Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.04.2019, Blaðsíða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Dominos-deild karla Undanúrslit, oddaleikur: Stjarnan – ÍR ........................................ 79:83  ÍR sigraði 3:2. Austurríki Flyers Wels – Klosterneuburg........... 81:80  Dagur Kár Jónsson skoraði 8 stig fyrir Wels, átti 2 stoðsendingar og tók 1 frákast. Svíþjóð Undanúrslit, fjórði leikur: Norrköping – Borås ......................... 65:108  Jakob Örn Sigurðarson skoraði 3 stig og tók 1 frákast fyrir Norrköping en hann spilaði í 18 mínútur.  Staðan er 3:1 fyrir Borås. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, 8-liða úrslit, 2. leikur: Milwaukee – Detroit .......................... 120:99  Staðan er 2:0 fyrir Milwaukee. Boston – Indiana .................................. 99:91  Staðan er 2:0 fyrir Boston. Austurdeild, 8-liða úrslit, 3. leikur: Brooklyn – Philadelphia .................. 115:131  Staðan er 2:1 fyrir Philadelphia. Vesturdeild, 8-liða úrslit, 2. leikur Houston – Utah .................................. 118:98  Staðan er 2:0 fyrir Houston. Vesturdeild, 8-liða úrslit, 3. leikur San Antonio – Denver ...................... 118:108  Staðan er 2:1 fyrir San Antonio. LA Clippers – Golden State ............ 105:132  Staðan er 2:1 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, fyrsti leikur: Schenker-höll: Haukar – Stjarnan........ L14 Kaplakriki: FH – ÍBV ............................ L16 Hleðsluhöllin: Selfoss – ÍR .................... L17 Origo-höll: Valur – Afturelding........ L19.30 8-liða úrslit karla, annar leikur: Varmá: Afturelding – Valur.................. M14 TM-höllin: Stjarnan – Haukar.............. M15 Vestmannaeyjar: ÍBV – FH ................. M17 Austurberg: ÍR – Selfoss ................. M19.30 Umspil karla, undanúrslit, 2. leikur: Digranes: HK – Þróttur (0:1) ................ L16 Umspil kvenna, úrslit, 1. leikur: Digranes: HK – Fylkir .......................... M16 KÖRFUKNATTLEIKUR Fyrsti úrslitaleikur kvenna: Origo-höll: Valur – Keflavík.................. M16 KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 2. umferð: Fellavöllur: Höttur/Huginn – Fjarðab. L14 Boginn: Þór – Dalvík/Reynir................. L14 Olísvöllurinn: Vestri – Kári ................... L14 KA-völlur: KF – Magni .......................... L14 BLAK Fimmti úrslitaleikur kvenna: KA-heimilið: KA – HK (2:2).................. M16 UM HELGINA! Hannes Þór Halldórsson landsliðs- markvörður í knattspyrnu missir af fyrsta leik Íslandsmótsins með Val næsta föstudagskvöld þegar Ís- landsmeistararnir taka á móti Vík- ingi í Reykjavíkurslag. Hannes, sem kom til Vals frá Qarabag í Aserbaídsjan á dögunum og samdi til fjögurra ára, fékk rauða spjaldið á lokamínútu fyrri hálfleiks gegn Stjörnunni í Meist- arakeppni KSÍ á Hlíðarenda í fyrrakvöld. Hann braut þá á Þor- steini Má Ragnarssyni utan víta- teigs og Vilhjálmur Alvar Þór- arinsson dómari rak Hannes umsvifalaust af velli. Þar sem spjöld í Meistarakeppninni og Ís- landsmóti eru talin saman kostar þessi brottrekstur Hannes fyrsta leikinn þar sem hann tekur út eins leiks bann. vs@mbl.is Hannes missir af fyrsta leik ekki verið að vinna jafnstórt í ár og undanfarin ár en í þessum úrslitaleik langaði okkur virki- lega að vinna sannfærandi og vera starfinu hérna á Akureyri til sóma.