Morgunblaðið - 26.04.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019  Fleiri minningargreinar um Ágúst Þór Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ágúst ÞórÁrnason fædd- ist í Láguhlíð í Mosfellssveit 26. maí 1954. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 11. apríl 2019. Foreldrar hans voru Ólöf Þór- arinsdóttir kenn- ari (1928-2013) og Árni Jóhannsson (1933-2015) byggingaverktaki. Systkini Ágústs eru Guðjón Trausti, f. 1958, kvæntur Kerstin E. Andersson, Guð- björg Gígja, f. 1960, gift Sig- urði Má Jónssyni og Jóhanna Harpa, f. 1965, gift Þorsteini Páli Hængssyni. Árni og Ólöf skildu. Sambýliskona Árna var Eygló Sigurjónsdóttir. Ágúst kvæntist árið 1973 Margréti Rósu Sigurðardóttur, f. 1954. Þau skildu. Dóttir þeirra er Elísabet Ólöf, f. 14. september 1977. Maður El- ísabetar er Maik Cichon og eiga þau börnin Carolin Freyju, f. 2005, Sophie Sól, f. 2009, og Eric Thor, f. 2011. Fyrir átti hann soninn Guð- mund Árna, f. 6. október 1971, með Dóru Guðmundsdóttur, f. 1956. Sambýliskona Guð- mundar er Mojca Skraban. Með Sunnu Vermundsdóttur, f. 1958, eignaðist Ágúst soninn and Letter í Ósló 2001-2002. Á árunum 1986-89 var Ágúst fréttaritari í Berlín fyrir Bylgjuna og Ríkisútvarpið 1989-91. Hann starfaði sem fréttamaður á RÚV í Reykja- vík 1991-1993 og sem blaða- maður á Tímanum 1993-94. Hann var framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands frá stofnun 1994 til ársins 1998, formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar 1997-98, framkvæmdastjóri Lögfræðiakademíunnar 2000- 2002 og í stjórn Barnaheilla og Norræna sumarháskólans. Ágúst lagði stund á rann- sóknir á stjórnarskrárfestu, mannréttindum og stjórnmála- heimspeki. Meðal rannsókn- arverkefna hans voru: Stjórn- skipun og velferðarríki Norðurlanda og Þýskalands, stjórnskipun örríkja, heim- spekilegur grundvöllur mann- réttinda, og lýðræði. Hann tók þátt í mörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum, sér- staklega á sviði stjórn- arskrárfestu. Frá árinu 2002 starfaði Ágúst við Háskólann á Akureyri. Fyrst sem verk- efnastjóri og síðar aðjunkt í lögfræði frá 2007. Meðal verk- efna hans var uppbygging lög- fræðináms og undirbúningur meistaranáms í heimskauta- rétti sem hófst við skólann haustið 2008. Útför Ágústs Þórs fer fram frá Langholtskirkju í dag, 26. apríl 2019, klukkan 15. Brynjar, f. 15. ágúst 1977. Brynj- ar er kvæntur Svönu Helgadótt- ur og þeirra börn eru Helga Björg, f. 2001, Ragnhild- ur Sunna, f. 2009, Birta Guðrún, f. 2011, og Dagur, f. 2012. Árið 2001 kvæntist Ágúst Ingvill Thorson Plesner, f. 1969. Þau skildu. Sambýliskona hans var Alma Oddgeirsdóttir, f. 1964. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi sambýliskona hans er Margrét Elísabet Ólafsdóttir, f. 1965. Ágúst ólst upp í Álfheimum 8 en fjölskyldan flutti í húsið nýreist þegar hann var fjög- urra ára. Sem ungur maður vann hann ýmis störf og oft í byggingarvinnu hjá pabba sín- um. Þá vann hann á skóladag- heimili og var starfsmaður ICYE skiptinemasamtakanna á Íslandi. Ágúst las heimspeki, lög- fræði og stjórnmálafræði við Freie Universität 1986-91 og lagði síðar stund á dokt- orsnám við Johann Wolfgang Goethe-háskólann í Frankfurt am Main 1998-2001. Hann var rannsóknarfélagi