Morgunblaðið - 20.04.2019, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
✝ Anna Árna-dóttir fæddist á
Miðgili í Langadal
28. júlí 1927. Hún
lést að heimili sínu,
Flúðabakka 3 á
Blönduósi, 11. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Árni Ás-
grímur Guðmunds-
son, f. 1888, d.
1963, og Vilborg
Guðmundsdóttir, f. 1885, d.
1968. Systur hennar voru Guð-
rún, f. 1921, d. 2005, Ingibjörg,
1922, d. 2015, og Elísabet Árný,
f. 1925, d. 2017. Anna giftist
Valgarði Ásgeirssyni frá
Blönduósi, f. 1927, d. 1996, og
bjuggu þau allan sinn búskap á
Blönduósi, lengst af í húsi sem
þau byggðu sjálf að Brekku-
byggð 6. Anna gekk í barnaskól-
ann í Engihlíð, stundaði nám í
bréfaskóla og sótti Húsmæðra-
skólann á Blönduósi. Hún var
1975, og Anna Dögg, f. 1981.
Áður eignaðist Hrönn Sigur-
björn Ægi, f. 1972, faðir hans er
Sigurbjörn Friðriksson. 3.
Sturla Valgarðsson, f. 1954, d.
1977. 4. Arndís, f. 1957, eig-
inmaður hennar er Þorsteinn
Úlfar Björnsson, f. 1951. Börn
þeirra eru Lilja Sif, f. 1982, og
Oddur Freyr, f. 1987. 5. Anna, f.
1959, eiginmaður hennar er
Halldór Þór Jónsson, f. 1961.
Sonur þeirra er Arnar Már, f.
1996. Börn Önnu úr fyrri sam-
búð eru Fanney, f. 1979, og Ás-
geir, f. 1982, faðir þeirra er Jó-
hann Gíslason. 6. Hrafn, f. 1963.
Börn hans eru Anna María, f.
1994, og Valgarð, f. 1996. Móðir
þeirra er Guðbjörg Ragn-
arsdóttir. 7. Ásgeir, f. 1967, eig-
inkona hans er Hrund Apríl
Guðmundsdóttir, f. 1969. Börn
þeirra eru Eva Dögg, f. 1987, og
Tómas Hugi, f. 2004. Stjúpdóttir
Ásgeirs er Ylfur Rán, f. 1990.
Barnabörn Önnu eru 16 og
barnabarnabörnin eru orðin 26.
Útför Önnu verður gerð frá
Blönduóskirkju í dag, 20. apríl
2019, klukkan 14.
lengst af húsmóðir
en vann einnig ým-
is störf sem til féllu
í bæjarfélaginu.
Ráku þau hjónin
m.a. svínabú í
nokkur ár, þau
ráku Blönduskál-
ann í 11 ár og voru
umsjónarmenn
Sundlaugarinnar í
mörg ár.
Anna bjó síðustu
17 árin að Flúðabakka 3 á
Blönduósi.
Anna og Valgarð eignuðust
sjö börn; 1. Vilborg Árný, f.
1951, hennar börn eru Hrönn, f.
1969, og Valgeir, f. 1971, faðir
þeirra er Sigurður Kristjánsson,
og Sturla Míó, f. 1978, og Krist-
inn, f. 1981, faðir þeirra er Þór-
ir Albert Kristinsson. 2. Hólm-
fríður Hrönn, f. 1953, eigin-
maður hennar er Emil
Þorbjörnsson, f. 1953. Börn
þeirra eru Þorbjörn Þór, f.
Almættið notar veðurofsann til
að berja hraustlega á okkur
mannfólkinu, núna, þegar hún er
farin, hefur kvatt sæl og södd.
Við stöndum af okkur storminn
saman, systkini, fjölskylda, vinir –
allir sem elskuðu og voru elskaðir
af þessari fallegu, kláru og góðu
konu.
