Morgunblaðið - 26.04.2019, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
Bókhald
Bókari með reynslu úr banka-
geiranum og vinnu á bókhalds-
stofu, getur tekið að sér bók-
halds-, launa- og VSK vinnslur
fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Uppl. í síma 852-3536.
Ýmislegt
Aðalfundur Lóðarfélagsins
Móhella 4ae, Hafnarfirði,
verður haldinn fimmtudaginn
9. maí 2019, að Kænunni við
Óseyrarbraut 2 í Hafnarfirði
kl 17.00.
1. Venjuleg aðalfundarstörf,
kosning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrslur stjórnar fyrir árið 2018
3. Ársreikningar lagðir fram
4. Kosning formanns, stjórnar-
og varamanna
5. Kosning skoðunarmanna
reik ninga
6. Rekstrar og framkvæmdaáætlun
fyrir næsta ár
7. Ákvörðun hússjóðsgjalda
8. Önnur mál
Reikningar ársins 2018 liggja
frammi í Kænunni í Hafnarfirði
frá kl. 16.00 - 17.00, 8. maí 2019
Nánar um þetta á heimasíðu
félagsins, http://mohella.is/
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér
ýmis smærri
verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Fundir/Mannfagnaðir
Þriðji orkupakkinn
ráðherrar skýra sjónarmið og stöðu mála
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
Þórdís Kolbrún
R. Gylfadóttir.
Sjálfstæðisfélögin í Garðabæ og Kópavogi boða
til sameiginlegs fundar á laugardaginn 27.
apríl kl.11:00 -13:00 í Salnum Tónlistarhúsi
Hamraborg 6, Kópavogi. Húsið opnar kl. 10:30
Allir velkomnir.
Frummælendur eru:
Guðlaugur Þór Þórðar-
son, utanríkisráðherra, og
Þórdís Kolbrún R. Gyl-
fadóttir, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins og
dómsmála-, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra.
Fundarstjóri verður Ármann Kr.
Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi.
Lindakirkja
Aðalsafnaðarfundur Lindasóknar
verður haldinn í Lindakirkju, Kópavogi,
þriðjudaginn 7. maí nk. kl. 17:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd Lindakirkju
Félagsstarf eldri borgara
Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Fella- og Hólakirkja Velkomin í kaffi og vínarbrauð frá kl. 10–11.30.
Gestur okkar að þessu sinni er Þorvaldur Gylfason prófessor í
hagfræði. Láttu sjá þig, við tökum hlýlega á móti þér. Fella- og
Hólakirkja, Hólabergi 88, 111 Reykjavík.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Í dag föstudaginn 26. apríl er haldið upp
á 25 ára afmæli Vitatorgs, í matsalnum kl. 14-15. Boðið verður upp á
kaffiveitingar, kórsöng og harmonikkuleik og eru allir velkomnir. Dag-
urinn hefst á Velferðarkaffi, morgunfundi velferðarsviðs kl. 8.15-10 þar
sem rætt verður um málefni heimilslausra og er fundurinn öllum
opinn. Verið öll velkomin til okkar í dag á Lindargötu 59, s. 411-9450.
Furugerði 1 Íslenskumorgnar kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl.
11.30-12.30, ganga kl. 13, kaffisala kl. 14.30–15.30. Föstudagsfjör: Alltaf
mismunandi.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20,
Hleinum kl. 12.30 og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13-16, allir velkomnir.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa
með leiðbeinanda kl. 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps
kl. 10-10.20. Gönguhópur um hverfið kl. 10.30. Bókband með leiðbein-
anda kl. 13-16. Kóræfing kl. 13-15. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bíó kl. 13.
Laugardaginn 27. apríl verða þátttakendur í félagsstarfinu með sína
árlegu handverkssýningu frá kl. 13-17. Ýmsar handunnar vörur verða
til sýnis og sölu. Kaffi og góðar veitingar verða seldar á vægu verði.
Verið hjartanlega velkomin.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 11.30
línudans, kl. 13 brids, kl. 13 botsía, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut, kl.
