Morgunblaðið - 26.04.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
bestakryddid.isBeztu uppskriftirnar okkar
Enn einn dagur
í Paradís
Bez
t á k
júklinginn
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
„Fyrir 15 árum síðan var því haldið
fram að 17% barna kynferðisofbeldi
en í dag benda rannsóknir hins veg-
ar til þess að hlutfallið sé töluvert
hærra,“ segir Sigríður Björnsdóttir,
formaður samtakanna Blátt áfram,
og bætir við að aukin vitundarvakn-
ing skýri trúlega hærri tíðni til-
kynntra kynferðisbrota.
Landssöfnun Blátt áfram, for-
varnarsamtaka gegn kynferðisof-
beldi á börnum, hófst fyrir utan
Hagkaup í Skeifunni í gær og mun
standa yfir fram til 6. maí. Guðni Th.
Jóhannesson forseti íslands keypti
fyrsta ljósið til styrktar samtökun-
um, sem fagna 15 ára afmæli í ár.
Félagar úr Samökum vélhjóla-
manna gegn kynferðisofbeldi (e. Bi-
kers against child abuse) fylgdu
honum frá Bessastöðum að Hag-
kaupum.
Söfnunin hefur farið fram árlega
frá árinu 2010 og hafa árlega safnast
á bilinu 6 til 10 milljónir. Sigríður
segir að markmiðið í ár sé að safna
12 milljónum til fræðslu og forvarna
gegn kynferðisofbeldi.
Hvert ljós kostar 2.000 krónur og
þyrfu því 6 þúsund ljós að seljast til
að markmiðinu sé náð.
Samtökin eru rekin einungis á
framlögum og styrkjum, en þá
leggja íþrótta- og félagasamtök
þeim reglulega lið og selja ljósið til
styrktar Blátt áfram.
Þurfa að segja frá 7-10 sinnum
Sigríður segir að nú bendi rann-
sóknir til þess að 1 af hverjum 3
stúlkum og 1 af hverjum 6 drengjum
hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og
að jafnaði þurfi börn að láta vita af
kynferðisofbeldi sem þau eru beitt
um 7 til 10 sinnum áður en þeim sé
trúað eða brugðist sé við upplýs-
ingum af hálfu fullorðinna.
Yfirskrift söfnunarinnar er því
„Hlustaðu á mig“ en að sögn Sigríð-
ar er lykilatriði að foreldrar hlusti á
börnin sín. „Börn leita ekki ósjálf-
rátt eða óumbeðið til foreldra sína
með erfið mál og þess vegna þurfum
við að ræða opinskátt um þessi mál.
Þau leita jafnvel til annarra, til
dæmis afa, besta vinar eða kenn-
ara,“ segir Sigríður. Því þurfi for-
eldrar að spyrja börnin leiðandi
spurninga ef þeir fá það á tilfinn-
inguna að barninu líði illa.
„Ef við sjáum að barnið kemur
heim úr skólanum og líður illa þá
spyrjum við ekki hvernig dagurinn
hafi verið heldur þarf að spyrja
hvort eitthvað óþægilegt hafi komið
upp á og hvort þau vilji ræða það,“
segir Sigríður.
Mynd/Þórður Ingi Bjarnason
Landssöfnun B.A.C.A. fylgdu Guðna Th. Jóhannessyni í Skeifuna í gær.
Fleiri segja frá
kynferðisofbeldi
Landssöfnun Blátt áfram hófst í gær
Landsmenn nýttu vel góða veðrið í gær og var
nóg um að vera á höfuðborgarsvæðinu. Hitamet
sumardagsins fyrsta í Reykjavík var slegið í há-
deginu í gær. Hitamælir veðurstofu sýndi 14,1
stig í gær en fyrra met var frá árinu 1998 þegar
hitinn mældist hæstur 13,5 stig á sumardaginn
fyrsta.
Í Árbænum var fjölmenni í skrúðgöngu í blíð-
skaparveðrinu og svo skemmtu börn sér í hoppu-
kastala í Húsdýragarðinum í sól og sumaryl.
Morgunblaðið/Eggert
Fögnuðu sumri
og góðu veðri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stækkun upp á 300 fermetra á Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja er fyr-
irhuguð en samkomulag þess efnis
var undirritað síðastliðinn miðviku-
dag. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, skrifaði
undir samkomulagið ásamt bæj-
arstjórum sveitarfélaganna fjög-
urra á Suðurnesjum.
Stækkunin mun nýtast sem fé-
lagsaðstaða fyrir nemendur skól-
ans, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu frá Sambandi
sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Um 900 nemendur eru í Fjöl-
brautaskólanum og það hefur lengi
skort góða félagsaðstöðu fyrir þá.
„Það er mikil þörf á uppbyggingu
við skólann. Á þessu svæði hefur
orðið mikli fólksfjölgun á síðustu
árum og það er mikilvægt að inn-
viðirnir okkar geti tekið við þeim
sem hér vilja stunda nám og boðið
þeim góða aðstöðu,“ segir Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra. „Nemendaaðstaðan
er oft hjartað í hverjum skóla, ég
samgleðst nemendum og aðstand-
endum skólans innilega með þetta
góða skref.“
Ljósmynd/Aðsend
Undirritun Lilja sagði virkilega ánægjulegt að ganga frá samkomulaginu.
300 fermetra fé-
lagsaðstaða í FSU
Ráðherra segir verkefnið þarft