Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 húsnæði Til leigu fullbúin 3 herb. 89 m² sérhæð við Kelduhvamm í Hafnar­ firði. Laus um áramót í langtíma- leigu. Áhugasamir hafi samband á kelduhvammur220@gmail.com þjónusta Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Tek að mér að færa þær yfir á(vídeó, slide, ljósmyndir) DVD diska eða flakkara. Sýnishorn á siggileifa.123.is sími 8637265 siggil@simnet.is Vantar Betamax video. Sigurður Þorleifsson. Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Hrein húsgögn og bílasæti án ryks, lyktar og bletta. Djúphreinsun á borðstófustólum, hægindastólum, sófasettum, rúmdýnum og teppum. Djúphreinsun á bílasætum. Einnig leðurhreinsun á áklæði. Kem á staðinn og hreinsa, s. 780 8319. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Aðgangur 8 - 22 alla daga ársins 564-6500 - Steinhellu 15 Geymsla frá 1 til 17 m² www.geymslaeitt.is geymsla eitt ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Kristín Ingólfsdóttir Hilmar Erlendsson Sverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5a, Hafnarfirði Vaktsímar: 565 5892 & 896 8242 • www.utfararstofa.is • Allan sólarhringinn Fremst í Vallarhverfinu mátti sjá gröfu að verki þegar frostið beit og snjór lá yfir öllu. Þarna var stór grafa frá Fjarðargrjóti að skafa ofan af klöppinni á lóð nr. 12 við Kirkjuvelli svo hægt væri að stika út fyrir byggingum. Að sögn Hjálmars Hafsteins­ sonar eins eigenda Fjarðarmóta er fyrirtækið að hefja byggingu á 56 íbúða fjölbýlishúsi á þremur hæð um. Verða þarna 4 hús með 2ja, 3ja og fjögurra herbergja vönd uðum íbúðum en húsið er teiknað af ASK arkitektum. Byggja 56 íbúðir á Völlum Fjarðarmót byggir við Kirkjuvelli Hér við Kirkjuvelli munu rísa 3ja hæða hús með 56 íbúðum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Hönnun og umbrot bækur | blöð | ársskýrslur auglýsingar | skilti | matseðlar ljósmyndir | greinarskrif sími 565 4513 | hhus@hhus.is | stofnað 1990 Nú fer senn að styttast í að veitingahúsið VON hefji rekstur sinn við Strandgötu, í gamla Drafn arhúsinu, en veitingahúsið ætlar að leggja upp með árs­ tíðarbundna íslenska matargerð og hráefnanotkun, bæði í mat og kokteilgerð. Hugmyndina að því að opna VON má helst rekja til brennandi áhuga og ástríðu þeirra Einars Hjaltasonar og Kristjönu Þuru Bergþórsdóttur á matargerð og rekstri veitingahúsa. „Staðsetn­ ingin og eftirspurnin eftir fjöl­ breyttri og staðbundinni matar­ menn ingu spiluðu einnig stóra rullu þegar ákveðið var láta þenn an draum rætast og hefja framkvæmdir sem nú eru langt á leið komnar,“ segir Kristjana Þura en fjölskylda þeirra Einars og Kristjönu eiga stóran þátt í uppkomu staðarins og hafa staðið þétt við bakið á þeim í einu og öllu, enda ekki auðvelt verk að hefja svona rekstur með lítið barn. Meðal annars hafa þeir feðgar séð um alla borðasmíði á staðnum, sem og barinn sjálfan. Einar Hjaltason er matreiðslu­ mað ur sem býr yfir mikilli reynslu úr eldhúsinu. Hann lærði og útskrifaðist á Grillinu og tók síðan þátt í opnun Sjávargrillsins. Árið 2012 kom hann að opnun á nýjum veitingastað að nafni Dabbous í London en staðurinn hlaut Michelin stjörnu aðeins átta mánuðum eftir opnun. Þegar heim var komið tók hann að sér að vera yfirmatreiðslumaður á veitingastaðnum KOL á Skóla­ vörðustíg, þar sem hann lét ný ­ verið af störfum til þess að geta einbeitt sér að opnun veitinga­ hússins VON. Kristjana Þura, annar rekstraraðilinn, er fædd og uppalin í Hafnarfirði og hefur mikla reynslu af veitinga störf­ um, en undanfarin tíu ár hefur hún starfað í veitinga­ og hótel­ geiranum. Þegar hjúin vissu að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman má segja að Hafnarfjörður hafi kall­ að eftir fjölskyldunni, en stuttu áður en dóttir þeirra kom í heiminn snemma árið 2014 voru þau búin að koma sér fyrir í hjarta Hafnarfjarðar. Sjávarafurðir áberandi Fjölskylduna langar mikið til að auka við matarmenningu og veitingaflóru í bænum og fannst því VON mathús vera mjög viðeigandi fyrir þá stemmingu sem ríkir yfir hafnarsvæðinu. Því verður lagt mikið upp með sjávarafurðir í matargerðinni og einungis verður notast við það ferskasta hverju sinni. Hug­ myndin er að inni á VON ríki heimilislegt og persónulegt and­ rúmsloft og að fagleg þjónusta verði samofin andrúmsloftinu með þeirri niðurstöðu að öllum líði vel inni á staðnum. Stefnt er á að opna föstudaginn 18. desember og verður opið há degi og kvöld. Gangandi og akandi vegfar­ endur eru einnig velkomnir að líta inn til þeirra alla daga fyrir opnun, á Strandgötu 75. Allt er að verða tilbúið fyrir opnun á veitingastaðnum VON. Brennandi ástríða fyrir matargerð Veitingahúsið Von verður opnað í næstu viku Hægt er að kaupa far með hestvagni um miðbæinn. Stemmning í Jólaþorpinu Góð stemmning hefur verið í miðbænum, Jólaþorpið hefur verið í fallegum vetrarbúningi og menningin blómstrar. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Einar Hjaltason og Kristjana Þura Bergþórsdóttir. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Vertu með á: www.facebook.com/ fjardarposturinn Smelltu á LÍKAR VIÐ Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.