11.30 leikfimi Bjarkarhúsi.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, bíó kl. 13.15 og
eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í
Grafarvogssundlaug, Brids-hópur Korpúlfa hefur spil kl. 12.30 í dag í
Borgum og hannyrðahópur korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Vöfflukaffi frá
kl. 14.30 til 15.30 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í
dag. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15,
upplestur kl. 11-11.30, trésmiðja kl. 9-12, opin listasmiðja kl. 9-12,
bingó kl. 14, bókasafnshópur kl. 15.30.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln-
um kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13. Spila í krókn-
um l. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Ath. skráningarblöð og allar
upplýsingar vegna vorgleðinnar sem verður fimmtudaginn 16. maí
og vegna sameiginlegrar ferðar félagsstarfsins og kirkjunnar sem
verður þriðjudaginn 21. maí, liggja frammi bæði á Skólabraut og
Eiðismýri.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-14. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn með Gylfa Gunnarssyni frá kl. 13-
14. Kaffi frá kl. 14-14.30. Allir velkomnir.
Smá- og raðauglýsingar
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Helga Bjarna-dóttir fæddist
29. júní 1940 á Fá-
skrúðsfirði. Hún
lést á heimili sínu,
Sunnuhlíð í Kópa-
vogi, 13. apríl
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Bjarni
Guðjón Björn Sig-
urðsson, f. 4. jan-
úar 1913, d. 31.
janúar 1999, og Jóhanna Þor-
steinsdóttir, f. 11. júlí 1914, d.
2. janúar 1997.
Helga var elst fjögurra
systkina en þau eru auk henn-
ar Sigurbjörg, f. 2. apríl 1944,
Þorsteinn, f. 4. júní 1948, og
Guðný, f. 12. maí 1950.
Hinn 6. desember 1958 gift-
ist Helga Bergi Hallgrímssyni
útgerðarmanni, f. 4. október
1929, d. 20. júní 1998. Þau
eignuðust fjögur börn. Þau
eru: 1) Hallgrímur, f. 28.
ágúst 1958, maki Ásta Mikka-
elsdóttir. 2) Bjarni Sigurður, f.
8. október 1963, maki Fjóla
Þorgerður Hreinsdóttir. 3)
Salome, f. 26.
ágúst 1965. 4)
Bergur, f. 2. des-
ember 1976.
Barnabörnin eru
átta og barna-
barnabörnin fimm.
Helga ólst upp á
Fáskrúðsfirði en
flutti ásamt Bergi
til Stöðvarfjarðar
árið 1958 og
bjuggu þau þar til
ársins 1962. Á árunum 1963 til
1968 héldu þau heimili bæði í
Kópavogi og á Fáskrúðsfirði
en þá fluttu þau alfarið til
Fáskrúðsfjarðar. Árið 1994
fluttu þau síðan aftur í Kópa-
vog. Helga og Bergur ráku út-
gerðar- og fiskvinnslufyrir-
tækið Pólarsíld hf. frá árinu
1964 í hartnær þrjátíu ár. Eft-
ir að Bergur lést hóf Helga
störf hjá Kópavogsskóla og
starfaði þar þangað til hún fór
á eftirlaun.
Útför Helgu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 26. apr-
íl 2019, og hefst athöfnin
klukkan 11.
Það er líklega engin ást í
þessum heimi eins skilyrðislaus
og móðurást. Þegar ég lít til
baka fyllist ég þakklæti fyrir að
hafa notið ótakmarkaðrar móð-
urástar. Það er dásamlegt að
vera mömmudrengur þó svo
það hafi stundum verið feimn-
ismál og ekki alltaf haft hátt
um það.
Þegar ég minnist æskuár-
anna og horfi á þessa ást sem
sumir hafa kallað dekur, sé ég
hversu mikil áhrif hún hefur
haft á mig og mótað mig sem
manneskju. Ég minnist stund-
anna í eldhúsinu í Garðsá þar
sem ég stóð uppi á stól á meðan
þú hjálpaðir mér í fötin eða
þegar ég kom drullugur upp
fyrir haus og rennvotur inn í
þvottahús og þú dróst mig úr
spjörunum. Við áttum líka ófáar
stundir þar sem þú sast í þínu
sæti í eldhúsinu og last á með-
an ég sat og teiknaði hinumegin
við borðið. Á kvöldin þegar ég
fór svo að sofa voru herberg-
isdyrnar alltaf opnar svo ég sá
þig þar sem þú lást og last á
meðan ég sofnaði. Það voru
ekki margir unglingar sem
fengu fötin sín heit úr þurrk-
aranum áður en þeir fóru í
vinnuna eða skólann eða þegar
ég fór á útihátíðir á Eiðum og
Atlavík og nestið frá þér hélt
lífi í vinahópnum. Fáskrúðs-
fjörður var þér alla tíð kær og
fannst þér mikilvægt að börnin
mín fengju að koma í sveit til
ömmu eða færu með þér austur
eftir að þú fluttir í aftur í Kópa-
voginn til þess að þau fengju að
upplifa það frelsi sem felst í því
að leika sér í fjörunni, við læk-
inn og fá að skottast óheft um
bæinn. Ég veit þau munu búa
að þessum tíma alla tíð.