Móðir, tengdamóðir, amma,
langamma, vinur, fyrst og fremst
frábær einstaklingur sem vann
hugi og hjörtu allra sem urðu á
vegi hennar á langri ævi.
Við minnumst hennar með ást
og gleði, erum öll betra fólk vegna
hennar og fyrir hana.
Ég var mjög heppin með móð-
ur, hún var fjölhæf, mannblendin
og víðsýn, fylgdist vel með og var
vel að sér um flest. Við vorum allt-
af mjög nánar og hún vildi alltaf
vita allt um mig og mína og hafði
áhyggjur af öllu mínu fólki ef eitt-
hvað var því mótdrægt. Dæmi:
yngstu strákarnir mínir heim-
sóttu hana helgina áður en hún dó.
Þeir lentu í veseni með bílinn sinn
og hún var ekki í rónni fyrr en
hann var kominn í lag og kominn
til síns heima.
Mamma var skemmtileg, söng-
elsk, hagmælt og og stundum
óþarflega klár. Hún sá alltaf í
gegnum mann og vissi hvernig
manni leið, alveg til síðasta dags.
Við töluðum saman í síma kvöldið
áður en hún dó. Ég sagði henni að
engu hefði munað að ég kæmi til
hennar þennan dag, hún sagði að
það hefði nú verið gott að fá mig
en hún hefði ekki viljað vita af mér
akandi í dag. Ég var ekki búin að
segja henni hvað var í veginum.
Ég á svo margar yndislegar
minningar frá æskuárunum. Eins
og þegar mamma og pabbi voru að
byggja stóra og reisulega húsið
sitt að Brekkubyggð 6. Mamma
var háólétt að Dísu systur en gekk
samt upp og niður brekkuna á
hverjum degi til að vinna í húsinu.
Við krakkarnir, ég, Hrönn og
Sturla, skottuðumst með og dund-
uðum okkur daglangt meðan þau
steyptu, máluðu, smíðuðu og
gerðu allt sem gera þurfti. Við
borðuðum stundum á matmáls-
tímum upp úr einum stórum potti,
hvert okkar með sína skeið eða
gaffal og allt bragðaðist dásam-
lega. Mamma var frábær kokkur
og flink handavinnukona. Hún
saumaði og prjónaði allan fatnað á
okkur krakkana og ég man eftir
ótal kvöldum þar sem hún sat og
saumaði fram eftir og ég hélt
henni félagsskap þar til ég logn-
aðist út af á eldhúsbekknum. Við
sungum og hún lét mig lesa fyrir
sig og kenndi mér þulur og ljóð.
Þetta voru notalegar og hlýjar
stundir sem dásamlegt er að eiga í
minningunni.
Mamma elskaði barnabörnin
sín ekki minna en okkur systkinin.
Þau voru ávallt velkomin á hennar
heimili og hún varð þeim góður fé-
lagi þegar þau stálpuðust. Enda
elska þau hana heitt og hún varð
þeim, eins og okkur systkinunum,
fyrirmynd á svo margan hátt.
Ég vil þakka Sólborgu fyrir alla
umhyggjuna, hún var mömmu
eins og besta dóttir síðustu árin.
Eins vil ég þakka Sædísi og sam-
býlingum hennar að Flúðabakka 3
innilega fyrir umhyggju og vin-
áttu alla tíð.
Elsku mamma mín, þú varst
ávallt kletturinn minn. Ég þakka
þér af hjarta samfylgdina í gegn-
um lífið. Ég trúi því að við hitt-
umst hinumegin; ég, þú, pabbi og
Sturla, því þegar andinn er frjáls
úr viðjum líkamans eru honum
engin takmörk sett.
Þín dóttir,
Vilborg Árný
Valgarðsdóttir,
Oddur Freyr
Þorsteinsson.
