Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
Ég man síðast þegar ég hitti
þig, þá áttum við gott spjall. Þú
vildir alltaf vita hvernig ég hefði
það og hvort það gengi vel í
skólanum eða vinnu. Mér þótti
svo vænt um það hvað þú vildir
alltaf fylgjast með okkur.
Ég sakna þín rosalega en ég
trúi því og veit að þér líður vel
með ömmu í paradís.
Góða nótt, guð geymi þig, ég
elska þig.
Ástarkveðja,
Álfrún Auður.
Það virðist vera alveg sama
hvað fólk er gamalt, maður er
einhvern veginn aldrei alveg
tilbúinn þegar dauðinn bankar
upp á. Elsku afi Eiríkur lést
skyndilega laugardaginn 13.
apríl og ég var hreint ekki
viðbúin því. Hann var samt rúm-
lega níræður, hafði átt góða ævi
umkringdur fjölskyldu og vinum
alla tíð og var svo sannarlega
búinn að skila sínu í þessu lífi.
Afi var að austan og var ein-
staklega stoltur af uppruna sín-
um. Hann kom ungur suður og
hitti þar ömmu sem var Vest-
mannaeyingur, þau settust að á
Eyrarbakka og bjuggu þar sam-
an alla tíð. Hversdagsleg ástar-
saga en samt svo einstök. Eins
og afi var í mínum huga, ein-
stakur. Hann var duglegur til
verka, hvers manns hugljúfi og
skipti sjaldan skapi. Þau amma
voru gift í rúm 60 ár og báru alla
tíð mikla virðingu hvort fyrir
öðru. Þegar amma veiktist fyrir
nokkrum árum sinnti afi öllu því
sem þurfti að sinna og taldi það
ekki eftir sér. Hann hugsaði svo
vel um hana að eftir var tekið,
fór með ömmu í klippingu og lit-
un, snyrtingu og keypti á hana
ný föt. Hann var oft þreyttur en
það skipti engu, hún gekk fyrir
öllu.
Afi var líklega einn mesti töff-
ari sem ég þekkti. Hann var allt-
af vel klæddur og flottur. Þegar
hann varð níræður í september
sl. gaf hann sjálfum sér nýjan bíl
í afmælisgjöf, en ekki hvað!?
Um árabil var afi virkur þátt-
takandi í verkalýðshreyfingunni
og var meðal annars formaður
verkalýðsfélagins Bárunnar í
mörg ár. Hann sat líka í stjórn
Félags eldri borgara í nokkur ár
og hafði gaman af alls kyns fé-
lagsmálastússi.
Fyrir mér var afi samt fyrst
og fremst vinur. Hann treysti
mér til allra verka og studdi mig
með ráðum og dáð í öllu sem ég
tók mér fyrir hendur og var einn
minn besti stuðningsmaður í líf-
inu. Hann leitaði líka til mín með
eitt og annað og mér þótti vænt
um það. Hann heimsótti okkur
mikið og krakkarnir mínir dýrk-
uðu hann enda dekraði hann við
þau. Það er svo margs að minn-
ast. Undanfarin sumur höfum
ég og börnin mín farið í dags-
ferðir til ýmissa staða hér í ná-
grenninu með ömmu og afa og
skapað með því dásamlegar
minningar fyrir okkur öll. Eftir
að hún féll frá héldum við þess-
um ferðum okkar áfram, fórum
með kaffi á brúsa og vínar-
brauðin hennar ömmu í boxi og
keyrðum um á skemmtilega
staði. Þegar afi dó var eitt af því
fyrsta sem Daníel og Sunna
sögðu með mikilli sorg: „Nú
verða ferðirnar okkar ekki
fleiri.“ Ég vil samt trúa því að
ferðirnar þínar verði fleiri, núna
með ömmu aftur með þér í glæ-
nýjum bíl með gotterí í dall-
inum.
Ég er þakklát fyrir að hafa
haft þig hjá mér svona lengi,
þakklát fyrir vináttuna, húmor-
inn þinn og stríðnisglottið. Ég
er þakklát fyrir það að börnin
mín fengu að njóta samvista við
þig svona lengi. Þau sakna þín
mikið. Við Reynir, Sunna Bryn-
dís og Daníel Þór þökkum þér af
heilum hug fyrir allt það sem þú
gafst okkur.
Hvíl í friði, elsku afi.
Þín
Sandra Dís.
Ég trúi því vart að þú sért
farinn frá okkur, elsku hjartans
afi minn. Það er þyngra en tár-
um taki að hugsa til þess að fá
ekki að eyða meiri tíma með þér,
að heyra þig ekki renna oftar í
hlaðið á Túngötunni. Það verður
óneitanlega erfitt að venjast því.
