustu, þegar sleppir þeim landbún-
aðarvörum, sem með mismiklum
harmkvælum, má framleiða hér á
norðurhjara. Og jafnframt yrðum
við ofurseld erlendu apparati, sem
gæti úrskurðað í deilum sem kynnu
að koma upp. Nú kynni einhver að
spyrja, ef sala til útlendinga á t.d.
fiski, vatni, gervilimum, fiskvinnslu-
hugbúnaði, er ekki slæm, af hverju
ættu kaup og sala á rafmagni til út-
lendinga að vera það?
Og fyrst við höfum
undirgengist vald ann-
arra erlendra apparata
þegar kemur að því að
skera úr um í við-
skiptadeilum við önnur
lönd, af hverju ætti
ekki að vera til aðili til
að úrskurða í raforku-
viðskiptum?
Meðal raka sem tínd
hafa verið til, er að
sala á raforku til út-
landa kynni að leiða til
verðhækkana innanlands, það færi
upp í það verð sem tíðkast í Evr-
ópu. Skoðum það nánar. Í fyrsta
lagi er óvíst að raforkuverð myndi
hækka mikið, þar sem lagning
strengs er kostnaðar- og áhættu-
söm. Eigandi strengsins yrði að fá
eitthvað í sinn hlut, fyrir fjárfest-
ingu, viðhaldi og orkutöpum, sem
þýðir að innanlandsverð færi að há-
marki upp í erlenda verðið að frá-
dregnum fyrrgreindum kostnaði.
En yrði það slæmt fyrir borgara
þessa lands ef orkuverðið myndi
hækka? Skv. Raforkuspá 2018-2050
notuðu stórnotendur raforku í er-
lendri eigu tæpar 15 TWst árið
2017. Á sama tíma var úttekt úr
dreifikerfinu, til almennings og hins
hefðbundna óorkufreka atvinnulífs,
að mestu í íslenskri eigu, 3,5 TWst,
þ.e. að fyrir hverja eina orkuein-
ingu sem nýtt er af heimilum og
hefðbundinni innlendri starfsemi
fara rúmar fjórar til stórnotenda í
erlendri eigu. Það þýðir að fyrir
hverja aukakrónu sem heimilin og
atvinnulífið þyrftu að greiða auka-
lega fyrir orkuna, myndu tekjur
innlendra raforkuframleiðanda
hækka um röskar fimm krónur. En
hverjir skyldu þessir orkuframleið-
endur vera? Í sömu raforkuspá
kemur fram að af 19,2 TWst sem
framleiddar voru 2017 voru 17,9
framleiddar af fyrirtækjum í sam-
félagslegri eigu á Íslandi eða 13/14
(afgangur er HS Orka í eigu er-
lendra aðila og ýmsar smávirkjanir
í eigu innlendra einkaaðila). Með
öðrum orðum, ef orkukostnaður
heimila og atvinnulífs hækkar um
eina krónu aukast tekjur orkufyr-
irtækja í eigu ríkis og sveitarfélaga
um tæpar fimm krónur án þess að
kostnaður þeirra aukist (og reyndar
meira þar sem orkustrengur myndi
að líkindum tákna endalok yfirfalls-
vatnsorkuvera). Þessi fyrirtæki
ættu því að vera í stakk búin að
greiða eigendum sínum, þ.e. ríki og
sveitarfélögum, allar þessar fimm
krónur í arðgreiðslur og skatta, og
sömu ríki og sveitarfélög ættu á
sama tíma að geta lækkað skatta á
heimilin og fyrirtækin um krón-
urnar fimm. Ég get auðvitað ekki
talað fyrir aðra en mig, og alla vega
ekki ráðherrana fyrrverandi, en ef
ég fengi val um að borga einni
krónu meira í orkureikning og
lækka skattana mína á sama tíma
um fimm krónur þá yrði valið ekki
erfitt. En með skattalækkunum má
hvort tveggja bæta lífskjör og auka
samkeppnishæfni atvinnuvega
þjóðarinnar.