Móðir mín elskuleg, Anna
Árnadóttir frá Blönduósi, hefur
nú fengið langþráða hvíld frá
þessari jarðvist. Við sem elskuð-
um hana þökkum fyrir að hún
fékk ósk sína uppfyllta að fá að
sofna inn í eilífðina heima í sínu
eigin rúmi.
Mamma var einstök kona sem
hafði mikil áhrif á þá sem kynnt-
ust henni. Hún var afskaplega fal-
leg, vel gefin, vel að sér og fylgdist
alla tíð mjög vel með. Hún var ein-
staklega létt í skapi og mikill húm-
oristi. Mamma var mjög ljóðelsk,
hagmælt og eftir hana liggja ótal
ljóð og vísur. Hún var mikið nátt-
úrubarn og hafði til síðasta dags
unun af að fara í stutt ferðalög út í
náttúruna og áður fyrr var alltaf
venjan að taka með nesti og kaffi á
brúsa. Hún var umhyggjusöm
móðir, amma og langamma. Það
kom sér oft vel fyrir uppátækja-
saman krakkahópinn hennar
hversu skilningsrík og umburðar-
lynd hún var.
Ég minnist æskuáranna með
mikilli hlýju, á heimili okkar ríkti
kærleikur og gleði og mamma var
sí-syngjandi. Foreldrar mínir
voru mjög samhentir og unnu að
því með ráðum og dáð að koma
krakkahópnum til manns. Systur
hans pabba dásömuðu það oft hve
heppinn hann hefði verið að kynn-
ast henni Önnu sinni. Nú tekur
hann og Sturla bróðir vel á móti
henni á öðru tilverustigi.
Á langri ævi mömmu hafa lífs-
hættir breyst mikið og við grín-
uðumst stundum með að það væru
ekki margir eins og hún sem hefðu
fæðst í torfkofa og væru svo á fa-
cebook í ellinni. En hún notaði ein-
mitt facebook til að fylgjast vel
með öllu sínu fólki.
Elsku mamma mín, ég þakka
þér af öllu hjarta fyrir það hvað þú
hefur gefið mér og okkur
systkinum gott veganesti út í lífið.
Hvíldu í friði og Guð geymi þig að
eilífu.
Ég þakka Sólborgu, vinkonu
hennar, ómetanlega aðstoð síð-
ustu árin. Einnig Sædísi sem
reyndist henni mjög vel og ná-
grönnum hennar sem ávallt voru
boðnir og búnir til að hjálpa ef
þurfti.
Löng er orðin leiðin mín,
og langt til fyrri daga
en – – –
Lífið gaf mér gjafir stórar,
góðan mann og tryggðaband
drengi þrjá og dætur fjórar
og dásamlega fallegt land.
(Anna Árnadóttir)
Þín dóttir,
Arndís.
Dauðinn kom sem vinur, sagði
Winston Churchill um andlát
Bretakonungs. Mér þykir við hæfi
að endurtaka þessi fallegu orð um
ekki ómerkari manneskju, hana
Önnu Árnadóttur frá Miðgili.
Maður uppsker eins og maður
sáir, og hún amma sáði fallega. Sú
umhyggja sem móðir mín og
systkini hennar sýndu henni er lif-
andi vitnisburður um þá konu sem
nú er farin. Elskað barn lærir að
elska.
Arfleifð sú sem amma skilur
eftir sig felst ekki bara í öllum
þeim tugum einstaklinga sem ætt-
leggurinn spannar nú, heldur ekki
síður í þeim kærleik, skilningi og
samheldni sem við finnum hvert
hjá öðru. Það er gjöf hennar
ömmu til okkar.
Elsku amma, takk fyrir að
kenna mér kapal og gauka að mér
fimmhundraðköllum. Takk fyrir
Cocoa Puffs-ið um helgar og þol-
inmæðina yfir píanóglamrinu.
Takk fyrir alla ástina, áhugann og
umhyggjuna sem þú alla tíð sýnd-
ir mér og mínum. Sáttin og sorgin,
þær fylgja mér báðar, er ég kveð
þig hinsta sinni.