Afi var einstakur, svo góð-
hjartaður og hlýr en það sem
einkenndi hann og ömmu var að
þau voru ekki einungis amma
mín og afi heldur svo miklir vin-
ir mínir. Þá var afi einnig hreinn
og beinn. Þannig þótti honum
ekki mikið til spánýrra en þó
gauðrifinna gallabuxna minna
koma og lá ekki á skoðunum sín-
um. „Hvað er að sjá þetta,
varstu að kaupa þetta?“ Afi var
með allt á hreinu alveg fram til
síðasta dags, spurði frétta og
hafði mikinn áhuga á því að vita
um náungann.
Hann var ávallt flottur í
tauinu og fyrir honum var hjart-
ans mál að fylgja helstu straum-
um í tækni. Þannig var það til að
mynda stór stund þegar hann og
amma fjárfestu í flatskjá hér um
árið, langt á undan okkur fjöl-
skyldunni. Þá var það að eiga
fínan bíl einnig lykilatriði hjá
afa en þeir voru ófáir rúntarnir
sem ég fór með honum og
ömmu, þar sem maður fékk
„nammi í stampinn“ á leiðinni,
og svo síðar með honum einum.
Við áttum einstaklega gott
samband, elsku afi minn, og það
sem mér þótti hvað vænst um
var hvað þú sýndir mér og mín-
um alltaf mikinn áhuga, alveg
fram til síðasta dags. „Hvernig
gengur í skólanum?“ var alltaf
það fyrsta sem þú spurðir mig
að þegar við hittumst síðustu ár.
Það sem er mér þó hvað dýr-
mætast er hversu hrifinn þú
varst af Kötlu minni en þú sýnd-
ir henni einstakan áhuga og
væntumþykju. Fyrir það verð
ég þér ævinlega þakklát og fyrir
þann tíma sem hún fékk með
þér.
Elsku afi minn. Andlát þitt
bar brátt að en í ljósi þess er það
mikill léttir að þú þurftir ekki að
kveljast lengi. Ég trúi því stað-
fastlega að nú séuð þið amma
sameinuð á ný.
Hvíl í friði elsku afi minn. Ég
á eftir að sakna prakkaraglotts-
ins þíns og húmorsins.
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Þín
Karen Dröfn
Hafþórsdóttir.
Elsku afi minn Eiríkur. Það
sem við söknum þín öll. Þú varst
sá allra mesti töffari sem ég hef
vitað um og ég er svo þakklát
fyrir þig. Ég veit að amma
Stebba tekur á móti þér, stapp-
ar handa þér fisk og eldar heit-
an vanillubúðing með safti. Það
er mín huggun að vita að þú og
amma séuð aftur saman, sálu-
félagarnir, og þið fylgist með
okkur hinum og ég veit að þú
glottir til okkar.
Bless, elsku afi minn. Kysstu
ömmu frá okkur.
Elsku afi, hugsun hlý
var hjá þér töfrastefið
og hún var alltaf eitt af því
sem okkur fékkst þú gefið.
Og sögurnar sem sagðir þú
þær sýndu fagra mildi
og urðu svona einsog trú
á okkar bestu gildi.
Hreinn og líkur sjálfum sér
var svipurinn þinn blíði,
við munum alltaf eftir þér
þótt árin og dagar líði.
(Kristján Hreinsson)
Elín Katrín Rúnars-
dóttir og fjölskylda.
Elsku langafi.
Þú varst alltaf svo góður og
svo skemmtilegt að spjalla við
þig.
Ein af uppáhalds minningun-
um mínum er þegar ég og Linda
komum í heimsókn, stundum
fórum við beint inn í bláa að
leika með dótið, en oft settumst
við bara á gólfið inn í stofu og
spiluðum meðan þið settuð
öngla á bönd. Það var alltaf gott
að koma í heimsókn til ykkar og
við lærðum oft nýja hluti, til
dæmis að spila olsen olsen.
Elsku afi, þín verður saknað
en ég finn fyrir ró þegar ég
hugsa um að þú ert með lang-
ömmu aftur.
Þín
Anita Ögn.
Langafi okkar var sprækur
og góður við okkur.
Hann gaf okkur oft eitthvað
eins og sleikjó, pening og fleira.
Það var alltaf svo gaman að
koma til hans á Sólvelli og hann
var alltaf glaður að sjá okkur.
Hann átti flottan bíl og margt
fleira flott eins og nuddtæki fyr-
ir fætur og lúður og góðan kíki.
Við söknum þín, elsku langafi
okkar.
Rúnar Benedikt
Eiríksson og Draupnir
Már Eiríksson.
Elsku langafi.
