Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 17
✝ Sigrún KristínÞórðardóttir fæddist í Reykjavík 26. apríl 1964. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Vest- urlands á Hvamms- tanga 8. apríl 2019. Foreldrar henn- ar eru Þórður Jóns- son rafvirkjameist- ari, f. 15.5. 1940, d. 25.6. 2000 og Hall- dóra Þorvarðardóttir blikk- smiður, f. 13.10. 1942. Bróðir Sigrúnar er Jón Þórðarson, f. 13.5. 1966 og börn hans eru Tinna Rut, Íris Heiða og Þórður. Eiginmaður Sigrúnar er Sverrir Sigurðsson, f. 23.4. 1960. Börn þeirra eru: a) Elísa Ýr Sverris- dóttir f. 4.9. 1981, sambýlis- firði þar til hún og Sverrir hófu sambúð. Sigrún Kristín og Sverrir bjuggu á Höfðabakka frá árinu 2004. Sigrún Kristín gekk í Víðistaðaskóla í 0.-8. bekk og 9. bekk í Reykjaskóla í Hrútafirði. Vorið 1989 útskrif- aðist Sigrún Kristín frá Einka- ritaraskólanum með bókhalds- réttindi. Sigrún Kristín vann ýmis störf fram til 1989. Eftir það starfaði hún hjá Veli til 1994 en þá fluttu þau hjónin í Vestur- Húnavatnsýslu og vann hún þar hjá Vertshúsinu, Ferskum af- urðum, tveimur smiðum og frá árinu 2000 starfaði hún sem skrifstofustjóri hjá Sláturhúsi KVH. Félagsstörf Sigrúnar voru fjölmörg en má þar helst nefna skemmtinefnd hestamanna- félagsins Sörla, formennsku í Hestamannafélaginu Þyt til fjölda ára og gjaldkerastörf í stjórn Landssambands hesta- manna. Útför Sigrúnar fer fram frá Hvammstangakirkju í dag, 26. apríl 2019, klukkan 15. maður Elísu er Óskar Einar Hall- grímsson, f. 7.3. 1977, börn Elísu eru Victoría Elma Vignisdóttir, f. 4.3. 2008, Sverrir Franz Vignisson, f. 29.8. 2009, og Gabríela Dóra Vignisdóttir, f. 13.10. 2011, barn Óskars er Róbert Ingi Óskarsson, f. 6.11. 1997. b) Þórhallur Magnús Sverrisson, f. 19.2. 1985, sam- býliskona Þórhalls er Hafdís Erla Valdimarsdóttir f. 15.8. 1988, barn þeirra er Matthías Heiðar Þórhallsson, f. 15.9. 2018. Sigrún Kristín ólst upp á Garðavegi frá 3-8 ára aldurs en bjó þá á Blómvangi 20 í Hafnar- Sterka sjálfstæða frænkan okk- ar hefur kvatt. Sigrún, sem lét engan segja sér fyrir verkum, var einlæg, hispurslaus og með sterka réttlætiskennd. Hún kom alls staðar inn eins og stormsveipur, skemmtileg, opin og hlý. Það er komið skarð í frændsystkinahóp- inn sem ekki verður fyllt. Í minningunni vorum við alltaf saman. Í flestum fríum, sumar og páska voru þau komin norður, Sig- rún og Jóndi, endalaus tilhlökkun að fá þau. Mæður okkar systur, önnur fjölskyldan í Hafnarfirði og hin í Húnavatnssýslu á ættaróðal- inu með ömmu og afa, alltaf nóg að gera og fullt hús af fólki. Við vorum á svipuðum stað í aldri, og fylgdumst að með flest, lærðum á lífið og kenndum hvort öðru, Sigrún með nýjustu leikina, tískuna að sunnan, og við með sveitina, réttirnar, seinna ung- lingaböllin og svo fullorðinsböllin, rúntarnir, útihátíðir. Sigrún, röggsöm og ákveðin, fékk að fermast með frænkunum og seinna að klára grunnskólann í Reykjaskóla. Náðum loksins að vera saman heilan vetur og deila leyndarmálum jafnóðum. Sigrún okkar var aldrei að tví- nóna við hlutina og vissi hvað hún vildi. Eftir að hún hitti Sverri sinn varð ekki aftur snúið og fljótt komin tvö yndisleg börn sem bættust við í hóp nýrrar kynslóðar og yngri systkina. Samverustund- um hópsins fækkaði en strengur- inn alltaf sá sami. Við höfum fylgst með baráttu hennar mánuðum saman sem hún að lokum tapaði. Skiljum ekki til- ganginn en þakklát fyrir tímann, minningarnar og ógleymanlega samveru. Hjartans Sverrir, Elísa, Þórhallur