Fréttablaðið - 08.06.2019, Blaðsíða 19
Stöðugur
straumur
SUÐURNESJALÍNA 2
Frummatsskýrslan er aðgengileg á vefsvæði verkefnisins á www.landsnet.is
og heima síðu Skipulagsstofnunar, skipulag.is. Einnig liggur skýrslan frammi
hjá Skipulagsstofnun, á bókasöfnum Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar og
Þjóðarbókhlöðu.
Kynningartími er 5. júní til 18. júlí. Allir geta komið athugasemdum við umhverfismatið á framfæri.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 18. júlí nk. til Skipulagsstofnunar,
Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Við kynnum frummatsskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2 þar sem greint er frá samanburði á áhrifum
nokkurra valkosta framkvæmdarinnar. Til umfjöllunar er umhverfi, afhendingaröryggi, stefna
stjórnvalda, skipulag sveitarfélaga og kostnaður.
TAKTU ÞÁTT Í SAMTALINU
Þriðjudaginn 11. júní kl. 17.00-19.00 Álfagerði, Vogum
Miðvikudaginn 12. júní kl. 17.00-19.00 Ásvellir, Hafnarfjarðarbæ
Við bjóðum til samtals þar sem niðurstöður skýrslunnar verða kynntar í upphafi funda og
í kjölfarið verður hægt að spjalla við þá sérfræðinga sem unnu matið.
FÓTBOLTI Manchester United stað-
festi í gær að félagið hefði gengið frá
kaupunum á Daniel James, velskum
kantmanni frá Swansea.
Talið er að Manchester United
greiði Swansea fimmtán millj-
ónir punda en verðið geti hækkað
um þrjár milljónir ef ákveðnum
ákvæðum verður náð. James sem
er 21 ára var í aðalhlutverki hjá
Swansea í Championship-deildinni
á nýafstöðnu tímabili og er fyrsti
leikmaðurinn sem Ole Gunnar Sol-
skjaer kaupir til United.
James skrifaði undir samning
og gek k st u nd i r
læknisskoðun á
f i m m t u d a g -
inn og staðfesti
M a n c h e s t e r
United kaupin
í gær. - kpt
Fyrstu kaupin
klár hjá Ole
KÖRFUBOLTI Körfuknattleiksdeild
Stjörnunnar sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær þar sem fram kemur að
félagið muni ekki vera með lið í
efstu deild kvenna í körfubolta á
næsta keppnistímabili. Fram kemur
í tilkynningunni að þær blóðtökur
sem liðið hefur orðið fyrir upp á síð-
kastið hafi orðið til þess að ákvörð-
un hafi verið tekin um að senda
ungt og efnilegt lið félagsins frekar
í 1. deildina á næstu leiktíð.
„Þar sem nokkuð vant ar upp á að
Stjarn an geti skipað liðið með upp-
öld um Stjörnu leik mönn um væri
eina úrræði Stjörn unn ar að
fá er lenda leik menn, eða
leik menn frá öðrum liðum,
í þeirra stað.Stjórn körfu-
bolt adeildar St jör n-
unn ar met ur það svo
að heppi legra sé að
hlúa bet ur að yngri
iðkend um Stjörn unn-
ar og leggja grunn að
liði sem gæti spilað í
úr vals deild inn an
fárra ára,“ seg ir í
til kynn ing unni.
L i ð i ð m u n
treysta á fjölda leik manna sem
eru í fé lag inu á aldr in um 15-18
ára sem hafa fengið fáar mín út ur
í efstu deild.
„Með því að spila með liði í 1.
deild fá þess ir leik menn hins
veg ar bæði þá reynslu og sam-
keppni sem þær þurfa til að
efl ast sem leik menn,“ seg ir í til-
kynn ingu, en ekki var um auð-
velda ákvörðun að ræða.
„Þessi ákvörðun var
ekki auðveld og þær og
for send ur sem liggja að baki henni
bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörn unn-
ar tók hana hins veg ar með hag iðk-
enda og stöðu kvenna körfu bolta í
Stjörn unni í huga.“
Stjarnan verður með því fjórða
liðið á síðustu fjórum árum sem
hættir við að senda lið til leiks í
efstu deild á eftir Tindastól (2015),
KR (2015) og Hamar (2016). Sam-
kvæmt venju sem myndast hefur
verður annað hvort Breiðabliki
sem féll úr efstu deild eða Fjölni sem
lenti í 2. sæti 1. deildar boðið sæti
Stjörnunnar fyrir næsta tímabil. - hó
Stjarnan hættir við að senda lið í efstu deild
Daniella Victoria Rodriguez.
HM 2019 Frakkland vann öruggan
4-0 sigur á Suður-Kóreu í opnunar-
leik HM sem fór fram í París í gær.
Gestgjafarnir þykja meðal sigur-
stranglegustu liðanna og stóðust
allar væntingar í fyrsta prófinu.
Sóknarmaðurinn Eugénie Le Som-
mer skoraði fyrsta mark mótsins
snemma leiks áður en miðvörður-
inn Wendie Renard bætti við tveim-
ur mörkum fyrir lok fyrri hálfleiks.
- kpt
Öruggt hjá
gestgjöfunum
Wendie Renard skoraði tvívegis í
fyrri hálfleik. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Chelsea sendi frá sér til-
kynningu í gærkvöld þar sem félag-
ið greindi frá því að samkomulag
hefði náðst við Real Madrid um
kaupverðið á Eden Hazard. Haz-
ard er búinn að samþykkja sex
ára samning á Spáni en á eftir að
gangast undir læknisskoðun sem
fer fram eftir landsleikjahléið.
Hazard sem kom til Chelsea
frá Lille árið 2012 lék alls 352 leiki
fyrir Chelsea á sjö tímabilum. Með
Hazard innanborðs varð Chelsea
tvívegis enskur meistari ásamt því
að vinna tvisvar Evrópudeildina
ásamt bikarmeistaratitli og deild-
arbikartitli. Hann átti eitt ár eftir
af samningi sínum en Real greiðir
um hundrað milljónir punda fyrir
Hazard. - kpt
Tóku tilboði
Real í Hazard
Eden Hazard er einn besti leik-
maður heims. NORDICPHOTOS/GETTY
S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 19L A U G A R D A G U R 8 . J Ú N Í 2 0 1 9
0
8
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
2
F
-E
E
F
C
2
3
2
F
-E
D
C
0
2
3
2
F
-E
C
8
4
2
3
2
F
-E
B
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
9
6
s
_
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K