Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 26.04.2019, Qupperneq 28
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er handhafi fyrstu Alþjóðlegu bók- menntaverðlauna Halldórs Laxness sem afhent voru á Bókmenntahátíð í Reykjavík í gær. Verðlaunin eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Í valnefnd að þessu sinni voru Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir, framkvæmda- stjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Sigurvegarinn hlýtur 15 þúsund evr- ur að launum. Í tilkynningu kemur fram að McEwan hafi ekki getað verið við- staddur í gær, en hann muni sækja landið heim í september til þess að veita verðlaununum viðtöku. Um sama leyti komi út hjá Bjarti þýðing Árna Óskarssonar á nýjustu bók höf- undarins, Machines Like Me, sem er nýkomin út á ensku. Í skilaboðum frá höfundi segist hann vera afar þakk- látur fyrir verðlaunin og að hann hlakki til að koma til Reykjavíkur í haust til þess að taka við þeim. Í um- sögn valnefndar kemur fram að ferill McEwan spanni næstum hálfa öld og 18 útgefin verk. „Stíllinn er úthugs- aður, nákvæmur og skýr, en einkenn- ist um leið af órökrænum skynjunum en slíkar lýsingar eru aldrei úr lausu lofti gripnar heldur greyptar í sálar- ástand persónanna. […] Öllum má vera ljóst að vandi mannlegrar til- veru knýr að dyrum þessa höfundar og hann opnar sig ætíð með óvæntu og nýstárlegu móti. […] Ferill hans hefur verið samfelld sigurganga en hann oft umdeildur og má það heita lífsmark með höfundi. Við verðlaun- um hér glæsilegan feril, höfund með mikið erindi.“ Verðlauna „höfund með mikið erindi“ Sigursæll Ian McEwan veitir verð- laununum viðtöku í september.  Ian McEwan hlýtur Alþjóðleg bók- menntaverðlaun Halldórs Laxness 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. APRÍL 2019 Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Við erum að fá sögu Rolfs Bæng frá því að hann fæðist þar til hann verður fimm ára og á þessu tímabili tekur hann yfir heiminn. Þannig að fjölskyldan og uppeldi barna verður einhvers konar myndhvörf fyrir hvernig svona persóna verður til, einhver holdgervingur hugmynda, manneskja sem er með einfaldar lausnir við flóknum pólitískum vandamálum. Manneskja sem er ekkert heilagt; eina markmiðið í líf- inu er að komast áfram og fá sínu framgengt,“ seg- ir Gréta Kristín Ómarsdóttir leik- stjóri um verkið Bæng! sem frum- sýnt er í Borg- arleikhúsinu í kvöld. Bæng! (þýs. Pang!) er verk eftir þýska leik- skáldið Marius von Mayenberg og var það frum- sýnt í Berlín fljótlega eftir kjör Do- nalds Trumps í embætti forseta Bandaríkjanna árið 2016, en leik- ritið er þjóðfélagsrýni með miklum húmor sem skoðar hvernig lýð- hyggjan verður til. Um er að ræða „samtímaverk sem einhvern veginn læsir klónum í samtímann og eng- inn er óhultur, hvorki umhverf- issinnar né femínistar. Hann er að taka fyrir svona tyllidaga-hugsjónir og hvernig við höfum brugðist sjálf, þetta vel menntaða, upplýsta og frjálslynda fólk“, segir leikstjórinn. Algjörir meistarar „Við völdum þetta fólk af kost- gæfni. Þetta er ákveðinn stíll sem fólk þarf að tileinka sér og þetta eru allt algjörir meistarar í þessari að- ferð. Svo var líka þetta að setja saman áhugaverðan og dýnamískan hóp með breitt aldursbil. Við erum með jafnaldra sem leika son og for- eldra sem er svolítið áhugavert,“ segir Gréta Kristín um leikhópinn. Björn Thors fer með hlutverk Rolfs Bæng, en margar persónur eru kynntar til leiks í verkinu og fara Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Halldór Gylfason samanlagt með tólf hlutverk. „Þau leika alls konar litla karíkatúra sem koma fram í lífi þessa drengs og þau eru algjörir meistarar í því að ganga í hlutverk ólíkra persóna. Miklir grínistar, þetta er bara í blóðinu hjá þeim.