og barnabörnin, Dóra frænka og Jóndi, megi kærleikur og ást umvefja ykkur, styrkja og styðja. Hittumst síðar á nýjum stað. Kristín, Þorvarður, Bogey og Jón Bergmann Sigfúsarbörn. Sársaukinn er óbærilegur. Ég varla trúi þessu enn þá. Það er hægt að undirbúa sig eins og mað- ur getur en maður er samt aldrei tilbúinn fyrir þetta súrrealíska símtal. Símtalið sem færði mér fréttirnar. Eins óbærilegur og sársaukinn er, þá er ekkert jafn dýrmætt og minningarnar. Þegar ég var krakki fékk ég að heyra oft- ar en einu sinni og oftar en tvisvar hvað ég væri lík þér. Aldrei sá ég hvað aðrir sáu, og sé það í rauninni ekki enn þá. En því eldri sem ég verð finnst mér frábært að heyra þetta. Þar var sko ekki leiðum að líkjast! Dásamlegri, hjartahlýrri og yndislegri manneskju var ekki hægt að finna. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það sem ég er þakklátust fyrir og mun alltaf varðveita verður sum- arið sem ég bjó hjá þér. Göngu- túrarnir, boozt-vikurnar eftir- minnilegu og samtölin sem við áttum úti á palli með kaffibollana okkar. Þú varst ekki bara frænka mín, þú varst líka önnur mamma mín og trúnaðarvinkona. Það var svo auðvelt að tala við þig. Við gát- um hlegið og grátið saman og var það ómetanlegt. Nú ertu komin á betri stað en skilur eftir þig stórt skarð í hjarta margra. Takk fyrir allt. Þín frænka/dóttir, Íris Heiða. Elsku Sigrún mín. Ég á bágt með að meðtaka það að þú sért farin og að við þurfum að lifa með því. Söknuður svo sár að hann virkar eins og klumpur í brjóstinu þegar ég hugsa til þín og tárin brjótast fram. En ég einblíni á hið jákvæða sem umvafði okkar vinskap. Við þessar tvær jarðýtur ruddum ávallt okkar slóða hlið við hlið frá því við hittumst fyrst. Aldrei bar skugga á og aldrei sögðum við styggðaryrði hvor við aðra. Þér fannst ég oft of hvatvís og mér fannst þú oft of föst á skoðunum þínum. Þessa eiginleika okkar virtum við í fari hinnar og sú virð- ing og væntumþykja einkenndi okkar vinskap. Allar gleðistund- irnar eru mér dýrmætar. Gestrisni ykkar Sverris var al- gjörlega einstök, alltaf var maður velkominn og er enn. Einstök hug- ulsemi og staðfesta einkenndi þig, Sigrún mín. Drifkrafturinn og dugnaðurinn, maður minn. Ég hugsa að fáir ef nokkrir taki heim- ili sitt í nefið fyrir jólin núorðið eins og þú gerðir á hverju ári. Það var dreginn fram stigi, tröppur og annað sem þurfti og svo prílað upp í hæstu rim og allt þrifið í hólf og gólf, gardínur þvegnar og strauj- aðar og ekki linnt látum fyrr en allt var orðið spegilgljáandi. Eins tókstu hesthúsið horna á milli öll haust, þannig að það hefði mátt sleikja gólfin á eftir, og hest- húsið ykkar er engin smá bygg- ing. Það sem ég öfundaði þig af þessum dugnaði þínum, þú bara gekkst í verkin og hættir ekki fyrr en þau voru kláruð og það með glæsibrag. Þannig komstu að öllu sem þú tókst að þér með dugnaði, heið- arleika og endalausri orku. Gælunafnið Gustrún festist við þig með rentu og þér líkaði það alls ekki illa. Höfðabakkafrúin fékk frekjukast, sagðir þú iðulega þegar þér fannst hlutirnir ekki vera í lagi einhvers staðar og lést í þér heyra. Þú reyndist mér ómet- anlega í mínum kollsteypum í líf- inu, alltaf gat ég ausið úr mér og þú hlustaðir, eins áttir þú mig allt- af að þegar þú þurftir á að halda. Þú byrjaðir að klífa þínu síð- ustu brekku þegar þú greindist með krabbamein fyrir tæpu ári. Sú brekka reyndist þér ofviða og það hallaði aldrei undan. Það var sárt að fylgjast með baráttu þinni, reyna