Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 18
FÓTBOLTI Megininntak þess sem fram hefur komið í samtölum fjöl- miðla við leikmenn og þjálfara íslenska liðsins í vikunni er að þessi leikur sé lykilleikur fyrir framhald- ið og þrjú stig séu lífsnauðsynleg í baráttu liðsins um beint sæti í loka- keppni mótsins. Staðan hvað meiðsli burðarása liðsins hefur aldrei verði betri í stjóratíð Eriks Hamrén en Alfreð Finnbogason er eini leikmaðurinn sem liggur fyrir að verði ekki með í leiknum. Þá var Hamrén vongóður um að Jóhann Berg Guðmundsson sem hefur verið í endurhæfingu vegna meiðsla á kálfa í vikunni og Kári Árnason, Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson sem komu til móts við hópinn nýstignir upp úr meiðslum eða með eymsli í far- teskinu verði leikfærir í dag. Albanía er lið sem ljóst er að leik- menn og þjálfarar taka alvarlega og eru meðvitaðir um styrkleika liðsins. Liðið tók þátt í síðustu loka- keppni EM og stóð sig vel í leikjum sínum gegn Frakklandi og Sviss og hafði betur gegn Rúmeníu. Það dugði þeim hins vegar ekki til þess að komast upp úr riðlinum. Síðan þá hefur liðið verið á svip- aðri vegferð og íslenska liðið. Mætt sterkum þjóðum þar sem þeir veita harða mótspyrnu en úrslitin eru ekki þeim í vil. Þetta er fimmta sinn sem liðin mætast í mótsleik en liðin mættust í undankeppni EM 1992 þar sem Albanir fóru með sigur af hólmi á heimavelli en Atli Eðvaldsson og Arnór Guðjohnsen tryggðu íslenskan sigur á Laugar- dalsvellinum. Þá mættust liðin í undankeppni HM 2014 þar sem Ísland hafði betur í báðum leikjunum 2-1, en Birkir Bjarnason skoraði bæði í heimasigr- inum og útisigrinum en Kolbeinn Sigþórsson var á skotskónum á heimavelli og sigurmark Gylfa Þórs Sigurðssonar í Tirana var stórglæsi- legt mark beint úr aukaspyrnu. „Eins og staðan er núna eru allir leikmenn sem valdir voru í leik- mannahópinn leikfærir en það getur ýmislegt breyst eftir að við æfum. Við vonumst til þess að Jóhann Berg geti spilað og það lítur vel út með það. Aðrir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli eða eymsli hafa verið að stíga skref í rétta átt í vikunni og ég er von- góður um að þeir geti spilað,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi í gær. „Við viljum gera Laugardalsvöll- inn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik og stefnum að því að sigra í þessum leik. Mér finnst umræðan frá Albönunum um að við séum lið sem er á niðurleið ekki eiga rétt á sér þar sem kjarninn í liðinu eru leik- menn á besta aldri sem eru á þeim stað á ferlinum að þeir eru að toppa. Mér hefur fundist ákefðin á æfing- unum hafa verið góð og mér sýnist leikmenn almennt vera ferskir og hungraðir fyrir næstu leikjum liðs- ins,“ sagði Aron Einar Gunnarson, fyrirliði íslenska liðsins, á blaða- mannafundinum. Hann kvaðst sjálfur vera í mjög góðu standi og mjög spenntur fyrir komandi verk- efnum. hjorvaro@frettabladid.is Þrjú stig eru nauðsynleg í þessum leik Ísland mætir Albaníu í þriðju umferð í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag. Líklegt er að liðin muni berjast við Tyrkland um annað sætið í riðlinum. Ísland og Albanía eru jöfn að stigum með þrjú stig eftir tvær umferðir. Það er mikil pressa á leikmönnum og þjálfurum íslenska liðsins sem mætir Albaníu í hádeginu. Liðið þarf á sigri að halda í baráttunni um að komast í lokakeppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Viðar Örn Kjartansson Hammarby n Er í láni hjá sænska liðinu Hammarby en hann er enn samnings- bundinn rússneska liðinu Rostov og á þrjú ár eftir af þeim samningi. Spurninga- merki með kappann. Rúnar Már Sigurjónsson Grasshoppers n Er að leita sér að nýju liði og er opinn fyrir öllum ævintýrum nær og fjær. Staðfesti það í samtali við Frétta- blaðið að hann væri með tilboð frá liðum frá nokkrum löndum. Birkir Bjarnason Aston Villa n Hlýtur að skipta um félag. Hefur lítið sem ekkert spilað síðan í janúar. Aston Villa komst upp í ensku úr- valsdeildina og líklegt að Birkir muni ekki fylgja félaginu þangað. Aron Einar Gunnarsson Al Arabi n Spilaði 28 leiki með Cardiff sem mistókst að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Fer til Heimis Hall- grímssonar og félaga í Al Arabi í Katar eftir landsleikina. Jón Daði Böðvarsson Reading n Var níu sinnum í byrjunarliði Reading síðasta vetur og lék ekkert frá því í febrúar vegna meiðsla. Á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og gæti verið áfram. Ragnar Sigurðsson AS Roma n Rómverski fjölmið- illinn Tele Radio Stereo orðaði Ragnar við félagið. Miðillinn staðfesti að Ragnar og umboðsmaður hans, Martin Dahlin, hefðu verið í Róm. Við viljum gera Laugardalsvöllinn að því sterka vígi sem hann var á nýjan leik. Aron Einar Gunnarsson ✿ Landsliðsmenn á krossgötum Þó nokkrir landsliðsmenn Íslands eru annaðhvort búnir að skipta um lið eða eru á leiðinni burt frá sínum fé- lagsliðum. Óvissustigi ætti að vera létt af framtíð þeirra leik- manna sem eru að hugsa sér til hreyfings skömmu eftir landsleikina sem fram undan eru. 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -E 0 2 C 2 3 2 F -D E F 0 2 3 2 F -D D B 4 2 3 2 F -D C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.