Ég á til óteljandi góðar minn-
ingar um þig, sem munu ávallt
vera í hjarta mínu.
Kvöldin sem ég fór með afa til
þín og langömmu og spjallaði
við ykkur; ég fór alltaf brosandi
frá ykkur því það var svo gott að
kíkja á ykkur, fá frá þér hlýtt
faðmlag og aldrei fór ég tóm-
hent frá ykkur, það voru alltaf
bingókúlur eða tyggjó og ef þið
áttuð ekki til nammi þá var það
klink til að fara út í sjoppu til að
kaupa mér nammi.
Dagurinn þegar ég ætlaði að
labba frá Eyrarbakka til
Stokkseyrar og þú stoppaðir og
krafðist þess að þú fengir að
skutla mér.
Hvenær sem ég hitti þig þá
komstu alltaf til mín eða ég til
þín og við spjölluðum. Í skírn-
arveislunni hjá Kolmari leið
ekki mínúta sem við vorum ekki
saman, við sátum á móti hvor
annarri og þú spurðir mig út í
hitt og þetta, hvað barnið héti
sem var verið að skíra, hvort ég
væri komin með kærasta og
hvernig mér gengi í skóla. Ég
bauðst til að gefa þér mat, þú
svaraðir „nei, þetta er í lagi, ég
get alveg gert það sjálfur“.
Stuttu seinna baðstu mig um að
gefa þér eitthvað að drekka og
að ég mætti ráða hvað það væri.
Ég man svo vel eftir „prakk-
ara“-glottinu sem þú settir svo
oft upp. Daginn sem Kolmar var
skírður vorum við Carmen að
hlaupa frá kirkjunni út að Stað,
þú brunaðir af stað á eftir okkur
á flotta bílnum þínum og glottir
til okkar því þú varst á undan
okkur.
Seinasta minningin sem ég á
af þér var þegar ég ætlaði að
kíkja með vinkonu minni út á
elló, ég ætlaði að kíkja á þig og
hún á ömmu sína, en þú varst
ekki heima. Þegar ég gekk út í
bíl sá ég þig sitjandi inni í rauða
bílnum þínum, þú bankaðir í
rúðuna, ég opnaði bílhurðina
þína og gaf þér knús, við spjöll-
uðum í dágóða stund síðan hrós-
aði ég bílnum þínum og þú svar-
aðir: Viltu kaupa hann? Ég
sagðist ekki eiga pening og þá
réttir þú mér tvöþúsundkall og
sagðir mér að byrja að safna
fyrir honum.
Þessar minningar eru svo
dýrmætar, enda sit ég hér bros-
andi en með tárin í augunum að
skrifa þær því söknuðurinn er
mikill.
Ég veit að þú ert kominn til
ömmu Stebbu og þið hafið það
gott. Ég veit að þið munuð vaka
yfir mér og okkur öllum og
passa upp á okkur. Elsku besti
afi minn, ég elska þig.
Sé þig þegar minn tími
kemur.
Þín
Linda Rut.
Þegar fólk sem hefur verið
manni náið andast koma upp í
hugann margvíslegar minning-
ar. Eiríkur átti ættir að rekja til
Fáskrúðsfjarðar, hann var
móðurbróðir minn og ég vissi
alltaf af honum sem hluta af lífi
fjölskyldunnar. Hann var sonur
hjónanna Runólfs Guðmunds-
sonar og Guðlaugar Eiríksdótt-
ur sem bjuggu á uppvaxtarárum
Eiríks að Bjargi á Fáskrúðs-
firði, en síðast bjuggu þau að
Blómsturvöllum á Eyrarbakka.
Mamma leit lengi á hann sem
litla bróður sem hún bar mikla
umhyggju fyrir og fannst sem
hún bæri að nokkru ábyrgð á
gripnum allt þar til hann kvænt-
ist og stofnaði sitt eigið heimili.
Eiginkona Eiríks var Stefanía
Þórðardóttir, mikil sómakona og
hvers manns hugljúfi, hún and-
aðist 1. desember 2013.
Sem ungur maður stundaði
Eiríkur margvíslega vinnu.
Hann lengi til sjós og reri á ver-
tíðum, mest frá Eyrarbakka og
Þorlákshöfn, var eftirsóttur í
skipsrúm og átti ekki erfitt með
að fá pláss á bátunum sem reru
frá ströndinni. Þessi sjó-
mennska var harðsótt og ekki á
allra færi að stunda hana ár eftir
ár í misjöfnum veðrum við að-
búnað sem í dag þætti ekki
mönnum bjóðandi. Stebba og
Eiríkur voru oftlega nefnd í
sömu andrá og þannig er minn-
ing mín.