að vera til staðar og stappa í þig stálinu. Ljósið í myrkrinu var að þú áttir verðskuldað bakland þegar á hólminn var komið, við þínir nánustu lögðust öll á árarnar við að létta þér baráttuna. Ég kom til að kveðja þig tveim vikum fyrir andlátið, við gerðum okkur báðar grein fyrir því. Við vissum að nú stefndi hratt að lok- um. Sá dagur var ómetanlegur og ég mun varðveita hann sem fjár- sjóð um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku Sigrún mín, ég sakna þín ómælt en hugga mig við góðar minningar og dýrmætan vinskap. Elsku Sverrir, okkar góði vin- ur. Þú stóðst eins og klettur við hlið Sigrúnar og hún var heppin að eiga þig sem lífsförunaut. Við vinir þínir þurfum nú að halda utan um þig. Elsku börn, makar og barna- börn. Þið voruð hennar stolt og ríkidæmi. Elsku Dóra, þið mæðg- ur voruð svo líkar, ákveðnar og sterkar. Guð gefi öllum nánustu ættingjum og vinum styrk og huggun. Minning um einstaka vin- konu lifir. Elín Íris Fanndal. Vinátta er dýrmætust eðal- steina segir í fallegum texta um vináttu og er það svo sannarlega rétt. Við æskuvinkonurnar, Sig- rún, Halla, Alla Dóra og Anna Vala, höfum frá unglingsárum haldið í og hlúð að vináttu okkar. Saman höfum við gengið í gegnum gleði- og sorgartíma. Við höfum fylgst hver með annarri eignast börn, giftast og flytjast á milli landa og landshluta, auk þess sem við höfum knúsað og huggað hver aðra á erfiðum tímum í gegnum lífið. Við höfum átt yndislega daga saman í gegnum tíðina, allt frá því að fara saman 15 ára gamlar í enskuskóla í Exeter í Englandi í sex vikur, óteljandi margar sum- arbústaðaferðir, margoft hist á Höfðabakka og farið í ófáar kvennareiðir. Svo ekki sé talað um nokkrar skvísuferðir til Noregs þar sem Halla býr. Á öllum þessum samverustund- um okkar hefur ríkt mikil gleði, hlátur, dekur og skemmtilegheit. Í maí á síðasta ári hittumst við allar á Spáni og nutum þess að vera þar saman í viku. Í þeirri ferð, eins og öllum hinum ferðun- um okkar, bárum við saman bæk- ur okkar og skipulögðum næstu skvísuferð. Sú ferð átti að vera tveggja vikna ferð til Spánar nú í byrjun maí. Í haust var svo á dag- skrá að fara aftur til Exeter og halda upp á að það væru liðin 40 ár frá því að við vorum þar saman. Okkur fannst við eiga það skilið að halda bara rækilega upp á 55 af- mælisárið okkar. Ekki grunaði okkur hvað biði elsku Sigrúnar okkar nokkrum dögum eftir heimkomu úr síðustu skvísuferð. Hún átti pantaðan tíma í myndatöku á hendi og vorum við allar vissar um að hún væri bara með klemmda taug. Annað mun al- varlegra kom í ljós. Hún var komin með krabbamein og strax var vitað að á brattann væri að sækja. Elsku Sigrún okkar barðist hetjulega til síðasta dags og nú, ellefu mánuðum síðar, á 55 ára afmælisdegi hennar, kveðjum við elsku vinkonu okkar í bili með þessu fallega ljóði Ingi- bjargar Sigurðardóttur og þökkum henni fyrir allt sem hún hefur gefið okkur og gert fyrir okkur í gegnum árin. Minning Sigrúnar mun lifa um ókomin ár í hjörtum okkar allra. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. Elsku Sverrir, Elísa, Þórhallur, Dóra, Jóndi, Óskar, Hafdís og öll börnin. Við sendum ykkur öllum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og óskum þess að Guð, ljós, hlý- hugur og fallegar minningar um elsku bestu Sigrúnu okkar megi umvefja ykkur og styrkja í gegn- um þennan erfiða tíma. Anna Vala, Aðalheiður Dóra og Aðalheiður Halla. Sigrún Kristín Þórðardóttir HINSTA KVEÐJA Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Góðar minningar lifa. Innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda. Sigfús (Bóbó) og Gerða. