Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 38

Fréttablaðið - 08.06.2019, Side 38
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Kynnisferðir leita að metnaðarfullum einstaklingi til að gegna starfi sérfræðings á fjármálasviði. Starfið er fjölbreytt í spennandi rekstrarumhverfi og felur í sér uppgjör og greiningar á ýmsum fjárhagsupplýsingum. Sérfræðingur á fjármálasviði Helstu verkefni • Uppgjör samstæðu og dótturfélaga • Greiningar á rekstri og arðsemi vara • Ársreikningagerð og samskipti við endurskoðanda • Gagnaskil og skýrslugerð Hæfniskröfur • Viðskiptafræðimenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af greiningum og uppgjörsvinnu • Reynsla af endurskoðun er kostur • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður til að ná árangri • Góð kunnátta í Excel Nánari upplýsingar veita: Ósvaldur Knudsen, fjármálastjóri Kynnisferða, osvaldur@re.is Inga S. Arnardóttir, ráðgjafi Hagvangs, inga@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 17. júní 2019. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Reykjavik Excursions-Kynnisferðir er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins með um 500 starfsmenn. Fyrirtækið er leiðandi í skipulagningu og rekstri ferða innanlands, rekstri bílaleigu og annarri ferðaþjónustutengdri starfsemi. Hjá Kynnisferðum starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur sig fram við að veita framúrskarandi þjónustu. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í mannauðsmálum. Um er að ræða nýtt starf sem heyrir undir framkvæmdastjóra mannauðssviðs. Sérfræðingur í mannauðsmálum Starfssvið • Utanumhald og stöðugar umbætur á jafnlaunakerfi bankans og jafnlaunavottun • Ráðgjöf í starfsmannatengdum málum til starfsmanna og stjórnenda • Utanumhald um tölfræði, mælikvarða og skýrslugerð til stjórnenda • Aðstoð við innleiðingu á nýju mannauðskerfi H3 • Ýmis sérverkefni sem tengjast umbótavinnu í mannauðstengdum verkefnum Menntunar- og hæfniskröfur • MSc próf í mannauðsstjórnun eða vinnusálfræði • A.m.k. tveggja ára reynsla af starfi í mannauðsmálum • Þekking og reynsla af mótun jafnlaunakerfis • Reynsla og/eða þekking á opinberri stjórnsýslu • Reynsla af breytingastjórnun er kostur • Þekking á H3 mannauðskerfi • Mjög góð hæfni í Excel og Power Point • Samskiptahæfni, drifkraftur, frumkvæði og rík þjónustulund Nánari upplýsingar veita: Íris Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs Seðlabanka Íslands, iris.g.ragnarsdottir@sedlabanki.is Rannveig J. Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 24. júní 2019. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins. Meginmarkmið bankans er að stuðla að stöðugu verðlagi. Seðlabankinn skal enn fremur stuðla að fjármálastöðugleika. Þá sinnir Seðlabankinn jafnframt viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild og leggur bankinn ríka áherslu á metnaðarfullt starfsumhverfi sem einkennist af fagmennsku, þekkingu, sveigjanleika og jákvæðum samskiptum. 4 ATVINNUAUGLÝSINGAR 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R Ertu að leita að sérfræðingi? hagvangur.is 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 0 -3 4 1 C 2 3 3 0 -3 2 E 0 2 3 3 0 -3 1 A 4 2 3 3 0 -3 0 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.