Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 20.04.2019, Qupperneq 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 2019 SKECHERS FLEX APPEAL 2.0 DÖMUSANDALI. STÆRÐIR 36-41 FÁST EINNIG SVARTIR. 8.995.- DÖMUSKÓR Arna Óttarsdóttir er einþeirra listamanna af yngrikynslóðinni sem nota að-ferðir textíllistarinnar í sinni listsköpun og beita persónulegri túlkun á tíðaranda samtímans. Þau sækja fyrirmyndir til hversdagsins og hins venjulega sem þykir jafnvel ómerkilegt. Til að mynda hefur Loji Höskuldsson vakið athygli fyrir út- saumsverk sín þar sem hann beitir fjölbreyttum saumaaðferðum á gróft undirlag. Arna hefur allt frá útskrift unnið með þetta hversdagslega myndmál, reynsluheim manneskj- unnar í samtímanum, sem hún útfær- ir í vefnaði. Á sýningunni Allt fínt má meðal annars sjá, auk vefnaðarins, handgerðar sápur, útsaumaða púða, stuttermaboli og þurrkuð blóm. Í listsögulegu samhengi hefur ver- ið litið á útsaum og vefnað sem hand- verk allt fram á 20. öldina. Með til- komu hreyfinga eins og Arts and Crafts og síðar Bauhaus-skólans, þar sem samþætting handverks og lista var í öndvegi, verða skilin milli fagur- lista og nytjalista óljósari. Textíl- verkstæði Bauhaus-skólans var mik- ilvæg uppspretta þróunar í vefnaði og þar er þáttur nokkurra sterkra kvenna mikilvægur, enda var kven- kyns nemendum beint þangað. Gunta Stölzl, Anni Albers og Benita Koch- Otte voru brautryðjendur og voru stöðugt að prófa sig áfram með möguleika miðilsins í átt til frjálsrar listsköpunar í stað þess að búa til hluti sem einungis voru ætlaðir til praktískra nota. Með þessu var stigið skref í átt til þess að rétta hlut vefn- aðarins og brjóta niður stigveldið milli listgreina. Bæði Júlíana Sveins- dóttir og Ásgerður Búadóttir, sem gegndu mikilvægu brautryðjenda- hlutverki á sviði vefnaðar á Íslandi og í Danmörku, litu sömu augum á vefn- aðarverk og málverk og þótti þau ekki ómerkari. Nærtækara dæmi eru verk Hildar Bjarnadóttur sem hefur markvisst unnið á mörkum textílsins og málverksins, gagngert til að brjóta niður skil og metorðaröð milli list- greina. Myndheimur Örnu endurspeglar daglegt líf; minningar, krot og skiss- ur og jafnvel minnismiðinn fyrir inn- kaup dagsins í matvörubúðinni, sem hjá flestum endar venjulega í ruslinu, er stækkaður upp og fær nýtt líf í meðförum listamannsins í verkinu „Innkaupalisti“ (2018). Tímafrek og yfirveguð úrvinnsla verksins í vefnaði skapar andrúmsloft þar sem hending og öguð vinnubrögð mætast. Tími undirbúningsvinnu og úrvinnslu helst ekki alltaf í hendur og má þar einnig finna líkindi milli aðferða Örnu og Júlíönu Sveinsdóttur sem lætur líka að því liggja að hending ráði fyrir- mynd óhlutbundinna vefverka henn- ar þegar hún segir í viðtali seint á sjötta áratugnum: „Ég krota ein- hverja vitleysu á blað, venjulega út í bláinn og vinn svo úr því.“ Arna notar myndvinnsluforrit til að koma teikn- ingum sínum yfir á stafrænt form og er óhrædd við að leyfa mistökum og ummerkjum um tilfærslu milli hins stafræna og handverksins að halda sér. Í sumum verkunum er líkt og tipp-ex hafi verið notað til að má út misfellur, sem gerir þær um leið sýni- legri; einlægni, léttleiki og húmor skín í gegn en jafnframt marar tví- ræðnin undir yfirborðinu. Titill sýn- ingarinnar, Allt fínt, endurspeglar nánast sjálfvirkt svar við spurning- unni „hvernig gengur eða hvað er að frétta?