“ Þá eru einnig í verkinu þau Bryn- hildur Guðjónsdóttir, Davíð Þór Katrínarson og Hjörtur Jóhann Jónsson. Leikstjórinn segir að þrátt fyrir alvarlegt viðfangsefni sé um gaman- leikrit að ræða. „Þetta er alveg hryllilega fyndið. Þótt maður fái kannski smá óbragð í munninn yfir því að vera að hlæja að þessu er þetta skelfilega fyndið.“ Spurð hvort um sé að ræða samfélags- gagnrýni í grínbúningi segir Gréta Kristin svo vera. „Það er mikilvægt að geta hlegið að sjálfum sér. Það er oft leiðin inn í raunverulega sjálfsskoðun að geta tekið þessu létt.“ Mayenburg í uppáhaldi Spurð hvers vegna þetta verk hafi orðið fyrir valinu svarar Gréta Kristín: „Ég las þetta fyrir um tveimur árum og þetta greip mig strax, vegna þess að Mayenburg er í uppáhaldi hjá mér sem leikhús- maður. Hann notar svo skemmti- legan húmor og leikhúsið á svo skemmtilegan máta.“ Bæng! er ekki fyrsta verk Mayenburgs sem Gréta Kristín leikstýrir, en hún leikstýrði Stertabendu sem sýnt var í Þjóð- leikhúsinu haustið 2016. „Þetta er pólitískt verk og hann lýsir því sjálfur að þetta sé eins konar ofnæmisviðbrögð við því sem er búið að vera að gerast á Vestur- löndum. Þessi æsingarorðræða í pólitík og þegar pólitík verður eins og skemmtanaiðnaðurinn, popúlismi og vankantar lýðræðisins. Þá ná fram hugsjónir sem stríða gegn þeim gildum sem við teljum okkur hafa. Hann tekur þetta fyrir í þessu verki og þetta eru svipaðar tilfinn- ingar og ég hef verið með og langað að fjalla um,“ útskýrir hún. Verkið snýr ekki að því að mála ákveðna einstaklinga sem slæmt fólk, að sögn leikstjórans, heldur sé verið að varpa ljósi á að svona ein- staklingar eins og Rolf Bæng verða ekki til í tómarúmi. „Það sem ég hef lagt áherslu á í þessu ferli er að við séum óvægin gagnvart okkur sjálf- um og okkar hræsni.“ Láta reyna á mörkin Talsverð áskorun var að sviðsetja verkið, en Gréta Kristín segir verk Mayenburgs „alltaf eins og ein- hverjar gestaþrautir. Maður heldur kannski í senu þrjú að maður hafi fundið lykilinn að verkinu, síðan kemur næsta sena og þá eru allt aðrar reglur og lögmál. Það hefur því verið rosaleg áskorun að svið- setja þetta.“ Þá segir hún verkið að mörgu leyti svipað og Stertabenda. Jafnframt sé sérstakt markmið í sviðsetningunni að leikhúsmiðillinn sé notaður á fjölbreyttan máta. Leikstjórinn segir að áhugavert verði að sjá hvernig verkinu verður tekið þar sem það skoðar mörk þess sem er leyfilegt í leikhúsi. „Ég hef tekið eftir ákveðinni tilhneigingu í menningarumfjöllun til ritskoðunar, sem sagt hver má segja hvað og að eitthvað sé óviðeigandi. Þannig að við erum svolítið spennt og erum titrandi af einhvers konar ótta,“ segir hún og hlær. Spurð hvort til- gangurinn sé að ögra í þeim tilgangi að vekja gesti til umhugsunar svar- ar Gréta Kristín: „Minn draumur er sá að þetta opni á eitthvert samtal. Auðvitað hef ég í hjarta mér þá trú að leikhús geti breytt heiminum, annars hefði ég valið mér annan starfsvettvang. Það sem við erum að reyna að gera er að varpa ljósi á ákveðna hluti í samfélaginu og opna á samtal um okkur sjálf og það sem er að gerast í kringum okkur.“ Ögrandi gamanverk um popúlisma  Bæng! eftir Marius von Mayenburg frumsýnt í kvöld  Ögra og láta reyna á mörk leikhússins  Skoða hvernig popúlistar verða til  Verkið ofnæmisviðbrögð við stjórnmálaumræðu samtímans Ljósmynd/Grímur Bjarnason Bjargvættur Björn Thors fer með hlutverk Rolfs Bæng sem telur sig bjargvætt mannkyns, hann heillar alla og læt- ur ekkert koma í veg fyrir að hann sigri heiminn. Leikstjórinn segist spennt bíða viðbragða við ögrandi verki. Gréta Kristín Ómarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.