Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Snjó karla­ keppni Kepptu ekki sjálfir Jólaþorpið og Markaðsstofa Hafnarfjarðar stóðu fyrir snjó­ karlakeppni sl. laugardag á Víði­ staðatúni. Þangað voru fjöl­ skyldur, vinnuhópar, lista menn, blómaskreytingarfólk og fleiri áhugamenn um snjó hvattir til að mæta. Auðvitað voru það ekki snjókarlar sem kepptu en þátt­ takendur bjuggu til bæði snjókarla og kerlingar af miklum móð. Þrátt fyrir kjöraðstæður var mætingin í dræmari lagi en nokkrar fjölskyldu mættu til að búa til sinn drauma snjókarl. Afraksturinn var samt góður og frumlegheitin fengu að ráða hjá flestum og allir skemmtu sér hið besta. Þrír snjókarlar fengu verðlaun, þar á meðal kerlingin á efstu mynd inni. 12. og 13. desember 2015 Hátíð Víðavangshlaup – Sögusýning – Fyrirlestur og kvikmyndasýning Dagskrá Hátíð Hamarskotslækjar var haldin hátíðleg í fyrsta skipti 12. desember 2010 í Hafnarfirði. Hátíðin er haldin til heiðurs Jóhannesi J. Reykdal. Þáttaskil urðu í sögu þjóðarinnar þegar Jóhannes J. Reykdal stofnar fyrstu almenningsrafveitu á Íslandi sem tók til starfa 12. desember 1904 við Hamarskotslæk í Hafnarfirði. Í ár eru 111 ár liðin frá því að Jóhannes J. Reykdal kveikti rafljós í 16 húsum í Hafnarfirði. Meðal þessara 16 húsa sem fengu raflýsingu, var fyrsta verksmiðjan sem var raflýst, fyrsta skólastofnunin, fyrsta samkomuhúsið ásamt heimili frumkvöðulsins Jóhannesar J. Reykdal. Eftirtalin fyrirtæki styrkja Hátíð Hamarskotslækjar: LAUGARDAGUR 12. DESEMBER í Íshúsi Hafnarfjarðar, Strandgötu 90 (inngangur hafnarmegin): Kl. 16-18 Sögusýning Sögusýning á 14 spjöldum sem segir frá frumkvöðlinum Jóhannesi J. Reykdal sem lýsti upp Hafnarfjörð með því að stofna fyrstu almenningsrafveitu landsins. Kl. 16-16.30 Fyrirlestur um Jóhannes J. Reykdal Steinunn Guðnadóttir segir frá námsárum Jóhannesar J. Reykdal á Akureyri fyrir aldamótin 1900. Kl. 16.30-16.40 Kvikmyndasýning Kvikmyndasýning á vegum Halldórs Árna Sveinssonar kvikmyndagerðarmanns, sjá netsamfelag.is. Kl. 16.40-17 Kynning Kynning á samstarfsverkefnum í tilefni af Hátíð Hamarskotslækjar, Tækniskólans og Hafnarfjarðarbæjar. Kynning vinningshafa á hönnunarbraut Tækniskólans á drykkjarvatnspósti, sem ætlað er að setja upp við strandstíginn í Hafnarfirði, verkið „Ljósberi“ skúlptúrískt ljósverk og drykkjarfontur. Kl. 17-17.15 Kaffihlé Kl. 17.15-17.30 Bókarkynning Ása Marin kynnir bók sína, Vegur vindsins, buen camino. SUNNUDAGUR 13. DESEMBER: Kl. 13.00 Kaldárhlaupið – Víðavangshlaup 10 km Skráning og nánari upplýsingar á hlaup.is Hlaupaleiðin er farvegur Hamarskotslækjar. Rásmark er ofan Kaldársels, hlaupið meðfram og eftir Kaldár sels vegi að Lækjarbotnum og síðan eftir göngustíg meðfram Hamarskotslæk. Lokamark við Jólaþorpið, Thors plani. Kl. 14 Verðlaunaafhending í Jólaþorpinu. Fyrstu verðlaun og útdráttarverðlaun í boði veitingastaðarins Ban Kúnn, Tjarnarvöllum 15, Hafnarfirði. Frítt er í Suðurbæjarlaug fyrir keppendur að hlaupi loknu. Hamarskotslækjar Fj ar ða rp ós tu rin n – © H ön nu na rh ús ið e hf . – L jó sm .: G uð ni G ís la so n og fl . Fjarðarpósturinn Ban Kúnn Thai Restaurant Ban Kúnn HS veitur hf. HS orka hf. Hópbílar Hafnarfjarðarbær Þarna mátti sjá hefðbundinn snjókarl þó hinir væru fleiri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.