Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Lokun Kató Afhenti 1.000 mótmæli Í lok kynningarfundar bæjar­ stjóra á fjárhagsáætlun Hafnar­ fjarðarbæjar afhenti Anna María Axelsdóttir lista með mót mælum 1.000 einstakl inga sem mótmæla lokun leikskóla Brekkuhvamms við Hlíðarbraut (gamla Kató). Anna María Axelsdóttir og Haraldur L. Haraldur bæjarstjóri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Sunnudagurinn 15. nóvember Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook Neyðaraðstoð Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar veitir efnalitlum barnafjölskyldum með lögheimili í Hafnarfirði aðstoð fyrir komandi jól 2015 Tekið er á móti umsóknum í Hraunseli, Flatahrauni 3 eingöngu dagana 19. og 23. nóv. kl. 16-19 Krafist verður nýútprentaðrar staðgreiðsluskráar fyrir tekjur til og með okt. 2015 og búsetuvottorðs frá Bæjarskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 (er ókeypis, þarf skilríki). Uppl. kl. 17-19 virka daga í síma 843 0668. Netfang maedrastyrksnefnd@simnet.is Rauði krossinn tekur á móti umsóknum á Strandgötu 24, 16. nóv. kl 11-13 Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar Styrkja má störf nefndarinnar með því að leggja inn á: Íslandsbanka 0544-04-760686, kt. 460577-0399 • Landsbankann 0140-15-381231, kt. 460577-0399 © F ja rð ar pó st ur in n 20 15 Skátaflokkurinn Æringjar var stofnaður árið 1961 af þremur skátum í Reykjavík en síðan bættust fleiri við. Hópurinn hitt­ ist enn og nú að jafnaði í Kaffi­ vagn inum á sunnu dagsmorgnum. Þeir breyttu til sl. sunnudag og heimsóttu gildisskáta í St. Georgs gildinu í Hafnarfirði í Skátalundi við Hvaleyrarvatn. Þar voru fagnaðarfundir og gamlir tímar rifjaðir upp, þ.á.m. Vormótin í Helgadal en þangað komu skátar frá fjölmörgum skáta félögum og voru mótin mjög fjölmenn. Nú er svæðið afgirt vatnsverndarsvæði Hafn­ firðinga. St. Georgsgildið í Hafnarfirði var stofnað í maí 1963 og Skáta­ lundur var vígður 1968. Skála­ nefndin hittist þar að jafnaði á sunnu dögum og tekur til hend­ inni og spjallar og fær sér kaffi. Þarna er paradís fyrir skáta í skóginum þar sem þeir geta tjaldað á flötum allan ársins hring en skálinn er nýttur fyrir ýmsa skátaviðburði auk þess að vera leigður út. Það var því fjölmennt í Skáta­ lundi í morgun og mikið spjallað og svæðið skoðað. St. Georgsgildið er opið öllum eldri skátum og eru í því nú 75 félagar. N.k. miðvikudag verður Ragnar Ingi Aðalsteinsson gestur á félagsfundi í Tónlistarskólanum kl. 20 þar sem hann fræðir félag­ ana um leyndardóma kveðskapar og vísnagerðar. Æringjar komu bæjarferð úr Reykjavík Skátaglæðurnar lifa lengi – öflugt starf eldri skáta Eldhressir skátarnir fyrir utan Skátalund. Elstur er Björgvin Magnússon, 92 ára. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.