Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 19

Morgunblaðið - 26.04.2019, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 ✝ HaraldurÁrnason fædd- ist í Bandaríkj- unum 6. mars 1925. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauð- árkróki 13. apríl 2019. Foreldrar hans voru Heið- björt Björnsdóttir, f. 6.1. 1893, d. 24.5. 1988, og Árni Daníelsson, f. 5.8. 1884, d. 2.8. 1965. Systkini Haraldar voru Hlíf Ragnheiður, f. 19.12. 1921, d. 16.4. 2013, og Þorsteinn, f. 20.9. 1923, d. 24.3. 1965. Árið 1950 kvæntist Haraldur konu sinni Margrit, f. Truttmann, 12.6. 1928 í Sviss, d. 24.7. 2014. Foreldrar hennar voru Marg- arete Truttmann, f. Laub 7.1. 1897, d. 15.5. 1991, og Aristide Carlo Massimo Truttmann, f. 3.10. 1889, d. 17.6. 1973. Systir Margritar er Erika Spühler, f. 11.3. 1924. Haraldur og Margrit eign- uðust fjórar dætur, þær eru 1) Helga Jóhanna, f. 19.9. 1951, börn hennar eru a) Berglind Rós Bjarnadóttir, f. 1971, dæt- ur hennar eru Yrja Orsolya, Saga Karolin, Elfur Gabriela og Isolde Eik, b) Ari Björn Sig- urðsson, f. 1973, maki Rebekka Akureyri. Fluttist suður og settist í Menntaskólann í Reykjavík þaðan sem hann lauk stúdentsprófi 1944. Har- aldur stundaði framhaldsnám í Sviss og lauk kandídatsprófi í landbúnaðarverkfræði frá Zu- rich Technische Hochschule 1950. Eftir námslok settust Haraldur og eiginkona hans að á Sjávarborg, þar sem þau bjuggu síðan alla tíð, að und- anskildum 10 árum þegar Har- aldur var skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Áður hafði Haraldur unnið ýmis störf, m.a. rak hann bú á Sjávarborg, starfaði sem búfjárráðunautur og sinnti rannsóknum á því sviði, vann skrifstofustörf og kenndi raun- greinar við Iðnskóla Sauð- árkróks og Bændaskólann á Hólum. Þá rak hann ásamt konu sinni verslun á Sauð- árkróki 1966-1971 og var skólastjóri Bændaskólans á Hólum 1971-1981. Haraldur átti fjölmörg áhugamál, svo sem ræktun, leiklist, handverk, bókmenntir, kvikmyndir, jasstónlist og ferðalög. Þau Maggý ferðuðust víða um dagana og mynduðu mörg vinasambönd hérlendis sem erlendis. Haraldur var virkur í ýmsum félagsstörfum, ekki síst var hann mikill Róta- rýmaður alla tíð. Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 26. apríl 2019, klukkan 14. Stefánsdóttir, f. 1979, börn Ara eru Ynja Mist, Óðinn og Urður, c) Silja Rut Jónsdóttir, f. 1981, börn hennar eru Aría Valdís og Ernir Leó, d) Atli Fannar Bjarkason, f. 1984, maki Lilja Kristjánsdóttir, f. 1990, sonur þeirra er Tindur. 2) Gyða Sigurlaug, f. 5.11. 1953, maki Steingrímur Steinþórsson, f. 15.1. 1951, börn Gyðu eru a) Freyr Halldórsson, f. 1976, maki Dagmar Kristín Hann- esdóttir, f. 1979, þeirra börn eru Baldur Logi og Júlía Fönn, b) Eva Signý Berger, f. 1981, maki Dean Ferrell, f. 1961, dóttir þeirra er Petra. 3) Edda Erika, f. 11.3. 1958, maki Björn Hansen, f. 30.12. 1956, þeirra börn eru a) Margrét Huld, f. 1978, maki Guðmundur Helgi Kristjánsson, f. 1965, sonur þeirra Bergur Freyr, dóttir Margrétar er Hugrún Edda, b) Haraldur Rafn, f. 1981, dóttir hans er Hanna Helena. 4) Nanna Margrét, f. 22.3. 