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 ✝ Ingibjörg Þor-bergsdóttir fæddist í Reykjavík 14. september 1928. Hún lést 16. apríl 2019 á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi. Foreldrar Ingi- bjargar voru Ingi- björg Lára Ágústs- dóttir frá Gaulverjabæ, húsmóðir í Reykjavík, f. 15. apríl 1899, d. 6. febrúar 1971, og Þorbergur Gunnarsson, málari og bakari í Reykjavík, f. 1. nóvember 1887, d. 27. júlí 1959. Alsystkini Ingi- bjargar voru Gunnar, f. 1927, d. 2013, og Þorbergur, f. 1930, d. 2013. Sammæðra Ingibjörgu voru Ingibjörg Þuríður Unnur Ingibjörg og Auðunn gengu í hjónaband 20. október 1951. Fyrstu búskaparárin bjuggu Auðunn og Ingibjörg við Holts- götuna í Reykjavík. Þau byggðu hús við Melgerði í Kópavogi og þangað fluttist fjölskyldan vorið 1957. Árið 1995 færðu hjónin sig í Gullsmára 11 þar sem þau bjuggu fram til 2016 er þau fluttust á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Þau létust bæði í Sunnuhlíð. Ingibjörg og Auðunn eign- uðust þrjá syni sem eru: 1) Bergsveinn, skólastjóri, f. 12. júní 1949, d. 28. apríl 1998. 2) Guðjón Atli, efnafræðingur, f. 25. júní 1953, maki G. Jórunn Sigurjónsdóttir, f. 1950, búsett í Reykjavík. 3) Haraldur, jarðeðl- isfræðingur, f. 24. september 1956, maki Sigurbjörg Arndís Guttormsdóttir, f. 1956, búsett í Reykjavík. Barnabörn þeirra eru átta og barnabarnabörnin tólf. Barnabörnin eru Ingibjörg og Auðunn Bergsveinsbörn, Júl- ía Sif, Auður og Ingibjörn Guð- jónsbörn og Einar Baldvin, Jón Arnar og Guðrún Haraldsbörn. Fyrstu æviárin bjó Ingibjörg ásamt fjölskyldu sinni á Hverfisgötu 83 í Reykjavík. Þegar Ingibjörg var um tíu ára flutti hún ásamt bræðrum sín- um Gunnari og Þorbergi að Svanastöðum í Mosfellssveit, og skömmu síðar að Seljabrekku í sömu sveit. Þar bjuggu þau systkinin öll unglingsárin. Eftir dvölina í Seljabrekku fluttist Ingibjörg til Hafnarfjarðar 16 ára gömul, vann ýmis störf, s.s. heimilishjálp, kaupavinnu og sem starfsstúlka á Farsótt. Ingibjörg hannaði mikið af munstrum á peysur og barna- föt.. Samhliða því að reka heim- ili starfaði Ingibjörg meðal ann- ars í Val á Kársnesi, var um árabil umboðsmaður tímaritsins Fálkans, var með heimilisiðnað og verktöku við hanskagerð í Melgerðinu og vann mörg ár sem starfsstúlka á Landakoti og á Borgarspítalanum. Útför Ingibjargar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 26. apríl 2019, klukkan 15. og Ragnheiður María Pálsdætur og Magnea Hulda Magnúsdóttir, og samfeðra Elsa Sig- urbjörg, Magnús Pétur, Bergur Thorberg, Kristín Fjóla, Gunnar Bergmann og Stella Esther. Kristín Fjóla lifir systur sína. Eiginmaður Ingibjargar var Auðunn Bergsveinsson, raf- virki, f. 11. febrúar 1929 á Fróðá við Ólafsvík, d. 10. maí 2016. Auðunn var sonur hjónanna Magdalenu Ásgeirsdóttur, húsmóður og brúðuviðgerðarkonu, og Berg- sveins Haraldssonar, bónda, verktaka og kennara. