Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 KVIKMYNDASAFN ÍSLANDS SÝNIR Í SAMSTARFI VIÐ HAFNARFJARÐARKIRKJU: Kirkjubíó með lifandi orgelleik í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudaginn 15. nóvember kl. 17 Sýnd verður ný 15 mínútna löng kvikmyndasyrpa sem Erlendur Sveinsson hefur sett saman úr heimildarmyndum Kvikmyndasafnsins þar sem Hafnarfjarðarkirkju bregður fyrir í myndskeiðum frá ýmsum tímum. Undir sýningunni leikur organisti kirkjunnar, Guðmundur Sigurðsson, orgelverk Friðriks Bjarnasonar, fyrsta organista kirkjunnar. Orgel kirkjunnar umbreytist þannig í bíóorgel líkt og tíðkaðist á tímum þöglu myndanna. Helgistaðir við Hafnarfjörð er til sölu í Hafnarfjarðarkirkju og kostar kr. 15.000.- Kjörið ritverk til jólagjafa. Boðið verður upp á veitingar og aðgangur er ókeypis. HAFNFIRÐINGAR ERU HVATTIR TIL AÐ FJÖLMENNA! Að lokinni sýningunni verður samkoma í Hásölum þar sem ritverkið Helgistaðir við Hafnarfjörð verður kynnt og dr. Gunnar Kristjánsson, fyrrum prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, flytur erindi. Hafnarfjarðarkirkja 100 ára 1914-2014 © H ön nu na rh ús ið e hf . 2 01 51 1

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.