1966. Haraldur ólst upp á Sjáv- arborg í Skagafirði, gekk í Barnaskóla Sauðárskróks og hóf nám við Menntaskólann á Ég kynntist Halla ekki fyrr en hann var kominn vel yfir sjötugt skömmu eftir að kynni tókust með okkur Gyðu, dóttur hans. Hann var þá að mestu hættur öllu ver- aldarvafstri og þau Maggý bjuggu í húsi sínu á Sjávarborg en voru dugleg að ferðast hingað og þang- að um heiminn. Þau voru þá bæði við sæmilega heilsu en nokkrum árum síðar versnaði heilsa Mag- gýjar svo að mestu tók fyrir utan- landsferðir þeirra. Þegar Maggý lést fyrir fimm árum bjó þó Halli einn áfram á Sjávarborg fyrstu árin en varð að flytja sig yfir á Dvalarheimilið á Króknum fyrir þremur árum. Þá var heilsa hans farin að gefa sig og þótt honum þætti sárt að þurfa að yfirgefa heimili sitt sætti hans sig við það með því æðruleysi sem mér þótti alltaf einkenna hann. Halli var með afbrigðum hand- laginn og tók upp ýmiss konar handverk á efri árum, m.a. bók- band, útskurð og útsaum. Það var einmitt dæmigert fyrir Halla að hann skyldi fá áhuga á útsaumi, iðju sem nær eingöngu konur stunda. Hann var algerlega laus við að gera slíkan greinarmun og við komum oft að honum á dval- arheimilinu þar sem hann sat með hópi kvenna við útsaum og aðrar hannyrðir. Hann var líka liðtækur við heimilisstörfin þótt hann væri af þeirri kynslóð karla sem lítið kunni til þeirra verka. Þótt hann hafi líklega ekki talið sig neinn sérstakan kvenréttindamann fannst mér hugsunarháttur hans benda til að hann hafi talið sjálf- sagt að líta á allar manneskjur sem jafningja og ég varð aldrei var við karlrembuhátt eða annan hroka gagnvart öðru fólki í fari hans. Það var mér óvænt gleðiefni á miðjum aldri að fá tækifæri til að koma oftar í Skagafjörð, héraðið sem fóstraði mig á sumrin mest- alla æsku mína. Halli hafði verið skólastjóri á Hólum í Hjaltadal um tíma og var ekki laust við að ég fyndi fyrir ákveðnum skyldleika við hann, ekki síst vegna þess að ég hafði horft til þessa höfuðbóls Skagfirðinga á hverjum degi í átta sumur. Nú fékk ég tækifæri til að kynnast héraðinu á nýjan hátt með nýju fólki, einkum þó fólkinu á Sjávarborg. Þar var ég alltaf eins og heima hjá mér og átti Halli stóran þátt í því með ljúfmennsku sinni. Ég vil að lokum þakka fyrir kynni mín af heiðursmanninum Haraldi Árnasyni og votta fjöl- skyldu hans samúð mína. Steingrímur Steinþórsson. Ég vil með nokkrum orðum minnast Halla á Sjávarborg, tengdapabba og vinar. Ég kynnt- ist honum þegar ég byrjaði í Hóla- skóla, haustið 1972, en þá var Halli skólastjóri og svo betur þegar við Edda byrjuðum saman í janúar 1973. Ég var ekki skarpasti hníf- urinn í skúffunni þegar bóknám var annars vegar og þess vegna fannst honum ég ekki besti kost- urinn fyrir Eddu. Samt urðum við Halli fljótt góðir vinir og félagar og brölluðum margt saman. Halli var mikill handleiksmaður og undi sér öllum stundum í skúrnum á Sjávarborg við að smíða eitthvað eða gera við bilaða hluti. Það var eiginlega sama hvort það var timbur, járn eða raf- magnstæki. Aldrei var farið með hluti í viðgerð, nema fullreynt væri að hann gæti ekki gert við þá sjálfur. Halli var mjög hjálplegur okkur Eddu þegar við vorum að koma undir okkur