Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 7

Umbrot - 21.11.1978, Blaðsíða 7
Karl Benediktsson: ER EKKI MÁL AÐ LINNI? Eða á bráðabirgðasjónarmið með síauknum fjáraustri að ráða ferðinni? Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um hvernig megi leysa aðstöðu smábátaeigenda, sem hefur verið, og er enn, engin, hvorki á sjó né landi, og kem ég að því síðar. Ég minnist þeSs ekki að hafa heyrt ráðamenn taLA UM AÐSTÖÐU FYRIR ÞESSA MENN í Lambhúsasundi, sem var þó eina höfn Akurnesinga um áratuga skeið, eins og merki sjást til enn í dag, vélbáta eftir að þeir komu og árabáta frá ómunatíð. Þá er spurningin, er hægt að útbúa öruggt lægi þar, fyrir þessa báta sem eru flestir i gangi yfir sumar- mánuðina? Ég held og reyndar fleiri að svo sé, t.d. með varnargarði úr klettunum fyrir utan steinbryggju, sem enn stendur uppi að nokkru, með stefnu t.d. á skipasmíða- stöðina. Hefði ekki Ferja II einmitt verið tilvalin í þann varnargarð með grjótfyllingu? Þarna er grunnt og þessi garður, ef byggður yrði, myndi um leið veita eignum fyrir- tækis þess, sem þarna er staðsett og veitir tugum manna atvinnu, skjól, en það hefur hvað eftir annað orðið fyrir tjóni vegna sjógangs. Þegar aldan kemur þarna inn er hún búin að brjóta á vesturflös og sund- skerjum svo hún er ekki eins sterk og ef hún skylli þarna óbrotin. Ætti það að auðvelda áðurnefnda fram- kvæmd ef af yrði. Hefði ekki þeim fjármunum, sem farið hafa og eiga eftir að fara eins og nú horfir verið betur varið í áðurnefnda framkvæmd, ef athugað hefði verið í tíma og þótt líkleg til að leysa þetta vandræða mál, sem búið er að vera eins og martröð á ráða- mönnum fram til þessa, og er reyndar enn, og um leið leyst hafnaraðstöðu smábátaeigenda til frambúðar ? En athugum gang þessa máls fram til þessa. Það hafa verið gerðar teikningar af smábátalægi innan hafnarinnar, sem ekkert pláss er þó fyrir vegna þrengsla í höfninni. Sú fyrsta vesta ferjubryggju með varnarvegg og flotbryggju sem lítur nógu vel út á blaðinu, sem ekki er alltaf einhlítt þegar betur er að gætt. Þarna eru klettar og svo nefnt Valgerðarsker, sem hefði þurft að sprengja. Við þetta var hætt vegna fjárskorts að sagt var. Þá minnast þess einhverjir fram- sýnir menn að í eigu bæjarins er nokkuð sem heitir Ferja II, og þar með hefst hin furðulegasta braða- birgða- og tilraunastarfsemi með sí auknum fjáraustri eins og nú skal aðeins vikið að. Ferjan var sótt inn í Blautós með trúlega helmingi meiri kostnaði eða ríflega það heldur en þurft hefði, ef maður sá sem um undir- búning og flutning sá, hefði vitað hvernig framkvæma ætti verkið. Hér á ég við þá algildu reglu sem viðhöfð er við slíkar aðstæður, að létta skiptið, en í því var mikið vatn og sjór. Tvær tilraunir voru gerðar, sú fyrri með aðstoð jarðýtu sem ekki bar árangur, en sú seinni sólarrhring síðar og var þá kominn veghefill til viðbótar, en þá flaut hún hálfum tíma fyrir flóð, þegar búið var að dæla vatni og sjó út. Þarna hafa fokið nokkrir tugir þúsunda. Þá var gerð teikning (því allt þarf að teikna hvað vitlaust sem það er) sem sýndi hvernig leggja skyldi Ferju II, vitanlega af mönnum sem aldrei hafa nálægt slíku komið, enda ýmsar tillögur og bollaleggingar hvernig framkvæma skyldi svo fáránlegar hugmyndir, að maður hefði frekar haldið sig hlusta á börn að leik en fullorðna menn sem væru að ráðskast með fjarmuni bæjarbúa með slíkum hætti. Hefði ekki verið meira vit að fá til menn sem vita hvernig á að leggja skipi og spara með því fé meðan á tilraunum stæði? Nei, það þarf að láta teikna því ekki skortir peninga til þeirra hluta, og gera kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á