Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 39
ÍÞRÓTTIR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Úrslitakeppni Íslandsmóts
karla í körfuknattleik er einn af
mínum uppáhaldsíþrótta-
viðburðum í heiminum í dag.
Eftir að hafa fylgst með NBA-
deildinni vestanhafs lengi vel
ákvað ég að gefa íslenska körfu-
boltanum tækifæri þegar ég
kynntist sambýliskonu minni og
ég sé jafn lítið eftir því eins og að
hafa boðið henni með mér í bíl-
túr í fyrsta sinn fyrir tæpum
fimm árum.
Sem mikill íþróttaáhuga-
maður hef ég alltaf haft gaman
af því þegar „litla liðið“ kemur á
óvart og nær í óvænt úrslit. Úr-
slitakeppnin í körfunni hefur
þetta allt saman og meira til. ÍR-
ingar eru komnir í úrslit í fyrsta
sinn síðan úrslitakeppnin var
tekin formlega upp tímabilið
1983-1984 en Breiðhyltingar
hafa orðið Íslandsmeistarar
fimmtán sinnum.
Í úrslitum mæta ÍR-ingar liði
KR sem hefur orðið Íslands-
meistari undanfarin fimm ár. Það
átti enginn von á því að þessi lið
myndu leika til úrslita um Ís-
landsmeistaratitilinn í ár. ÍR end-
aði í sjöunda sæti deildarinnar á
meðan KR endaði í fimmta sæti.
Á leið sinni í úrslitin hefur ÍR
slegið út Njarðvík og Stjörnuna,
liðin sem enduðu í öðru og fyrsta
sæti deildarinnar.
KR sópaði Keflavík úr leik
sem endaði í fjórða sætinu og
svo Þór frá Þorlákshöfn sem
vann óvæntan sigur gegn stjörn-
um prýddu liði Tindastóls í átta
liða úrslitum. Fyrir þá sem hafa
ekki fylgst með íslenskum körfu-
bolta undanfarin ár, þá eruð þið
að missa af miklu. Ég mæli ein-
dregið með því að þið gefið
þessu séns enda einhver al-
skemmtilegasti íþróttaviðburður
sem völ er á og mun skemmti-
legri afþreying en steraboltinn
sem spilaður er í Bandaríkjunum.
BAKVÖRÐUR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
örugglega kveðja Selfoss á annan
hátt en að falla úr leik í átta liða úr-
slitum.
Leikið á Selfossi kl. 17 í dag og í
Austurbergi kl. 19.30 á mánudag.
Rétta Valsmenn úr kútnum?
Valsmenn voru í erfiðleikum á síð-
ustu vikum deildarkeppninnar eftir
að liðið hikstaði á lokaspretti bikar-
keppninnar. Meiðsli hafa sett strik í
reikninginn. Agnar Smári Jónsson
hefur verið lengi frá keppni og verð-
ur ekki í úrslitakeppninni. Sömu
sögu er að segja um Magnús Óla
Magnússon. Vignir Stefánsson hefur
ekki beitt sér af krafti um langt
skeið. Batamerki voru á Valsliðinu í
síðustu tveimur leikjum deildar-
keppninnar. Kannski fer liðið í að
leika eins og þegar það vann Ís-
landsmeistaratitilinn fyrir tveimur
árum þar sem höfuðáherslan var
lögð á vörn og markvörslu og að
draga úr hraða leiksins. Hinn svo-
kallaði þolinmóði sóknarleikur.
Reikna má með sömu uppskrift.
Aftureldingarliðið sýndi karakter
í næstsíðasta leiknum í deildinni
gegn Fram þegar margir töldu að
leikmenn væru nær því að leggja
niður vopnin eftir nokkra slaka leiki.
Þreyta virtist vera komin í herbúðir
Mosfellinga.
Erfitt er að spá hvernig þessi
rimma þróast. Ég hallast helst á að
Valur vinni, 2:1, ekki síst ef liðinu
tekst að stýra hraða leikjanna.
Leikið á Hlíðarenda í kvöld kl.
19.30 og að Varmá á mánudag kl. 14.
FH gaf eftir – ÍBV var í sókn
Ómögulegt er að veðja á úrslit í
einvígi FH og ÍBV, liðanna sem
mættust í úrslitum Íslandsmótsins
fyrir ári. Reyndar hafa bæði gengið í
gegnum talsverðar breytingar á
liðnu ári. FH lék þess utan til úrslita
um Íslandsmeistaratitilinn fyrir
tveimur árum.
FH-ingar gáfu eftir á lokaspretti
deildarkeppninnar. Eftir að hafa átt
um skeið möguleika á deildarmeist-
aratitlinum, gengi margt upp, þá
fjaraði heldur undan og fjórða sætið
var niðurstaðan en það stóð glöggt.
Það var eins og loftið færi úr blöðr-
unni eftir sigurinn í bikarkeppninni
og þegar það lá fyrir að Halldór Jó-
hann Sigfússon, hinn snjalli þjálfari,
yrði ekki áfram. Leiki FH áfram
eins og það gerði á lokasprettinum
er hætt við að það fari ekki lengra.
Halldór hefur vafalaust hresst upp á
sína menn á síðustu dögum. FH hef-
ur sýnt undanfarin tvö ár að það er
bikarlið sem líður vel þegar allt er
undir.