Lilja Sif Þorsteinsdóttir,
Oddur Freyr Þorsteinsson.
Á seinni hluta tuttugustu aldar
var algengt að senda börn sem
bjuggu í þéttbýli í sveit eða út á
land. Þetta var til heilla fyrir all-
flest börn en víða var meira lagt á
þau en þeim var hollt og biðu sum
börn skaða af.
En ég var heppin. Ég fór
norður á Blönduós sem barnfóstra
hjá Valgarði Ásgeirssyni móður-
bróður mínum og Önnu Árna-
dóttur konu hans og átti þar góða
daga.
Anna hafði verið í Kvennaskól-
anum á Blönduósi og var mynd-
arleg húsmóðir og kenndi mér
ýmislegt sem ég Vesturbæjar-
stúlkan hafði ekki vanist eins og
t.d. að verka silung og brenna og
mala kaffibaunir. Og svo var hún
svo glaðsinna og skemmtileg að
það var alltaf gaman að vera í
kringum hana. Við urðum mestu
mátar.
Afi minn og amma, þau Ásgeir
og Hólmfríður, bjuggu í sama
húsi. Þau voru orðin gömul og slit-
in og sinnti Anna þeim af mestu
alúð. Einnig aðstoðaði hún oft
móðursystur sínar sem bjuggu í
Engihlíð í Langadal. Þangað var
farið í heyskap á góðviðrisdögum.
Anna kunni til verka og ég leit eft-
ir börnunum á meðan hún tók til
hendinni.
Anna og Valgarð reistu sér
myndarlegt íbúðarhús á brekku-
brúninni fyrir ofan gömlu kirkj-
una á Blönduósi. Það hlaut nafnið
Varðberg. Fljótlega fylltist húsið
af mannvænlegum börnum en alls
urðu börnin sjö. Einn son misstu
þau. Það var Sturla, mikill efnis-
piltur sem lést í blóma lífsins af
slysförum tæplega 23 ára gamall.
Við frænkurnar, barnabörn
Ásgeirs og Hólmfríðar ásamt
dætrum okkar, hittumst á
Blönduósi haustið 2008 og höfðum
samverustund í gömlu kirkjunni
sem afi okkar og amma höfðu
sinnt á árum áður. Anna kom fær-
andi hendi með skemmtilegan
brag sem hún hafði ort. Hún átti
létt með að yrkja og birtist ým-
islegt af kveðskap hennar í Húna-
vökunni.
Í þessari ferð bauð Anna okkur
frænkunum síðan heim til sín í
rausnarlegt kaffiboð. Sú stund
var okkur dýrmæt og lifir í minn-
ingunni.
Það var afskaplega kært á milli
systkinanna í Ásgeirshúsi. Móðir
mín Soffía bjó lengst af í Reykja-
vík og heimsótti mig og fjölskyldu
mína til Akureyrar um jólin.
Þegar hún sneri aftur heim kom
hún við á Blönduósi hjá þeim
Önnu og Valla. Hún hlakkaði allt-
af til þeirra daga enda spilað og
spjallað.
Valgarð frændi minn lést árið
1996. Síðustu árin átti Anna heim-
ili sitt að Flúðabakka og undi hún
sér þar vel við bakka Blöndu,
fljótsins sem hún ólst upp við.
Ég sendi fjölskyldu Önnu mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Hrefna Hjálmarsdóttir.
Margt kom í huga minn, minn-
ingar um ótrúlega heilsteypta
konu til orðs og æðis, þegar elsku-
leg tengdamóðir mín andaðist á
heimili sínu 11. apríl síðastliðinn.
