Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Jón Gunnarsson listmálari fagnaði 90 ára afmæli sínu sl. föstudag. Í tilefni af tímamót­ unum er hann með sýningu á verk um sínum í verslun Icewear í Austurstræti í Reykjavík. Að spurður segir Jón að enginn áhugi hafi verið í Hafnarborg þegar hann leitaði eftir því að fá að halda sýningu í menningar­ og listasafni Hafnarfjarðarbæjar. Jón stundaði nám í Handíða­ og myndlistarskólanum 1947­49 og hélt sína fyrstu einkasýningu í Iðnskólanum í Hafnarfirði haust­ ið 1961. Reyndar sýndi hann fyrst myndir í í Morgun blaðs­ glugganum niðri í Aðalstræti. Síðan þá hefur hann haldið yfir 20 einkasýningar og tekið þátt í fjölda annarra sýninga. Jón er fæddur og uppalinn Hafn firðingur og hefur alla tíð starfað samhliða listsköpuninni. Hann var 17 ára kominn með skips pláss sem kyndari og var síðar m.a. háseti á togaranum Júlí og Haukanesinu. Hann teikn aði og málaði á frívöktum og gerði blýantsteikningar af skipsfélögum sínum. Hann var síðar fiskimatsmaður í 5 ár áður en hann snéri sér að prent iðnað­ inum, fyrst við myndamótagerð en svo við litgreiningu og offset­ prentun þar til hann hætti störfum fyrir rúmum tuttugu árum. Sjórinn var honum hugleikinn og það má sjá í fjölmörgum myndum hans og varð hann senni lega best þekktur fyrir sjávar myndir sýnar. En Jón mál­ aði einni íslenskt landslag og uppland Hafnarfjarðar var upp­ spretta að fjölmörgum mynda hans. Jón málar enn og var eldhress er blaðamaður Fjarðar­ póstsins hitti á hann er hann kom að skoða sýningu vinar síns Ei ríks Smith, sem opnuð var á laugar daginn.Jón við opnun sýningar á Hrafnistu 2006. Jón Gunnarsson sýnir í Austurstræti Fagnaði 90 ára afmæli sl. föstudag og málar enn Jón Gunnarsson listmálari 90 ára. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Uppi er komin gríðarlega alvar­ leg staða hjá álverinu í Straumsvík. Tengist staðan kjaradeilu starfs­ manna og fyrirtækisins og ekki verður betur séð en að mikil hætta sé á því að álverinu verði lokað í byrjun næsta mánaðar ef ekki takast samningar. Ekki ætla ég að taka afstöðu í deilumálinu milli fyrirtækisins og starfsmanna þess. Ég á ekki aðild að þeirri deilu né þekki ég nógu vel til mála til að úttala mig um hana. Fregnir af deil unni hafa aftur á móti vakið hjá mér mikinn ugg og hafa leitt til þess að ég gluggaði í kandí­ datsritgerð sem ég gerði við Há skóla Ísl ands fyrir margt löngu síðan þegar ég stundaði þar nám. Ritgerðin heit ir „Álsamningurinn og hagkvæmni hans fyrir Íslend­ inga“. Upphafið Trúlega er það löngu fallið í gleymsku hversu mikið þurfti að hafa fyrir því að fá stórt alþjóðlegt fyrirtæki til að fjárfesta á Íslandi upp úr miðri síðustu öld. Það er erfitt í dag en var margfalt erfiðara þá því á þeim tíma var Ísland van­ þróað land með vanþróaða innviði og einkar einhæfan vinnumarkað. Hugmyndir um álvinnslu hér á landi má rekja allt aftur til ársins 1950 og áður en samningar tókust við Swiss Aluminium voru reynd­ ir samningar við fyrirtæki eins og Kayser International frá Ameríku, Alcan frá Kan ada, Svenska Me ­ tall verken í Svíþjóð, Pechiney frá Frakklandi og American Metal Climax frá Ameríku. Ekk ert af þessum fyrir­ tækjum treysti sér til að hefja hér starfsemi. Swiss Aluminium hafði aftur á móti óbilandi trú á Íslend ingum og íslensk um starfsmönnum. Úrtöluraddir Það eru ekki mörg fyr irtæki á Íslandi sem hafa þurft að sæta eins miklum og hatrömmum árásum eins og álverið í Straumsvíkinni. Bæði hefur verið um að ræða beinar árásir á fyrirtækið eða ýmsar úrtöluraddir sem vegið hafa að fyrirtækinu. Hefur fyrirtækið þurft að sæta þessu allt frá byrjun til dagsins í dag. Það var t.d. sagt á sínum tíma að Straumsvík yrði láglaunasvæði og þau laun sem ISAL mundi greiða yrðu þau allra lægstu sem greidd yrðu hér á landi. 