Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2019, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 08.06.2019, Qupperneq 22
 einnig hafa verið svo heppinn að hafa veðurfræðina til þess að grúska í síðasta aldarfjórðunginn eftir að hann hætti að vinna. Ást og vinátta Eiginkona Páls, Hulda Baldursdótt­ ir, lést fyrir fimm árum á Hrafnistu þá níutíu ára gömul. Þau voru afar náin og Páll barðist fyrir því að fá að dvelja með henni á Hrafnistu. Hann fékk það í gegn síðustu daga Huldu. „Það er nú eiginlega kraftaverk að hún hafi náð svona háum aldri því þegar hún var rétt orðin fermd fékk hún berkla. Hún var veik af þeim í tvö ár en veiktist ekki í lungum. Veikindin höfðu áhrif á liðina og f leira og hún átti erfitt út af þessu. Við vorum góðir vinir og hún var dásamleg manneskja.“ Páll og Hulda eignuðust þrjú börn, elstur er Baldur fæddur 1951, Kristín fæddist ári síðar og Bergþór er fædd­ ur 1957. Páll á níu barnabörn. „Þetta er mikil gæfa og ég hef svo gaman af barnabörnunum og barnabarna­ börnunum. Ég hef það líka ofsalega gott því dótturdóttir mín og dóttir hennar búa hér hjá mér.“ Veðurspá um vor í framtíð Nýlega ávarpaði Páll nýstúdenta í MR fyrir hönd þeirra stúdenta sem útskrifuðust úr skólanum árið 1944, fyrir 75 árum. Hann notaði tækifær­ ið og minnti unga áheyrendur sína á að það væri dásamleg heppni að fá að lifa. Þó ekki væri nema einu sinni í allri eilífðinni. Hann ræddi einnig um loftslagsvandann og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir manns­ lífum og setti að lokum fram 75 ára veðurspá um vorið í framtíð þeirra. Þetta er spá fyrir fjöll, fugl og fólk. Hún ætti ekki að bregðast. Hljóðir fuglar eggjum á eiga von á góðu. Akrafjall og Esjan blá una í sumarmóðu. „Það er nefnilega svo mikilvægt að meta lífið, bera virðingu fyrir því og skilja það,“ segir Páll sem er á móti því sem stuðlar að vanvirðingu fyrir lífinu og stuðlar að of beldi. Til dæmis of beldisíþróttum. „Það skiptir máli fyrir ungt fólk að vita yfir hverju það býr og reyna að ná eins langt og það getur í einhverju ÞAÐ ER ALVEG HRÆÐILEGT HLUTSKIPTI AÐ LIGGJA AÐGERÐARLAUS OG MÉR HEYRIST AÐ ÞAÐ SÉ ALLT OF MIKIÐ AF GÖMLU FÓLKI SEM GERIR ÞAÐ. ÞAÐ ER EKKI EINGÖNGU ÞVÍ AÐ KENNA. Reykjavík N 4 stinnings­gola, 4°n/9°d.“ Þetta er veðurspá Páls Berg­þórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, á björtum degi í borg­ inni í byrjun vikunnar. Snemma á hverjum degi sest hann niður við borðstofuborðið á heimili sínu í austurborginni og gerir veðurspá sem hann birtir svo á Facebook. En ekki fyrr en hann hefur gert leik­ fimisæfingarnar sem hann gerir um leið og hann vaknar. Hann verður 96 ára í sumar og er merkilega kátur og orkumikill. „Ég vakna alltaf á mínútunni klukkan sjö og þá geri ég æfingar á höndum og fótum í um það bil tíu mínútur, ég hlífi mér ekki og þarf oftast að hvíla mig svolítið á eftir. Svo fer ég að gá að veðrinu,“ segir Páll. Hann segir nú varla tilefni til þess að halda upp á 96 ára afmæli sitt 13. ágúst. „Þetta er nú ekki merki­ legt, ég bíð þangað til ég verð hund­ rað ára. Þetta er í genunum, amma varð 102 ára gömul. Þegar hún var hundrað ára voru systur mínar að segja henni að hún ætti nú að hlífa sér og leggja sig um miðjan daginn, þá sagði hún: Nei, ég ætla ekki að venja mig á það!“ Fallhlífarstökk og fjallgöngur Páll fagnaði afmæli sínu síðasta sumar með sérstökum hætti og prófaði fallhlífarstökk. „Ég fór reyndar ekki á afmælisdaginn því veðrið var ekki gott. Ég stökk úr 10.000 feta hæð og var á 200 kíló­ metra hraða. Sonur minn Bergþór og maðurinn hans Albert voru búnir að fara og ég fékk áhuga á því að prófa þetta. Það er svolítið skrýtið að ég var aldrei hræddur og fannst mér gjörsamlega óhætt en vanalega er ég svolítið lofthrædd­ ur,“ segir Páll og segist hafa upp­ lifað mikla frelsistilfinningu þegar hann sveif niður áður en fallhlífin opnaðist. Páll sést reglulega í gönguferðum í Bústaðahverfi og þá sinnir hann garðinum við heimili sitt. Það er ekki langt síðan hann gekk á Esj­ una. Ekki alla leið upp á topp en naut þess að ganga í hlíðum fjalls­ ins. Hann eldar sjálfur á hverjum degi og borðar fisk og grænmeti á hverjum degi. „Það er kannski ekki merkilegt, ég geng alltaf upp hita­ veitustokkinn á hverjum degi og ég finn að það gerir mér gott. Mér fannst gaman að ganga á Esjuna þótt ég komist ekki jafn langt og margir fara. Það sem skiptir máli er að fara og vera virkur, þannig verður lífið svo miklu betra. Ég fæ mér 100 grömm af fiski á dag og grænmeti. Ég vigta matinn og elda sjálfur á hverjum degi. Svo fæ ég mér kannski kakóbolla og brauð­ sneið með ávaxtaáleggi,“ segir Páll um lífsstíl sinn. Að taka þátt í lífinu Hver er þín lífsspeki? „Það er að vera virkur, taka þátt í þessu lífi. Það er alveg hræðilegt hlutskipti að liggja aðgerðarlaus og mér heyrist að það sé alltof mikið af gömlu fólki sem gerir það. Það er ekki eingöngu því að kenna, það hafa orðið miklar breytingar á lífsháttum,“ segir Páll og minnir á gamla tíma þegar kynslóðir bjuggu saman undir einu þaki. „Það var allt annað líf, ekki eins einmanalegt og betur fylgst með fólki. Eldra fólk, frá sjötugsaldri og upp í níutíu ára er alveg hæft til þess að taka þátt í þessu samfélagi og umgangast fólk. Þetta er þýðingarmikið og hefur góð áhrif,“ segir Páll og segist Lífið er spennandi ráðgáta Segir Páll Bergþórsson. Hann verður 96 ára í sumar, nýtur þess að eldast og hefur tekið upp á ýmsu sem aðrir yngri og hraustari myndu veigra sér við til dæmis að fara í fallhlífarstökk. Páll ræðir um lífið, hvernig það er að eldast og undur alheimsins. „Eldra fólk frá sjötugsaldri og upp í níutíu ára er alveg hæft til að taka þátt í þessu samfélagi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -0 7 A C 2 3 3 0 -0 6 7 0 2 3 3 0 -0 5 3 4 2 3 3 0 -0 3 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.