Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 34

Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 34
Krakkar á öll- um aldri geta stundað jóga og það er hægt að kenna þeim það í gegnum leiki. Um helgina kemur kennari til landsins frá Little Flower Yoga, en það er jógamið- stöð sem hefur sérhæft sig í að kenna börnum jóga. Námskeiðið er fyrir alla sem vilja hlúa að yngri kynslóðinni og samkvæmt Ástu Arnardóttur jógakennara er þetta í sjötta sinn sem kenn- arar frá Little Flower Yoga koma með krakkajóga-kennaranám í Yogavin. „Þessi námskeið eru mjög vinsæl og margir sem nýta sér þau, bæði kennarar og fólk í alls konar félags- legu starfi með börnum og ungl- ingum innan heilbrigðiskerfisins eða skólakerfisins. Líka pabbar og mömmur, afar og ömmur eða frænkur og frændur. Allir sem vilja styðja og hlúa að unga fólkinu og skapa fallegt samfélag.“ Ásta segir að kennslan hafi mikið verið nýtt í skólastarfinu og það sé gott að bjóða skóla- börnum upp á jóga og núvitund, einhverja skapandi leið til að tengjast sjálfum sér og öðrum í kærleika. „Þau læra aðferðir til að vera í tengslum við sig sjálf, eigin tilfinningar, huga og líkama. Það er frábært að bjóða upp á þetta í skólum þar sem er fjölbreyttur hópur krakka sem geta nýtt sér þetta á eigin forsendum. Það er hægt að laga þetta kennslumódel að mismunandi hópum.“ Kennslu- módel Little Flower Yoga byggir á því að kenna krökkum jóga í gegnum leiki með stuttum eða löngum samverustundum. „Það eru fimm þættir í þessu kennslumódeli. Fyrsti þátturinn er að skapa tengsl við sjálfan sig, umhverfið og samfélagið. Annar þátturinn er öndun, að finna hvernig það er hægt að vera meðvitaður um eigin öndun og nýta hana til að róa taugakerfið eða tengjast tilfinningum sínum betur. Þriðji þátturinn er hreyfing sem skapar traust og heilbrigði í líkamanum, og auðvitað líka gleðina við að hreyfa sig. Fjórði þátturinn er einbeiting. Þá læra krakkar að þjálfa hugann og hæfileikann til að einbeita sér að einhverju í einhvern tíma. Síðasti þátturinn er svo slökun.“ Kennarar Little Flower Yoga leggja mikla áherslu á að skapa fallegt samfélag saman. „Í upp- hafi hópastarfsins búa krakkarnir sjálfir til leikreglur og byggja á því sem skiptir þá máli. Þau eru virkir þátttakendur í að skapa samfélag- ið og læra þarna að leika sér að því að skapa fallegt samfélag þar sem hver og einn fær að blómstra.“ Ásta segir að það sé gefandi fyrir alla, bæði fyrir jógakennarana og nemendur þeirra að eiga stefnu- mót við þessa fimm þætti „… og finna leiðir til að skapa heilbrigt og fallegt samfélag þar sem við berum virðingu fyrir hvert öðru. Við lærum að virða fjölbreyti- leika lífsins og skilja það sem við eigum sameiginlegt og það skapar umburðarlyndi. Þetta verkefni, að skapa fal- legt samfélag, er kannski stærsta verkefni á jörðinni í dag. Það að læra að lifa saman í sátt, kærleika og samkennd. Þetta er það sem við leggjum áherslu á í þessu námi, að hver og einn fær að blómstra á sínum forsendum.“ Krökkum kennt að skapa fallegt samfélag Ásta er jógakennari og segir að krakkar læri að skapa fallegt samfélag í gegnum jógað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Sólrún Freyja Sen solrunfreyja@frettabladid.is Þau læra aðferðir til að vera í tengsl- um við sig sjálf, eigin tilfinningar, huga og líkama. Það er frábært að bjóða upp á þetta í skólum þar sem er fjöl- breyttur hópur krakka sem geta nýtt sér þetta. Þessi baka með berjum er einstaklega auðveld og tekur stuttan tíma. Frábær réttur með kaffinu á góðviðrisdegi. Kakan er með alls kyns berjum eftir smekk, jafnvel eplum eða ferskjum. Deigið 200 g hveiti 100 g sykur 100 g smjör 1 egg Fylling 500 g ber Börkur af einni sítrónu, saxaður smátt 1 msk. maízena-mjöl 1 egg til að pensla Hitið ofninn í 200°C. Setjið hveiti, sykur og mjúkt smjör í mat- vinnsluvél. Setjið vélina í gang í stutta stund en þá er egginu bætt saman við. Setjið deigið á bök- unarpappír og hnoðið í smá stund. Síðan geymt í kæli í hálftíma. Gerið fyllingu á meðan. Þvoið berin, stráið sítrónuberki yfir ásamt maízena-mjölinu. Blandið öllu varlega saman án þess að kremja berin. Fletjið deigið út þangað til það verður ½ cm á þykkt. Setjið í hringlaga mót, berin sett yfir og kantarnir lagðir smávegis yfir. Penslið deigið með hrærðu egginu. Bakið í 25 mínútur. Berið fram volgt með ís eða þeyttum rjóma. Einföld sumarbaka Frábær sumarbaka með berjum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -2 5 4 C 2 3 3 0 -2 4 1 0 2 3 3 0 -2 2 D 4 2 3 3 0 -2 1 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.