Og jafnvel þótt ég yrði að stunda
viðskipti við útlendinga í útlöndum
frekar en útlendinga með þunnri
eiginfjármagnaðri starfsemi og sér-
samninga um sérstök skattafríðindi
og aðrar fyrirgreiðslur.
Og jafnvel þó að ýmsir telji að
kvöðin að geta þurft að eiga frjáls
viðskipti við útlönd sé fullveldis-
skerðing, og hafa þar með snúið
ástæðum falls þjóðveldisins al-
gjörlega á haus.
Gamli sáttmáli,
viðskiptabann og fullveldið
Eftir Hauk
Eggertsson » ... en ef ég fengi val
um að borga einni
krónu meira í orku-
reikning og lækka
skattana mína á sama
tíma um fimm krónur þá
yrði valið ekki erfitt.
Haukur Eggertsson
Höfundur er verkfræðingur.
haukureg@gmail.com
Allt frá stofnun
Flokks fólksins höfum
við barist fyrir afnámi
skerðinga. Fyrsta
frumvarp flokksins á
Alþingi varðaði afnám
skerðinga ellilífeyris
vegna atvinnutekna
aldraðra. Formaður
Flokks fólksins, Inga
Sæland, hefur í tví-
gang mælt fyrir frum-
varpinu. Málið hefur enn ekki hlotið
náð fyrir augum velferðarnefndar og
sætir það furðu í ljósi þess að ítar-
legar greinargerðir með frumvarp-
inu sýna svo ekki verður um villst að
afnám skerðinga ellilífeyris vegna
atvinnutekna felur ekki í sér aukin
útgjöld ríkissjóðs, þvert á móti mun
það skila auknum tekjum í ríkissjóð
og það svo um munar. Það virðist því
vera meginregla ríkisstjórnar og
margra alþingismanna að halda uppi
þessu skerðingakerfi, þrátt fyrir
sýnilegan ágóða við afnám þess.
Ríkið tekur 42 milljarða af eldri
borgurum í formi skerðinga á hverju
ári. Samkvæmt upplýsingum frá fé-
lags- og barnamálaráðherra nema
heildarskerðingar til ellilífeyrisþega
vegna lífeyrissjóðstekna 37.556
milljörðum árlega. Þetta þýðir að
stór hluti lífeyristekna eldri borgara
fer beint í ríkissjóð. Almennt frí-
tekjumark á tekjum aldraða er nú í
sögulegu samhengi mjög lágt. Mark-
mið Flokks fólksins er að auka sann-
girni í almannatryggingakerfinu og
hvetja til sparnaðar lífeyrisþega
með því að afnema skerðingar.
Flokkur fólksins er
raunsær þar sem vitað
er að markmiðinu verð-
ur ekki náð í einu stökki
heldur þarf að afnema
óréttlátar skerðing-
arnar með smáum en
öruggum skrefum.
Fyrir liggur nú frum-
varp Flokks fólksins í
meðförum þingsins.
Það felur í sér hækkun
á frítekjumarki lífeyris-
tekna úr núgildandi
25.000 kr. í 100.000 kr. á mánuði.
Eitt sanngirnisskref sem gefur líf-
eyrisþegum auknar 75.000 kr. á
mánuði eða 900.000 kr. á árs-
grundvelli. Þetta er jú það sem fólki
var talin trú um að væri sparifé þess.
Fólk er lögþvingað til að greiða í líf-
eyrissjóði hvort sem því líkar betur
eða verr. Síðan kemur ríkið með
krumluna og hrifsar bróðurpartinn
til sín í formi skerðinga. Flokkur
fólksins segir hingað og ekki lengra,
slík eignaupptaka og valdníðsla á
aldrei að eiga sér stað.
Réttlæti fyrir
aldraða strax
Eftir Sigurjón
Arnórsson
Sigurjón Arnórsson
»Markmið Flokks
fólksins er að auka
sanngirni í almanna-
tryggingakerfinu og
hvetja til sparnaðar líf-
eyrisþega með því að af-
nema skerðingar.
Höfundur er framkvæmdastjóri og
ritari Flokks fólksins.
sigurjonarnorsson@althingi.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar
greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Viðskipti