Nú þegar við kveðjum þig í
dag frá kirkjunni þinni, Kópa-
vogskirkju, sem var þér svo
kær er þakklæti sorginni yf-
irsterkara.
Bjarni.
Elsku amma, það er svo
óraunveruleg tilfinning að þú
sért farin, horfin á vit nýrra
ævintýra með elsku afa. Það er
ljúfsárt að rifja upp minning-
arnar, vitandi að þær verða
ekki fleiri – en við erum fullar
þakklætis fyrir allan þann tíma
sem við fengum saman. Hvern-
ig þú varst alltaf til staðar í
skólanum og tilbúin með opinn
faðm fyrir hvert það barn sem
vildi ömmuknús á skólatíma.
Það kom snemma fram að þú
værir súkkulaði-amma með
sögur en ekki prjóna-amma
sem spilaði. Það var alltaf jafn
gaman að koma til þín og fá að
gleyma sér í ævintýralegum
frásögnum af heimshornaflakk-
inu og lífinu fyrir austan.
Takk fyrir allt sem þú gafst
okkur, allt sem þú kenndir okk-
ur.
Elskum þig endalaust og allt-
af.
Þínar
Heiður og Ingibjörg
Andrea.
Litla skáld á grænni grein,
gott er þig að finna:
söm eru lögin, sæt og hrein,
sumarkvæða þinna.
Við þinn létta unaðsóð
er svo ljúft að dreyma.
Það eru sömu sumarljóð,
sem ég vandist heima.
Ég ætla að líða langt í dag
laus úr öllum böndum,
meðan þú syngur sumarlag
Sjálands fögru ströndum.
Láttu hljóma hátt og skært
hreina og mjúka strengi —
svo mig dreymi, dreymi vært,
dreymi rótt og lengi.
Ég ætla að heilsa heim frá þér
Hlíðinni minni vænu;
hún er nú að sauma sér
sumarklæðin grænu.
( Þorsteinn Erlingsson)
Kynni okkar Helgu hófust
fyrir um 55 árum, þegar ég
flutti til Fáskrúðsfjarðar með
lífsförunaut mínum Sævari Sig-
urðssyni en hann og Helga voru
tengd fjölskylduböndum. Þessi
tengsl við hana og fjölskylduna
í Birkihlíð hafa verið mér til
gleði og gæfu alla tíð síðan.
Það er af mörgu af taka þeg-
ar hugurinn leitar til baka, þá
iðaði innbærinn af lífi, barna-
köll og hlátur ómaði frá morgni
til kvölds og mikil umsvif hjá
Trésmiðju Austurlands sem var
að mestu staðsett í fjörunni
góðu þar sem börn og fullorðnir
áttu oft góðar stundir dagana
langa. Mig minnir líka svei mér
þá að það hafi oftast verið sól á
þessum árum.
Þegar ég hugsa til Helgu og
bestu áranna okkar saman,
bankar hennar góði eiginmaður
Bergur Hallgrímsson allhressi-
lega upp á, hann var mikill kar-
akter, skemmtilegur og orð-
heppinn. Bergur var einn af
þeim sem settu svip á bæinn og
fór oft ótroðnar slóðir. Þau
hjónin ráku stórt fyrirtæki hér
á staðnum, Pólarsíld, um
margra ára skeið, það voru oft
mikil umsvif í kringum Pólar-
síld á þessum árum og sá Helga
um bókhald að hluta og seinna
mötuneytið í mörg ár.
Það var alltaf gott að heim-
sækja Helgu og Berg í Garðsá,
þá var oft mikið fjör, mikil
skoðanaskipti, haft hátt og mik-
ið hlegið.