fótunum og stofna heimili. Ég minnist þess þegar við Edda vorum að keppast við að flytja inn í stofuna á Sjáv- arborg fyrir jólin 1990. Þá vorum við Halli langt fram á aðfanga- dagsmorgun að teppaleggja stof- una. Einnig þegar við Edda byggðum hlöðuna við hesthúsið 1984. Þá voru þeir í aðalhlutverk- unum þeir Jón Ágústsson, fæddur 1936, smiður, fósturfaðir minn og Halli tengdapabbi, „altmuglig- mand“, fæddur 1925. Þeir voru eins og loftfimleikamenn uppi á sperrum við að byggja hlöðuna. Þá varð orðatiltækið til hjá okkur: Hvernig hefur gamli maðurinn það? Það kom til af því að þeir spurðu okkur Eddu þessarar spurningar á hverjum morgni sitt í hvoru lagi. Halli og Maggí höfðu ferðast til margra landa. Ég var svo heppinn að fara með honum, Maggý, Eddu og Helgu til Kúbu í nokkra daga. Það voru yndislegir dagar. Það var oft stutt í glensið og gamanið hjá Halla. Það var eitt sinn að Halli og Maggý voru að fara til útlanda. Hann þurfti að kjósa utan kjörstaðar áður en hann færi, vegna sveitarstjórna- kosninga. Það var kosið hjá Sig- rúnu hreppstjóra á Bergstöðum svo það þurfti að komast þangað. Nú voru góð ráð dýr, enginn til- tækur bílstjóri. Var þá ákveðið að fara ríðandi á kjörstað. Ég skaut undir Halla hesti sem hét Cort- ínubrúnn. Þetta fór allt vel, Halli kaus, rétt eins og venjulega og all- ir komumst við heilir heim. Ég gleymi aldrei svipnum á Sigrúnu þegar við komum í Bergstaði. Halli var alltaf til staðar fyrir okkur þegar á þurfti að halda bæði í orðum og verki. Ég kveð einstakan mann með þakklæti og geymi góðar minning- ar um hann í hjarta mínu. Björn Hansen. Afi Halli fæddist í Bandaríkj- unum, sem var líklega ekki al- gengt fyrir Íslendinga á þessum tíma, en ævi afa Halla var heldur ekki hefðbundin. Hann fór í há- skóla í Sviss og kom þaðan með fagurt fljóð upp á arminn, hana ömmu Maggí. Afi og amma ferðuðust alla tíð mikið og fannst okkur barnabörn- unum það mjög merkilegt. Þau komu jafnan heim með framandi sælgæti og sniðug leikföng, sem ekki fengust hér á landi. Það var gaman að heimsækja afa og ömmu og það var mikið fjör í kringum þau. Stemmningin náði alltaf há- marki um áramótin en þá léku afi og amma á als oddi. Afi Halli var listrænn maður þótt hann hafi ekki flaggað því mikið. Hann teiknaði mikið á yngri árum og hafði gaman af því að leika á sviði. Í bílskúrnum á Sjávarborg skar hann út klukkur og aðra muni í tré og renndi kerta- stjaka og fleira í rennibekk. Undir það síðasta dundaði hann sér við að sauma krosssaum og prýða út- saumuðu listaverkin nú stofur okkar afkomendanna. Í bílskúrnum hans afa var fullbúið smíðaverkstæði, alla vega í augum okkar krakkanna. Þar var allt til og afi virtist kunna allt hann smíðaði dúkkuhúsgögn, sló upp veggjum og skipti um glugga. Það var alltaf spennandi að kíkja í bíl- skúrinn til afa og sjá hvað hann var að brasa. Þar gátum við geng- ið í verkfæri, málningu, lím og hvaðeina og gefið sköpunargáf- unni lausan tauminn, með misgóð- um árangri. Afi var líka nýjungagjarn. Hann keypti iMac um leið og tölv- an kom á markað og fékk aðgang að netinu þegar flestir héldu að það væri bara bóla. Hann var líka