Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Við reisum hús Sóknarnefnd Ástjarnarkirkju hefur ákveðið að ráðast í byggingu safnaðarheimilis við Kirkjuvelli 1. Húsið verður byggt eftir verðlauna teikn ingu Arkís arki­ tekta. Við höfum beðið í fjórtán ár eftir húsnæði sem hæfir starfsemi Ástjarnarkirkju. Nú ­ ver andi húsnæði er löngu sprungið utan af starfseminni og stenst engan vegin nútíma kröfur til húss fyrir safn aðarstarf. Nýja safnaðarheimilið verður sniðið að starfseminni og býður upp á að starfið geti vaxið enn frekar. Húsinu er skipt í tvo hluta þjónusturými og starfsmanna­ aðstöðu sem löngu er tímabær. Þjónusturýmið er framreiðslu­ eldhús, fundarherbergi og safn­ aðarsalur sem skipta má upp í fjögur rými með felliveggjum. Miklar vonir eru bundnar við safn aðarsalinn sem tekur um 200 manns í sæti og hægt verður að stækka út í kaffistofurými. Sal­ urinn hefur fengið sérstaka hljóð­ og hljóðkerfishönnun svo hann nýtist sem best fyrir marg­ víslega viðburði. Starfsemi Ástjarnarkirkju er fjölbreytt og mánaðarlega koma um 500 gestir, starfsmenn og nefndarfólk er um 20 og kórar og tónlistarfólk um 50. Hróður kórs Ástjarnar­ kirkju hefur farið v íða og kórinn sungið á mörgum viðburðum utan kirkjunnar. Undir­ búningur framkvæmda hefur staðið frá s.l. áramótum og tveir verkþættir hafa verið boðnir út. Karína ehf. var lægstbjóðandi í jarð vinnuframkvæmdir en tilboð þeirra var undir kostnaðaráætlun og hefur verktakinn lokið störfum. S.Þ. verktakar ehf. buðu lægst í byggingu safnaðar heimil­ isins og voru um 2% yfir kostn­ aðaráætlun þeir hefja fram­ kvæmdir á næstunni. Til að fagna þessum stóra áfanga verður haldin Byggingamessa sunnudaginn 15. nóvember kl. 11. Hvet ég fólk til að mæta og kynna sér nýverandi húsnæði og teikningar af nýja safnaðar­ heimilinu. Höfundur er í stjórn sóknar­ nefndar Ástjarnarkirkju. Hermann Björn Erlingsson Fjörugar umræður urðu á Facebook sl. föstudag er formaður fræðsluráðs, Rósa Guðbjartsdóttir, deildi viðtali við sig á Stöð 2 vegna lokunar gamla Kató við Hlíðarbraut. Segir hún að blaðamaður hafi haft rangt eftir sér, árlegur sparnaður sé ekki 45 milljónir heldur rúmlega 40 milljónir kr. Síðar birtir hún töflu sem hér má sjá: Þessar tölur komu ekki fram í kynningargögnum um fjárhags­ áætlun sem bæjarstjóri kynnti á lokuðum fundi á undan síðasta bæjarstjórnarfundi. Gögnin má finna undir fundargerð um ­ hverfis­ og framkvæmdaráðs. Í þessari tölu er m.a. nefnd innri húsaleiga sem ekki sparast þar sem hún er tekjufærð annars staðar í kerfinu, a.m.k. ekki á meðan húsnæðið er ekki nýtt í annað. Þarna er líka nefnd laun á deild sem eru launakostnaður leik ­ skólakennara og að stoðar fólks, annarra en matráða. Rósa nefndir að deildum fækki og sparnaður verður myndaður við starfs­ mannaveltu, upphæð sem ekki var kynnt með fjárhagsáætlun. Aukafundur fræðsluráðs á Facebook Þar birtar tölur sem aðrir kannast ekki við Fulltrúar minnihlutans gagn­ rýna framgang formanns fræðslu ráðs þar sem hún full­ yrðir í viðtali við Stöð 2 að að ef leikskólanum yrði ekki lokað þyrfti að hækka leik skólagjöld í Hafnarfirði um allt að 11%. Í fréttatilkynningu segj þeir þetta hafi komið öðrum fulltrúum í fræðsluráði óvart, sem ekki höfðu undir höndum sam bæri­ legar upplýsingar, hvorki um áætlaðan sparnað né fyrir­ hugaða hækkun leikskólagjalda. Þær upplýsingar sem kynntar höfðu verið m.a. í bæjarráði og bæjarstjórn sýndu að áætlaður sparnaður vegna lokunar leikskólans væri á bilinu 10­12 milljónir króna. Það væri hins vegar háð því að bærinn losnaði undan húsnæðiskostnaði, ann­ ars mætti gera ráð fyrir að ár legur sparnaður af lokun leik­ skólans yrði einungis 5­6 millj­ ónir á ársgrundvelli. Fulltrúar minnihlutans ósk­ uðu eftir upplýsingum um hvort þau gögn sem vísað var til væru komin