Morgunblaðið - 26.04.2019, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Vor í lofti Darri Freyr Freysson rólar sér frá vetrinum inn í góða veðrið í Árbænum.
Eggert
Margt hefur verið ritað og
rætt um ríkisskuldir og skulda-
hlutföll. Flestir sem rita hafa
höndlað sannleikann. Mikilvægt
er að greint sé á milli innlendra
skulda og erlendra skulda, svo og
skulda hins opinbera og skulda
einkageirans.
Skuldir í einkageira og
góðmennskuköst
Skuldir einkageirans koma
hinu opinbera ekki við að öðru
jöfnu en svo kann þó að fara að
einstök einkafyrirtæki geti raskað stöð-
ugleika á fjármálamarkaði og í opinberum bú-
skap. Þannig er eitt einkafyrirtæki, Ice-
landair hf., sem vegur um 3,5% af
landsframleiðslu. Skuldir þess eru að mestu
utanlands og í formi leigusamninga um flug-
vélar. Innlendir bankar geta tæpast keppt við
erlenda banka við fjármögnun flugvéla. Sama
á einnig við um stærstu íslensku sjáv-
arútvegsfyrirtækin. Þau eiga kost á lánum án
milligöngu íslenskra banka. Þessar skuldir
eru utan þess sem mælt er í skuldum hins op-
inbera.
Það sem veitir erlendum bönkum sam-
keppnisforskot, auk stærðarinnar, er „banka-
skatturinn“, þ.e. 0,376% skattur sem lagður
var á skuldir íslenskra fjármálafyrirtækja ár-
ið 2013 og átti að vera tímabundinn, vegna
svokallaðrar „leiðréttingar“ húsnæðislána.
Verkefninu er löngu lokið en skatturinn er
enn við lýði. Aðeins einn þingmaður greiddi
atkvæði gegn þessum skatti. Benti sá þing-
maður á að fjármálafyrirtæki greiða ekki
skatt af þessu tagi. Það eru viðskiptavinir
fjármálafyrirtækja sem greiða skattinn.
Góðmennskuköst þingmanna eru ávallt til
gjalda fyrir einhverja þegna samfélagsins.
Verkefni og fjármagnskostnaður
Vissulega er það eftirsóknarvert að vera
skuldlítill. Það finna ein-
staklingar í heimilisrekstri.
Fyrirtæki meta skuldir með öðr-
um hætti. Þá er metið hver sé
arðsemi verkefna í samanburði
við fjármagnskostnað. Ef arð-
semi er meiri en fjármagns-
kostnaður eykur verkefnið við
verðmæti fyrirtækisins. Þá er
ekki synd að taka lán. Það er
synd að taka lán til að viðhalda
og fjármagna taprekstur.
Ríkisskuldir eru oftar en ekki
tilkomnar vegna fjárlagahalla,
stundum af völdum styrjald-
areksturs en stundum vegna
góðmennskukasta þingmanna, þar sem skort
hefur kjark til að leggja á skatt í góð-
mennskukastinu. Þá er komandi kynslóðum
ætlað að greiða, ellegar að láta verðbólgu rýra
skuldir svo að þær skipti ekki máli á gjald-
daga.
Opinberar skuldir á Íslandi
Nú er svo komið að skuldir hins opinbera,
ef frá eru taldar skuldir Íbúðalánasjóðs og op-
inberra fyrirtækja, eru komnar nærri þeim
mörkum sem skuldaregla ríkisfjármála kveð-
ur á um. Þau mörk eru um 30%. Innlendar
skuldir ríkissjóðs eru sem næst 700 milljarðar
og erlendar skuldir ríkissjóðs sem næst 80
milljörðum. Það er ekki víst að skuldahlutfall,
eitt og sér, sé óbrigðull mælikvarði.
Sá er munur á innlendum skuldum og er-
lendum, að innlendum skuldum fylgja
greiðslur milli þegnanna og milli tímabila, en
erlendum skuldum fylgja greiðslur út úr hag-
kerfinu. Skuldir, sem skila ábata fram í tíma,
eru ekki synd.
Bandaríkjamenn hafa ekki áhyggjur af sín-
um ríkisskuldum en þær eru sem næst jafnar
gjaldeyrisvarasjóðum allra annarra ríkja í
heiminum. Sennilega telja Bandaríkjamenn
ekki líkur á að nokkur vilji fá skuldina greidda
á meðan þörf er á gjaldeyrisvarasjóðum.
Ríkissjóður hefur greitt til baka skuldir
vegna fjárlagahalla áranna eftir hrun fjár-
málafyrirtækja, svo og þær skuldir sem stofn-
að var til vegna endurreisnar fjármálafyr-
irtækja. Þá situr ríkissjóður með tvö
fjármálafyrirtæki í fanginu, að verðmæti um
500 milljarðar. Kaupendur að fjármálafyr-
irtækjum bíða ekki í röðum.