vel með á nótunum allt fram á síð- asta dag, hvort sem um var að ræða íslensk stjórnmál eða nýj- ustu fréttir af Arnold Schwarze- negger og það fór ekki á milli mála þegar afi kveikti á fréttunum enda byrjuðu veggirnir á Sjávarborg að nötra. Afi Halli var alltaf áhugasamur um hvað við vorum að brasa og það var gaman að setjast við hlið- ina á honum í sjónvarpsherberg- inu á Sjávarborg og spjalla um málefni líðandi stundar. Alltaf hló hann jafn mikið og alltaf knúsaði hann okkur jafn fast þegar við kvöddumst. Takk fyrir allt elsku afi. Þín barnabörn, Berglind Rós, Ari Björn, Freyr, Margrét Huld, Silja Rut, Haraldur Rafn, Eva Signý og Atli Fannar. Haraldur Árnason ✝ Stefán G. Ás-berg fæddist í Brekkugötu 14 (Ás- byrgi) í Ólafsfirði 13. ágúst 1932. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 14. apríl 2019. Foreldrar hans voru Marta Stef- ánsdóttir, f. 28.3. 1909, d. 12.6. 1984, og Kristinn Eyfjörð Antonsson, f. 2.12. 1906, d. 17.3. 1936. Hann ólst upp með móður sinni hjá afa sínum og ömmu í Ólafsfirði, Steinunni og Stefáni. Hann fór að vinna ungur að ár- um og vann alltaf mikið, t.d. í fiski, keyrði vörubíl á frystihús- inu og fleira. Einnig átti hann litla trillu með öðrum. Eftirlifandi eiginkona Stefáns son, börn Skírnir Daði, f. 26.6.́06, og Bergur Ingi, f. 19.12. 1́0, og Karen Sigurðardóttir, f. 6.4. 9́2, maki Grétar Bragi Hall- grímsson. 2) Ólöf Kristín, f. 27.8. 6́2, maki Páll H. Árdal, f. 12.5. 6́1. Börn Stefán Páll, f. 30.7. 0́2 og Ólafur Páll, f. 28.1. 0́6. 3) Þengill Stefán, f. 15.6. 6́6. Eig- inkona hans er Hrönn Friðfinns- dóttir, f. 23.9. 6́4. Börn þeirra eru Stefán Þór, f. 5.12. 8́7, maki Sandra Rut Pétursdóttir, barn þeirra er Gabríela Mjöll, f. 18.6. 1́3. Íris, f. 10.8. 9́2, maki Hilmar Örn Kárason, og Sigurbjörg Brynja, f. 30.5. 9́4. 4) Tryggvi Marteinn, f. 23.11. 6́8, barns- móðir Sigurbjörg Vigfúsdóttir, f. 27.9. 7́9, börn Dagbjört Rut, f. 29.5. 0́0, og Hildur Diljá, f. 19.1. 0́2. 5) Marta, f. 15.12. 7́3, barns- faðir Birkir Hólm, f. 6.5. 7́4, börn Viktor Már, f. 19.9. 0́0, og Jason Máni, f. 17.9. 0́3. Stefán verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 26. apríl 2019, klukkan 14. er Sigurbjörg Unn- ur Þengilsdóttir, f. 30.4. 1936. Þau giftu sig 29. mars 1959 og náðu því demantsbrúð- kaupsafmæli. Þau bjuggu frá 1963 til 2007 á Þórodds- stöðum í Ólafsfirði. Þar stunduðu þau búskap með bland- að bú. Stefán var meðlimur í karlakórnum Kátir piltar og kór eldri borgara, einnig var hann meðlimur í Bún- aðarfélagi Ólafsfjarðar og hús- bílafélaginu Flakkarar. Börn þeirra eru fimm talsins. 1) Steinunn, f. 5.11. 5́8, eig- inmaður hennar er Sigurður Ingi Bjarnason, f. 6.4. 5́6. Börn þeirra Vilborg Sigurðardóttir, f. 19.12. 