Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is 10.177 tilkynningar vegna8.009 barna bárust barna-verndarnefndum í fyrra.Fjöldi tilkynninganna út- skýrist af því að um einhver barnanna var tilkynnt oftar en einu sinni. Aldrei hafa nefndunum borist fleiri tilkynningar en næstflestar voru þær árið 2009 eða 9.299 talsins. Tilkynningafjöldinn jókst um 2% frá árinu 2017 en um 9,2% ef lit- ið er til ársins 2016. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Barnavernd- arstofu. Heiða Björg Pálmadóttir, for- stjóri Barnaverndarstofu, segir erf- itt að segja til um hvað skýri þessa aukningu. „Þetta er framvinda sem er búin að vera í gangi mjög lengi. Ef maður horfir lengra aftur þá er þetta nánast stöðug aukning en ekkert stökk.“ Flestar tilkynninganna vörðuðu vanrækslu á börnum, eða 41,5%. Það er rúmum þremur prósentum meira en árið 2017, þrettán prósent- um meira en árið 2016 og hafa þess konar tilkynningar aldrei verið fleiri en í fyrra. „Maður veit ekki hvort það sé meira um vanrækslu eða ofbeldi eða eitthvað svoleiðis, þetta getur líka þýtt að fólk er meðvitaðra um til- kynningarskylduna því í raun er börnunum sem tilkynnt er um ekki að fjölga eins mikið og tilkynning- unum. Það sem er kannski að gerast er að það eru að koma fleiri tilkynn- ingar um hvert barn og þá má líta á það þannig að samfélagið sé meðvit- aðra um aðstæður,“ segir Heiða. Tilkynningum á höfuðborg- arsvæðinu fjölgaði um 3,8% milli ára en fækkaði um 1,8% á lands- byggðinni. Fleiri sækja um meðferðir Umsóknum um meðferð- arúrræði á vegum Barnavernd- arstofu fjölgaði á milli ára og fór úr 154 í 174. Heiða segir þetta ekki skýrast af því að fleiri börn glími við fíknivanda heldur nýti fleiri sér meðferðakerfið MST sem er fyrir börn með alvarlegan hegð- unarvanda. „MST er úrræði sem nýtist stórum og breiðum hópi og þar er hægt að grípa snemma inn í þannig að við erum ánægð að sjá að það úr- ræði sé nýtt og nefndirnar vilji sækja um. Því miður hefur verið smá bið í það úrræði.“ Meðferðarkerfið hefur verið í boði á landsvísu frá árinu 2015 og segir Heiða að aukningin hafi verið mikil síðan það kom til. Tilkynningum um vímuefna- notkun barna fjölgaði samt sem áð- ur á milli áranna 2017 og 2018. Til- kynningum sem varða neyslu foreldra fjölgar einnig á milli ára en 13,8% tilkynninga árið 2018 voru vegna vanrækslu þar sem foreldrar voru í áfengis- og/eða fíkniefna- neyslu. Sambærilegar tilkynningar voru 10,8% allra tilkynninga árið 2016. Færri beiðnir um fóstur Þrátt fyrir að tilkynningum hafi fjölgað og fleiri mál séu tekin til meðferðar en áður bárust Barna- verndarstofu færri beiðnir um fóst- urheimili í fyrra en árið 2017. Beiðnirnar voru þá 171 en 120 í fyrra. „Það getur verið vegna þess að það er í auknum mæli verið að reyna á heimavelli. Það má ekki gleyma því að frumhlutverk barna- verndarnefndanna hjá sveitarfélög- unum er að veita stuðning inni á heimilum svo það þurfi ekki að vista barn utan heimilis,“ segir Heiða. Aldrei fleiri tilkynn- ingar um vanrækslu Tilkynningar til Barnaverndarstofu 2018 H ei m ild : B ar na ve rn da rs to fa . M yn d: F re ep ik . 10.177 tilkynningar til barna- verndarnefnda 2018 4.223 tilkynningar vegna vanrækslu, þar af 2.581 tilkynning vegna ofbeldis 3.256 tilkynningar vegna áhættuhegðunar barna 117 tilkynningar vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns sé í hættu 1.403 foreldrar í áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu Uppbygging skólastarfs á Suðurnesjum H úsnæði Fjölbrautaskóla Suð- urnesja verður stækkað en skrifað var undir samning þess efnis af fulltrúum sveit- arfélaga í vikunni. Viðbygg- ingin mun hýsa félagsrými nemenda og stór- bæta aðstöðu þeirra. Stjórnvöld