“ hvort sem það á við rök að styðjast eða ekki. Leynast ekki mis- fellur undir lekkerheitunum og er kannski allt í fokki á sama tíma eins og sagt er á kjarnyrtri íslensku. Stuttermabolir í ýmsum myndum hafa endurtekið birst á sýningum Örnu á undanförnum árum þar sem hún hefur með natni ofið þessa tákn- mynd fjöldaframleiðslunnar í fatnaði. Hér hanga þeir í röð pastellitaðir, handofnir og þá um leið einstakir. Fatnaður, ofnir og útsaumaðir púðar og handgerðar sápur á sýningunni Allt fínt vísa til líkamlegrar nálægðar manneskjunnar. Líkamanum má líkja við átakasvæði þar sem hvers- dagslegur veruleikinn með öllum sín- um ófullkomleika og óreiðu togast á við líkamann sem fyrirmynd hins full- komna forms. Fagurfræði og veru- leiki hversdagsins tekur stöðugt á sig nýjar og óvæntar myndir sem Arna dregur listilega upp. Á bleiku skýi hversdagsleikans Morgunblaðið/RAX Nýlistasafnið Allt fínt bbbmn Sýning með verkum Örnu Óttarsdóttur. Sýningarstjóri: Kolbrún Ýr Einarsdóttir. Sýningin stendur til 28. apríl 2019. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-18 og til kl. 21 á fimmtudögum. ALDÍS ARNARDÓTTIR MYNDLIST Óvænt „Fagurfræði og veru- leiki hversdagsins tekur stöð- ugt á sig nýjar og óvæntar myndir sem Arna dregur listi- lega upp,“ segir í rýni. Bolir Stuttermabolir í ýmsum myndum hafa endurtekið birst á sýningum Örnu á síðustu árum. Silja Elsabet Brynjarsdóttir, mezzósópran, hlaut nýverið einnar milljónar króna styrk Söng- menntasjóðs Marinós Péturssonar til áframhaldandi söngnáms. „Silja Elsabet hefur stundað nám við Royal Academy of Music í London og tekur bakkalárgráðu í vor eftir fjögurra ára nám. Í haust hefur hún síðan sérnám í Advanced Dip- loma in Opera en til þess var henni veitt sérstök undanþága því að einungis þeim sem lokið hafa mastersnámi er veittur aðgangur að því. Samhliða námi hefur hún tekið þátt í óperuuppfærslum og var valin í vetur til að syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í keppninni Ungir einleikarar á vegum Listaháskólans og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands,“ segir í til- kynningu. Ánægð Frá vinstri eru Elísabet Eiríksdóttir, aðalkennari Silju Elsabetar, og Haukur Björnsson, stjórnarformaður Söngmenntasjóðs Marinós Péturssonar. Emilíana Torrini verður gestur Jóns Ólafssonar í spjalltónleikaröð- inni Af fingrum fram sem haldin verður í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í kvöld kl. 20.30. „Ásamt hljómsveit flytja þau lög alveg frá upphafsárum ferils hennar og til dagsins í dag, auk þess að segja sögurnar á bak við lögin og rifja upp eitt og annað frá frábærum ferli söngkonunnar,“ segir í til- kynningu. Af fingrum fram með Emilíönu Torrini Ástsæl söngkona Emilíana Torrini. Hlaut einnar milljónar króna styrk til náms Kínverskir aðdá- endur sjónvarps- þáttaraðarinnar Game of Thrones eru ósáttir við að geta ekki horft á óritskoðaða út- gáfu þáttanna á kínversku streymisveitunni Tencent. Þessu greinir ABC News frá. Þar kemur fram að kínversk stjórnvöld láti fjar- lægja allar ofbeldis-, nektar- og kyn- lífssenur áður en þættirnir rata fyrir sjónir Kínverja. Þetta þýðir sem dæmi að fyrsti þátturinn sem þegar er farinn í loftið var í Kína sex mín- útum styttri en annars staðar í heim- inum. Í fréttinni kemur fram að kín- verskir aðdáendur hafi í heimalandi sínu ekki aðgang að vef HBO, sem framleiðir þættina. Ósáttir við rit- skoðun á GOT Emilia Clarke sem Daenerys Targaryen. Joe og Anthony Russo, leikstjórar nýjustu Marvel-kvikmyndarinnar Avengers: Endgame sem frumsýnd verður vestanhafs í næstu viku, biðla til aðdáenda að skemma ekki upplifun væntanlegra áhorfenda. Í vikunni birtu þeir mynd á Twitter undir myllumerkinu #DontSpoil- TheEndgame sem þýða mætti sem ekki skemma Endgame. Þar biðja þeir almenning að deila hvorki á samfélagsmiðlum né gagnvart vin- um upplýsingum um endinn eða öðrum mikilvægum upplýsingum úr tökum á myndinni. Politiken greinir frá því að stuttar upptökur úr myndinni í afar takmörkuðum myndgæðum hafi verið birtar á bæði Reddit og YouTube. Nokkur fjöldi manns sá upptökurnar áður en þær voru fjarlægðar aftur. Ekki skemma end- inn fyrir öðrum! Mikil eftirvænting Stilla úr kvik- myndinni Avengers: Endgame.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.