8́2, maki Arnar Tryggva- Ég trúi því varla enn, elsku pabbi, að þú sért farinn frá okkur, úr þessu lífi. Úr þessu lífi segi ég þar sem ég trúi svo innilega á líf eftir þetta líf og er það mér mikil huggun. Ég veit að þú ert á góðum stað og að vel hefur verið tekið á móti þér af fjölskyldumeðlimum og vinum hinum megin. Þú ert án efa farinn að háma í þig harðfisk og taka í nefið, og bjóða öðrum með þér. Þú ert jafnvel farinn að skera út aftur, sem þú hafðir svo gaman af, og eigum við systkinin öll fína útskorna klukku eftir þig. Þú ert farinn að vasast í kindunum og svei mér þá ef ég sé þig ekki fyrir mér syngjandi eins og þér einum er lagið í góðra vina hópi. Ég heyri óminn af Fram í heiðanna ró sem þú hélst mikið upp á. Mikla unun hafðir þú af góðri tón- list, ekki síst harmonikkutónlist og söng. Oft var ég fengin til að setjast við píanóið í stofunni í sveitinni í gamla daga þegar gesti bar að garði, til að spila undir söng. Alltaf varstu ánægður, þó ég væri nú ekki flinkasti píanó- leikarinn í bænum. Gaman fannst mér að fara með þér í hjallana á vörubílnum þegar ég var lítil stelpa, það voru ævintýraferðir fannst mér. Ég minnist góðra tíma í hey- skapnum eins og hann var í sveit- inni þegar ég var að alast upp. Gaman fannst mér að fá að vera á heyvagninum á leið í hlöðuna og eins leika mér í heyinu þegar það var komið á sinn stað. Dásemd- artímar. Þú keyptir eitt sinn sleða í sveitina, ekki til að þú gætir verið á honum heldur fyrir okkur börn- in þín að leika sér á þegar við kæmum í heimsókn. Sleðinn breyttist í fellihýsi og var þá felli- hýsið fengið að láni og farið í úti- legur. Fellihýsið breyttist síðan í hjólhýsi og höfum við börnin notið góðs af því góða hýsi. Þér þótti svo vænt um stórfjöl- skylduna ykkar mömmu, og þú varst stoltur af henni. Þú sýndir því áhuga hvað allir voru að gera, vildir fá fréttir úr boltanum, fisk- eríinu, frá áhugamálum og fleiru. Allt fram á síðasta dag. Þú varst einkar geðgóður mað- ur, kurteis og þakklátur með húmorinn á réttum stað og fylgdi hann þér fram á síðustu stund. Dæmi um það er til dæmis þegar eitt barnabarnið hafði það á orði á sjúkrahúsinu hvort þú vildir ekki leggja þig. Þú hélst það nú að þú værir búinn að vera að leggja þig, þetta hefði ekki verið gáfulega sagt og að þetta færi ekki lengra. Átti hún auðvitað við hvort þú vildir ekki reyna að sofna, þú viss- ir það auðvitað en ákvaðst að slá þessu upp í grín. Það var yndisleg stund á sjúkrahúsinu þegar þú fékkst leyfi til að fá smá harðfisk- bita til að japla á, aðeins til að finna bragðið og sýna okkur hin- um að þú réðir við það. Þú fékkst það sem þú vildir. Þú varst með á hreinu hvað þú myndir ráða við. Ég er búin að kanna það sem við töluðum um síðast á sjúkra- húsinu og takk fyrir rósirnar, þú veist hvað ég á við. Hafðu það gott og ég bið að heilsa. Ég veit að þú munt passa vel upp á hjörðina ykkar mömmu, og ekki síst eig- inkonu þína til 60 ára, það var vel gert að ná demantsbrúðkaupsaf- mæli. Við munum líka passa vel upp á mömmu. Elska þig og sakna þín. Takk fyrir allt og allt, Þín dóttir, Marta. Elsku besti pabbi minn. „Ég verð alltaf pabbastelpa,“ sagði ég við þig. „Ég get alveg trúað því!