Fréttablaðið - 08.06.2019, Page 70
segóvínu, Serbíu og nú í fyrsta sinn
frá Kósovó og Indlandi, að sögn
Irmu. „Fyrstu árin lagði skólinn
áherslu á samstarfslönd Íslands í
þróunarsamvinnu og friðarupp-
byggingu en síðustu ár höfum við
víkkað út samstarfsnetið.“
Skólinn býður líka upp á stutt
námskeið í samstarfslöndunum. „Í
vetur höfum við til dæmis boðið
upp á stutt námskeið um jafnréttis-
mál og loftslagsbreytingar, kynjaða
hagstjórn og innleiðingu jafnréttis-
fræðslu í barna- og unglingaskól-
um,“ segir Irma. „Jafnréttisskólinn
er alþjóðlegt verkefni og að honum
koma, auk Íslendinga sem hafa sér-
hæft sig á þessu sviði, tugir erlendra
Irma Erlingsdóttir er að ganga frá eftir misserislok í Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna og RIKK – rann-sóknastofnunar í jafnréttis-fræðum. „Það eru margir
hnútar sem þarf að hnýta. Nýlega
héldum við stóra alþjóðlega ráð-
stefnu með þátttöku 340 fræði-
manna og útskrifuðum 23 nemend-
ur frá þrettán löndum. Hópurinn
var jafnstór í fyrra og hafði þá aldr-
ei verið stærri,“ segir hún brosandi
og gefur sér tíma í smá í spjall um
starfsemi skólans. Tilefnið er það
að nafn hennar er á lista þeirra 100
áhrifamestu á sviði jafnréttismála í
heiminum, þar sem yfir 9.000 voru
tilnefndir.
Irma segir mikla breidd í hópnum
sem fékk þessa sömu viðurkenn-
ingu og hún. „Þar er fólk sem hefur
verið að gera stórkostlega hluti á
jafnréttissviði, vísindafólk, leikarar,
stjórnmálaleiðtogar og áhrifafólk
úr grasrótinni, til dæmis baráttu-
konan Loujain al-Hathloul sem
beitti sér fyrir því í Sádi-Arabíu að
konur fengju rétt til að aka bíl. Þetta
er f lottur listi.“
Þurfti að sækja karlana
Mikið verk er að vinna á sviði jafn-
réttismála víða í heiminum og Irma
segir nemendur við Jafnréttisskól-
ann staðráðna í að láta verkin tala.
„Þeir dvelja hér í fimm mánuði
og ljúka 30 eininga diplómaprófi
á meistarastigi í alþjóðlegum jafn-
réttisfræðum. Námið er krefjandi
og felst í fræðilegri og hagnýtri
þekkingu. Lokaverkefni þeirra er
oftar en ekki í formi aðgerðaáætl-
unar fyrir stærri og minni þróun-
arverkefni. Þeir snúa síðan til baka
til heimalanda sinna og vinna þar
að því að innleiða verkefnin, ýmist
að hluta eða í heild, eftir því sem
aðstæður leyfa. Skólinn velur líka
inn nemendur sem sérhæfa sig í
jafnréttisrannsóknum og lokaverk-
efni þeirra felast í að skrifa fræði-
greinar. Markmiðið er alltaf að ná
fram jafnrétti.“
Irma segir nemendur Jafnréttis-
skólans vera af báðum kynjum.
„Það þurfti að hafa svolítið meira
fyrir því fyrstu árin að sækja karl-
ana, en við fáum sífellt sterkari
umsóknir frá þeim. Sum árin voru
kynjahlutföllin jöfn en á heildina
litið þá eru karlar um 35% útskrif-
aðra nemenda.“
Jafnréttisskólinn starfar við
Háskóla Íslands í samvinnu við
utanríkisráðuneytið. Nemend-
urnir 23 sem útskrifuðust nýlega
eru frá Afganistan, Palestínu, Eþí-
ópíu, Gana, Nígeríu, Kenía, Malaví,
Mósambík, Úganda, Bosníu-Her-
Markmiðið
að ná fram
jafnrétti
Einn af 100 áhrifamestu einstaklingum
heims á sviði jafnréttismála er Irma Jóhanna
Erlingsdóttir, dósent við HÍ og forstöðu-
maður Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, samkvæmt nýjum lista Apolitical.
