Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Lyfjalausmeðferð án þekktra aukaverkana. Bionette er hentugt tæki sem notar ljóstækni til að draga úr einkennumofnæmis- kvefs s.s. hnerra, kláða, höfuðverk, nefrennsli, nefstíflu og tárvotum augum. Bionette hentar vel gegn frjókornumúr trjám, grasi, illgresi og blómum.Myglu, gróum frá plöntum, ryki, rykmaurum, dýrumog öðrum loftbornumofnæmisvökum. HEILSAÐUVORINU lgueyðandi ljósameðferð gegn einkennum ofnæmiskvefs Fæst í apótekum Sölustaði má finna á facebook.com/bionetteisland Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is óB Ljósinu er stungið upp í nasirnar, kveikt á því og haft þangað til það slokknar (um 4mín.). Má nota tvisvar til þrisvar á dag við upphaf einkenna. Síðan eftir þörfum þegar einkenni hafa lagast. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Umhverfissinnar límdu sig saman við inngang kauphallarinnar í Lund- únum í gærmorgun. Aðrir gerðu slíkt hið sama við inngang fjármála- ráðuneytisins og enn aðrir við inn- ganginn að höfuðstöðvum Goldman- Sachs-bankans. Aðgerðirnar voru skipulagðar af baráttuhópnum Uppreisn gegn út- rýmingu (e. Extinction rebellion) og eru hluti af mótmælum sem hafa staðið yfir síðastliðna daga. Að auki við umræddar aðgerðir stóð hópurinn fyrir tónleikum á göt- um úti og truflaði þannig umferð bíla um höfuðborgina. „Umferðartruflanirnar hafa valdið því að umhverfis- og loftslagsvernd eru ekki lengur jaðarmálefni,“ sagði gítarleikarinn Nick Onley á meðan hann leiddi um 20 manna hóp í gegn- um Bítlalag á fjölförnum gatnamót- um í miðborg Lundúna. „Við höfum þó ekki náð fullum árangri. Við höf- um ekki komist á þann stað þar sem stjórnvöld segja: „Já. Ræðið við okk- ur“,“ bætti Onley við. Markmiðið með mótmælunum er að fá breskt stjórnmálafólk til að líta fram hjá „hitamálum“ eins og Brex- it, og leita frekar leiða til að bjarga jörðinni frá óbætanlegum skaða. Rúm vika er síðan samtökin stóðu fyrir umfangsmiklum gatnalokunum í Lundúnum og tæplega 300 mót- mælendur voru handteknir. Límdu sig við kauphöllina og héldu tónleika á götum úti  Mótmælendur lokuðu einnig fjármálaráðuneyti og banka AFP Tónlist Umhverfissinnar leika á fiðlur og fagott í Lundúnum í gær. Emmanuel Mac- ron, forseti Frakklands, svaraði gulvest- ungahreyfing- unni í ræðu í gær og lofaði nýjum aðgerðum, þ.á m. lækkun skatta, umbótum innan opinbera kerf- isins og að kynnt- ar yrðu tillögur að hlutfallskosn- ingakerfi. Þá sagði hann einnig að í grunninn væru kröfur hreyfing- arinnar sanngjarnar. Lengi hefur verið beðið eftir því að Macron svaraði gulvestungahreyfingunni, sem hóf regluleg mótmæli í nóv- ember í fyrra, og var áætlað að Macron flytti ræðu 15. apríl sl. Því var frestað til gærdagsins vegna brunans í Notre Dame-kirkjunni. FRAKKLAND Macron svaraði gulvestungum Emmanuel Macron Tala látinna eftir hryðjuverkin sem áttu sér stað á páskadag í Sri Lanka lækkaði umtalsvert í gær þegar heilbrigðisráðuneyti landsins til- kynnti að tala látinna væri „um 253“. Fyrir hafði verið gefið út að tala látinna væri um 360. Sagði ráðuneytið að „villum í útreikn- ingi“ væri um að kenna. Fyrr í gær hafði æðsti embætt- ismaður varnarmála þarlendis, He- masiri Fernando, sagt af sér vegna vegna gagnrýni sem ríkisstjórnin hefur sætt eftir að í ljós kom að ekki var gripið til aðgerða þegar viðvaranir vegna fyrirhugaðra hryðjuverka bárust. SRI LANKA Tala látinna lækkuð um rúmlega hundrað Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur formlega til- kynnt að hann gefi kost á sér í forvali demókrata í aðdraganda forsetakjörs þar vestra. Frá þessu greindi Biden á Twitter-síðu sinni í gærmorgun. Að auki við Biden hafa nú 19 demó- kratar tilkynnt að þeir muni sækjast eftir tilnefningu flokksins í forvalinu fyrir forsetakosningarnar 2020 og er Biden þeirra reynslumestur, og tal- inn líklegastur til að hljóta umrædda tilnefningu. Stendur fyrir grunngildi þjóðar Í kynningarmyndskeiði sem Biden birti í gær talaði hann til bandarísku þjóðarinnar og gagnrýndi m.a. sitj- andi forseta, Donald Trump. „Ég held að sagan muni líta til baka á þessi fjögur ár forsetans og allt sem hann styður sem afbrigðilegt augna- blik í tímans hafi. Ef við hins vegar gefum Donald Trump átta ár í Hvíta húsinu mun hann varanlega gjör- breyta eðli þessarar þjóðar og hver við erum. Ég get ekki staðið hjá og fylgst með því gerast,“ sagði Biden í ræðu sinni í myndskeiðinu. Þá sagði hann í tísti um ástæðuna fyrir því að hann byði sig nú fram: „Grunngildi þjóðarinnar, staða þjóð- arinnar í heiminum, lýðræði okkar, allt sem hefur skapað Bandaríkin, Bandaríkin sjálf eru í húfi. Því til- kynni ég nú framboð mitt til forseta Bandaríkjanna.“ „Ég sé Joe Biden ekki sem ógn,“ sagði Donald Trump fyrr í mánuðin- um en lengi hefur legið fyrir rök- studdur grunur um að Biden myndi bjóða sig fram. Talið er að kosninga- baráttan, og slagurinn milli gömlu brýnanna tveggja, gæti orðið sér- staklega vægðarlaus þar sem þeir hafa eldað saman grátt silfur um tíma. Þá segja stjórnmálaspekingar þar vestra að Biden og Trump eigi meira sameiginlegt en margur telur í fyrstu, sem dæmi höfði þeir báðir sér- staklega til verkalýðsins, kjósenda í miðríkjum Bandaríkjanna og eru báðir þekktir fyrir að tala tæpitungu- laust. Þrátt fyrir að Biden sé af flestum nú talinn sigurstranglegasti demó- kratinn er hans helsti keppinautur innan raða flokksins enginn nýgræð- ingur heldur, öldungadeildarþing- maðurinn Bernie Sanders. Sá bauð sig fram í forvalinu 2016 og naut mik- illa vinsælda, en laut í lægra haldi fyr- ir Hillary Clinton. Biden vill verma forsetastólinn  Joe Biden gefur kost á sér í forvali demókrata  Segir kjörtímabil Trumps vera afbrigðilegt augnablik í tímans hafi  Trump og Biden eiga ýmislegt sameiginlegt AFP Skörungurinn Biden, sem er þekktur fyrir að tala tæpitungulaust, bauð sig einnig fram 1988 og 2008.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.