“ sagðir þú og það yljaði mér um hjartarætur. Pabbi var alltaf léttur í skapi og sá yfirleitt jákvæðu hliðarnar á tilverunni, þótt lífið hafi ekki allt- af verið dans á rósum. Hann missti t.d. föður sinn, aðeins rúm- lega þriggja ára gamall. Þegar hann var rúmlega þrítugur brann heimilið ofan af okkur einn morg- un í febrúar 1966 og allt ófært til okkar í sveitinni. Hann sjálfur slapp naumlega frá brunanum, því hann reyndi að bjarga ein- hverju. Eftir þessa lífsreynslu gat hann aldrei hugsað sér að fara á gamlársbrennu, hann sagði að hann væri búin að sjá og upplifa nógu mikla brennu um ævina. Pabbi minn var mjög list- hneigður, hann langaði t.d. að læra húsgagnasmíði á sínum yngri árum og talaði oft um námið í Iðnskólanum og var svo stoltur af teikningunum sínum þaðan, sem hann sýndi mér oft. Í sveit- inni á sínum efri árum fann hann sér fínt áhugamál, útskurð í ým- iskonar við. Hann skar aðallega út listilega fínar klukkur og baró- met. Hann þreyttist aldrei á að sýna okkur handbragðið sitt og hvað hann væri að fást við hverju sinni. Hann hafði unun af söng, tónlist og ljóðum, oft þegar við mættum í heimsókn til mömmu og pabba tók á móti okkur t.d. harmonikkuspil af plötu og pabbi að syngja undir með sínum fal- legu tónum. Hann og mamma hafa bæði verið í kórum og þegar gestir komu saman á æskuheimili mínu var yfirleitt gripið í sönginn. Það eiginlega slapp enginn frá þeim, ef hann vissi að viðkomandi kunni á hljóðfæri, nema að grípa í píanóið eða hafa harmonikku með sér. Já, hann eiginlega lifði fyrir sönginn og skemmtilegt þótti mér þegar ég var lítil að heyra hann eiginlega bregða út af laginu og syngja milliröddina. Það fannst mér mjög flott. Jafnvel söng hann bara einn við undirspilið, ef ekki voru fleiri viðstaddir í það skiptið. Pabbi átti mjög auðvelt með að sjá jákvæðu hliðarnar á tilverunni og var óspar á hrósið ef hann sá eitthvað jákvætt hjá fólki og hafði mikinn áhuga á mönnum og mál- efnum. Hann hvatti mig áfram að virkja mína hæfileika. Ég lærði í nokkur ár á píanó. Hann hvatti mig til að æfa mig og stunda nám- ið, ég var þó á tímabili misdugleg við æfingarnar, eins og gengur stundum. Enn í dag er ég mjög þakklát fyrir þennan tíma. Þetta var dýrmætur tími þar sem ég var að æfa mig og pabbi að laumast inn í herbergið og hlusta meðan ég spilaði. Hann var góður hlust- andi. Þegar ég var að alast upp í sveitinni fannst mér alltaf mjög búsældarlegt og ég hefði hvergi annars staðar viljað alast upp. Mér fannst ævintýrin leynast hér og þar og hver árstíð hafði sinn sjarma. Það var ljúft að vakna við fuglasönginn á vorin og fylgjast með lömbunum, sjá grasið grænka, hleypa kúnum út á vorin. Það var alltaf tilhlökkun að fylgjast með þegar pabbi byrjaði að slá á sumrin og finna ilminn af nýslegnu grasinu og sendast fyrir hann og athuga með berjasprettu. Hvíl í friði, elsku pabbi minn, ég ætla að mála handa þér mynd eins og ég lofaði þér. Ólöf Kristín. Stefán G. Ásberg HINSTA KVEÐJA Kæri afi. Við viljum þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Dýrmæt- ar minningar eigum við frá öllum jólunum sem við höf- um átt saman og öllum gistiheimsóknum okkar í gegnum árin. Takk fyrir út- skorna Þórsmerkið sem þú gafst okkur einu sinni, við munum passa upp á það. Við munum aldrei gleyma þér, elsku afi. Þínir afa- strákar, Viktor Már og Jason Máni.  Fleiri minningargreinar um Harald Árnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Stefán G. Ásberg bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.