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér, hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Laxness) Þá er komið að kveðjustund, elsku Imma. Síðustu vikur voru þér erf- iðar, en nú hefur þú fengið hvíldina og eflaust margir tekið á móti þér í sumarlandinu. Ég kynntist þér fyrir rúmum 47 árum, er kynni okkar Guð- jóns byrjuðu, þá báðar nýbúnar að missa mæður okkar. Það má eiginlega segja að þú hafið veri smá mamma mín með árunum, höfðum símsamband nær dag- lega alla tíð. Ég held að ég skrökvi því ekki þótt ég segi að við urðum aldrei ósáttar, vita- skuld vorum við ekki alltaf sam- mála, en reiðar út í hvor aðra urðum við aldrei. Þú varst alltaf útivinnandi eftir að ég kynntist þér en samt taldir þú aldrei eftir þér að passa. Þegar pabbi lá banaleguna þá tókst þú alltaf Júlíu Sif í pössun svo ég gæti verið hjá honum. Þannig var það alla tíð, þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum, og mikla hjálp gafstu okkur. Á námsárum Guðjóns, er við dvöldum í Svíþjóð, komstu oft í heimsókn, ýmist ein eða þið Auðunn saman. Þá var ferðast mikið bæði um Svíþjóð og Dan- mörku. Það var mikið hlegið, þú fórst með vísur, þulur og svo gastu gert ótal undurfurðuleg hljóð með fingrum, vörum og andlitinu öllu, það þótti börn- unum skemmtilegt. Þegar við hringdum í þig frá Lundi í byrjun níunda áratug- arins til að tilkynna þér að von væri á nýju barni, þá hringdir þú aftur eftir litla stund til að segja, að þú kæmir fyrir fæð- ingu, og yrðir hjá okkur. Þetta efndir þú vitaskuld. Þú varst snögg við allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú varst nýjungagjörn í bakstri og mat- argerð. Öll matarboðin og veisl- urnar sem þú hélst bæði fyrir fjölskylduna og ykkar vini voru á fárra færi. Ég fékk til að mynda í fyrsta skipti kjúkling og svínabóg hjá þér en slíkur varn- ingur var nýjung í byrjun átt- unda áratugarins. Margt annað, sem ég hafði ekki fengið áður, fékk ég fyrst hjá þér. Ég lærði og margt af þér og ósjaldan komstu með góð og vel þegin ráð við barnauppeldi og búskap- inn hjá okkur Guðjóni. Ekki má gleyma öllum prjónagripunum, sem þú gerðir og hannaðir á okkur flest og fyrir vini og kunningja. Það var þér og okkur öllum mikið áfall er þú veiktist í lok nóvember 2015. Eftir það dofn- aði tilveran smám saman þar til þú lést í faðmi þinnar nánustu 16. þessa mánaðar í Sunnuhlíð. Þar hafðir þú dvalið sl. þrjú ár. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl þú í friði, elsku Imma, og takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Jórunn. Elsku yndislega amma mín. Það var fátt betra þegar ég var yngri en að koma til þín og afa í spil og spjall. Og mín beið alltaf ísblóm eða karamellukak- an þín, sem mér leiddist ekki. Þær voru ófáar ferðirnar ykkar afa til Kanarí, og þegar þið kom- uð heim færðuð þið mér alltaf eitthvað sem ég gat ekki tekið augun af. Man að eitt sinn fékk ég dansandi dúkku og skrifaði ég um það ritgerð í grunnskól- anum að þetta væri dýrmætasti hlutur sem ég átti. Eitt efast ég ekki um, að ég fékk húmorinn, og kaldhæðnina, frá þér – ef einhver var með kímnigáfu varst það þú. Veit reyndar ekki hvort þú varst að grínast eða ekki þegar þú gafst mér gælunafnið Mjása, en þú kallaðir mig Mjásu þína í 26 ár, og var alltaf jafn hlýlegt að heyra þig segja það. Þú varst svo hlý, létt og glæsileg. Þó svo að mikið hafi verið tekið frá þér seinustu þrjú árin varstu samt alltaf eins og þú áttir að þér að vera. Ég gæti skrifað heila bók um þig, þú kenndir mér svo margt, elsku amma mín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir frá Brautarholti.) Ég er einstaklega heppin og stolt að hafa átt þig sem ömmu, amma mín. Takk kærlega fyrir allt, fyrir allar þær yndislegu og dýrmætu stundir sem þú gafst mér og minningar. Elska þig. Þitt barnabarn, Guðrún Haraldsdóttir. Ingibjörg Þorbergsdóttir  Fleiri minningargreinar um Sigrúnu Kristínu Þórð- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.