Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Verð aðeins kr. 2.500.- Hið geysivinsæla Litla jólahlaðborð Kænunnar verður í hádeginu föstudaginn 11. desember kl. 11-13.30 Sími 565 1550 • tölvupóstur kaenan@simnet.is • gsm 896 8707 20 14 © H ön nu na rh ús ið e hf . Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma Safnaði fyrir Rauða krossinn Jóhann Þór Sævarsson (13) safnaði peningunum sjálfur sem hann gaf í tombólusjóð Rauða krossins í haust. Hann kom einnig færandi með leikföng sem koma að góðum notum og var honum þakkað frumkvæðið þegar hann kom færandi hendi til Rauða krossins í Hafnarfirði. Það hefur lengi staðið rekstri og uppbyggingu verslunarmið­ stöðv arinnar Fjarðar fyrir þrifum að hún hefur verið rekin sem hluti af húsfélaginu. Margir litlir og stórir eigendur hafa verið eigendur að húsnæði í verslunar­ miðstöðinni og engin stefna var til um upp byggingu. Nú hefur fyrsta skrefið verið stigið með stofnun fasteigna­ og þróunarfélagsins 220 Fjörður ehf. sem stofnað var nýlega. Stofn endur eru Landey ehf. fast­ eignafélag í eigu Arionbanka, FM­hús sem m.a. á húsnæði Áslands skóla og Haraldur Jóns­ son kenndur við Sjólaskip. Á félagið nú um 72% af verslunar­ rýmunum á fyrstu tveimur hæðunum í Firði og hafa áhuga á að eignast öll rýmin, annað hvort með kaupum eða að viðkomandi eigendur leggi húsnæðið inn sem hlutafé. Vilja fjárfesta í miðbæ Hafnarfjarðar Að sögn Guðmundar Bjarna Harðarsonar framkvæmdastjóra hefur félagið metnað í að fjár­ festa í miðbæ Hafnarfjarðar, sér í lagi í verslunarrýmum í Firði til að efla verslun í miðbænum. Markmiðið með stofnun félags­ ins er að geta betur haldið utan um rekstur verslunar miðstöðv­ arinnar og stýrt uppbyggingu henn ar. Hefur verslunarmiðstöðin vaknað til lífs eftir töluverðan drunga undanfarin ár og vonast aðstandur hennar eftir að hún eigi eftir að eflast og dafna í góðu jafnvægi við annan versl­ unarrekstur í miðbænum. Töluverð óvissa er um framtíð miðbæjarins þar sem marg stagbætt deiliskipulag frá síðustu aldamótum er löngu úrelt og ekk ert bólar á endurskoðun þess. Á meðan eru verulegar breyt­ ingar gerðar á skipulaginu, íbúðir gerðar þar sem áður var atvinnu­ starfsemi án þess að horft sé til heildarskipulagsins. Hafa versl­ unareigendur áhyggjur og kalla eftir skipulagsvinnu á svæðinu. Verslunarmiðstöðin Fjörður í vetrarbúningi. Stefnir upp á við í Firði Hætt að reka verslunarmiðstöðina sem húsfélag Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Of mikill vindur fyrir Strætó Akstur kominn á rétt ról um kl. 8.30, langt á eftir einkabílunum Töluverð óánægja var á þriðju­ dagsmorgunn þegar engir strætisvagnar voru til staðar þegar fólk hélt til vinnu og skóla. Var akstur ekki kominn á rétt ról fyrr en um kl. 8.30 en þá var umferð einkabíla fyrir löngu komin í eðlilegt horf. Fjölmargir biðu á biðstöðvum í Hafnarfirði og víðar eftir fyrstu vögnum og urðu margar frá að hverfa þegar strætisvagnar yfir­ fylltust. Jóhannes Rúnarsson, fram­ kvæmdastjóri Strætó bs. segir að þegar starfsmenn flotastýringar hafi mætt til vinnu um kl. 5 hafi vindur verið það mikill að ákvörð­ un hafi verið tekin að fresta því að setja út flotann. Seg ir hann að í tilkynningum á mánudag hafi verið upplýst að tafir gætu orðið á akstri á þriðjudagsmorgni. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Eldri borgarar velkomnir í Frjálsíþróttahöllina Nú þegar færðin er slæm og kalt er úti eiga eldri borgarar kost á að því að ganga og taka í lóð í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakriki. Segir Geir Hallsteinsson í Kapla­ krika að þeir séu þar velkomnir alla virka morgna milli kl. 8 og 12. Hringurinn er um 220 m og í salnum er einnig lyftingalóð. Hiti er í frjálsíþróttahúsinu og bendir Geir á að fólk þarf að koma með auka skó með sér. Kaffi er á staðnum í tengi bygg­ ingu Kaplakrika. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Gómaður!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.