Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Ljósin verða afgreidd frá og með 14. desember til og með 23. desember. Opið kl. 13-19 alla daga Lokað aðfangadag. Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði Jólaljósin ehf. sími 692 2789 Panta má á www.jolaljosin.is hægt er að panta frá og með 1. desember Öldungaráð Hafnarfjarðar Hvað er öldungaráð? Öldungaráð Hafnarfjarðar var stofnað árið 2006 að danskri fyrirmynd. Í ráðið er kosið á fjögurra ára fresti og fylgir kosningaárinu. Skal ný bæjarstjórn kalla eftir tilnefningu og stofna nýtt ráð í september eftir kosningar. Ráðið er skipað fulltrúum frá stjórnmálaflokkum og fulltrúum frá hinum ýmsu félögum bæjar­ ins. Úr þeim hóp er kos inn formaður og 6 meðstjórnendur. Regl­ ur ráðsins eru nú í endurskoðun en þær hafa verið óbreyttar síðan 2006. Hafnarfjörður var fyrst sveitar­ félaga á landinu til að stofna öldunga ráð og var eina sveitar­ félagið til ársins 2014, síðan þá hafa verið stofnuð öldungaráð víða um landið og í árslok 2015 eru um 20 ráð formlega eða í undirbúningi á landinu. Hlutverk ráðsins er að gæta hagsmuna eldri borgara sveitar­ félags síns og gæta þess að samtal og samvinna byggist upp milli bæjarstjórnar og þeirra. Ráðið skal vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni eldri borg ara og koma á framfæri til yfirvalda óskum og athuga semd­ um frá eldri borgurum. Mikill vilji er hjá nú verandi bæjarstjórn að nýta ráðið meira en gert hefur verið til þessa. Fyrir þá sem eru farn ir eða eru að fara af vinnumarkaðnum rek ur bærinn félagsmið stöðina Hraunsel sem er öllum opin 60+ hvet ég alla að kynna sér hvað þar er í boði. Félag eldri borgara hefur gert sér far um að aðlaga félagið að breyttum tímum og áherslum með fjöl breytni í félagsstarfinu. Óska ég öllum bæjarbúum á öllum aldri gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Höfundur er formaður Öldungaráðs Hafnarfjarðar. Elísabet Valgeirsdóttir Þau Helena Línudóttir Krist­ björnsdóttir, Markús Pétursson og fjölskylda búa um borð í skútunni Sæúlfi í Flensborgar­ höfn. Þegar göturnar í Hafnarfirði vorur orðnar næstum tómar síðdegis á mánudaginn og vindinn aðeins farið að herða kíkti blaðamaður í heimsókn um borð í Sæúlf. Þar tók Helena á móti sínum gamla skátaforingja og bauð upp á kaffi og pipar­ kökur. Krakkarnir Hjörtur Már og Tara Ósk höfðu það náðugt með bók í hönd og í tölvunni eins og venjulegir unglingar. Sögðu þau lífið um borð vera ánægjulegt og að það væri bara kósý að finna vindinn rugga skútunni. Það small í einstaka bandi í vindinum og það marraði í fríholtunum og skútan vaggaði ljúflega á meðan vindurinn gnauðaði fyrir utan. Skútan er ótrúlega rúmgóð, mjög breið og hlýtt var um borð. Þetta er ekki fyrsti veturinn þeirra í skútunni svo þau eru öllu vön en þau eru líka vön hlýjunni á Miðjarðar­ hafinu þar sem þau hafa siglt undanfarin ár. Fjölskyldan lagði af stað í ferð í maí 2009 suður um höf. Síðan þá hafa þau í raun verið á siglingu, boðið upp á siglingar til að afla tekna en nú dvelja þau í skútunni í vetur á meðan krakkarnir eru í skóla og þau afla tekna til heimilisins. Eftir spjall um skútusiglingar og fleira heyrðist í Markúsi fyrir utan sem var að strekkja á bönd­ um og tryggja að allt yrði klárt fyrir storminn. Þá var kominn tími til að halda í land enda kominn kvöldmatartími. Þau hjónin áttu eftir að skreppa nokkr um sinnum út í veður­ haminn og tryggja að fríholtin væru á sínum stað á milli skips og bryggju en þau vildu hoppa upp í ölduganginum. Annars er Flensborgarhöfn besta höfnin á höfuðborgarsvæðinu og þó víða væri leitað að sögn Markúsar og sagðist hann hafa sé verra þegar allt var yfirstaðið. Mest mældist vindurinn hjá þeim um 28 m/s en vindmælirinn er efst á siglutrénu, hátt yfir þilfarinu. Á leiðinni heim sá blaðamaður fáa á ferli en þó mætti hann ein­ um hlaupandi félaga úr Skokk­ hópi Hauka sem lét óverð urs spár lítið trufla sig. Sæúlfurinn er 47 feta skúta og heimili fjölskyldunnar. Huga þurfti vel að öllum festingum. Hjörtur Már, Markús, Tara Ósk og Helena um borð í Sæúlfi. Róleg fyrir storminn Búa í skútu í Flensborgarhöfn Sólvangur umsjón fasteigna Sólvangur hjúkrunarheimili, Hafnarfirði óskar eftir að ráða starfsmann til að sjá um rekstur fasteigna heimilisins, auk þess að sinna ýmsum smáviðgerðum og þjónustu við starfsemi heimilisins. Um 80% starfshlutfall er að ræða. Viðkomandi þarf að vera handlaginn og hafa góða þjónustulund. Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun. Umsóknarfrestur er til 21. desember og skulu umsóknir sendar á netfangið: kristjan@sunnuhlid.is Nánari upplýsingar veitir Kristján Sigurðsson, gsm 618 9200 Sólvangsdagurinn 2013 Hinn árlegi S lv ngsdagur verður haldinn laugardaginn 2. nóvember kl. 14 - 16 Dagskrá o Sala á munum sem heimilisfólk og gestir dagdvalar hafa unnið á vinnustofu o Vöfflukaffi með öllu tilheyrandi að hætti Bandalags kvenna í Hafnarfirði o Bókamarkaður o Lifandi tónlist oMyndlistarsýning á vegum nema frá Listaháskóla Íslands Allir eru hjartanlega velkomnir Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n bæjarblað Hafnfirðinga Jólagjarnar fást í Hafnarrði Aktu ekki lengra en þú þarft!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.