Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Sjaldan hefur verið eins jóla­ legt í Hafnarfirði og þegar snjór­ inn lá yfir öllu, var frosinn á trján um og allir voru komnir í jólaskap. En veðrið lætur ekki temja sig og nú er allt aftur orðið hráslagalegt og margar götur bæjarins eins og jeppaslóðar svo ekki sé talað um gangstéttar og stíga. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar var samþykkt í gær eftir að þetta er skrifað en þar sést glöggt að ekki er til mikið fjármagn til framkvæmda og viðhalds í bænum. Viðvörunarbjöllur hringja líka af miklu afli þegar ljóst er að gríðarlega stór hluti framkvæmdafés bæjarins fer í íþróttamannvirki. Eins jákvætt sem það er að stuðla að heilbrigðri íþrótta starfsemi þá er það eins og í hefðbundnu heimils bókhaldi að þegar lítið er til af peningum þá er ekki hægt að gera allt það sem viljinn stendur til. Stærstur hluti fjárhagsvanda Hafnar fjarð­ arbæjar er einmitt vegna byggingar á húsum. Menn geta svo rifist um það hverjum það sé um að kenna en ég man ekki þá byggingu á íþróttamannvirki sem einhver bæjar fulltrúi hefur sett sig upp á móti. En eftir á kenna menn hverjum öðrum um óráðsíu og óábyrga fjár málastjórn. Ef við ætlum að koma okkur út úr skuldavanda þarf að halda vel á spöðunum og fresta frekar nýframkvæmdum en að spara viðhald á því sem til er. Vonast ég til að bæjarfulltrúar hafa haft þann manndóm að hugsa um heildarhag bæjarins þegar þeir kusu um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2016. Óveðrið sem skall yfir landið aðfararnótt þriðjudags olli ekki miklu tjóni í Hafnarfirð. Lítið var um útköll enda austanáttin sennilega með betri vindáttum í bænum. Reyndar man ritstjóri ekki eftir sterkum austaáttum í bænum áður en það kann að vera misminni enda austur vart til í orðaforða Hafnfirðinga. Það sýndi góðan aga að fólk fór eftir tilmælum og var komið til síns heima á umbeðnum tíma. Hins vegar er eins og búið sé að aumingjavæða þjóðina þegar allir eru sendir heim löngu áður en veður hamur­ inn á að skella yfir og enginn greinarmunur gerður á hverfum eða bæjarfélögum á höfuðborgar svæðinu. Þegar búið var að loka öllum verslunum í Hafnarfirði var í raun bongóblíða í bænum enda um hálfur vinnudagur þangað til vindur fór aðeins að blása. Allt var lokað, verslanir, vegir og jafnvel var sjómönnum bannað að huga að bátum sínum, mönnum sem kannski hafa hvað mesta reynslu af sjógangi og roki. Strætó var svo ekki kominn í almennan akstur fyrr en flestir voru komnir til vinnu og skóla en þeir sem ekki höfðu eigin bíl til umráða húktu skítkaldir á biðskýlum víða um bæinn. Allt vegna þess að hált var á einhverju bílastæði í efri byggðum Reykjavíkur. Einkabílarnir voru þá einir á götum höfuðborgarsvæðisins. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Ritstjóri: Guðni Gíslason Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Áb.maður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði www.uth.is -uth@uth.is Stapahrauni 5, Hfj. - Sími 565-9775 Frímann s: 897 2468 Hálfdán s: 898-5765 Ólöf s: 898 3075 ÚTFARARÞJÓNUSTA HAFNAFJARÐAR FRÍMANN & HÁLFDÁN ÚTFARARÞJÓNUSTA 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Sunnudagur 13. desember Messa og sunnudagaskóli kl. 11 Sr. Stefán Már Gunnlaugsson prédikar. Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari. Kór Ástjarnarkirkju syngur. Jólaskapið verður eflt í sunnudagaskólanum. www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagur 13. desember 3. sunnudagur í aðventu Fjölskylduhátíð kl. 11 Börnin sýna helgileik í umsjá Bryndísar Svavarsdóttur. Organisti: Helga Þórdís Guðmundsdóttir Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Kaffi, djús og kex eftir guðsþjónustu. www.vidistadakirkja.is Laugardagur 12. desember Jólatónleikar á léttum nótum kl. 17 Ókeypis aðgangur. Sunnudagur 13. desember 3. sunnudagur í aðventu Jólaball kl. 11 Allir velkomnir Dansað í kringum jólatréð. Sveinki kíkir við. Jólavaka við kertaljós kl. 20 Ólöf Nordal, innanríkisráðherra flytur hátíðarræðu. Kórar kirkjunnar syngja aðventu- og jólalög. Hljóðfæraleikur. Kirkjan myrkvuð í lok stundar og kveikt á kertum hjá kirkjugestum. Kakó og piparkökur eftir stundina. Allir velkomnir www.hafnarfjardarkirkja.is Laugardagur 12. desember: Tónleikar kl. 16 Árlegir jólatónleikar Fríkirkjukórsins laugardag 12. desember kl. 16. Sérstakur gestur tónleikanna í ár er hinn bráðskemmtilegi BJARGRÆÐISKVARTETT Fríkirkjubandið spilar með kórnum. Stjórnandi er Örn Arnarson. Miðasala við innganginn eða hjá kórfélögum. Sunnudagur 13. desember: Sunnudagaskóli kl. 11 Aðventukvöld kl. 20 Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. Sjá nánar á www.frikirkja.is og á Facebook kl. 18.11 á mánudag Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.