Svo er ein skuld sem ekki er færð til bókar
en stendur utan efnahagsreiknings ríkissjóðs
en er getið í fjárlögum. Það er skilyrt skuld-
binding vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins um 500 milljarðar. Greiðslur
falla til á árunum 2025-2050.
Innviðir og viðhaldsþörf
Önnur skuld er hvergi færð, en það er upp-
söfnuð viðhaldsþörf vegna innviða, svo og þær
innviðaframkvæmdir sem nauðsynlegar eru
vegna aukinna umsvifa í samfélaginu.
Stundum er deilt um hvort vöxtur lands-
framleiðslu leiði af sér meiri eða minni vöxt í
opinbera geiranum. Með því að innviðir eru að
mestu í opinberri eigu og án gjaldtöku er ekki
fráleitt að ætla að hagvexti fylgi vöxtur í op-
inbera geiranum. Gjaldtaka vegna notkunar
innviða er skammt á veg komin og með öllu
óljóst á hvern veg skuli standa að gjaldtöku.
Meðan svo er verða innviðir aðeins greiddir
með framlagi á fjárlögum.
Skuldsetning sem kann að spara samfélag-
inu, t.d. í örorkubótum framtíðar eða með
bættri nýtingu framleiðsluþátta, er ekki
dauðasynd.
Á síðasta ári urðu 187 alvarleg slys í um-
ferðinni auk 18 banaslysa. Hvert alvarlegt
slys kostar milljónir, stundum tugi milljóna.
Með því að áætla kostnað af hverju slysi um
20 milljónir er árlegur kostnaður samfélags-
ins um 3,5 milljarðar af alvarlegum slysum.
Á 40 árum urðu 52 banaslys á Keflavík-
urvegi. Frá því vegurinn var breikkaður hefur
sennilega orðið eitt banaslys á veginum. Það
er með einfaldri kostnaðar- og ábatagreiningu
hægt að áætla ábatann af breikkun Keflavík-
urvegar.
Erfitt kann að vera að áætla kostnað af því
að umferðarmannvirki á höfuðborgarsvæðinu
þjóna varla lengur þeirri umferð sem þeim er
ætluð. Þó má ætla að eldsneytisnotkunin ein í
umferðartöfum sé sennilega 30 tonn á dag í
vondum bruna með tilheyrandi mengun.
Synd og sannleikur
Þar sem heimilt er að segja sannleika við
hvern sem er í Hafnarfirði og í Garðabæ, og
þar sem ég er aðeins í meðallagi gáfaður, ætla
ég ekki að hætta mér í heimspeki, ég ætla mér
aðeins í hagfræði. Þó hefur guðfræðiprófessor
sagt við mig að hagfræði sé minni raunvísindi
en guðræði.
Ég leyfi mér því að velta því fyrir mér hver
sé kostnaður og ábati af innviðafram-
kvæmdum sem nauðsynlegar eru til að hægt
sé að lifa menningarlífi á Íslandi.
Miðað við 100 milljarða innviðafram-
kvæmdir á nokkrum árum, til þess að sópa
upp það sem nauðsynlegt er, með opinberum
lántökum innanlands, þá er árleg greiðslu-
byrði slíkra framkvæmda með 3,5% vöxtum
um 6,1 milljarður á ári í 25 ár en um 4,7 millj-
arðar á ári í 40 ár. Það er af þeirri stærð-
argráðu sem fer í beingreiðslur í landbúnaði,
hvort heldur til sauðfjárræktar ellegar naut-
griparæktar og mjólkurframleiðslu, með
óvissum ábata.
Til samanburðar þá eru erlendir ferðamenn
sennilega að greiða um 6 milljarða á ári í elds-
neytisgjöld af bílaleigubílum, sem leigðir eru
erlendum ferðamönnum.
Draumur og sannleikur
Það kann að vera að angan þessa draums
rætist aldrei í sannleika. Ef til vill verða engir
menn frjálsir nema þeir sem eru skírlífir í
skuldamálum.
Eftir Vilhjálm Bjarnason
»Ef til vill verða engir menn
frjálsir nema þeir sem eru
skírlífir í skuldamálum.
Vilhjálmur
Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Um ríkisskuldir og skuldahlutföll
Um þessar mundir eru hundr-
að ár síðan Sigurður Nordal hélt
röð fyrirlesta um einlyndi og
marglyndi í Bárubúð fyrir fullu
húsi en talið er að um 400 manns
hafi sótt fyrirlestrana að jafnaði.