kr. tvær milljónir, sem trúlega er orðin helmingi hærri nú eða vel það, þar innifalið ófyrirséð hönnun, sem kallað er, upp á kr. sexhundruðþúsund, eða sem svarar tveggja ára húsaleigu Verkfræði- og teiknistofunnar IBókhlöðunni, eftir því sem fjár- hagsáætlun bæjarins greinir frá. Smíðuð var landgöngubrú með tilheyrandi, sennilega upp á hundruð þúsunda og ekki til sparað, engu líkara en hún ætti að standa þlarna alla tíð, enda viða- mikil og ekki hreyfð nema með aðstoð krana. Þá var á áætluninni anker, keðjur og vírar upp á hundruð þúsunda, en það þurfti ekki að reikna, því bærinn átti þetta til enda fært út með núlli, og þar af leiðandi lítils virði í augum þeirra manna sem áætlunina gerðu. Síðan eftir mælingar og vinnu nokkurra manna við allskonar útreikninga, á keðjum, var hætt við allt saman, en ankerum og keðjum valinn geymslustaður sem hæfa þótti slíku góssi á vegkantinum upp á Akurs- braut, þar sem tíminn mun sjá fyrir varðveislu muna ef kyrrir Iiggja. Síðan var fleytan bundin við ferju- bryggju og þar með teppt dýrmætt pláss sem vantað hefur fyrir skip sem koma hér til viðgerða. Næst komu menn til að brenna lestarkarma og yfirbyggingu af með nokkurra daga vinnu, og allt hefur þetta tilgangslausa brölt kostað mikla peninga, en það sem verra er, að litlu eða engu gagni komið. Og enn er lagt af stað með skipið, að þessu sinni í sandinn fyrir neðan Esso stöðina með svipaðri fyrirhyggju og þegar sótt var inn í Blautós, nema nú kom til sögunnar froskmaður mesð kringum kr. fimmtíuþúsund og bíll í stað jarð- ýtu innfrá, sennilega með svipaða upphæð, til að taka i og halda við og notaður sem nokkurskonar anker í nokkra tíma, en það skal tekið fram að það var ekki bæjarbíllinn, hann stóð inn á kampi ásamt öðrum tækjum sem hefðu getað leyst þetta verk af hendi, enda ekki i fyrsta skipti sem slíkt skeður hvað sem veldur. Ef margar áætlanir eru útfærðar með þessum hætti eins og að framan greinir, þá er hægt að sína hagstæða útkomu, þó hún sé röng. Mér kemur í hug rekstrarkostn- aður bíls hafnarverkstjóra, sem var látinn falla inn í hafnarfram- kvæmdir og enginn fékk að vita hver var, en eru vafalitið verulegar upphæðir sem væru betur komnar í eitthvað þarfara, heldur en þennan endalausa kappakstur við vörubíla sem aka á milli grjótnámu og hafnargarðs, á nokkurra mínútna fresti. Gæti verkstjóri ekki látið sér nægja að fá far með þeim bílum sem þarna vinna og taka sér til fyrirmyndar verkstjóra Sements- verksmiðjunnar í þeím efnum og spara nokkur hundruð þúsund, jafnvvel þó ráöamenn sæju honum sjaldnar bregða fyrir og gjaldkeri fengi færri bensin- og viðgerðar- reikninga til að greiða. Ef ráðamenn bæjarins hefðu borið gæfu til að athuga þann möguleika sem hér að framan greinir við Lambhúsasund sem ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að er lausn á þessu máli, væru viðleguskilyrði fyrir smábáta leyst ekki aðeins til bráðabirgða. En ástandið er slæmt á fleiri sviðum. Það er engin aðstaða fyrir smábátaeigendur til að beita línu sína nema þeirra sem komið hafa sér upp skúrum, sem ráðamenn bæjarins eru reyndar búnir að tilkynna að fara með í burtu. Hinir hafa lifað á bónbjörgum en eru nú á götunni. Ishús eru líka lokuð fyrir þessum mönnum. Eins og þessi má líta út má segja að það sé að færast í það horf sem hér var um og eftir síðustu alda- mót, þegar róið var árabátum þar á meðal úr Lambhúsasundi, og menn beittu línu sína heima í kjöllurum eða úthjöllum, nema nú eru menn verr settir, því þá var beitt skel- fiski sem sóttur var inn i Hvalfjörð og geymdur niður á hleinum þar sem sjór féll á og tekin uplp um fjöru þegar beita átti og leit út fyrir sjóveður. Það