Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 húsnæði Óska eftir lítilli íbúð í Hafnarfirði. Maður á miðjum aldri, reglusamur í góðri vinnu óskar eftir að taka á leigu íbúð frá og með 1.des n.k. Áhugasamir vinsamlega hringið í síma 666 5559. þjónusta Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa þær yfir á(vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is Vantar Betamax video. Sigurður Þorleifsson. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn og bílasæti án ryks, lyktar og bletta. Djúphreinsun á borðstófustólum, hægindastólum, sófasettum, rúmdýnum og teppum. Djúphreinsun á bílasætum. Einnig leðurhreinsun á áklæði. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt Andrés Þór í Fríkirkjunni Herak, Vanoucek & Thor er djasstríó skipað tveimur hljóð færa leikurum frá Slóvakíu og einum frá Íslandi. Miro Herak víbrafónleikari og Michal Vanoucek píanóleikari og gítarleikarinn And rés Þór Gunnlaugsson. Tríóið leikur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á mánudag kl. 20.30 og í Grindavík á sunnudag, Reykjavík á þiðjudag og á Akranesi á miðvikudag. Stuðmenn í Bæjarbíói Stuðmenn verða með tónleika í Bæjarbíói fimmtudaginn 19. nóvem- ber. Myndlistasýning á Hrafnistu Þórdís Kristinsdóttir sýnir myndir í Menningarsalnum á Hrafnistu. Sýningin stendur til 18. nóvember. Eiríkur Smith í Hafnarborg Fimmta og síðasta sýningin í röð sýninga Hafnarborgar þar sem margbreyttur ferill Eiríks Smith er rannsakaður stendur yfir í Hafnarborg. Þar eru sýnd olíu málverk og vatnslitamyndir unnar á árunum frá 1982 til 2008. Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn Um 100 manns mættu í Bæjarbíó til að hlýða á kynningu bæjarstjóra á fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2016. Sagði bæjarstjóri að úttekt sem gerð hefði verið á rekstri sveitarfélagsins hafi verið for­ senda þess að geta þekkt styrkleika og veikleika sveitar­ félagsins. Þá hefði verið hægt að gera nauðsynlegar umbætur sem endurspeglist í fjárhagsáætl un­ inni. Nauðsynlegt hefði verið að taka á undirliggjandi vandamál­ um sem ella hefðu haft áhrif á fjárhag sveitarfélagsins áfram. 10 milljarðar kr. í lífeyrisskuldbingindum Skv. útkomuspá fyrir 2015 stefnir afkoman í að verða 953 milljónum kr. verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Mestu munar um meiri launahækkanir en gert var ráð fyrir. Stefnir launakostnaður í að verða 55% af útgjöldum bæj ar ins á móti 54% sem hann stefnir í að verða fyrir 2015. Benti hann á að lífeyris skuld­ bind ingar væru orðnar 10 millj­ arðar kr. Lægstu úsvarstekjur á íbúa Upplýsti hann að Hafnarfjörður hefðu lægstu útsvarstekjur á íbúa af sveitarfélögunum á höfuð­ borgarsvæðinu, 413 þús. kr. á íbúa á móti 491 þús. kr. á íbúa á Seltjarnarnesi. Tók hann dæmi um þriggja manna fjölskyldu með eitt barn á leikskóla og 500 þús. kr. í tekjur á mánuði og í eigin húsnæði. Samtals árleg gjöld til sveitar­ félagsins eru 1.391 þúsund kr. sem er hæst í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu svo munar frá 15 þúsund kr. upp í 110 þús. kr. Sagði hann verið væri að leggja of miklar álögur á íbúana og ná þyrfti gjöldunum niður. Ekki á að skerða þjónustu Markmið með fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun er að skerða ekki þjónustu og frekar að bæta hana. Ekki ætti að skerða kjör starfsmanna eins og hagræðingartillögur hefðu gert ráð fyrir. Þá upplýsti hann að um 900 millj. kr. væru til framkvæmda en ekki hafi enn verið ákveðið í hvað það færi en það yrði senni­ lega ákveðið á milli umræðna bæjarstjórnar. Stefnt væri að því að lækka skuldir og að skuldaviðmiðið yrði komið undir 150% í árslok 2017 og þá losnaði sveitarfélagið við afskipti eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Kynningu bæjarstjóra má sjá á vef Hafnarfjarðarbæjar. Lokun Kató stærsta áhyggjumál fundargesta Í fyrirspurnartíma var lang mest spurt út í lokun leikskólans við Hlíðabraut og var greinilegt að fundargestir voru almennt ekki að skilja skýringar bæjar­ stjóra t.d. sparnaði vegna launa starfsfólks á sama tíma og það héldi áfram á öðrum leikskólum og yngri börn yrðu tekin inn. Mikil óánægja með lokunina endurspeglaðist í fyrirspurnum fundargesta. Bent var á að eftir væri aðeins einn leikskóli í skólahverfi Öldutúnsskóla á meðan 4 leikskólar væru í Norðurbæ. Ánægja með fundinn Íbúar virtust ánægðir með fundinn og það tækifæri sem þeim gafst til fyrirspurna. Hins vegar var bent á að það væri sérstakt að þeir sem bæru ábyrgð ina, bæjarstjórnin, væru ekki að kynna rammpólitíska stefnu mótun í fjármálum bæjar­ ins. Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri ásamt táknmálstúlki. Skuldaviðmið undir 150% í árslok 2017 Fundargestir flestir með áhyggjur vegna lokunar Kató Um eitt hundrað manns var á fundinum í Bæjarbíói. Fólk beið í röðum eftir að komast að með fyrirspurn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.