Sigurður hafði hlotið styrk af
sjóði Hannesar Árnasonar til
þriggja ára heimspekináms er-
lendis og var styrkurinn bundinn
því skilyrði að styrkþegi héldi
opinbera fyrirlestra í Reykjavík
fjórða veturinn um sjálfvalið heimspekilegt
efni. Sigurður heyjaði sér efni í fyrirlestrana í
Kaupmannahöfn (1915), Berlín (1916) og Ox-
ford (1917-1918) og kynnti Reykvíkingum
niðurstöður sínar í um tuttugu fyrirlestrum frá
októberlokum fram undir apríllok. Þorkell Jó-
hannesson, prófessor og háskólarektor, sagði
að líkt hefði verið „sem tjaldi væri svipt frá víðri
útsýn“ þegar Sigurður flutti fyrirlestra sína.
Fyrirlestrarnir voru gefnir út á bók að Sigurði
látnum, fyrst árið 1986 af Hinu íslenska bók-
menntafélagi og síðan í Ritverkum Sigurðar ár-
ið 1987 af Almenna bókafélaginu.
Sigurður leit á fyrirlestrana sem framlag til
heimspekilegrar sálarfræði eða þess sem hann
nefnir „lífernislist“ en hugsjón þeirrar listar er
að bæta manninn með því að kenna honum að
þekkja sjálfan sig. Merkilegasta framlag Sig-
urðar til lífernislistarinnar eru vafalítið sjálf
grunnhugtök hans, „einlyndi“ og „marglyndi“.
Hann bjó sjálfur til þessi hugtök sem virðast
ekki eiga sér skýra hliðstæðu í erlendum
tungum. Sigurður lýsir einlyndi og marglyndi á
þrjá vegu, „fyrst sem stefnum í sálarlífi hvers
manns, næst sem skapseinkunnum vissra
flokka manna, og loks sem sjálfráðum lífs-
stefnum.“ Meginþunginn er á einlyndi og
marglyndi sem lífsstefnum. Fyrirlestraröðin er
hvatning til sérhvers einstaklings um að gefa
sér tíma til að koma sér upp lífsskoðun, móta
sér hugsjón um það hvers konar einstaklingur
hann vill vera. Einlyndi og marglyndi er mikil
verkfærakista fyrir þá sem vilja koma sér upp
lífsskoðun og efla andlegan þroska sinn.
Hugtökin einlyndi og marglyndi gera Sigurði
kleift að virða hið einstaka tilvist-
arverkefni hvers manns en koma
um leið orðum að sameiginlegum
þáttum allra lífsskoðana. Nið-
urstöður Sigurðar eru oft sláandi,
stundum mótsagnakenndar. Meg-
inniðurstaða hans er sú að hver
maður þurfi að samrýma ósam-
rýmanlegar andstæður í lífi sínu –
hið sjálfráða/hið ósjálfráða, efni/
anda, þröngsýni/víðsýni, íhald/
framsókn, hugsun/veruleika – á
þann veg að önnur andstæðan nái
aldrei að lama hina eða eyða henni.
Einlyndið, sem tengist hinu siðræna, einbeit-
ingu, takmörkum, dýpt, samræmi, samkvæmni
og framkvæmni, þurfi að samrýma marglynd-
inu sem nærist á hinu listræna, fjölbreytni,
frumleika, fegurðarþrá, tilfinningaþörf, við-
kvæmni.
Þorkell Jóhannesson sagði um fyrirlestraröð-
ina: „Ekki veit ég, hvort Reykvíkingar urðu í
sjálfu sér meiri heimspekingar eftir þennan vet-
ur, en ég er viss um, að þeir, sem bezt kunnu
hér til að hlýða, voru betur að manni en fyrr.“ Í
tilefni af aldarafmælinu verður haldin ráðstefna
um Einlyndi og marglyndi í Hannesarholti 27.
apríl næstkomandi. Á ráðstefnunni, sem ber tit-
ilinn „Öld einlyndis og marglyndis“, munu
heimspekingar og fræðimenn fjalla um ýmis
viðfangsefni Sigurðar í Einlyndi og marglyndi,
lýsa tilraunum til að lifa samkvæmt grunn-
hugtökum Sigurðar, setja verkið í samhengi við
hræringar í menningu, listum og bókmenntum
við upphaf 20. aldar og spyrja hversu gagnlegt
verkið sé til að mæta fræðilegum og hagnýtum
áskorunum 21. aldar.
Öld einlyndis
og marglyndis
Eftir Róbert H.
Haraldsson
Róbert H. Haraldsson
» Fyrirlestrar Sigurðar
Nordals voru framlag til
lífernislistar en hugsjón
hennar er að bæta manninn
með því að kenna honum að
þekkja sjálfan sig.
Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla
Íslands. robhar@hi.is