Kynntist ég henni fyrir um 25 ár-
um og hafa þau kynni verið virki-
lega ánægjuleg. Höfum við Anna
dóttir hennar og Arnar Már
ferðast saman um allar koppa-
grundir, t.d. til Danmerkur og
Kanarí, ásamt ótal ferðum um
Langadalinn þar sem hún þuldi
upp öll nöfn á bæjum og hverri
hundaþúfu. Var Langidalur henni
afar kær og margar sögur sagði
hún um Miðgil þar sem hún ólst
upp með foreldrum sínum og
systrum. Alltaf þegar við komum
norður til hennar í heimsókn var
það föst regla að fara saman í
Skálann að lotta og fara svo saman
yfir tölurnar, þetta var heilög
stund hjá okkur. Ekki má gleyma
veðrinu, sem var henni hugleikið.
Mátti hún alls ekki missa af veðr-
inu, hvorki í útvarpi né sjónvarpi,
það var dauðasynd að hringja í
hana á þeim tímum. Gaman var
þegar við vorum að taka Blöndu-
ósrúnt, þá var alltaf litið í áttina að
Spákonufellsborg og ef Borgin var
hrein spáði vel, sagði hún. Hringdi
ég oft í hana þegar ég var úti á sjó
og var mikið spjallað en svona
90% af samtalinu voru um veður.
Hagmælt var hún með eindæmum
og liggja eftir hana ófáar vísur og
ljóð, t.d. í Húnavöku og bæjar-
blaðinu Glugganum. Sem betur
fer eiga börn hennar velflestar
vísur og ljóð sem varðveitast um
ókomna tíð. Jæja, Anna mín, nú er
komið að leiðarlokum hjá okkur í
bili. Nú eruð þið Valli þinn og
Sturla sonur þinn saman á ný. Í
lokin langar mig að láta fylgja hér
eina vísu eftir þig sem lýsir hve
einstök kona þú varst.
Löng er orðin leiðin mín,
og langt til fyrri daga
en---
Lífið gaf mér gjafir stórar,
góðan mann og tryggðaband.
Drengi þrjá og dætur fjórar,
og dásamlega fallegt land.
Hví í friði og hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Þinn tengdasonur,
Halldór Þór Jónsson
(Tóti).
Anna Árnadóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
HARALDUR ÁRNASON,
Sjávarborg, Skagafirði,
lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki
að morgni laugardagsins 13. apríl.
Jarðsett verður frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 26. apríl
klukkan 14.
Helga Haraldsdóttir
Gyða Haraldsdóttir Steingrímur Steinþórsson
Edda Haraldsdóttir Björn Hansen
Nanna Haraldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
✝ Jakobína varfædd í Hella-
túni í Ásahreppi 1.
september 1941.
Hún lést 22. mars
2019.
Hún var dóttir
Ólafs Helga Guð-
mundssonar, d.
1996, og Þórdísar
Guðrúnar Krist-
jánsdóttur, d.
2014. Jakobína
giftist Ingólfi Gylfa Jónassyni,
f. 1937, d. 2000, og eignuðust
þau þrjú börn; Hjördísi Ruth,
f. 1958, d. 1975, Björk Berg-
lindi, f. 1962, sambýlismaður
hennar Albert Örn Áslaugs-
son, f. 1959, börn þeirra Hjör-
dís Rut, f. 1982,
Harpa Hrund, f.
1984, og Illugi
Breki, f. 1992, og
barnabörn þeirra
orðin sex talsins.
Ólafur Helgi, f.
1968, börnin hans
Aron Nökkvi, f.
1994, Tristan
Gylfi, f. 2002,
Jakobína Ruth, f.
2003, Rósmarý
Anna, f. 2005, Melkíor Almar,
f. 2009. Ólafur á eitt barna-
barn og tvö á leiðinni. Jakob-
ína var búsett á Selfossi síð-
ustu ár.
Útförin fór fram í kyrrþey
6. apríl 2019.
Það var um vorið árið 2000 sem
ég hitti þig fyrst. Ég fékk far með
þér og Dísu mömmu þinni frá Sel-
fossi á Hellu. Algjör tilviljun,
húkkaði far uppi á þjóðvegi. Ekki
hefði ég haldið að hálfu ári síðar
værum við tengdar fjölskyldu-
böndum. Lífið er skrítið og oft
erfitt.