við Centre for Advanced Study við Nor- wegian Academy of Science Við vorum vinir, við Gústi vor- um meiri vinir en tengdafeðgin. Það er svo einkennilegt með sumt fólk, að manni líður eins og það hafi nær alltaf verið í lífi manns. Ég var 25 ára þegar ég hitti Ágúst Þór í fyrsta skipti sem tengda- dóttir hans, man ekkert hvert til- efnið var, en við hittumst, tók- umst í hendur og urðum strax vinir. Mér leið samt eins og ég hefði þekkt hann lengur, kannski af því að hann þekkti bæði pabba minn síðan hann var lítill og eins höfðu hann og mamma unnið saman. Sumu fólki á maður hrein- lega að kynnast, það er eins og manni sé ætlað það. Okkur fannst gaman að hittast, ræða málin, tala um bækur, börn- in mín sem voru afabörnin hans, hann var áhugasamur um þeirra nám og vonir og drauma, hann kom á sirkusæfingar og tók myndir, kom í barnaafmæli og tók myndir, kom í heimsókn á jólum og tók myndir. Gústi var hjá okk- ur ein áramót og tók myndir. Hann gaf börnunum mínum bækur í jóla- og afmælisgjafir, bækur sem voru eigulegar og skemmtilegar. Hann var safnari sjálfur, bóka- safnari, í hverju horni, krók og kima í Hrafnagilsstrætinu voru bækur eða blöð sem hann hafði lesið. Hann vissi hvar flest var, jafnvel þó að við hin sæjum ekki nokkra reglu í uppröðuninni. Gústi var maður sem sökkti sér ofan í það sem hann gerði, ein af síðustu minningarmyndunum í huga mér er af Gústa sitjandi í rauða sófanum með Cathrine og Skúla að ræða um stjórnskipun, lýðræði og Ísland. Mikið var gam- an að hlusta á þau. Það komu svo margir vinir í heimsókn þessar síðustu vikur hans og símtölin voru mörg. Þar sem Gústi var búinn að missa röddina var ég stundum röddin hans í símtölum við fólk sem ég þekkti ekki, það fannst Gústa fínt. Mikið var hann þakklátur fyrir vináttuna og hlýjuna. Við sátum í Hrafnagilsstrætinu og ræddum málin, töluðum um það hvað skipti máli í lífinu, við vorum sammála um að við værum vinir. Mikið var hann þakklátur þessa helgi sem öll börnin hans voru hjá honum og við hlógum og fífluðumst en nú voru það við hin sem vorum á bak við myndavélina að taka myndir af þessum ein- staka manni. Ég verð Gústa ævinlega þakk- lát fyrir Binna minn, takk fyrir líf- ið kæri. Svana Helgadóttir. Afi er farinn. Það er svolítið skrýtið að vera búin að missa afa eða einhvern náinn. Ég er mjög leið. Síðustu orðin sem hann sagði voru „síðasta vika er sú besta sem ég hef lifað“. Það var vikan sem við komum til hans. Það held ég að hafi verið líka besta vika sem ég hef lifað. Afi Gústi gaf okkur alltaf bæk- ur, við elskuðum bækurnar sem hann gaf okkur, t.d. bókina sem hann gaf Degi litla bróður mínum – Stjáni og stríðnispúkarnir – og þykku bókina sem hann gaf mér um Lísu í Undralandi. Hann starfaði við margt, t.d sem fréttamaður og aðjunkt við Háskólann á Akureyri. Hann kom heim til okkar úr geislameðferð og talaði svo lágt að maður þurfti að hlusta af mikilli einbeitingu. Næst þegar við sáum hann á Akureyri var hann komin með svona tæki og hátalara til að heyrðist betur í honum. Við gerð- um mjög margt skemmtilegt. Nokkrum dögum eftir að við kom- um heim fór pabbi aftur til Ak- ureyrar því að afi var orðinn enn veikari. Daginn eftir kom ég heim úr badminton með vinkonu minni, við komum inn í stofu, ég spurði