Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 65

Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 65
Flugnafælur og krem við flugna- biti frá Mousti- dose. Nauðsyn- legt á ferðalagi. Það eru ýmsir sjúkdómar sem geta borist með moskító- flugum og því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir bit. Þórhildur Edda Ólafsdóttir, sölufulltrúi hjá Artasan, segir að þeir sem ferðist til suð- rænna landa, Asíu, Bandaríkjanna, Suður-Ameríku og Afríku ættu að nota flugnafælu sem inniheldur annaðhvort Icaridine eða Deet. Það eru ýmsir sjúkdómar sem geta borist með moskítóflugum og því er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir bit. l Moustidose Icaridine er flugnafæla sem inniheldur 25% Icaridine og virkar mjög vel gegn moskítóflugum, mýflugum og skógarmítlum. Efnið er milt fyrir húðina, veldur ekki ertingu og hentar því vel fyrir alla fjöl- skylduna. ICARIDINE má nota fyrir börn frá sex mánaða aldri. Veitir allt að 12 klukku- stunda vörn. Efnið er ætlað til notkunar á öllum svæðum. l Moustidose Deet er flugna- fæla sem inniheldur 30% Deet að viðbættu Citriodiol sem ætlað er fyrir erfið svæði þar sem moskítóflugur, mý eða skógarmítlar eru í miklu magni. Virka innihaldsefnið Deet veitir mikla vörn í allt að átta klukku- stundir. Mikil og langvarandi notkun getur valdið ertingu á húð. Moust idose Deet má nota á börn eldri en 2½ árs. Sérstaklega er mælt með notkun Deet á erfiðum svæðum eins og Afríku, suðurríkjum Banda- ríkjanna, Asíu og Suður-Ameríku. Samkvæmt heimasíðu EPA (United States Environmental Pro- tection Agency) er áætlað að um þriðjungur Bandaríkjamanna noti Deet reglulega til að forðast bit. Ef vart verður við ofnæmisvið- brögð skal hætta notkun efnisins. Ef nauðsynlegt er að fara til læknis skal hafa f löskuna með sér til að sýna lækninum innihalds- efnin. Moustidose flugnafælur til varnar alls kyns flugnabiti Moustidose flugnafælan kemur í veg fyrir bit en hana má nota bæði fyrir börn og fullorðna. Moustidose afterbite er krem sem nota skal til að draga úr kláða og eymslum eftir bit. Þórhildur Edda Ólafsdóttir, sölufulltrúi hjá Artasan. Moustidose flugnafælurnar eru framleiddar af Laboratories Gilbert í Frakk- landi og innihalda þau virku efni sem Alþjóða- heilbrigðisstofn- unin (WHO) telur nauðsynleg til þess að verjast biti moskító- flugna, mítla og mýbiti. Það er hvim- leitt að fá bit eftir moskító- fluguna. Moustidose flugnafælurnar eru ætlaðar til útvortis notkunar og berist eingöngu á bera húð. Forðast skal að efnið berist í augu eða munn. Ef efnið berst í augu þá skolið með miklu vatni. Spreyið ekki beint í andlit, spreyið í lófa og berið á andlit. Passa skal að bera efnið ekki á hendur ungbarna þar sem þau eiga það til að setja hendur upp í sig. Aldrei skal nota Moustidose á svæði sem eru með skurði, sár eða á húð sem orðið hefur fyrir ertingu. Spreyið í opnu og vel loftuðu rými og varist að anda að ykkur innihaldinu. Passið að spreyja ekki nærri matvælum. Mælt er með því að einstaklingar sem nota efnið í lengri tíma fari reglulega í sturtu til að byggja ekki upp mörg lög af efninu á húðinni. l Moustidose afterbite er krem sem nota skal til að draga úr kláða og eymslum eftir bit. Virka innihaldsefnið er Boswella serrata extract sem kælir og dregur úr kláða. Berið á svæðið sem orðið hefur fyrir biti og nuddið vel inn í húðina. Varist að efnið komist í snertingu við augu eða berist í munn. Má nota fyrir alla aldurshópa. Moustidose flugnafælur fást í apótekum. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 9 L AU G A R DAG U R 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 0 8 -0 6 -2 0 1 9 0 7 :2 6 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 2 F -D B 3 C 2 3 2 F -D A 0 0 2 3 2 F -D 8 C 4 2 3 2 F -D 7 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.