Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 38
38 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
NÚ ER GOTT AÐ BERA
FÆST HJÁ ENDURSÖLUAÐILUM UM ALLT LAND
Á GARÐINN...
Meistarakeppni karla
Valur – Stjarnan ............................. (0:0) 5:6
Rautt spjald: Hannes Þór Halldórsson
(Val) 45.
Stjarnan sigraði 6:5 í vítakeppni.
Lengjubikar kvenna
Úrslitaleikur A-deildar:
Breiðablik – Valur................................... 3:1
Kristín Dís Árnadóttir 3., Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir 55., 90. – Sjálfsmark 87.
Mjólkurbikar karla
Bikarkeppni KSÍ, 2. umferð:
Afturelding – Selfoss................................ 3:2
Þróttur R. – Reynir S............................... 2:0
Keflavík – Haukar .................................... 1:0
KB – Ægir ........................................ (frl.) 1:2
Kórdrengir – Vængir Júpíters................ 1:0
ÍR – KV ..................................................... 3:0
Víkingur Ó. – Úlfarnir.............................. 2:6
Grótta – KFR.......................................... 10:0
Elliði – Mídas ................................... (frl.) 1:2
Hvíti riddarinn – Njarðvík ...................... 0:6
ÍH – Augnablik ......................................... 0:3
Evrópudeild UEFA
8-liða úrslit, seinni leikir:
Chelsea – Slavia Prag .............................. 4:3
Chelsea áfram, 5:3 samanlagt.
Eintracht Frankfurt – Benfica ............... 2:0
Eintracht áfram, 4:4 samanlagt.
Napoli – Arsenal....................................... 0:1
Arsenal áfram, 3:0 samanlagt.
Valencia – Villarreal................................. 2:0
Valencia áfram, 5:1 samanlagt.
Danmörk
Esbjerg – Bröndby .................................. 1:0
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby.
AGF – SönderjyskE................................. 2:1
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik-
inn með SönderjyskE.
Horsens – Vejle........................................ 0:0
Kjartan Henry Finnbogason lék allan
leikinn með Vejle.
England
B-deild:
Bristol City – Reading............................. 1:1
Jón Daði Böðvarsson hjá Reading er frá
keppni vegna meiðsla.
Bolton – Aston Villa ................................ 0:2
Birkir Bjarnason sat á bekknum hjá
Aston Villa allan tímann.
Millwall – Brentford................................. 1:1
Sheffield U. – Nottingham F................... 2:0
Birmingham – Derby ............................... 2:2
Leeds – Wigan .......................................... 1:2
Middlesbrough – Stoke............................ 1:0
Preston – Ipswich..................................... 4:0
QPR – Blackburn ..................................... 1:2
Swansea – Rotherham ............................. 4:3
WBA – Hull............................................... 3:2
Norwich – Sheffield Wednesday............. 2:2
Staða efstu liða:
Norwich 43 25 12 6 87:53 87
Sheffield Utd 43 24 10 9 71:39 82
Leeds 43 25 7 11 70:44 82
WBA 43 22 10 11 84:58 76
Aston Villa 43 19 15 9 79:58 72
KNATTSPYRNA
Stúkan bjóst við sprengingu frá
Val í seinni hálfleik, enda titill í húfi
og liðið hlaðið reynslu. Besti kafli
Valsmanna var fyrstu tíu mínút-
urnar í seinni hálfleik. Bersýnilegt
var að þeir ætluðu að nýta sér með-
byrinn en fátt var um fína drætti því
ekki vildi boltinn inn. Það var svo
Karólína Lea sem komst inn í send-
ingu í varnarlínu vals á 55. mínútu,
hringaði Söndru Sigurðardóttur
glæsilega í markinu og skilaði hon-
um inn.
Síðasta stundarfjórðunginn var
Margrét Lára Viðarsdóttir færð
framar á völlinn og sóknarsinnaðir
varamenn settir inn á hjá Val. Eina
mark Vals kom eftir eitt af fyrstu
skotum Margrétar Láru, en það
varði Sonný Lára Þráinsdóttir,
markvörður Blika, í samherja og
inn.
Blikar héldu þó margrómuðu
skipulagi sínu og ró sinni allt til loka
leiksins. Karólína Lea gulltryggði
sigurinn með marki í uppbótartíma
þegar hún losaði sig við illa stað-
settan varnarmann við vítateig Vals
eftir hárnákvæma sendingu Ás-
laugar Mundu Gunnlaugsdóttur og
þrýsti knettinum í fjærhornið. Sann-
gjarn sigur Blika, 3:1.
Djörf uppstilling beggja liða gefur
góð fyrirheit um komandi tímabil,
með bæði lið í sóknarsinnuðu 4-3-3.
