Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 12.11.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2015 Bókaskipti nýrra bæjarbókavarða! Í haustbyrjun tóku nýir bæjar­ bókaverðir til starfa í þremur almenningsbókasöfnum á höf­ uð borgarsvæðinu; Óskar Guð­ jónsson tók við stjórnar taumn um á Bókasafni Hafnarfjarðar, Margrét Sigurgeirsdóttir á Bókasafni Garðabæjar og Lísa Z. Valdimarsdóttir á Bókasafni Kópavogs. Af því tilefni hittust forstöðu­ mennirnir og báru saman bækur sínar ­ í eiginlegri og óeiginlegri merkingu ­ því þau ræddu ekki bara málin heldur skiptust líka á bókum um sögu bæjarfélaganna. Þessi þrjú bókasöfn hafa lengi átt í góðu samstarfi og þeir sem kaupa bókasafnskort á einu þeirra fá einnig aðgang að hinum söfnunum og útibúum þeirra. Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir hjá lánþegum, aukið aðgengi þeirra að bókakosti og sparað þeim einhverjar krónur. Því verður haldið áfram að sögn forstöðumannanna. Þau segjast öll hlakka til að takast á við starfið og hvetja að sjálfsögðu alla til að nýta sér bókasöfnin. Þá nefndu þau Óskar, Margrét og Lísa að þau séu opin fyrir beinum viðræðum og samtali við safngesti sína og aðra bæjarbúa um hvaðeina sem snertir söfnin, þjónustu þeirra starfsemi og rekstur. Óskar Guðjónsson Hafnarfirði, Margrét Sigurgeirsdóttir Garðabæ og Lísa Z. Valdimarsdóttir Kópavogi. Uppskeruhátíð Siglinga sam­ bands Íslands var haldin í félags­ heimili Þyts í Hafnarfirði 31. október sl. Veittar voru við­ kenningar fyrir frammistöðu á árinu. Íslandsbikarinn hlaut áhöfnin á Skeglu úr Þyt fyrir góða frammistöðu í sumar, en áhöfnin á Skeglu sigraði á öllum stigamótum til Íslandsbikars í sumar og var því með fullt hús stiga eftir sumarið. Gunnar Geir Halldórsson úr Þyt er skipstjóri á Skeglu en hann var einnig kjörinn siglinga­ maður ársins 2015. Félagi hans úr Þyt, Rúnar Steinsson var svo kjörinn sjálfboðaliði ársins. Þorgeir Ólafsson úr Brokey var kjörinn efnilegasti siglinga­ maðurinn og siglingakona ársins var kjörin Hulda Lilja Hannes­ dóttir úr Brokey. Gunnar Geir (t.h.) stýrir Skeglu til sigurs á Íslandsmóti Kjölbáta. Gunnar Geir siglingamaður ársins Stýrði Skeglu til sigurs á öllum stigamótum ársins Skegla á siglingu í Hafnarfirði. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eldri borgarar á rúntinum á leigubílum í boði leigubílstjóra á A-stöðinni Það var glatt yfir eldri borgur­ unum sem renndu í hlað í Kaplakrika eftir dagsferð í leigu­ bílum alla leið í Hveragerði. Leigubílstjórar A­stöðvarinnar buðu dagdvalargestum á Hrafn­ istu í bíltúrinn og vakti hann mikla lukku. Sl. föstudag komu níu leigu­ bílar að Hrafnistu og sóttu ferða­ þyrsta eldri borgara og var ekið að Hellisheiðarvirkjun. Sýningin þar var skoðuð með leiðsögn og þaðan svo haldið í Hveragerði. Félagsheimili eldri borgara í Hveragerði nefnist Þorlákssetur og þar hitti hópurinn góðan hóp eldri borgara og þar var boðið upp á kaffi, pönnu kökur og fleira. En rúsínan í pylsuendanum var óvæntur söng ur Hvera­ fuglanna, kórs eldri borgara sem glöddu gesti með söng sínum. Eftir stutta skoð unarferð um Hveragerð var svo haldið heim á leið um Þrengslin. Anna og Hildigunnur voru hæstánægðar með ferðina. Leigubílstjórar frá A­stöðinni buðu til ferðarinnar Þorri hópsins stillti sér upp fyrir ljósmyndara Fjarðar­ póstsins við heimkomuna. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Ellefu nýir bekkir Liður í átakinu „Brúkum bekki“ „Brúkum bekki“ er samstarfs­ verkefni Öldungaráðs Hafnar­ fjarðar, Félags eldri borgara Hafnarfirði, Félags sjúkraþjálfara og Hafnarfjarðarbæjar til að stuðla að frekari hreyfingu eldri borgara. Markmiðið er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara og gera þeim kleift að fara út að ganga og geta sest á bekki. Fyrirtæki og félög hafa greitt fyrir bekki og voru settir upp 28 bekkir árið 2013 og þeir merktir gefendum. Nú bættust 11 bekki í hópinn er Fjarðarkaup, Íslandsbanki, Frímúrarastúkurnar Hamar og Njörður, Kiwanis­ klúbburinn Hraunborg, Guð­ laugur Jónasson, Valitor, Öldrun­ armiðstöðin Höfn bekkir og Málmsteypan Hella gáfu samtals 11 bekki sem nú hefur verið komið fyrir í bænum. Ökumaður missti sjórn á bíl sínum í glæru á Kaldárselsvegi, rétt norðan Hvaleyrarvatnsvegar. Valt hann yfir vatnsveitu stokk ­ inn og endaði á hvolfi. Öku­ maðurinn slasaðist sem betur fer ekkert, hafði verið á lítilli ferð er hann fipaðist er eitthvað hljóp fyrir bílinn. Hann hringdi eftir aðstoð foreldra sinn sem komu skömmu síðar. Á meðan fóru 4 bílar fram hjá án þess að öku­ menn þeirra stöðvuðu og könn­ uðu hvort þeir gæti hjálpað og þrír eftir að for eldrarnir komu. Það var síðan ung kona sem stöðvaði bíl sinn og spurði hvort hún gæti aðstoðað, hvort einhver hafi meiðst og hvort hringt hefði verið í lögreglu. Ökumaður sem lendir í bíl­ veltu getur verið í losti og því mikilvægt að þeir sem koma að stöðvi og bjóði fram aðstoð sína en bíði ekki eftir því að veifað sé eftir aðstoð. Óku fram hjá bílveltu Ökumaður áttunda bílsins stöðvaði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.