Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 10.12.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 2015 Jólatrjáasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Höfðaskógi við Kaldárselsveg Heitt súkkulaði í boði í notalegu umhverfi skógarins Nánari upplýsingar í síma 555 6455 Opið laugardaga og sunnudaga til jóla kl. 10-18 Íslensk jólatré og skreytingar Þeir hófu sönginn leikskóla­ kórarnir strax kl. 9.20 á laugar­ dagsmorgunn á Syngjandi jólum í Hafnarborg. Síðan kom hver kórinn á fætur öðrum og fékk hver kór tæpar 20 mínútur. Þarna komu lang flestir kórar bæjarins fram og sungu jólalög til að gleðja þá sem lögðu leið sína í Hafnarborg. Oft var þétt setinn bekkurinn, ekki síst þegar stórir barnakórar sungu og stoltir foreldrar fylgdust spenntir með. Sungið var til kl. 4 um daginn og var mjög gestkvæmt allan daginn og settu tónleikarnir að vanda skemmtilegan svip á miðbæinn. Að venju tók Halldór Árni Sveinsson upp alla tónleikana og mun verða aðgengilegt að einhverju leyti á síðu hans www. netsamfelag.is Sönghátíð frá morgni fram á dag 22 kórar sungu á Syngjandi jólum í Hafnarborg Lj ós m yn di r: G uð ni G ís la so n 911 bílaþjónustan er nýtt bílaverkstæði í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í Porsche bílum. Bræð urnir Rúnar Karl Kristjáns­ son og Guðjón Óskar Kristjáns­ son eiga og reka bílaþjónustuna. Þeir eru báðir bifvélavirkjar með góða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. „Við tökum auðvitað á móti öll um tegundum af bílum en ein­ beitum okkur að þeim sem við þekkjum hvað best. Við erum svo heppnir að hafa fengið góða reynslu við margar tegundir en þá helst Porsche, Volkswagen, Skoda, BMW, Cheverolet og Land Rover og sótt mörg nám­ skeið erlendis í viðgerðum á Porsche,“ segir Guðjón. „Stað­ setn ingin hér á Hvaleyrarbraut­ inni er góð og erum við hæst ánægðir hér í Hafnarfirði.“ Þarna heyrist að þeir eru ekki Hafnfirð­ ingar ann ars hefðu þeir ekki tekið þetta fram. Aðspurðir segj­ ast þeir vera Hvergerðingar og Guðjón ekur á hverjum degi til Hafnarfjarðar í vinnu en Rúnar býr í Reykjavík. Þeir hafa komið sér fyrir í björtu húsnæði að Hvaleyrarbraut 2 með aðkomu frá Fornubúð. Síminn hjá þeim bræðrum er 587 0911 og þá má finna á Facebook undir 911 bílaþjónustan. Sérhæfa sig í viðgerðum á Porsche bílum Nýtt bílaverkstæði í Hafnarfirði Rúnar Karl og Guðjón Óskar Kristjánssynir við verkstæðið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Kuldalegt en fallegt í Jólaþorpinu um síðustu helgi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.