Þú varðst fyrir hinni mestu
sorg, að missa barn. Það markaði
allt sem á eftir kom. Sorgina barst
þú með þér alla daga síðan og setti
hún með tímanum mikinn skugga
í sálina, brotin sem aldrei náðu
saman. Þessar sálarkvalir höfðu
áhrif á samskipti þín við fjölskyld-
una þína í gegnum tíðina. Batn-
andi manni er best að lifa eru orð
að sönnu því síðustu ár þá reyndir
þú mikið að bæta samskiptin. Þú
sýndir okkur, mér og syni þínum,
mikinn stuðning þegar við
ákváðum að enda hjónaband okk-
ar og erum við þakklát fyrir, það
skipti máli.
Andleg og líkamleg veikindi
fylgdu þér fast eftir og nú síðast
enn eitt krabbameinið. Þegar ég
hugsa til þinna endaloka þá hugsa
ég að þú hafir öðlast frið. Frið fyr-
ir sorginni og veikindunum. Megi
allir guðsenglar lýsa þér leiðina
heim. Ég var nú svo heppin að fá
að kveðja þig og þakka fyrir mig,
ef ekki væri fyrir þig, væri enginn
Óli og ekki okkar yndislegu börn.
Ég á þér allt að þakka, elsku
Jagga.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Ómar Ragnarsson/
Gísli á Uppsölum)
Þín tengdadóttla
Hrefna, Óli og börn.
Við erum hér að kveðja vinkonu
okkar, Jakobínu Ólafsdóttur.
Hún er búin að vera félagi okk-
ar í Strók í mörg ár. Jakobína var
alltaf hress og hafði sínar skoðanir
á hreinu svo að stundum fannst
fólki nóg um. Alltaf tók hún upp
hanskann fyrir þá sem áttu eitt-
hvað erfitt og studdi vini sína með
orðum og gjörðum. Þegar fólk
hittist á hverjum degi eins og í
Strók myndast einstakt vináttu-
samband og fólk veitir hvert öðru
stuðning gegnum súrt og sætt.
Jakobína var sannur vinur.
Við eigum góðar minningar um
Bínu. Hún var mikil hannyrða-
kona og vandvirk við allt sem hún
gerði, fagurkeri í sér og ávallt til-
höfð og glæsileg. Þegar hún var að
koma úr fríi frá Noregi hjá dóttur
sinni og fjölskyldu þá var að henn-
ar sögn ekkert betra en úti í Nor-
egi. Sumum fannst nóg um og
spunnust miklar orðræður um
gæði landanna. Söknuður hennar
eftir fjölskyldunni var mikill og
fannst henni hún vera mikið ein
þegar þau voru erlendis. Hún
gladdist mikið að fá þau heim en
saknaði líka Noregsferðanna.
Bína var búin að vera lasin og
heimsótti lækninn sinn nokkuð oft
og var þeim vel til vina. Hann leiddi
hana alltaf inn á stofuna hjá sér og
klappaði henni þegar hún fór frá
honum. Ekki voru allir eins hrifnir
af honum en það var nú bara öfund,
sagði Bína sem átti það til að læða
inn lævísum húmor. En svo fór að
það fannst hvað þjakaði vinkonu
okkar og var þá stutt eftir hjá
henni í þessari jarðvist.
Við söknum Bínu okkar en vit-
um að henni verður vel tekið í
sumarlandinu. Okkur langar að
þakka henni samfylgdina í gegn-
um árin og sendum fjölskyldu
hennar okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Elsku Bína, takk fyrir samferð-
ina með okkur í Strók.
Fyrir hönd félaga í Klúbbnum
Strók,
Jóna Jónsdóttir.
Jakobína
Ólafsdóttir