Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Beðið eftir strætó Þessi unga stúlka nýtti sér mjúk an snjóinn er hún beið eftir strætó. Snjóþyngslin hafa ver ið mikil í bænum og starfs menn bæjarins hafa ekki haft und an við að hreinsa snjóinn. Reyndar gera áætlanir ekki ráð fyrir mokstri á nema á allra helstu göngu leiðum og tæki og fólk af skornum skammti. Kemur út 11. desember 18. desember 8. janúar Opið hús hjá SVH Opið hús verður hjá Stangaveiðifélagi Hafnarfjarðar í dag, fimmtudag frá kl. 20 að Flatahrauni 20. Kynning verður bókinni Vatnaveiði eftir Kristján Friðriksson. Allir velkomnir. Jólatónleikar Fríkirkjukórsins Á laugardaginn kl. 16 verður Fríkirkju- kórinn með sína árlegu jólatónleika. Gestur tónleikanna er hinn bráð- skemmti legi Bjargræðiskvartett. Frí- kirkju bandið spilar með kórnum. Á dagskrá eru innlend og erlend jólalög og hátíðlegir aðventusálmar. Jólaþorpið Jólaþorpið opið um helgar kl. 12-17. Fjölbreytt dagskrá. Jólafundur gildisskáta í Skátalundi Hinn árlegi jólafundur gildisskáta verður í Skátalundi á sunnudaginn kl. 14. Nú eru það bæði skátagildin í Hafnarfirði sem standa að fundinum en börn á öllum aldir eru sérstaklega velkomin. Jólafundurinn hefst með söng og lestri á jólaguðspjallinu. Boðið er upp á heitt súkkulaði með öllum jólagóðmetinu sem gildisskátar taka með sér á hlaðborðið. Jólafundinum lýkur með því að gengið verður í kringum varðeld úti á túni og jóla sveinninn lætur örugglega sjá sig. Best er að leggja við Hvaleyrarvatn og ganga meðfram vatninu að skálanum. Sjá nánar á Skátagildi á Facebook. Hátíð Hamarskostlækjar Hátíð Hamarskotslækjar verður haldin á laugardag og sunnudag. Dagskrá er í Íshúsi Hafnarfjarðar kl. 16­18 á laugardag með sýningu, fyrirlestri, kvikmyndasýningu og fl. Kaldár hlaup ið, hlaup frá Kaldárbotnum að Jóla þorpi, verður kl. kl. 13 á sunnudag. Skráning á hlaup.is. Sjá nánar í auglýsingu hér í blaðinu. Eiríkur Smith í Hafnarborg Fimmta og síðasta sýningin í röð sýn- inga Hafnarborgar þar sem marg- breyttur ferill Eiríks Smith er rann- sakaður stendur yfir í Hafnarborg. Þar eru sýnd olíu málverk og vatns- litamyndir unnar á árunum frá 1982 til 2008. Jólatónleikar Kórs Flens- borgar skóla, Þrasta og Brasskvintetts LH Kór Flensborgarskóla, Flensborgar- kórinn, Karlakórinn Þrestir og Brass- kvintett Lúðrasveitar Hafnarfjarðar halda sameiginlega jólatónleika í ár undir yfirskriftinni „Vinakvöld á aðventu“. Fyrri tónleikarnir verða miðvikudaginn 16. desember og þeir síðari fimmtu daginn 17. desember. Tónleikarnir verða í Hamarssal Flens- borgarskóla og hefjast kl. 20 Sendið stuttar tilkynningar um viðburði á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf Handbolti: 10. des. kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ FH úrvalsdeild karla 10. des. kl. 19.30, Ásvellir Haukar - Afturelding úrvalsdeild karla 15. des. kl. 19.30, Kaplakriki FH - Haukar úrvalsdeild karla Úrslit karlar: Haukar ­ FH: 32­25 FH ­ ÍBV: 24­23 ÍR ­ Haukar: 20­26 Körfubolti: 11. des. kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Njarðvík úrvalsdeild karla 12. des. kl. 16.30, Grindavík Grindavík ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 12. des. kl. 16.30, Ásvellir Haukar b ­ KR bikarkeppni karla Úrslit karlar: Haukar ­ Grindavík: 75­64 Úrslit konur: Haukar ­ Keflavík: 69­61 Íþróttir Minn metnaður er heiðarleiki, vönduð vinnubrögð og persónuleg þjónusta. Vantar allar stærðir eigna á skrá Bjóðum upp á frítt sölumat fasteigna Þorbjörn Pálsson löggiltur fasteignasali Ársæll Steinmóðsson aðst.m. fasteignasala Bæjarhrauni 12, Hafnarfirði | sími 560 5500 | www. alltfasteignir.is Ársæll Steinmóðsson aðstoðarmaður fasteignasala sími 896 6076 as@alltfasteignir.is JÓLABLAÐIÐ kemur út 17. desember IET ehf Bílaþjónusta Jólahreingerning fyrir bílinn Verðdæmi fólksbíll: bílaviðgerða. Sími: 615 1401 eða 691 4599 www.facebook.com/IETbilathjonussta/ Selhellu 3 Hafnarfirði Þegar hvað mest snjóaði í Hafnarfirði buðu foreldrar á Kató upp á heitt súkkulaði og rjóma úti í snjónum og pipar­ kökur með. Hefur þetta verið árlegur við burð ur en verður það ekki meir því ákveðið hefur verið að loka Kató, sem undan­ farin ár hefur verið rekin sem deild við leikskólann Brekku ­ hvamm og áður hét Smára lund­ ur. Eftir athöfnina mynduðu foreldrar og börn hring í kringum skólann til að sýna í verki að þau ætla ekki að sleppa höndunum af Kató þegjandi og hljóðalaust. ,,Okkur þykir vænt um Kató og hann er hluti af hverfinu okkar. Það væri mikill missir af Kató því hann hefur verið hluti af sögunni okkar í hartnær 85 ár,“ sögðu þeir sem höfðu frumkvæði af þessum friðsamlegu og hlýlegu mótmælum. Kató lokað eins og St. Jósefsspítala sem er á næstu lóð. Umvöfðu Kató og vilja ekki sleppa Foreldrar mynduðu keðju um Kató – Brekkuhvamm v/Hlíðarbraut Ákveðið hefur verið að loka leikskóladeildinni Kató. Leikir barnanna og gleði heldur áfram eins og snjórinn heldur áfram að falla. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Skátalundur við Hvaleyrarvatn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.