ÍBV-liðið hefur verið í stöðugri
sókn síðustu vikurnar. Hvort liðið
hefur misst taktinn í hléinu undan-
farna daga kemur í ljós fljótlega eft-
ir að flautað verður til leiks í Kapla-
krika í dag. Freistandi er að telja að
svo sé ekki og ÍBV vinni rimmuna,
2:1. Að minnsta kosti er ástæða fyrir
FH-inga að óttast Eyjamenn sé tek-
ið mið að spilamennsku liðanna í
síðustu umferðum deildarkeppn-
innar.
Leikið í Kaplakrika kl. 16 í dag
og í Eyjum kl. 17 á mánudag.
Fimm daga sprettur um
sæti í undanúrslitum
Úrslitakeppni karla hefst í dag með fjórum leikjum Næstu fjórir á mánudag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Óútreiknanlegt Einvígi FH og ÍBV gæti orðið það tvísýnasta í 8 liða úrslitunum. Þremur stigum munaði á liðunum í
deildinni og þau unnu hvort annað á heimavelli í vetur eftir hörkuleiki þar sem eitt og tvö mörk skildu þau að.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Eftir hálfsmánaðarhlé frá kapp-
leikjum taka leikmenn liðanna átta
sem komust í úrslitakeppnina um Ís-
landsmeistaratitilinn í handknattleik
karla upp þráðinn í dag. Fjórir leik-
ir, heil umferð, verða á dagskrá og
ljóst að handknattleiksáhugafólk má
hafa sig allt við til þess að fylgjast
með leikjum dagsins. Næsta umferð
verður á mánudaginn og sú þriðja og
síðasta á miðvikudagskvöldið, ef til
þriðju leikja kemur. Vinna þarf tvo
leiki í átta liða úrslitum til þess að
öðlast sæti í undanúrslitum. Átta
liða úrslit tekur fljótt af eftir nokk-
urn undirbúningstíma sem gefinn
var vegna leikja landsliðsins í
undankeppni Evrópumótsins.
Stjarnan ekki líkleg
Leikmenn Hauka og Stjörnunnar
ríða á vaðið í Schenkerhöllinni á Ás-
völlum eftir hádegið í dag. Haukar
eru nýkrýndir deildarmeistarar.
Þeir sigldu í gegnum tímabilið af ör-
yggi og töpuðu aðeins þremur leikj-
um af 22. Ekkert bendir til þess að
Haukar hafi ástæðu til þess að gefa
eftir í úrslitakeppninni, a.m.k. ekki í
átta liða úrslitum með sinn vaskasta
hóp kláran í slaginn.
Stjörnunni gekk upp og ofan í
deildarkeppninni. Liðið virðist ekki
vera líklegt til þess að setja strik í
reikning Haukanna á leið þeirra síð-
arnefndu í undanúrslit. Haukarnir
eru einfaldlega sterkari um þessar
mundir og verður að teljast senni-
legt, að öllu óbreyttu, að þeir vinni
rimmuna í tveimur leikjum. Stjarn-
an veitti Haukum reyndar talsverða
samkeppni í síðari leiknum í deild-
inni í lok febrúar. Það gefur Stjörn-
unni e.t.v. eitthvert sjálfstraust en
það dugir ekki.
Vörn og markvarsla er aðal Hau-
kaliðsins eins og stundum áður. Hún
fleytir liðinu áfram í undanúrslit.
Stjörnumenn geta haldið áfram að
skipuleggja næsta tímabil. Spá, 2:0,
fyrir Hauka.
Leikið á Ásvöllum kl. 14 í dag og
í Garðabæ kl. 15 á mánudag.
Baráttuglaðir ÍR-ingar
Rimma Selfoss og ÍR verður vafa-
laust jafnari en margir telja. Fyrsti
leikurinn verður í Hleðsluhöllinni á
Selfossi í dag og hefst kl. 17. ÍR-
ingar eru með baráttuglatt lið sem
gefur sjaldan tommu eftir. Þar ligg-
ur styrkur liðsins fyrst og fremst.
Hins vegar er Selfossliðið fyrir fram
talið sterkara enda skildu 15 stig lið-
in að þegar upp var staðið að deild-
arkeppninni lokinni. Vissulega er nú
komið út í nýja keppni með öðrum
blæ þar sem hvert tap eða sigur veg-
ur þyngra en í deildarkeppni. Sel-
fossliðið féll naumlega úr keppni í
undanúrslitum í fyrra og ætlar sér
að ná lengra að þessu sinni.
Ef Patrekur Jóhannesson, þjálfari
Selfoss, getur stillt upp sterkasta liði
sínu í leikjunum við ÍR þá á Selfoss-
liðið að vinna. Spurningin er hins-
vegar sú hvort ÍR nái ekki að hleypa
spenna í rimmuna með sigri heima á
mánudagskvöldið ef Breiðhyltingar
falla ekki í þá freistni daginn áður að
borða of mikið af páskaeggjum.
Kannski var ÍR-liðið ekki óska-
mótherji Selfoss í átta liða úrslitum?
Baráttugleðin er slík innan ÍR-
liðsins að það er góður möguleiki á
að velgja Selfyssingum hressilega
undir uggum. Gæðin eru hins vegar
meiri innan Selfossliðsins og það
væri hreint slys fyrir það að falla úr
keppni í átta liða úrslitum eftir góð-
an vetur. Spá, 2:1, fyrir Selfoss.
Elvar Örn Jónsson og Patrekur vilja