PepsiMax-deild kvenna rúllar af
stað 2. maí og liðin sem mættust í
þessum úrslitaleik munu gera kröft-
ugt tilkall til titilsins ásamt Þór/KA.
Úrslitaleikur sem gefur
góð fyrirheit fyrir sumarið
Breiðablik vann deildabikarinn í sjöunda sinn með því að sigra Val 3:1
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Deildabikarinn Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, tók við bikarnum eftir sigurinn á Val.
Á HLÍÐARENDA
Edda Garðarsdóttir
eddagardars@gmail.com
Valur og Breiðablik mættust í úr-
slitaleik Lengjubikars kvenna í
knattspyrnu á skírdag. Um var að
ræða dæmigerðan leik að vori sem
einkenndist af spenningi, slags-
málum og suðvestan strekkingi á
annað markið. Breiðablik sigraði,
3:1, og hefur þar með unnið deilda-
bikarinn sjö sinnum, oftar en nokk-
urt annað félag, en Valur kemur
næst með fimm sigra.
Þetta er jafnframt í fyrsta skipti í
sjö ár sem Breiðablik vinnur þessa
keppni.
Blikar fengu óskabyrjun þegar
þeir komust yfir strax á 3. mínútu.
Agla María Albertsdóttir tók horn-
spyrnu sem sveif yfir á fjærstöng á
Kristínu Dís Árnadóttur sem stang-
aði boltann óáreitt undir þaknetið,
1:0. Reynslumikið lið Valskvenna
reyndi hvað það gat til að jafna met-
in í fyrri hálfleik en það gekk hvorki
né rak að koma boltanum í net Blika.
Frábær miðja Blika stjórnaði leikn-
um vel bæði sóknarlega og varn-
arlega. Þar réðu ríkjum bestu leik-
menn vallarins, þær Hildur
Antonsdóttir, Karólína Lea Vil-
hjálmsdóttir og Fjolla Shalla. Sól-
veig Larsen var einnig drjúg í
óeigingjarnri vinnslu í framlínu
Breiðabliks. Bæði lið héldu bolta
ágætlega og buðu upp á stór-
skemmtilega spilkafla á stundum.
Atkvæðamestar í barningi Vals í
fyrri hálfleik voru þær Hlín Eiríks-
dóttir, Dóra María Lárusdóttir og
Hallbera Guðný Gísladóttir en þær
spiluðu boltanum á samherja sína í
opnum færum. Sókndjarfar Fanndís
Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen
fengu allnokkur tækifæri til að
skora en tókst ekki. Staðan í hálfleik
var því 1:0, Blikum í hag.
Hollenski knattspyrnumaðurinn Geoffrey Castillion
gekk í gær til liðs við Fylkismenn, en Árbæjarliðið fær
hann lánaðan frá FH út þetta keppnistímabil.
Castillion er 27 ára gamall framherji sem hefur leikið
hér á landi undanfarin tvö ár. Hann kom gríðarlega öfl-
ugur inn í lið Víkings í Reykjavík árið 2017 og skoraði þá
11 mörk í 16 leikjum í deildinni.
FH-ingar fengu hann í sínar raðir fyrir tímabilið 2018
en þar gekk fátt upp hjá þessum kraftmikla sóknar-
manni sem náði aðeins að skora eitt mark í 10 leikjum í
deildinni. Castillion, sem ólst upp hjá stórliðinu Ajax í
Amsterdam, var lánaður til Víkings í júlí og þar kom
hann á ný að góðum notum og skoraði sex mörk í átta leikjum.
Fylkismenn tefla því fram tveimur nýjum sóknarmönnum, en þeir fengu
í vetur til sín eistneska landsliðsmanninn Tristan Koskor. Þá kom enski
miðjumaðurinn Sam Hewson til þeirra frá Grindavík. vs@mbl.is
Castillion lánaður í Fylki
Geoffrey
Castillion
Þrátt fyrir ósigur gegn HK, 24:27, á
heimavelli í fyrsta leik í umspili um
sæti í úrvalsdeild karla í handknatt-
leik eru Þróttarar með 1:0 forystu.
HSÍ úrskurðaði þeim í gær 10:0 sig-
ur í leiknum þar sem Jón Heiðar
Gunnarsson, sem á dögunum tók
fram skóna eftir nokkurt hlé, lék
með HK án þess að vera með skráð-
an leikmannasamning hjá HSÍ.
Liðin mætast aftur í Digranesi í dag
og vinni Þróttarar mæta þeir Vík-
ingi í úrslitarimmu. Að öðrum kosti
verður oddaleikur í Laugardalshöll
á þriðjudagskvöldið. vs@mbl.is
Þrótti dæmd-
ur sigur á HK
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sjö Bjarki Finnbogason var marka-
hæstur HK-inga gegn Þrótti.