frá stjórnsýslu bæjarins. Í svari sem barst á þriðju dag frá sviðsstjóra fræðslu þjónustu hafi komið fram að upphafleg ætlun um sparn að vegna lok­ unar leik skólans standi. Þar kom einnig fram að inni í þeirri fjárhæð sem formaður fræðslu­ ráðs nefndi í umræddu viðtali sé launa kostnaður sem ekki er áætlað að sparist þó svo að Minnihlutinn andmælir Fræðslustjóri segir launakostnað ekki sparast umræddri starfsstöð verði lokað. Sá kostn aður nemur um 70% af þeirri fjárhæð sem fullyrt var í um ræddu viðtali að kæmi til lækk unar útgjalda bæjarsjóðs. Segir í tilkynningunni að tekjur leikskóla í Hafnarfirði hafi numið 569,8 millj. krónum á síðasta ári. Árlegur sparnaður af lokun leikskólans jafngildi því heldur ekki 11% hækkun leikskólagjalda í bæjarfélaginu eins og fullyrt var í umræddu viðtali, heldur 1­2%, eftir því hvort gert er ráð fyrir sölu þess húsnæðis sem leikskólinn er í eða ekki. „Beiðni okkar til bæjarstjóra um að þessum leiðréttingum yrði komið á framfæri hefur ekki verið svarað. Veljum við því að koma þeim á framfæri sjálf,“ segir í tilkynningunni Á forsíðu síðasta Fjarðarpósts segir að með lokun Brekku­ hvamms við Hlíðarbraut (gamla Kató) sparist 6,6 milljónir kr. á ári. Hið rétta er að þarna sparast 6,6 milljónir kr. á árinu skv. kynningu bæjarstjóra. Að sama skapi sparast 5,4 millj. kr. á árinu vegna lokunar á útibúi í Kaldárseli auk áætlaðs árlegs snjómoksturs á ári sem kostaði 4 millj. kr. Þarna var verið í sömu töflunni að blanda saman 5 mánaða sparnaði og árlegum sparnaði. Hvergi er í gögnum bæjarstjóra né í fjárhagsáætlun kynntar þær tölur sem formaður fræðsluráðs kynnir í umræðu á Facebook síðu sinni. Kynningargögn bæjarstjóra eru ekki að finna með fundargerð bæjarstjórnar þar sem fjár­ hagsáætluninu var lögð fram en hún var kynnt á lokuðum fundi bæjar stjórnar fyrir almenna fund inn. Kynningargögnin eru hins vegar birt með fundargerð umhverfis­ og framkvædaráðs þann 4. nóvember sl. Bæjarstjóri fór svo yfir helstu þætti fjárhagsáætlunarinnar á fundi í Bæjarbíói og útskýrði ýmis atriði sem spurt var um. Þar kynnti hann að vegna fækkunar leikskólabarna yrðu samt 52 pláss á leikskólum bæjarins umfram áætlaða þörf eftir lokun Brekkuhvamms, Kaldársels og fækkun í Hraunvallaskóla. Óljós gögn Árlegum og 5 mánaða sparnaði blandað saman GAFLARALEIKHÚSIÐ Það er alltaf gaman í Gaaraleikhúsinu Miðasala - 565 5900 - midi.is - gaaraleikhusid.is Bakaraofninn ATH Síðustu sýningar Sunnudagur 15. nóvember kl. 13.00 UPPSELT Sunnudagur 22. nóvember kl. 13.00 Lokasýning Frábær ölskylduskemmtun með Gunna og Felix Konubörn ATH Síðustu sýningar Föstudagur 13. nóvember kl. 20.00 Föstudagur 20. nóvember kl. 20.00 Lokasýning Fyndin og mögnuð sýning um ungar konur Andrés Þór í Fríkirkjunni Djasstríó leikur í Fríkirkjunni á mánudag Herak, Vanoucek & Thor er djasstríó skipað tveimur hljóð­ færa leikurum frá Slóvakíu og einum frá Íslandi. Þeir Miro Herak víbrafónleikari og Michal Vanoucek píanóleikari eru búsettir í Den Haag í Hollandi þar sem þeir kynntust Íslenska gítarleikaranum And rési Þór fyrst í kringum árið 2000 þegar þeir voru þar í fram haldsnámi við Konunglega Conservatoríið þar í borg. Þessi óvenjulega hljóð færa samsetning, allt hljóma hljóðfæri, býður uppá marga möguleika, en skipanin kallar einnig á nýjar áskoranir þess eðlis að láta hljóðfærin hljóma sem eina heild og býður uppá áhugaverða liti, hrynjanda og hljómræna möguleika. Tríóið var með tónleika í Brno í Tékklandi í vikunni og leikur í Bratislava í Slóvakíu í kvöld. Tríóið leikur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði á mánudag kl. 20.30 og í Grindavík á sunnudag, Reykjavík á þiðjudag og á Akranesi á miðvikudag. Miro Herak, Michal Vanoucek og Andrés Þór Gunnlaugsson www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.