Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 5

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 5
Annáll frá sóknarpresti SKÍRÐIR: Kolbrún: f. 27. júni, skírð 8. ikt. For.: Jóhann O. Pétursson og Ingibjörg Ásmundsdóttir, Alfhóls- vegi 91, Kópavogi. Janus Bragi: f. 7. júní, skírður 14. ikt. For.: Jakob Þór Einarsson og Valgerður Janusdóttir, Rauðar- árstig 34, Reykjavík. Davíð Mar: f. 3. ágúst, skírður 15. okt. For.. Guðmundur Rúnar Daviðsson og Margrét Sigurðardóttir, Garðabraut 45, Akranesi. Lilja Björk: f. 24. ágúst, skírð 15. okt. For.: Ketill Vilbergsson og Ingibjörg Erna Helgadóttir, Króka- túni 5, Akranesi. Vilborg: f. 19. sept., skírð 22. okt. For.. Lúðvík Ibsen Helgason og Ingveldur Valdimarsdóttir, Vesturgötu 78, Akranesi. Sigurður: f. 8. ágúst, skírður 22. okt. For.: Bjarni Vésteinsson og Steinunn Sigurðardóttir, Vesturgötu 67, Akranesi. Guðjón Ingi: fæddur 2. maí, skírður 22. okt. For.: Sigurður Guðjonsson og Gígja Garðarsdóttir, Grenigrund 48, Akranesi. Jóhann Ragnar: f. 16. sept., skírður 22. okt. For.: Júlíus Magnús Ólafsson og Sigrún Björnsdóttir, Skagabraut 5 B, Akranesi. Jóhann Benedikt: f. 21. júní, skírður 24. okt. For.: Guðmundur Reynir Reynisson og Jóna Birna Bjarnadóttir, Skarðsbraut 1, Akranesi. Linda Kristín: f. 28. ágúst, skírð 29. okt. For.: Adolf Ásgrímsson og Erla Óskarsdóttir, Skarðsbraut 7, Akranesi. GIFTING: JANÚAR-ÁGÚST 11. mars: Guðjon Þorðarson og Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, Skarðsbraut 1, Akranesi. 2. apríl: Svanþór Þorbjörnsson Hrauntungu 13, Kópavogi og Halla Sveinsdóttir, Garðabraut 27, Akranesi. 22. apríl: David John Butt, Þorfinnsgötu 12, Reykjavík og Eufemía Berglind Guðnadóttir, Mánagötu 26, Akranesi. 13. maí: Björgvin Vinjar Sigurðsson og Helga Sigríður Magnúsdóttir, Laugarbraut 9, Akranesi. 19. maí: Björn Björgvin Jónsson og Margrét Jóhannsdóttor, Bárugötu 18, Akranesi. 3.júní: Ólafur Ingimar Jónsson og Ólína Sigþóra Björnsdóttir, Skaga- braut 38, Akranesi. 17. júlní: Fróði Ingi Jónsson og Marta Jóna Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 14, Akranesi. 17. júní: Sigurður Ólafsson og Guðlaug Kristinsdóttir, Ránargötu 25, Akureyri. 17. júní: Albert Inge Leonart Myrseth og Vigdís Harðardóttir, 9130, Hansnes, Noregi. 17. júní: Einar Guðmundsson og Guðrún Alda Björnsdóttir, Merkurteigi 4, Akranesi. 17. júní: Guðni Þórðarson og Linda Guðbjörg Samúelsdóttir, Skarðsbraut 11, Akranesi. 8. júlí: Valdimar Sveinsson Kríuhólum 2, Reykjavík og Svana Margrét Simonardóttir, Skeljanesi 2, Reykjavík. 12. ágúst: Ölafur Haukur Matthíasson og Díana Sigurðardóttir, Vesturgötu 77, Akranesi. 12. ágúst: Sævar Guðjónsson og Þuríður Þórðardóttir, Höfðabraut 16, Akranesi. 26. ágúst: Jón Sveinsson og Ingibjörg Bjarnadóttir, Skólastíg 17, Bolungarvík. 26. ágúst: Guðjón Engilbertsson og Ólafía Guðrún Ársælsdóttir, Skarðsbraut 15, Akranesi. JARÐSUNGNIR: Svanborg María Jónsdóttir, Kirkju- braut 48, Akranesi. Fædd 14. j.úní 1881, dáin 4. okt. 1978. Hún var jarðsungin í Ölafsvík 14. okt. Suðurgata 31 Akraneskaupstaður hefur fest kaup á húsinu að Suðurgötu 31, ásamt eignarlóð. Kaupverðið var 5.2 M.KR. / þessu blaði hefur göngu sína nýr þáttur, sem ber nafnið: I eldhúsinu. Ingibjörg Þorkels- dóttir matreiðslukennari hefur tekið að sér umsjón þessa þáttar. Fyrirhugað er að birta hverju sinni uppskrift af kjöt- eða fiskrétti, eftirrétti og eina kökuuppskrift. í næsta blaði verður svo að sjálfsögðu uppskrift af jólamatnum. Þá skulum við ekki hafa fleiri orð um þetta, en þess í stað byrja á að prófa eftirtaldar uppskriftir: Cordon bleu: 4 sneiðar kálfakjöt 4 sneiðar ostur 4 sneiðar skinka sinnep, egg, brauðmylsna, salt og pipar, smjörlíki. 1. Berjið kjötið og smyrjið með sinnepi á báðar hliðar. 2. Vefjið skinkunni utan um ostinn og kjötinu þar utan um. Festið með tannstöngli. 3. Veltið rúllunum upp úr eggi, brauðmylsnu og kryddi. 4. Pönnusteikið. Rúllurnar eiga að vera Ijósbrúnar og osturinn bráðnaður. 5. Berið kjötrúllurnar fram með kartöflum og hrásalati. Súrmjólkurbúðingur ■ 4 dl súrmjólk 40gsykur 1 tsk. vanilludropar 4 blöð matarlím 2 dl rjómi 1 /2 d:s kokteilávextir. 2 msk kókosmjöl. 1. Þeytið saman súrmjólk, sykur og vanilludropa. Leggið matar- límið í bleyti, bræðið það og hellið því út í. 2. Þeytið rjómann, og látið hann saman við súrmjólkina, þegar hún er að þykkna. 3 Brúnið kókosmjölið á þurri pönnu, straið því yfir búðinginn. 4. Berið súrmjólkurbúðing fram með kokteilávöxtum. Piparmyntuterta: 4 egg 1 bolli sykur 1 /2 bolli hveiti 11/2 bolli kókosmjöl 1 1 /2 bolli döðlur 100 gr súkkulaði 1 tsk. lyftiduft 1 /4 I rjómi 4 piparmyntustengur 1. Þeytið egg og sykur saman í þétta froðu. 2 Blandið hveiti, kókosmjöli, lyftidufti, söxuðum döðlum og súkkulaði saman við eggjafroðuna. 3. Bakið deigið í 2 vel smurðum tertumótum, við 200° C. 4. Þeytið rjómann, saxið pipar- myntustengurnar og blandið þeim saman við. 5 Leggið botnana saman með piparmynturjómanum. Skreytið tertuna með þeyttum rjóma eða bræddu súkkulaði. Sími1970 Vorum að fá þessi borðstofusett Ennfremur: Vegghillur, veggskápa, kolla, pinnastóla og eldhúsborð og stóla Húsgagnaverslunin STOFAN Stekkjarholti 10 — 5

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.