Morgunblaðið - 26.04.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
KIEL/ - OG FRYSTITJEKI
., '*-�-��,�rKu�,
Kæli- & frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
á brauðið, pönnuna og í baksturinn
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég setti mér það markmið þegar ég kom í skólann að taka
þessi verðlaun. Það er gömul hefð að keppa um Skeifuna.
Mér fannst ég hafa bakgrunninn til að geta stefnt að því,“
segir Guðjón Örn Sigurðsson frá Skollagróf í Hrunamanna-
hreppi sem fékk Morgunblaðsskeifuna afhenta í gær, á
Skeifudegi hestamannafélagsins Grana á Hvanneyri. Guð-
jón bætir því við að systir hans, Þorbjörg Helga, hafi unnið
Skeifuna árið 2016.
Morgunblaðsskeifan hefur verið veitt árlega frá árinu
1957, á Skeifudegi Grana sem er uppskeruhátíð nemenda í
reiðmennskuáföngum skólans og sem lengi hefur verið
haldinn hátíðlegur sumardaginn fyrsta. Skeifuna fær sá
nemandi sem nær hæstu meðaleinkunn úr verklegum reið-
mennskuprófum.
Viðloðandi landbúnað og hesta
Guðjón Örn ólst upp við hestamennsku í Skollagróf þar
sem mikil og þekkt hrossaræktun hefur verið. Afi hans, Jón
Sigurðsson, var þekktur ræktandi. Guðjón segist hafa verið
á baki frá því hann náði að hanga í hnakknum. „Ég hef unn-
ið við tamningar og þjálfun hrossa í Vesturkoti og get þakk-
að Þórarni Ragnarssyni bónda þar fyrir árangur minn í
hestamennskunni,“ segir Guðjón.
Hann hefur nú lokið bændadeildinni í Landbúnaðarhá-
skóla Íslands á Hvanneyri og vill vera eitthvað viðloðandi
landbúnað og ríða hrossum. Tekur fram að kýrnar séu hon-
um einnig hugleiknar. Og hugurinn leitar alltaf heim í
Skollagróf.
Aðeins sex nemar voru í reiðmennskuáfanganum að
þessu sinni en Gunnar Reynisson kennari segir að nemend-
urnir séu áhugasamir og geti orðið knapar framtíðarinnar.
Guðjón vann flest þau verðlaun sem í boði voru. Hann fékk
ásetuverðlaun Félags tamningamanna og vann Gunnarsbik-
arinn með sigri í fjórgangskeppni sem fram fór í hestamið-
stöðinni á Mið-Fossum í gær. Bjarki Már Haraldsson fékk
Framfaraverðlaun Reynis og Þuríður Inga G. Gísladóttir og
Elía Bergrós Sigurðardóttir fengu Eiðfaxaverðlaunin.
Ljósmynd/Árdís H. Jónsdóttir
Skeifuhópurinn Gunnar Reynisson kennari, Eydís Anna Kristófersdóttir, Þuríður Inga G. Gísladóttir, Elín Sara
Færseth, Jóna Þórey Árnadóttir, Bjarki Már Haraldsson og Guðjón Örn Sigurðarson.
Stefndi að Skeifunni frá
því hann kom í skólann
Gunnar Örn sópaði að sér verðlaunum á Skeifudegi Grana
Vinir Guðjón Örn Sigurðarson með reiðhest sinn, Kotru
frá Steinnesi, sem stóð vel með honum í námi og keppni.
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Heimsóknum til Frú Ragnheiðar,
skaðaminnkandi úrræðis Rauða
krossins fyrir fólk sem notar vímuefni
í æð og þá sem eru húsnæðislausir,
fjölgaði um 38% á milli áranna 2017
og 2018, þetta kemur fram í umsögn
Rauða krossins um frumvarp er lýtur
að neyslurýmum, lagalega vernduðu
umhverfi þar sem einstaklingar 18
ára og eldri geta neytt fíkniefna í æð
undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna.
Heimsóknirnar voru 3.854 en ein-
staklingarnir að baki þeim 455. Frú
Ragnheiður er hreyfanlegt úrræði
sem fer fram í sérinnréttuðum bíl.