mömmu hvort afi Gústi væri dá- inn, hún sagði já. Ég var leið en samt svolítið glöð af því að honum leið svo illa. Ragnhildur Sunna Brynjarsdóttir. Mágur minn, Ágúst Þór Árna- son, verður jarðsunginn í dag. Gústi fékk hjartaáfall í ársbyrjun 2018. Það dróst að hann næði fullri heilsu og eftir ítarlega rann- sókn greindist hann með krabba- mein í byrjun þessa árs sem ekki reyndist ráðið við. Hann lést 11. apríl síðastliðinn eftir til þess að gera stutta sjúkralegu. Andlátið reyndist hörð áminning fyrir okk- ur sem trúum að það sé alltaf nægur tími en það var eftirminni- legt að sjá hann takast á við veik- indi sín af æðruleysi. Fyrstu kynni af Gústa voru dæmigerð. Hann birtist þá í sam- kvæmi þar sem við systir hans vorum stödd, þá nýlega farin að draga okkur saman. Hann var síð- hærður mjög og fyrirferðarmikill og strax hrókur alls fagnaðar. Gústi var þá í stuttri heimsókn frá Þýskalandi þar sem hann dvaldi langdvölum. Dvöl hans erlendis gerði það að verkum að við náðum ekki að kynnast vel fyrr en síðar þegar við vorum báðir starfandi við íslenska fjölmiðla. Áhugi Gústa á þjóðmálum og nánast öllu því er tengdist mannlegri tilveru gerði hann að áhugaverðum sam- ræðufélaga. Ekki spillti fyrir að hann var að eðlisfari jákvæður og glaðvær og líklega birtist það í all- nokkru kæruleysi framan af ár- um. Það breyttist hins vegar og honum var augljóslega í mun að bæta sig og samskipti sín við vini og ættingja. Gústa var umhugað um að þroska sig og var stöðugt tilbúinn að ræða nýjar hliðar á öll- um málum. Hann var ekki dóm- harður maður, vildi ræða málin til skilnings. Mér reyndist því vel að bera undir hann álitamál og leita eftir skoðunum hans og fá upplýs- ingar. Ekki spillti fyrir að hann þekkti vel til innan Framsóknar- flokksins eins og hann átti kyn til. Stjórnskipunar- og stjórnar- skrármál urðu að þungamiðju fræðastarfs Gústa sem hafði óbil- andi áhuga á þessum málum, sem og mannréttindum almennt. Síð- ustu tvo áratugi bjó hann og starf- aði á Akureyri og varð strax mikill Akureyringur. Um leið varð hann baráttumaður fyrir háskólastarfi á Akureyri og átti mikinn þátt í að efla starf skólans. Þar sló hjarta hans og skólamál voru rædd af mikilli ástríðu. Gústi var vina- margur með afbrigðum, svo mjög að stundum varð maður að berj- ast við að ná athygli hans þegar hann kom í heimsókn. Síminn var oft kröfuharður. Hann var einnig heimsborgari og færði manni stöðugt nýja strauma. Fjölskyld- an varð honum þó sífellt mikil- vægari og síðustu vikur naut hann ástríkis og umönnunar hennar. Kynnin við Gústa eru eftirminni- leg og fyrir þau er ég þakklátur. Sigurður Már Jónsson. Ágúst Þór Árnason skilur eftir sig skarð sem ekki verður fyllt. Leiðir okkar lágu fyrst saman á árinu 2010. Þá var ég fluttur norð- ur og fór að skyggnast um eftir stað til að koma fyrir landakort- um sem ég hafði safnað og vildi gjarnan að fleiri fengju að njóta. Ég var þá kynntur fyrir Ágústi Þór. Áhugi á málefnum norður- slóða tengdi okkur strax böndum sem styrktust þegar á leið. Hann var fremstur í flokki þeirra sem hvöttu mig til að stofna Norður- slóðasetrið við Strandgötu á Ak- ureyri. Ágúst Þór var forstöðumaður Heimskautaréttarstofnunarinn- ar, sem vistuð er í Háskólanum á Akureyri, og átti sinn þátt í því að ég tók að mér verkefni á hennar vegum. Við urðum nánir sam- starfsmenn og áttum reyndar samskipti flesta daga. Líklega kynntumst við best í utanlands- ferðum í þágu stofnunarinnar og málefna norðurslóða. Ágúst Þór var vandaður mað- ur, fjölmenntaður, feiknarfróður og vel að sér. