Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Verð 4.990
Verð 5.990
Tunikur
Buxur
Gerið verðsamanburð
Stútfull búð af
Nýjum
vörum
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosamargrett@gmail.com
Geislavarnir ríkisins vara við
notkun á svokölluðum leysihönsk-
um á vefsíðu sinni. Um er að
ræða hanska sem útbúnir eru öfl-
ugum leysibendum sem geta vald-
ið augnskaða með beinni geislun í
auga og með endurvarpi á gljá-
andi fleti.
Þetta kemur fram á vefsíðu
Geislavarna ríkisins. Er þar bent
á að notkun öflugra leysa og ley-
sibenda í flokki 3R, 3B og 4 sé
leyfisskyld en leysihanskarnir eru
með leysa í flokki 3B.
Sigurður M. Magnússon, for-
stjóri hjá Geislavörnum ríkisins,
segir í samtali við Morgunblaðið
að fyrirtækinu hafi borist ábend-
ing um að íslenskur tónlist-
armaður hafi notað slíka hanska.
Hanskarnir hafi í kjölfarið verið
prófaðir hjá Geislavörnum og þá
hafi komið í ljós hversu varasam-
ir leysarnir á þeim væru. Tónlist-
armaðurinn fékk því að vita að
hann fengi ekki leyfi fyrir hönsk-
unum.
Átta sig ekki á hættunni
Sigurður segir engin önnur til-
vik hafa komið upp í samband við
slíka hanska hér á landi. Hann
segir þó að svipuð tilvik hafi
komið upp í Noregi þar sem
hanskar af þessu tagi voru bann-
aðir.
„Oft á tíðum koma leysarnir
frá löndum utan Evrópu og eru
oft ekki með neinar merkingar.
Ef á þeim eru merkingar geta
þær verið villandi. Vandinn er sá
að þú getur pantað hvað sem er á
netinu,“ segir Sigurður. Hann
segir fólk oft ekki gera sér grein
fyrir því hversu hættulegir leysar
geti verið þegar svo auðvelt er að
verða sér úti um þá. Hann minn-
ist á atvik þar sem íslenskt barn
hlaut augnskaða vegna leysis sem
það hafði fengið að gjöf. Var
leysirinn keyptur á Spáni og
kaupandi gerði sér ekki grein
fyrir hættunni. „Það eru sam-
ræmdar reglur um þessa hluti í
Evrópu,“ segir Sigurður. „Málið
er að ef þú ert með svona öflugan
leysibendi á hendinni og ert að
sveifla henni í allar áttir, þá get-
ur geislinn farið í augað á ein-
hverjum sem er að fylgjast með.
Það getur verið fullorðið fólk eða
barn.“ Sigurður segir reglurnar
snúast um hvort geislinn sé nógu
öflugur til að valda skaða á auga
áður en viðkomandi nær að loka
því. Hann bendir á að þegar fólk
sé undir áhrifum áfengis eða
vímuefna séu viðbrögð þess hæg-
ari en venjulega sem geri leysana
enn hættulegri. „Þarna liggja
mörkin. Leysir sem veldur ekki
skaða á auganu áður en þú nærð
að loka því telst ekki öflugur.
Þetta er viðmiðið.“ Sigurður seg-
ir að markmið tilkynningarinnar
um hanskana sé að vekja athygli
á hættunni og minna fólk á að
öflugir leysar séu ekki leikföng.
Vara við notkun
hættulegra
leysihanska
Forstjóri Geislavarna segir auðvelt
að nálgast skaðlega leysa
Hættan leynist víða Leysihanska má m.a. kaupa í vefverslun á AliExpress.
Sendiráð Hollands í Ósló, ásamt að-
aðalkjörræðisræðismanni í Reykja-
vík, hyggst setja upp tímabundið
sendiráð á Íslandi dagana 27. apríl
til 2. maí. Verður það gert til að
leggja áherslu á tengsl við Ísland og
sýna hinar mörgu hliðar á sambandi
Íslands og Hollands.
Á meðan tímabundna sendiráðið
er opið verður boðið upp á tónlistar-
viðburði, námskeið og málstofur um
hin ýmsu málefni, svo sem utan-
ríkis- og öryggismál, tengsl við Evr-
ópu og mannréttindi.
Dagskráin hefst á mánudag með
afgreiðslu ræðisskrifstofu fyrir um-
sóknir hollenskra ríkisborgara um
vegabréf frá 10 til 12.
Síðar um daginn, klukkan 17,
hefst málstofa sem hollenska knatt-
spyrnusambandið mun standa fyrir
í samstarfi við KSÍ. Á málstofunni
verður knattspyrnumaðurinn Johan
Neeskens, sem var á lista FIFA yfir
125 bestu knattspyrnumenn allra
tíma árið 2004.
Þá verða tveir tónlistarviðburðir
á vegum tímabundna sendiráðsins
haldnir í næstu viku: djassaður list-
gjörningur með Udo Prinsen og
tónleikar með hollenskum nemend-
um við Konunglega listaháskólann,
sem eru innblásnir af íslenskri
goðafræði. Báðir tónleikarnir verða
haldnir í Iðnó á Vonarstræti, hinir
fyrrnefndu á mánudag klukkan
19.30 og hinir síðari á lokadegi opna
sendiráðsins klukkan 19.30.
Sjálfbær nýsköpun
Þá verða haldnir tvíhliða viðræðu-
fundir með stefnumótendum um
ýmis viðfangsefni, þar má nefna
stefnu í utanríkis- og öryggismálum,
tengsl við Evrópu, jafnrétti
kynjanna og mannréttindi. Málstofa
með áherslu á sjálfbæra nýsköpun
og hringrásarkerfið verður einnig
haldin í samstarfi við Reykjavíkur-
borg.
Hollendingar munu opna
tímabundið sendiráð á Íslandi
Viðburðir með
borginni og KSÍ
Knattspyrnugoðsögnin Johan
Neeskens verður á málþingi.