Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ER08 hægindastóll
Leður – verð 285.000,-
Í nýjasta hefti Þjóðmála er sagtfrá því hvernig umræðuþátt-
urinn Silfrið, sem er á Ríkissjón-
varpinu, velur gesti í þann hluta
þáttarins þar sem rætt er um það
sem talið er efst á baugi í þjóð-
félagsumræðunni hverju sinni.
Skemmst erfrá því að
segja að ríf-
lega helm-
ingur viðmæl-
enda er af
vinstri kanti
stjórnmálanna, 52%, og verður það
raunar að teljast vantalið, enda
eru sem dæmi tvær heimsóknir
Þórðar Snæs Júlíussonar af Kjarn-
anum í þáttinn ekki flokkaðar á
hið pólitíska litróf og hið sama má
segja um heimsókn fréttamannsins
Helga Seljans.
Þeir sem Þjóðmál flokka hægramegin stjórnmálanna fá að-
eins þriðjung þess tíma sem vinstri
menn fá í þættinum, eða 17%.
Miðjumenn, 19%, og óflokkaðir,
12%, fylla afganginn.
Ríkissjónvarpinu ber ekki að-eins siðferðileg skylda til að
gæta sanngirni og hlutlægni,
skyldan er beinlínis skráð í lög.
Þrátt fyrir það gerist það ár eft-ir ár að í þessum þætti hallar
verulega á hægrimenn. Og þetta
er ekki eini þátturinn hjá Rík-
isútvarpinu sem hallar sér hiklaust
til vinstri án þess að stjórnendur
stofnunarinnar geri nokkuð til að
hindra lögbrotið.
Hvernig stendur á því að þátt-argerðarmenn Ríkisútvarps-
ins komast upp með svona lög-
brot? Og hvernig stendur á því að
stjórnendur stofnunarinnar gera
það?
Ítrekuð en
óátalin lögbrot
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
28 börn og fjölskyldur þeirra, sam-
tals 100 manns, fengu ferðastyrk úr
sjóði Vildarbarna Icelandair í gær.
Síðan sjóðurinn var stofnaður
fyrir 16 árum og hafa 677 fjöl-
skyldur notið stuðnings hans. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Ice-
landair. Markmið sjóðsins er að
gefa langveikum börnum og börn-
um sem búa við erfið skilyrði tæki-
færi til að fara í draumaferð sem
þau ættu annars ekki kost á ásamt
fjölskyldum sínum. Við afhend-
inguna skemmti Flugfreyjukór Ice-
landair viðstöddum með söng.
100 manns fá ferðastyrk frá Icelandair
Ljósmynd/Icelandair
Unnið er að undirbúningi stofnunar
umhverfisvæns og plastlauss flug-
félags sem nýtir almenning og sam-
félagsmiðla til markaðssetningar.
Vefsíðan
www.flyice-
landic.is var opn-
uð í gær, á sum-
ardaginn fyrsta.
Markmiðið með
henni er að koma
saman fólki og
fyrirtækjum sem
vilja gerast þátt-
takendur í flug-
félaginu sem far-
þegar, fjárfestar og samstarfsaðilar.
Jóel Kristinsson, talsmaður
flyIcelandic-verkefnisins, segir að
þeir sem standi að hugmyndinni
stefni ekki sjálfir að því að reka
flugfélag heldur séu þeir að stefna
að því að setja upp viðskiptagrunn
fyrir nýtt félag. Á vefnum kemur
fram að þeir sem skrái sig til þátt-
töku öðlist rétt til þess taka þátt í
hópfjármögnun með því að kaupa
„EcoMiles sem eru flugmílur á
heildsöluverði“. Jóel segir kerfið
byggja á „blockchain“-rafmynt-
arkerfinu. Í tilkynningu frá félaginu
segir að EcoMiles megi nota til far-
miðaútgáfu til vina, fjölskyldu eða
vinnufélaga. Þá geti eigendur
EcoMiles hagnast á flugmiðasölu á
alþjóðlegum samfélagsmiðlum og
nýtt til að kosta eigin ferðir. Þá
munu þátttakendur njóta ýmissa
fríðinda sem talin eru upp á vefsíð-
unni.
Ástþór Magnússon þátttakandi
Á vefsíðunni kemur fram að þeir
sem standi að verkefninu hafi „ára-
tuga reynslu í flugrekstri og aðgang
að Airbus-flugvélaflota“. Aðgangur-
inn að flugvélaflotanum er að sögn
talsmanns verkefnisins í gegnum
Jet Banus, fyrirtæki í flugtengdum
rekstri sem Ástþór Magnússon at-
hafnamaður kemur að ásamt portú-
gölskum félögum sínum.
Fyrrverandi starfsmönnum
WOW air er sérstaklega boðið að
skrá áhuga sinn á því að taka þátt í
verkefninu „á öruggum starfs-
grundvelli“ eins og tekið er til orða
á vefsíðunni.
Verkefnið er ekki tengt vefsíð-
unni hluthafi.com, að sögn Jóels, og
heldur ekki hugmyndum sem
Hreiðar Hermannsson athafnamað-
ur hefur kynnt í vikunni um stofnun
nýs íslensks flugfélags.
Safna liði til stofn-
unar flugfélags
Vefsíða flyIcelandic opnuð í gær
Ástþór
Magnússon