Svala Jóhannesdóttir, verkefnis-
stýra Frú Ragnheiðar, segir ýmislegt
útskýra þessa miklu fjölgun en ekki
sé ástæðan fólgin í því að fleiri noti
vímuefni daglega í æð en áður.
„Út frá innlagnatölum SÁÁ var að-
eins fjölgun á þeim sem nota vímuefni
í æð reglulega en sú fjölgun er ekki
38%.“
Koma oftar en áður
Orsakir þessarar miklu fjölgunar
eru aðallega tvíþættar, að sögn Svölu.
Í fyrsta lagi er hópurinn sem leitar til
Frú Ragnheiðar orðinn veikari and-
lega og líkamlega og einstaklingarnir
koma oftar en áður. Í öðru lagi býður
Frú Ragnheiður nú upp á fjölbreytt-
ari þjónustu en áður.
„2018 byrjuðum við að veita sýkla-
lyfjameðferð í bílnum, einstaklingar
sem eru með sýkingar eins og húð-
sýkingar eða lungnabólgu geta fengið
sýklalyfjameðferð í bílnum. Þau fá
sýklalyfin frítt hjá okkur og allar end-
urkomur eru gerðar í bílnum þannig
að skjólstæðingur þarf aldrei að leita í
hið almenna heilbrigðiskerfi nema
þegar læknir eða hjúkrunarfræðing-
ur á vakt metur það svo. Í 93% tilvika
kláruðu einstaklingarnir sýklalyfja-
meðferðina hjá okkur,“ segir Svala og
bætir við að aukinn sálrænn stuðn-
ingur hafi verið veittur í fyrra.
„Við lögðum mikla áherslu á að
veita þeim sem leið mjög illa and-
legan stuðning, við heyrðum í þeim á
hverjum degi og reyndum að auka að-
gengi þeirra að sálrænni aðstoð með
því að bjóða þeim stuðningsviðtöl.“
Í fyrrnefndu frumvarpi um neyslu-
rými kemur fram að talið sé að árlega
noti um 700 einstaklingar fíkniefni í
æð hérlendis. Svala segir að það séu
færri sem noti vímuefni í æð að stað-
aldri eða um fimm til sex hundruð
manns. Sé miðað við 550 manns þá
leituðu rúm 80% þeirra sem nota
vímuefni í æð hérlendis til Frú Ragn-
heiðar í fyrra.
2.670 lítrum af sprautubúnaði var
fargað hjá Frú Ragnheiði í fyrra.
Svala segir að það sé svipað og síð-
ustu ár og stærstur hlutinn sé nála-
búnaður frá Frú Ragnheiði sem ein-
staklingar hafa skilað aftur.
„Við erum að reyna að draga úr því
að notaður búnaður sé í umferð eða á
götum borgarinnar. Langflestum
sem leita til okkar er umhugað um að
gera þetta vel og taka ábyrgð á neysl-
unni og eitt af markmiðum Frú
Ragnheiðar er að veita þeim það
tækifæri.“
Heimsóknum fjölgar um tæp 40%
Morgunblaðið/Hari
Bíll Frú Ragnheiður er hreyfanlegt úrræði fyrir þau sem nota fíkniefni í æð.
Hér er Svala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, í bílnum.
Frú Ragnheiður sótt heim í 3.854 skipti í fyrra Skýrist ekki af því að fleiri noti vímuefni í æð
2.670 lítrum af sprautubúnaði fargað Heimilislausir skjólstæðingarnir veikari á sál og líkama
Loftgæði sums staðar á höfuðborgarsvæðinu voru mjög lítil í gær, sam-
kvæmt vef Umhverfisstofnunar, Loftgæði.is.
Morgunblaðið fjallaði um það í vikunni að rykmökkur frá Sahara-
eyðimörkinni væri á leið til landsins en rykmistrið sem lá yfir höfuð-
borgarsvæðinu var einmitt ættað frá Sahara. Veðurstofan hafði spáð sól-
ríkum degi í höfuðborginni en mistrið skemmdi fyrir því að spárnar
yrðu að veruleika, að því er fram kemur í færslu Veðurstofunnar á
Facebook.
Svifryk mældist einnig meira en venjulega í gær.
Ryk frá Sahara skyggði á sumarsólina