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hikaði ekki við að sigla á móti straumnum í sam- félagsumræðunni. Hann var ekki allra, eins og sagt er. Slíkt ein- kennir gjarnan frumkvöðla og átti vel við um Ágúst Þór. Hann var ekki sérlega skipulagður maður og hafði til að mynda sjaldan far- angur sinn í ferðatösku þegar við fórum af bæ í einhverjum erind- um. Hann kaus frekar að taka sína hluti með sér í plastpokum og ég valdi mér það hlutverk með ánægju að passa upp á að pok- arnir gleymdust ekki á áningar- stöðum! Nú er hann fallinn frá, langt um aldur fram. Ágúst Þór átti margt ógert og nú í upphafi árs blasti ekkert ann- að við en að hann kæmi því í verk sem hann hafði brennandi áhuga á að sinna. Það fór á annan veg og ég sakna vinar í stað. Margréti og fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð. Arngrímur B. Jóhannsson. Við slógumst á lóðinni við Langholtsskóla. Hann var stærri og sterkari en fyrir kraftaverk náði ég honum undir, sló höfði hans við stéttina og hann rotaðist. Hann lá svo bara þarna hreyfing- arlaus þar til hann var borinn inn til skólahjúkkunnar. Daginn eftir í skólanum gekk hann að mér, horfði beint í augun á mér og hvæsti: Ég mun hefna mín! Það kom aldrei til þess að hann dræpi mig því um vorið kláraðist skólinn, ég flutti burt úr borginni, var skráður í landspróf á Laug- arvatni veturinn eftir og bjóst ekki við að sjá Gústa nokkurn tíma aftur. Ég sat kvíðinn á dívaninum í herbergi 52 í Mörkinni og beið þess að sjá hver yrði herbergis- félagi minn. Dyrnar opnast og inn gengur... Gústi. Hann varð glaður að sjá kunnuglegt andlit, gamlar skærur löngu gleymdar. Hann kenndi mér listina að reykja sem á Laugarvatni snerist mest um andóf og að bjóða heim- inum birginn. Abbey Road og Let It Be voru nýkomnar út og hann átti vínrauð jakkaföt, skærlitar skyrtur og ótal breið bindi. Síðan þá hefur verið mislangt á milli okkar, stundum nokkrir metrar, stundum mörg þúsund kílómetrar en aldrei svo langt að vináttu- böndin slitnuðu. Við deildum íbúð í Mjóstræti á einu skrautlegasta tímaskeiði lífs okkar. Þangað kom undarlegt samansafn af alls konar fólki, allt frá háskólaprófessorum til úti- gangsmanna. Alla umgekkst Gústi af sömu virðingunni og áhuga á lífi og viðhorfum hverrar manneskju. Þessa fordómalausu nálgun á hið mannlega og sterka réttlætiskennd hafði hann fengið í arf frá ömmu sinni í föðurhúsum. Í Köben vorum við samferða nokkra hríð og brölluðum ýmis- legt. Eitt sinn langaði okkur út á lífið og fórum gangandi ofan af Norðurbrú. Ég leiddi hjólið mitt, heiðarlega stolið, en hann var hjóllaus. Við vegginn á Assistens- kirkjugarðinum þar sem þeir grófu skáldið Jónas forðum geng- um við fram á hjól, „en herreløs skrammelbøtte for en cykel“ með opinn lás. Gústi brá sér á bak og við hjóluðum niður Norðurbrú. Þegar kirkjugarðinum sleppti sat löggan fyrir okkur. Það er nefnilega bannað að hjóla ljóslaus. Þeir læstu hjólinu og báðu Gústa að opna lásinn. Hann byrjaði