Irma kveðst
alltaf hafa haft
áhuga á sam-
tíma sínum og
því að hreyfa
við hlutum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Mynd tekin við útskrift úr Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna nýlega.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Árangur nemenda að loknu námi
Laureen Karayi, framkvæmda-
stjóri félagasamtaka í Úganda, og
Joseph Kazima, sérfræðingur við
ráðuneyti í Malaví, hafa hlotið
alþjóðleg verðlaun fyrir störf sín í
þágu jafnréttis.
Mzati Mbeko, lögfræðingur frá
Malaví, skrifaði lokaverkefni um
að tryggja menntun stúlkna til
18 ára aldurs, m.a. til að stemma
stigu við barnahjónaböndum.
Hann gegndi lykilhlutverki þegar
stjórnarskrá landsins var breytt
og barnahjónabönd bönnuð.
Masha Durkalić frá Bosníu-
Hersegóvínu skrifaði lokaverk-
efni um femínisma og félags-
hreyfingar á Balkanskaga í kjölfar
stríðsátakanna á 10. áratugnum.
Hún vann einnig að samfélags-
miðlaverkefni með tveimur
konum í Bosníu sem varð að bók
með sögum yfir 50 bosnískra
kvenna sem hafa unnið að
femínískum baráttumálum og
skarað fram úr í tónlist, myndlist
og skáldskap.
Laureen Karayi.
Joseph Kazima.
Mzati-Kidney Durkalic.
Masha Dukalic.
sérfræðinga, ekki aðeins frá háskól-
um í Evrópu eða Bandaríkjunum
heldur líka samstarfslöndum okkar
í Afríku og Mið-Austurlöndum.
Það má að öllum líkindum rekja
viðurkenninguna sem mér var að
hlotnast til þess hversu vel okkur
hefur tekist að kynna verkefnið á
alþjóðavettvangi.“
Heimspekingar og blaðamenn
Irma segir skólann hafa að leiðar-
ljósi að jafnrétti kynjanna sé grund-
vallarmannréttindi og stuðli að
sjálfbærni samfélaga. „Við vinnum
að því að byggja upp samstarfsnet
fyrrverandi nemenda sem starfa að
jafnréttismálum á ólíkum vettvangi,
hvort sem það eru ráðuneyti, háskól-
ar, grasrótin eða fyrirtæki innan
einkageirans – krítískan massa fólks
með sömu þjálfun og þekkingu sem
getur beitt sér í þágu jafnréttis í við-
komandi landi. Samstarf, þvert á
ólík svið samfélagsins, hefur reynst
dýrmætt í sögu íslenskrar kvenrétt-
indabaráttu og er eflaust ein helsta
skýringin á þeim árangri sem náðst
hefur hér á landi.“
Nemendur hafa allir lokið hið
minnsta einni háskólagráðu þegar
þeir koma hingað og í árgöngunum
mætist fólk úr ólíkum greinum – þar
eru heimspekingar, kynjafræðingar,
bókmenntafræðingar, læknar,
hjúkrunarfræðingar, umhverfis-
fræðingar, verkfræðingar, sálfræð-
ingar, félagsráðgjafar, lögfræðingar,
blaðamenn og f leiri. Irma kveðst
fylgjast vel með hvernig þessu
fólki gengur að nýta þekkinguna
úr náminu þegar heim kemur: „Við
gerum kannanir á hverju ári á því
hvernig nemendum hefur gengið að
innleiða lokaverkefnin og hvernig
þeim vegnar almennt, hvort þeir
fái framgang í starfi eða komi verk-
efnum áfram sem hafa með jafnrétti
kynjanna að gera. Við höfum jafn-
framt verið að vinna að því í tveim-
ur samstarfslöndum, þar sem fjöldi
fyrrverandi nemenda er orðinn
talsverður, að hvetja til samstarfs-
verkefna, að nemendur úr ólíkum
árgöngum kynnist og starfi saman.
Dæmi um eitt slíkt verkefni sem er
í undirbúningi er gerð hlaðvarps-
þátta um jafnréttismál í Mósambik.
Eftirfylgni er þannig stór þáttur í
okkar starfsemi.“
Hún telur verkefni nemenda hafa
skilað miklum árangri. „Kannanir
hafi sýnt að stór meirihluti nem-
enda hrindir verkefnum sínum í
framkvæmd eða beitir sér innan
málaflokksins með öðrum hætti.“
8 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R30 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
8
-0
6
-2
0
1
9
0
7
:2
6
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
0
-0
7
A
C
2
3
3
0
-0
6
7
0
2
3
3
0
-0
5
3
4
2
3
3
0
-0
3
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K