Þau voru samhent hjón sem
eignuðust þrjá syni og eina dótt-
ur sem öll eiga góðu gengi að
fagna í lífinu. Barnabörnin eru
fjölmörg og barnabarnabörnin
eru allnokkur. Eldri synirnir,
Rúnar og Jón, voru á líku reki
og ég, en eftir að fjölskylda mín
flutti á Selfoss urðu samveru-
stundirnar færri. Einn vetur
bjuggum við Úlla í Þorlákshöfn
og kom Eiríkur, sem þá reri á
Ögmundi með Erlingi Ævari
aflaskipstjóra, æði oft í heim-
sókn ekki síst vegna þess að
Þórður yngsti sonurinn sótti
mjög að komast út í Höfn í róður
með pabba sínum. Síðast starf-
aði Eiríkur sem fangavörður á
Litla-Hrauni.
Seinna, þegar við fluttum á
„Bakkann“ og keyptum húsið
þeirra eftir að þau fóru á elli-
heimilið, kynntumst við Emmu
og Hafþóri manni hennar miklu
betur.
Mín fyrstu kynni af Eiríki eft-
ir að barnsárum mínum lauk
voru þau að hann var í mörg
sumur í símavinnu í vinnuflokki
hjá pabba. Atvikin höguðu því
svo, viljandi eða óviljandi, að ég
var jafnan mikið með Eiríki sem
mér eldri og reyndari manni og
leit ég mjög upp til hans. Þó að
aldursmunurinn væri nokkur
kom okkur oftast vel saman og í
mínum huga var hann mikill
„töffari“, tuggði gjarna tyggjó
og var jafnan hreinn og snyrti-
legur til fara og vildi helst ganga
til vinnu í fínum fötum. Segja
má að hann hafi haldið reisn
sinni og „töffaraskapnum“ fram
undir andlátið og jafnan var
gaman að heimsækja hann og fá
hann í heimsókn í „gamla“ húsið
sitt. Hann var ungur í anda og
fannst hann ekki gamall. Stutt
er síðan ég heyrði þá sögu að
hann hafi verið spurður af
hverju hann notaði ekki göngu-
grind. „Það er bara fyrir gamalt
fólk“, svaraði níræður maðurinn
hneykslaður.
Við Úlla viljum á kveðjustund
þakka samfylgdina og votta
eftirlifandi ættingjum samúð.
Við munum örugglega finna fyr-
ir nálægð hans áfram eftir að
hann er fluttur til nýrra heim-
kynna í næsta nágrenni við okk-
ur á Vesturbrún.
Sigmar Ólafsson.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JENS KRISTJÁNSSON
frá Tröð í Önundarfirði,
til heimilis að Raftahlíð 23 á
Sauðárkróki,
lést föstudaginn 12. apríl á Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands, Sauðárkróki.
Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju þriðjudaginn 30. apríl
klukkan 14.
Sigríður Jensdóttir
Guðmundur Jensson Sigríður Stefánsdóttir
Erlingur Jensson Ingibjörg Sveinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma.
SIGURÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR
Hjúkrunarfræðingur
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða,
Patreksfirði föstudaginn 12. apríl.
Útförin fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25. apríl
klukkan 14. í Patreksfjarðarkirkju.
Helgi Páll Pálmason Sólveig Ásta Ísafoldardóttir
Guðný Freyja Pálmadóttir Guðbrandur Bjarnason
Skjöldur Pálmason María Ragnarsdóttir
Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
Reykjavík,
lést á heimili sínu 13. apríl.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju 23. apríl klukkan 15.
Ragnheiður Adda Þorsteinsd Jósef Ólason
Alda Þorsteinsd
Bára Þorsteinsd
Þorsteinn Rúnar, Þórður Sigurel, Arnfríður Olga, Andrea
Guðrún, Lísa María, Tristan Set, Jónatan Axel, Júlíus Elí
Elsku systir okkar,
ÁSA KRISTINSDÓTTIR GUÐNASON
lést á heimili dóttur sinnar, Kristínar, í
Danmörku þriðjudaginn 16. apríl.
Útför verður þriðjudaginn 23. apríl frá
Rungstedkirkju.
Edda Kristinsdóttir
Ólafur H. Kristinsson
Kristín Kristinsdóttir
og fjölskyldur
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
NANNA SIGURÐARDÓTTIR
Fagurhólsmýri,
lést mánudaginn 15. apríl.
Útförin fer fram frá Hofskirkju í Öræfum
föstudaginn 26. apríl kl. 14.
Sigríður Oddsdóttir Hróbjartur Ágústsson
Helga Oddsdóttir Hinrik Stefánsson
Halldóra Oddsdóttir Gunnar Sigurjónsson
börn og barnabörn