leggja mikla áherslu á að efla framhaldsskólastigið í land- inu en framlög til þess í ár nema um 35 millj- örðum króna en til samanburðar námu þau um 30 milljörðum árið 2017. Í fjármála- áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020- 2024 er gert ráð fyrir að þessi hækkun haldi sér. Við viljum að nemendur um allt land eigi greitt aðgengi að fjölbreyttri og framúrskar- andi menntun og námsaðstöðu þar sem hver og einn getur fundið nám við sitt hæfi. Stöðug framþróun skólastarfs Fjölbrautaskólinn á Suðurnesjum hefur verið í stöð- ugri uppbyggingu frá stofnun árið 1976, en hann var annar fjölbrautaskólinn sem byggður var hér á landi. Nemendur við skólann eru rúmlega 830, á starfs-, bók- og verknámsbrautum. Mikið framboð er af öflugum og fjölbreytilegum námsleiðum og mikilvægt fyrir hvert byggðarlag að þar sé öflugt skólastarf. Það hefur verið mikil þörf á uppbyggingu við fjölbrautaskólann. Á þessu svæði hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu ár- um og það er mikilvægt að skólasamfélagið geti tekið við þeim sem vilja stunda nám og boðið upp á góða aðstöðu. Því er afar ánægjulegt að hægt sé að bæta nemendaað- stöðuna en hún er hjartað í hverjum skóla. Tækifærin eru til staðar Forsenda velferðar og lífsgæða á Íslandi er öflugt og fjölbreytt atvinnulíf þar sem til staðar eru störf fyrir menntað fólk sem stuðlar að nýsköpun og þróun. Fjórða iðn- byltingin er hafin og hún felur í sér sjálf- virknivæðingu á öllum sviðum atvinnulífs og samfélags. Það er mikilvægt að hver og einn nemandi geti fundið nám við sitt hæfi. Slíkt eykur ekki aðeins ánægju nemenda heldur bætir einnig námsframvindu. Náms- framboð á framhaldsskólastiginu er fjöl- breytt og sérstaklega í starfs- og tækninámi. Þau tækifæri sem bjóðast að námi loknu eru bæði mörg og spennandi enda mikil spurn eftir slíkri menntun í at- vinnulífinu. Ég hvet alla þá sem hyggja á nám í fram- haldsskóla að kynna sér vel nám og störf í iðn- og tæknigreinum því margbreytileiki þeirra mun án efa koma flestum á óvart. Það er ljóst að framtíðin er full af tækifærum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðræður semhefjast á þvíað leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-un, er óskað til hamingju með nýlegan kosninga- sigur, eru ekki endilega líklegar til að fara fram í mikilli alvöru eða að skila árangri. Og raunar virðist Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sem heilsaði ná- granna sínum með fyrr- greindum orðum, og fékk svip- aða kveðju til baka vegna forsetakosninganna í fyrra, ekki hafa farið þvert yfir Síberíu til að rétta Kim þá hjálparhönd sem sá hafði vonast eftir. Sagt var eftir fund leiðtog- anna að hann hefði verið góður, en ekkert tiltekið nefnt um ár- angurinn. Líklegt er talið að báðir hafi viljað senda Banda- ríkjunum skilaboð, Kim um að hann ætti aðra kosti en að ræða við Trump, og Pútín um að áhrif hans teygðu sig víða og að Rúss- land væri enn stórveldi. Kim hefur þó án efa einnig verið að vonast eftir að Rúss- land hjálpaði Norður-Kóreu í efnahagsþrengingunum og ein- angruninni sem landið býr við vegna smíði kjarnorkuvopna og ófriðlegrar framkomu um ára- bil. Svo virðist sem Pútín hafi ekki verið reiðubúinn að aðstoða að því leyti, í það minnsta ekki opinberlega. Hann hefur sjálfur í ýmis horn að líta þegar kemur að efnahagsmálum og við- skiptaþvingunum og er ekki vel aflögufær. Þó er ekki útilokað að hann liðki til í laumi gagnvart Norður-Kóreu, líkt og Rússland hefur raunar verið sakað um að gera, meðal annars í skýrslu Sameinuðu þjóðanna í fyrra. En Rússland skiptir mun minna máli fyrir Norður-Kóreu en Kína, sem er hitt ríkið sem á land að Norður-Kóreu. Fyrir Kim skiptir meira máli að halda