sem hér hefur verið drepið á segir i raun og veru með sama hugsunarhætti úrræða og fram- taksleysi ráðamanna: þið skuluð hætta þessu basli og setja upp. Uppsatur fyrir smábáta hefur ekki verið til fyrirmyndar frá bæjarins hendi. Menn hafa orðið að fara með báta heim að húsum sínum og jafnvel í önnur byggðalög til geymslu, með ærnum tilkostnaði. Það væri nóg pláss á uppfyllingunni fyrir neðan Akurs- braut á meðan ekki koma þar bygg- ingar, og tekið væri til fyrir þessa báta sem eru flestir ekki í gangi nema yfir sumarið. Reyndar fóru menn fram á að setja báta sína þarna í fyrra, en þeim var sagt að það ætti að geyma þarna grjót, sem reyndar kom ekki fyrr en allir bátar voru komnir á flot. Hvað þarna hefur legið að baki annað en að sína vald sitt og stirðbusahátt skal ég ekki dæma um. Þessi mynd er tekin um borð 1 m.s. Vesturlandi sem lá hér í höfninni frá 8.—11. júlí sl. Hún sýnir steypustykki úr kanti hafnar- garðs, sem eins og sjá má, lendir á milli skips og bryggju, og gat valdið skemmdum á skipinu. Af ótta við það bað hafnarvörður En hvernig lítur þetta svæði út oig næsta nágrenni? Það sýnir hvað þeir menn sem um þetta ganga, og ráðamenn bæjarins, eru gjörsneyddir allri hirðusemi og fegurðarsmekk, eða þetta á kannski að vera til augnayndis fyrir það fólk sem þarna á leið hjá? Bílskrjóður hefur legið uppi á bakkanum sumarlangt, að sjálf- sögðu til að punta upp á umhverfið, enda fyrrverandi formaður ferða- málkaráðs sem þessu stjórnar, og veit hvað hentar, því glöggt er gests augað, eins og sagt er. Þegar Akursbraut var steypt, var bakkinn jafnaður með mold og sáð í með ærnum kostnaði, með það -fyrir augum að fegra umhverfið. En svo koma til sögunnar að því er ætla má, útreikningar sem hafa sýnt að það var hægtkvæmt að sturta þarna grjóti og mulningi blandað mold, með aðstoð stór- virkra vinnuvéla, með þeim afleiðingum að grjótið muldist í sundur. Afleiðingarnar geta menn séð með því að líta niður fyrir bakkann. Þessi vinnubrögð eru á máli faðamanna kölluð hagræðing, til sparnaðar. Ég held nu samt að það sé öfugmæli, enda þar með eyðilagt alltþað sem búið var að vinna. Þessi vinnubrögð hafa sjálfsagt verið útfærð með dæmum um sparnað, sem réttlæti þessa eyði- leggingarstarfsemi og faðamenn trúlega kyngt bitanum sem ekki er sá fyrsti. En ef þetta verður ein- hverntima hreinsað, sem ég hefi litla trú á, ef haldið verður sömu stefnu í þeim málum sem hingað til, þá mætti spyrja: Verða skatt- greiðendur bæjarins látnir borga lagfæringuna, eða verður Vita- og hafnarmál þátttakandi í kostnaði sem af þessu hlíst? En ef við lítum niður á hafnar- garð og skoðum í leiðinni njóla- gryfjuna undir hlið mjölskemmu S.F.A. þá kemur manni í hug hvort það væri ekki laglegra að fylla gryfjuna og búa til bílastæði sem þarna vantar, jafnvel þó blómin hyrfu. Þá hefur með tilkomu Ferju II þar sem hún er nú, skapast betri aðstaða fyrir fólk að skoða dýrðina sem blasir við. Hér á ég við ker- botninn fræga fullan af fúlu grænu vatni nokkurra ára gömlu, sem er sennilega ekki á hverju strái, og því forvitnilegt á að líta. Til þess að þeir sem um hafnar- garðinn fara, bæði innlendir og er- lendir, eog eiga erindi upp í bæinn eða í hreysi hafnarstarfsmanna sem sumir kalla (gasklefanna) og © hafnarverkstjóra um að þetta yrði fjarlægt svo tjón hlytist ekki af, sem hefði getað orðið höfninni dýrt. Því var ekki ansað, enda þá brugðið út af vananum. Þetta sýnir hvað draslaraháttur er mikill gagnvart viðhaldi hafnarinnar. — K.B. 7

x

Umbrot

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umbrot
https://timarit.is/publication/1333

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.