strax að spinna upp sögur um að þetta væri lánshjól og gleymst hefði að kenna honum á lásinn. Við vorum handteknir fyrir brugstyveri og færðir til yfir- heyrslu. Ég játaði strax glæpinn og var lokaður inni í fangaklefa alla nóttina meðan Gústi sat í góðu yfirlæti, drakk löggukaffi, reykti sígaretturnar þeirra og skemmti þeim með hverri lyga- sögunni á fætur annarri. Eldsnemma um morguninn játaði hann loksins og okkur var sleppt. Gústi, glaður og reifur bú- inn sitja í góðu yfirlæti kjaftandi á honum hver tuska alla nóttina, en ég lokaður inni í pyntingaklefan- um þar sem ég gat hvorki setið né legið, drukkið né reykt. Við geng- um út í morgunsólina, höfðum ekki hugmynd um hvar í borginni við vorum staddir. Minningar um dýrmæta vin- áttu, hvatvísan, sístarfandi og op- inn huga, skapandi hugmynda- flug, ríka réttlætiskennd og umfram allt hlýja og yndislega manneskju munu lifa áfram þótt hylkið utan um allt þetta hverfi út í buskann. Björgvin Ólafsson. Sunnudaginn 7. apríl 2019 gengum við félagarnir að Hrafna- gilsstræti 31 þar sem við blasti risaskilti heiðurskonsúls Þýska- lands. Erindið var að kveðja kær- an vin til hartnær hálfrar aldar. Fjórum dögum síðar var hann all- ur. Síðasti fundur okkar var í ágúst, skömmu fyrir hálfmara- þonið þar sem hann gerði gott hlaup (flögutími 2:10:13). Á móti okkur tóku synirnir tveir og tengdadæturnar og beðið var eftir lokum kveðjusímtals Gústa og gamals fransks vinar. Gústi væri vel hvíldur og kraft- mikill miðað við aðstæður. Hann birtist loks í kínverskum klæðum, mitt á milli náttslopps og vinnu- samfestings, með slöngur í nösum og míkrófón festan á eyrað til að magna upp veika röddina. Við tók 70 mínútna ræða með einstaka at- hugasemdum gömlu félaganna. Að henni lokinni var komið að næstu gestum. Hann rakti sjúkdómsferlið og eigin leikmannsgreiningu. Hugs- anlega mætti rekja upphafið til streituvalda í lífi hans fyrir fimm árum sem aldrei var tekið á. Í kjölfarið fór hann að finna fyrir framandi einkennum, s.s jafn- vægisleysi, brjóstsviða og ónota í iljum, sem engar skýringar feng- ust á. Hann dró upp lifandi sviðs- mynd af aðdraganda og atburða- rás hjartaáfallsins í byrjun síðasta árs þegar hann var hársbreidd frá dauðanum. Aldrei hefði verið lagt heildrænt mat á heilsuvanda hans. Hann greindi frá andlegri vakningu á degi úrskurðarins um lungnakrabbann í febrúarbyrjun. Honum birtist sýn sem líktist því að vera umlukinn regni sem ekki féll til jarðar. Samtímis öðlaðist hann kraft sem hann nýtti til að ljúka verkefnum. En fyrst og fremst öðlaðist hann ró og fylltist hamingjutilfinningu og þakklæti fyrir fjölbreytt og innihaldsríkt líf. Hann var hamingjusamur allt til enda. Í löngu lokafaðmlagi vin- anna ríkti einhugur um að lífið væri dýrmæt gjöf og hamingjan æðsta takmark þess. Arnar Páll Hauksson, Hannes G. Sigurðsson. Nú kveðjum við kæran og skemmtilegan vin til yfir 40 ára, svo allt of fljótt. Það hlaut að koma að því þar sem hann fór hraðar um en flestir aðrir sem við kynntumst á lífsleiðinni. Það var alltaf veisla þar sem Gústi var, ekki matarveisla heldur umræðu- veisla. Við erum svo þakklátar fyrir starfsmannafundinn heima hjá Dollu á gamlársdag og spjallið í mars. Við munum sakna þessara stunda en þangað til næst, kæri