góðum samskiptum við forseta Kína, Xi Jinping, sem hann hefur hitt allra leiðtoga oft- ast, fjórum sinnum. Um 93% af utanrík- isviðskiptum Norð- ur-Kóreu eru við Kína og landamærin við Kína eru að auki mun fjölfarnari en landamærin við Rússland og tal- ið er að umfangsmikið smygl sé stundað yfir landamærin við Kína. Allt annað en einfalt er að finna leiðina til að ná fram því markmiði sem allir segjast þó vilja, það er að losa Norður- Kóreu við kjarnorkuvopnin. Rússland og Kína hafa talað á þann veg að þar sé vilji til að styðja við viðræðurnar sem hafa átt sér stað á milli Donalds Trump forseta Bandaríkjanna og Kim, en þessi ríki hafa jafn- framt tekið vel í hugmyndir Kim um hvernig kjarnorkuafvopn- unin skuli framkvæmd. Trump hefur réttilega viljað sjá afvopnunina fara fram áður en hafist er handa við að aflétta efnahagsþvingunum, en Kim hefur viljað stíga varfærnari skref. Svipaðan leik hefur hann, líkt og faðir hans áður, leikið í fyrri viðræðum og það hefur engu skilað. Ekki er víst að sú leið sem Trump er að reyna skili árangri, en fullyrða má í ljósi reynslunnar að stjórnvöldum í Norður-Kóreu er ekki treyst- andi til að standa við sinn hluta samkomulags nema framkvæma hann á undan viðsemjendunum. Ef aðrir standa í lappirnar hlýt- ur Kim á endanum að gefa eftir eða falla með algeru hruni rík- isins eða til dæmis með valda- ráni eigin hers. Til að samningar takist verða Kína og Rússland að standa með Bandaríkjunum eða mega í það minnsta ekki grafa undan þrýstingi á Kim. Það sem fram hefur komið um fund Pútíns og Kims bendir til að Pútín hafi skilning á þessu. Svo virðist sem Kim hafi ekki fengið það sem hann vildi út úr fundinum með Pútín} Kim þreifar fyrir sér Ánægjuefni er aðkjarasamn- ingar hafi verið samþykktir í at- kvæðagreiðslum og að þar með hafi óvissa um ástandið á vinnumark- aði minnkað verulega, þó að enn eigi margir eftir að semja. Ljóst er að með samþykkt lífs- kjarasamninganna svokölluðu hafa skýrar línur verði lagðar um aðrar kjaraviðræður. Meðal félaga í Samtökum at- vinnulífsins var þátttaka góð, 74%, og stuðningur mjög afger- andi. Í atkvæðagreiðslum félaga í stéttarfélögum var stuðningur við samningana að vísu yfirleitt mjög góður meðal þeirra sem þátt tóku, en það veikir nið- urstöðuna hve fáir tóku þátt, eða 8%-22% fé- lagsmanna. Þegar svo fáir taka þátt er hætt við að lítill hópur ákafamanna hafi óeðlilega mikil áhrif. Ekkert bendir til að svo hafi verið að þessu sinni en hættan er fyrir hendi. Verkalýðshreyfingin verður að taka til umræðu hvernig hægt er að tryggja aukið lýð- ræði í hreyfingunni og koma í veg fyrir að fámennur minni- hluti hafi þar óeðlileg áhrif. Og hún þarf líka að taka til umræðu hvers vegna áhuginn á störfum stéttarfélaganna er svo lítill og hvort ekki er tímabært að gera breytingar í samræmi við áhugaleysi launamanna á starfi þessara félaga. Lítill áhugi á störf- um stéttarfélaga kallar á umræður} Ánægjuleg niðurstaða STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Umsóknir um leyfi til að gerast fósturforeldrar voru fleiri í fyrra en árið á undan. Umsóknirnar voru 72 í fyrra en 60 árið 2017. Heiða segir það gleðiefni en skorturinn á fóstur- foreldrum sé þó enn mjög mikill. „Við höfum verið að setja aukinn þunga í að aug- lýsa eftir fólki sem vill gerast fósturforeldrar og svo hafa fósturbarnaþættirnir á Stöð 2 hjálpað til við að vekja athygli á þessum málum. Við erum mjög þakklát fyrir það en okkur vantar alltaf fleiri öfluga fósturforeldra og viljum endilega að fólk hafi samband við okkur ef það hefur áhuga á að verða fósturforeldrar.“ Sjónvarpsefni hvetjandi FJÖLGUN FÓSTURFORELDRA Heiða Björg Pálmadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.