“ Silvía er uggandi yfir gangi mála í íshokkíi kvenna en fyrir tveimur árum voru fjögur lið að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Samkeppnin lítil í ár „Þetta tímabil hefur verið mjög skrítið. Í fyrra fórum við úr fjórum liðum í þrjú lið þegar Reykjavík sameinaðist. Fyrir þetta tímabil var svo tekin ákvörðun um að sameina liðin á Akur- eyri líka og það var mjög skrítið að vera alltaf að spila á móti sama liðinu í ár. Samkeppnin var mun minni en í fyrra en staðreyndin er sú að það vantar iðkendur til þess að halda uppi tveimur liðum og eins og staðan er í dag verða þetta tvö lið í úrvalsdeildinni næstu árin.“ Alls mættust lið SA og Reykjavíkur tólf sinn- um í vetur og hafði SA betur í öll skiptin. „Það er ógeðslega erfitt að fara inn í leik, vit- andi það að þú eigir og sért að fara vinna sann- færandi. Það hefur reynst okkur ákveðinn hausverkur í ár og við höfum oft lent í vand- ræðum í upphafi leikja en alltaf hrokkið í gang á endanum,“ sagði Silvía í samtali við Morgun- blaðið. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason Íslandsmeistarar Leikmenn Skautafélags Akureyrar fagna eftir að hafa tekið við Íslandsbikarnum á heimavelli sínum í fyrrakvöld. Gekk illa að gíra sig upp ÍSHOKKÍ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Silvía Rán Björgvinsdóttir, leikmaður Skauta- félags Akureyrar, viðurkennir að úrvalsdeild kvenna í ár hafi verið mjög skrítin en aðeins tvö lið léku í deildinni. SA tryggði sér Íslands- meistaratitilinn í íshokkíi kvenna á fimmtudag- inn síðasta eftir 7:0-sigur gegn liði Reykjavíkur á Akureyri í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvígi. „Það var frábært að klára þetta sannfærandi og það er alltaf gaman að vinna titil. Við höfum Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörn- unnar, er spenntur fyrir komandi tímabili í Pepsi Max-deildinni í knattspyrnu, en liðið lauk keppni á undirbúningstímabilinu í gær þegar Stjarnan hafði betur gegn Íslands- meisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ eftir vítakeppni. „Það var fínt að klára þetta undir- búningstímabil á titli. Þetta var flott- ur leikur hjá okkur og mér fannst við líta nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá. Úrslitin á þessu undirbúnings- tímabili hafa ekki verið neitt frábær hjá Stjörnunni en ég tel að við séum komnir á þann stað sem við viljum vera á fyrir Íslandsmótið og séum meira en tilbúnir í fyrsta leik.“ Stjarnan hefur á undanförnum ár- um verið að berjast á toppi úrvals- deildarinnar, en liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar síðasta sumar. „Við erum komnir á þann stað sem lið að við setjum þá kröfu á okkur að berjast á toppnum í deildinni. Við viljum líka fara langt í bikarkeppn- inni en við gerum okkur líka grein fyrir því að það eru fjögur til fimm lið í dag sem gefa sig öll út fyrir það að ætla að berjast á toppnum. Við er- um eitt af þessum liðum en þetta sýnir manni líka bara hvað deildin hérna heima er orðin sterk í raun og veru. Það eru margir góðir leikmenn komnir inn í deildina, bæði atvinnu- menn og landsliðsmenn, þannig að það er mikil pressa á mörgum liðum í ár.“ Baldur segir mikilvægt að Stjarn- an klári tímabilið af krafti. „Við vorum aðeins bensínlausir í lokaleikjum tímabilsins eftir bikar- úrslitin, þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlunin. Við erum hins vegar búnir að eyða heilum vetri í það hvernig við ætlum okkur að klára mótið í ár almennilega.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirliði Baldur Sigurðsson lyftir bikarnum eftir sigur Stjörnunnar á Val. „Mikil pressa á mörgum liðum“  Deildin sterkari nú en oft áður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.