Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Sú var tíðin að þeir voru örfáir staðirnir í Hafnarfirði þar sem hægt var að fá sér að borða. Þá voru verslanir hins vegar hlutfallslega miklu fleiri en núna. Sífellt bætist í flóru matsölustaða, nú síðast Vellir bistro á Hótel Völlum og brátt verður opnaður nýr veitingastaður í gamla Drafnarhúsinu, Von, mathús og bar. Þangað er nýflutt kaffihúsið Pallett og þar sem Pallett var er komið annað kaffihús, Norðurbakkinn, bækur og kaffihús. Svo er jafnvel von á einhverri kaffisölu í Íshúsið þannig að Hafnfirðingar þurfa ekki að fara langt yfir skammt eftir mat og kaffi. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá uppbyggingu á Völlum þar sem nú eru komið bakarí og tveir veit­ inga staðir auk pylsu vagns. Anddyri Ásvallalaugar stendur þó enn ónotað og gaman væri ef einhverjum væri gefið tækifæri á að spreyta sig þar með einhvern veitingarekstur. Tímamótabreytingar eru að verða í Firði en nýlega var stofnað eignarhaldsfélag sem þegar á um 70% af húsnæði í verslunarkjarnanum. Hingað til hefur verslunarmiðstöðin verið rekin í raun af húsfélagi Fjarðar og hefur ekki getað markað neina stefnu um uppbyggingu né það hvers konar og hvaða verslanir menn vilja hafa þar. Þetta var því löngu tímabær breyting og vonandi verður þetta upphafið að miklu betri verslunarmiðstöð og jafnvel enn betri miðbæ því eignarhaldsfélagið hefur sýnt vilja á að eignast hús­ næði við Strandgötuna einnig. Bæjarstjóri hélt opinn kynningarfund á fjárhags­ áætlun Hafnarfjarðarbæjar í Bæjarbíói á þriðjudag. Um 100 manns mættu á fundinn þar sem bæjarstjóri kynnti nokkuð ítarlega helstu þætti í fjárhagsáætlun bæjarins og þau markmið sem sett væru. Þar sagði hann að strax í árslok 2017 verði skuldaviðmið bæjarins komið undir 150% og bæjarfélagið þá ekki lengur í gjörgæslu eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga. Um 15 mínútna fyrirspurnartími reynd­ ist allt of stuttur og um hálftíma var bætt við fundar­ tímann þar sem látið var staðar numið. Að sjálfsögðu hefði þessi kynning eða kynningin sem var á lokuðum fundi í bæjarstjórn átt að koma strax við framlagningu fjárhagsáætlunar. Hún er þörf og verður vonandi á næsta ári. Bæjarbúar vilja fylgjast með. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 15. nóvember Byggingarmessa og sunnudagaskóli kl. 11 Kór Ástjarnarkirkju syngur Sr. Þórhildur Ólafs, prófastur prédikar. Fyrsta skóflustunga að nýju safnaðarheimili tekin að lokinni guðsþjónustu. Hressing og samfélag á eftir. Starf eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.30 - 15.30. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 15. nóvember Messa kl. 11 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson. Sunnudagskólinn kl. 11 Fjölbreytt dagskrá, fjörug lög, falleg orð og NebbiNú! María og Bryndís leiða stundina Kaffi, djús og kex guðsþjónustunum loknum. Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Fimmtudagur 12. nóvember Trúarleg frjáls félagasamtök í þróunarstarfi Sr. Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur flytur fyrirlestur um mikilvægi trúarlegra samtaka í þróunarhjálp. www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 15. nóvember Messa og sunnudagaskóli kl. 11 Kirkjubíó kl. 17 með lifandi tónlist Veitingar í Hásölum MÁNUDAGAR: Tíu Til Tólf ára starf kl. 16.30 MIÐVIKUDAGAR: Morgunmessa kl. 8.15 FIMMTUDAGAR Foreldramorgunn kl. 10-12 www.hafnarfjardarkirkja.is .. kemur út 3. desemberTryggðu þér auglýsingapláss Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.