Í mörg ár hafði ég þann sið
að koma í Garðsá fyrir hádegi á
aðfangadag og eiga þar nota-
lega samverustund með þessum
góðu vinum.
Við Helga áttum mörg
áhugamál saman um ýmis mál
og málefni enda var hún fróð og
vel lesin, og áttum við það sam-
eiginlegt að vera báðar miklir
bókaormar.
Helga var alltaf mikill vinur
vina sinna og mikill höfðingi
þegar þeir áttu í hlut.
Nú er komið að leiðarlokum
og Helga mín komin í sum-
arlandið þar sem margir góðir
taka á móti henni.
Elsku Helga, kærar þakkir
fyrir allt og allt, vináttu þína og
gæði til mín og minna alla tíð.
Minning þín lifir.
Kæru, Hallgrímur, Bjarni,
Salóme, Bergur og fjölskyldur.
Innilegar samúðarkveðjur.
Sóley Sigursveinsdóttir.
Dáðum prýdd dugnaðarkona
er horfin af heimi og henni
fylgja í huga mínum svo marg-
ar bjartar minningar. Hún var í
fyrsta nemendahópnum mínum
á Fáskrúðsfirði, ágæta vel gefin
og vel gerð í hvívetna. Hún var
hlédræg en svaraði vel fyrir
sig, nokkuð sem einkenndi
hennar ævitíð.
Seinna átti hún eftir að
sanna sig sem hin dugandi og
kærleiksríka móðir og húsmóð-
ir ásamt því að starfa með eig-
inmanninum í hans miklu um-
svifum. Bergsplanið var ekkert
smáfyrirtæki og þá kom sér vel
fyrir hann Berg, þann einstaka
atorkumann, að hafa sér við
hlið slíkan afburðakvenkost
sem hún Helga var. Þau voru
samhent hið bezta og vinnu-
framlag beggja á stundum
næstum ævintýralegt og hlutur
Helgu þar alveg sérstakur með-
fram krefjandi heimilisstörfum.
Heimilið og umhverfið voru að-
alsmerki Helgu og barnalán
þeirra hjóna ljómandi gott og
fylgdi því farsæld góð. Hvenær
sem okkar fundum bar saman
var alltaf jafnyndislegt að hitta
á Helgu, jafnvel þótt óvæginn
sjúkdómur herjaði á hana síð-
ustu árin þá hélt hún sínum
létta húmor og hressleika og
fagnaði manni svo vel og inni-
lega. Minnti mig stundum á það
þegar Bjarni faðir hennar og
góður félagi minn vildi á kosn-
ingadegi að við kæmum til dótt-
ur hans í kaffi og tekið með
kostum og kynjum og Helga
hvíslaði að mér á leiðinni út:
„Pabbi hefur verið hræddur um
atkvæðið mitt,“ og svo skellihló
hún þessum smitandi glaða
hlátri. Mikið þykir mér gott að
eiga þessa minningamynd míns
góða nemanda fyrir svo margt
löngu, enda einstakt lán mitt að
byrja með svo indælan og góð-
an hóp unglinga þar sem aldrei
var annað um að ræða en gjöf-
ula þátttöku allra nemendanna
sem urðu sannarlega að kærum
félögum mínum, mynd sem á
alltaf birturíkan heiðurssess í
öldnum huga.
Þegar við Hanna mín hittum
hana hér syðra var eins og hún
ætti í okkur hvert bein og
faðmlagið fagnandi og dýr-
mætt. Alls þessa er gott og
ljúft að minnast í dag þegar
hún Helga er kvödd. Hanna vill
sérstaklega þakka samveruna í
Félagi austfirzkra kvenna þar
sem Helga var hinn sanni gleði-
gjafi. Sjálfur þakka ég sam-
fundi áranna mörgu, yfir til
allra samverustunda gjöfulla og
gleðiríkra samfunda. Megi hin
fallega minningamynd um hana
Helgu vísa okkur leið til þeirrar
bjartsýni og kærleika sem hún
var alltaf svo rík af. Blessuð sé
sú bjarta minning hennar
Helgu. Veri hún kært kvödd yf-
ir í heiðríkju hins ókunna.
Helgi Seljan.
Helga Bjarnadóttir