10 árum eftir að hafist var handa við að reisa verksmiðjuna, árið 1979, var ISAL sjötta stærsta fyrirtæki landsins, mælt í veltu. Meðallaun starfsmanna voru þau hæstu á landinu, voru 6,7 millj.kr. Hjá stærsta fyrirtækinu á þeim tíma, SIS, voru meðallaun 4,9 millj.kr., munaði þar um 40%. Alþingismaður sagði í ræðustól þingsins þegar umræður um álsamninginn stóðu yfir að ef verksmiðjan hefði rekstur yrði þess ekki skammt að bíða að algerlega óbyggt yrði í Hafnarfirði og að allar rúður í öllum húsum í Hafnarfirði yrðu svo svartar af mengun að ekki yrði nokkur möguleiki að sjá út um rúðurnar. Alvarlegust var síðan árásin sem gerð var á fyrirtækið af ónefnd um ráðherra ásamt sam­ starfs mönnum þar sem leynt og ljóst var stefnt að því að hrekja fyrirtækið úr landi með óvægnum og staðlausum ásökunum um svo kallaða „hækkun í hafi“ á súráli. Sú árás stóð í hartnær 4 ár. Þá munaði hársbreidd að eigendur lokuðu fyrirtækinu og flyttu starfsemina úr landi. Staðan í dag Í Straumsvík starfa um 450 manns og má gera ráð fyrir því að afleidd störf séu um 1.000. Allt frá því að starfsemi fyrirtækisins hófst um 1968 hefur fyrirtækið get ið af sér og stuðlað að stór­ stígum framförum í verkkunnáttu Magnús Ægir Magnússon Straumsvík – Kjaradeila og verktækni. Getið af sér frum­ kvöðla og sköpunargáfu þeirra sem unnið hafa hjá fyrirtækinu og fyrir fyrirtækið. Fjöldi fyrirtækja sem veita álverinu hina ýmsu þjónustu ber þessu vitni. Það yrði gríðarlegt áfall fyrir Hafnarfjörð, Hafnfirðinga og þjóð arbúið allt ef til þess kæmi að fyrirtækinu yrði lokað. Höggið fyrir Hafnarfjörð og 1.500 fjöl­ skyldur yrði sýnu verst og væri ekki á bætandi í bæjarfélagi þar sem fjarað hefur undan atvinnu­ rekstri og opinberi þjónustu í bæjarfélaginu. Vonandi ná deiluaðilar sáttum því hagsmunir bæjarfélagsins og bæjarbúa eru svo gríðarlega mikl­ ir að stórslys yrði ef illa færi. Höfundur er rekstrarhag­ fræð ingur og íbúi í Hafnarfirði Hinn árlegi Jóla- og góðgerðadagur á Álftanesi verður haldinn laugardaginn 28. nóvember í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12.00 – 16.00 Vinsamlegast takið fram við pöntun: • Nafn félagasamtaka/einstaklings • Nafn og símanúmer tengiliðs • Fjöldi borða (hvert borð er 75cm x 3m) • Aðrar upplýsingar ef einhverjar eru (dæmi: þarf að komast í rafmagn) Hvert söluborð kostar 4000 kr. Upphæðin rennur óskipt til góðs málefnis. Staðfesta þarf pöntun með því að leggja inn á sérstakan reikning Foreldra félagsins vegna Jóla- og góðgerðadagsins sem er 0140-26-540540 kt.: 540597-2439. Borðaskráningu lýkur 26. nóvember nk. Nánari dagskrá verður birt síðar Við hvetjum félagasamtök og einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í deginum með söluvarning eða öðru að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið: godgerdadagur@gmail.com Foreldrafélag Álftanesskóla Styrkja barna- og unglingaráð Hauka Barna­ og unglingaráð knatt­ spyrnudeildar Hauka hefur gert styrktarsamning við Harð korna­ dekk ehf. sem er söluaðili Green Diamond harðkornadekkja en þau byggja á íslensku hugviti og er íslenskt einkaleyfi á bak við framleiðsluna. Samningurinn felur í sér að að þeir einstæklingar eða fyrirtæki sem að kaupa dekkin í gegnum Hauka fá 10% afslátt og 15% af söluvirði af hverju dekki rennur til barna­ og unglingaráðs knatt­ spyrnudeildar Hauka. „Haukar vænta góðs af sam­ starf inu og eru stoltir að geta kynnt fyrir félagsmönnum sínum Green Diamond harðkornadekk og þannig fækkað nagladekkjum sem hvorttveggja stuðlar að minna svifryki og fer betur með gatnakerfið, heilsu­ og umhverf­ is áhrifin eru því ótvíræð,“ segir sögn Gísli F. Aðalsteinsson hjá barna­ og unglingráði knatt­ spyrnu deildar Hauka. Dekkin eru pöntuð hjá Kristni í síma 6117799 eða með tölupósti á panta@hardkornadekk.is með tilvísun á Hauka. Dekkin eru afhent í Dekkjahúsinu, Dal­ brekku í Kópavogi. Kristinn Sigurðsson framkvæmdastjóri Harðkornadekkja og Aron Örn Þórarinsson markaðsstjóri knattspyrnudeildar Hauka.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.