vinur. Kolbrún Jónsdóttir (Dolla), Kolbrún Vigfúsdóttir (Kolla). Ágúst Þór kom til starfa þann 1. ágúst 2002 sem verkefnastjóri fyrir uppbyggingu á laganámi við Háskólann á Akureyri. Ágúst vann með nefnd háskólaráðs HA að tillögum um uppbyggingu náms í lögfræði sem voru síðan samþykktar af háskólaráði. Ágúst varð strax mjög virkur hluti af teyminu sem byggði upp námið og var ötull baráttumaður þess að heimspekilegur grundvöllur mannréttinda og heimskautarétt- ur yrðu sérstaða námsins. Lög- fræðinám hófst við HA haustið 2003 og hélt Ágúst áfram störfum við uppbyggingu námsins. Á næstu árum kom Ágúst meira að kennslu innan lögfræð- innar. Í janúar 2007 var hann ráð- inn aðjúnkt í lögfræði við laga- deild Háskólans á Akureyri. Það umrót sem varð í íslensku há- skólakerfi í kjölfar fjármála- kreppunnar haustið 2008 gerði það að verkum að öll uppbygging laganámsins varð erfiðari og skipta varð yfir í varnarbaráttu fyrir skólann í heild sinni. Í þeirri baráttu var Ágúst trúr sýn sinni á sérstöðu laganámsins við HA með áherslu á heimskautarétt. Meist- aranám í heimskautarétti hófst við skólann haustið 2008 og var sérstaða námsins þar með tryggð með afgerandi áhrifum á skólann sem norðurslóðaháskóla. Ágúst var ötull hvatamaður þess að koma á fót Heimskauta- réttarstofnun. Stofnunin hefur lagt áherslu á útgáfu fræðirita og staðið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu (Polar Law Symposium) um lög- fræðileg málefni heimskauta- svæða. Ráðstefnan hefur verið haldin á hverju ári frá 2008; fyrstu þrjú árin á Akureyri en árið 2011 í Nuuk á Grænlandi og eftir það á ýmsum stöðum um heiminn allt frá Tasmaníu til Rovaniemi – Tromsø og Alaska. Styrkleikar Ágústar komu vel fram í þessum störfum. Hann hafði einstakt lag á því að fá fólk til að koma saman og ræða fræði- leg og fagleg málefni heimspek- innar, mannréttindi og lögfræði. Hann var umsjónarmaður lög- fræðitorgs við HA um árabil þar sem honum tókst með einstöku tengslaneti sínu að fá til leiks marga áhugaverða fyrirlesara. Þessi torg verða mörgum minn- isstæð fyrir áhugavert efni og líf- legar umræður. Sama gildir um Heimspeki- kaffið sem haldið hefur verið á kaffihúsinu Bláu könnunni hér á Akureyri um margra ára skeið í samstarfi Akureyrarstofu, Félags áhugafólks um heimspeki og HA. Með sinni sérstöku lagni tókst Ágústi oft að fá fólk til að taka þátt í fræðilegri, en jafnframt að- gengilegri umræðu um heim- spekileg málefni – kl. 11 á sunnu- dagsmorgnum. Viðburðir þessir hafa verið vel sóttir og eru til marks um það hversu áhugaverð- ir þeir hafa verið – og er þar ekki síst að þakka ákafa og eftirfylgni Ágústar við að fá fólk til að vera með framsögu á þessum stund- um. Samstarfsfólk Ágústar kveður með söknuði brautryðjanda sem með baráttuvilja sínum, ákefð og áhuga setti mark sitt á þróun og uppbyggingu Háskólans á Akur- eyri síðastliðin 17 ár. Fráfall hans er okkur öllum áfall og áminning um hverfulleika lífsins. Fyrir hönd starfsfólks Háskól- ans á Akureyri sendi ég Margréti Elísabetu, börnum, barnabörn- um, öðrum ættingjum og hinum stóra vinahópi sem Ágúst tengd- ist um ævina, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eyjólfur Guðmundsson, rektor. Ágúst Þór Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.