Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 TRÉSMÍÐAVÉLAR Vélar fyrir atvinnumenn og handverksfólk Yfir 40 ára frábær reynsla á Íslandi Opið virka daga 9-18 laugardaga 10-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is Slípivél BTS800 Verð 38.490 Tifsög Decoflex Verð 39.800 Súluborvél DP13 Verð 27.460 Súluborvél DP16SL Verð 53.360 Iðnaðarsuga HA1000 Verð 25.200 Bandsög 2 stærðir Verð frá 54.660 Slípivél OSM100 Verð 39.900 Borðsög TS310 Verð 81.940 Hefill HMS850 Verð 64.290 Tifsög SD1600 Verð 22.620 Fræsari HF50 Verð 54.800 Slípivél OSM600 Verð 52.900 Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár Hefill HMS1070 Verð 89.800 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í drögum að tillögu að breyttu aðal- skipulagi á Sjómannaskólareit og Veðurstofuhæð kemur fram að áform um breytta landnotkun og fjölgun íbúða muni styrkja upp- byggingu farþegagrunns Borgar- línu. Hins vegar muni framkvæmdir á svæðunum hafa neikvæð áhrif á grunn- og leikskóla, opin svæði, úti- vist og náttúru. Þá kemur fram í drögunum að áhrif á menningar- minjar verði óveruleg og sömuleiðis áhrif á núverandi stofnanir og starf- semi. Í drögunum segir meðal annars: „Bæði svæðin eru í góðri göngu- vegalengd frá fyrirhugaðri Borgar- línu, eins og hún er sett fram í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæð- isins. Það undirstrikar mikilvægi þess að umrædd svæði verði nýtt til uppbyggingar þéttrar byggðar. Vegna staðsetningar reitanna er eðlilegt að setja uppbyggingu á þeim í sérstakan forgang, sérstak- lega ef viðkomandi reitur liggur við fyrsta áfanga Borgarlínu.“ Um áhrif á menningarminjar seg- ir að við gerð deiliskipulags á Sjó- mannaskólareit hafi verið haft sam- ráð við Borgarsögusafn og Minja- stofnun. „Þær helstu menningar- minjar sem finna má á Sjómanna- skólareit munu njóta verndar og verða afmörkuð opin græn svæði umhverfis þær,“ segir í drögunum. Í kafla um áhrif fjölgunar íbúða á grunnskóla og leikskóla segir að í breytingartillögunni sé gert ráð fyr- ir allnokkurri fjölgun íbúða. Á Sjó- mannaskólareit verði stærri hluti íbúða þess eðlis að áhrif á fjölgun nemenda í skólastofnunum verði óveruleg, í það minnsta fyrir grunn- skólann. „Hins vegar er verið að þétta byggð á fjölmörgum öðrum reitum í viðkomandi skólahverfum, þ.e. Hlíðaskóla og Háteigsskóla. Mat á áhrifum uppbyggingar á fjölgun nemenda er nú til athugunar hjá skóla- og frístundasviði og munu frekari upplýsingar liggja fyrir áður en tillagan verður kynnt á opnum fundi. Það liggur hins vegar fyrir að áhrif uppbyggingar geta verið nei- kvæð á viðkomandi skólastofnanir ef ekki er gripið til mótvæg- isaðgerða,“ segir í drögunum um Sjómannaskólareit og Veðurstofu- hæð. Lóð fyrir Biskupsstofu Þar kemur fram að á Sjómanna- skólareit geri drög að deiliskipulagi ráð fyrir skrifstofuviðbyggingu og húsnæði fyrir Biskupsstofu. Fram hefur komið að Biskups- stofa hafi augastað á lóð sem til- heyri Háteigskirkju og hafi á sínum tíma verið ætluð undir prestsbústað. Góðar breytingar fyrir Borgarlínu, verri fyrir skólana  Tillaga að breyttu aðalskipulagi Annan tón, athugasemdir og spurningar er að finna í pistli á Fa- cebook-síðu Saltfiskmóans sem íbúafélag í nágrenni Sjómannaskól- ans heldur úti. „Verði fyrirliggjandi drög að deiliskipulagsbreytingu fyr- ir Sjómannaskólareitinn að veru- leika mun það gjörbreyta ásýnd Há- teigshverfisins og öllum helstu auðkennum reitsins, þ.e. Vatns- hólnum, Háteigskirkju og ekki síst Sjómannaskólanum, en bæði kirkjan og skólinn eru meðal mikilvægra kennileita borgarinnar.“ Rifjað er upp að þegar Ólafur Thors, þáverandi atvinnumálaráð- herra, fór þess á leit við Bjarna Benediktsson, þáverandi borg- arstjóra Reykjavíkur, með bréfi dagsettu 6. ágúst 1941, að borgin gæfi 107 þúsund fermetra lóð undir skólann hafi komið fram að „óskin um stærð lóðarinnar byggist ekki fyrst og fremst á því að hægt verði síðar að reisa þarna viðbótar bygg- ingar,“ sem þjónað gætu skólanum „heldur á hinu, að girða fyrir að skyggt verði á skólann með því að byggja of nálægt honum“. Einnig segir í pistli Vina Saltfisk- móans: „Sú ósk ráðherrans er að engu höfð með fyrirliggjandi drög- um að deiliskipulagsbreytingu fyrir Sjómannaskólareitinn. Við í íbúa- félaginu Vinir Saltfiskmóans beinum þeirri spurningu til borgaryfirvalda hvers vegna þau telja ásættanlegt að Sjómannaskólinn, sem er friðlýst bygging sem húsameistararnir Sig- urður Guðmundsson og Eiríkur Ein- arsson teiknuðu árið 1941, hverfi að stórum hluta á bak við nýbyggingar? Þá eru einnig gerðar athugasemd- ir við að 15 metra helgunarreitir við stakkstæðið og vatnsgeyminn í Vatnshólnum séu ekki virtir. Einnig er bent á að byggingarnar sem ráð- gert er að reisa vestan og norð- vestan við Sjómannaskólann muni ekki aðeins skerða sjónrænt gildi Sjómannaskólans allverulega heldur einnig valda umtalsverðu skugga- varpi á mikilvægt útivistarsvæði. Í Vatnshólnum eru tveir vatns- geymar sem reistir voru 1915 og 1930 og tengjast sögu vatnsveitu og brunavarna í Reykjavík. Eldri geymirinn er friðaður samkvæmt lögum um menningarminjar. Fyrr- nefnt stakkstæði á sjómanna- skólareitnum mun vera það síðasta sem varðveitt er í borginni og var tekið í notkun 1920. aij@mbl.is Gjörbreytir ásýndinni  Vinir Saltfiskmóans segja Sjómannaskólann hverfa að stórum hluta á bak við hús  Ósk Ólafs Thors að engu höfð Sjómannaskólareitur Fyrir breytingu Eftir breytingu Skipholt 44-50 Sjómannaskólinn VatnsgeimarNámsmannaíbúðir og leikskóli Heimild: Saltfiskmóinn Fyrirhugaaðar byggingar Horft frá Nóatúni til austurs að Sjómannaskólanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.