Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágranna sveit­ arfélögunum að koma í heim­ sókn í Sívertsens­húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjöl­ skyldu hans við Vesturgötuna. Þar eru þeim sagðar sögur af lífinu í húsinu frá liðnum tíma, meðal annars sagt frá jóla­ eplunum, frá heimsókn danska krónprinsins sem þáði súkkulaði með rjóma og margt fleira áhuga vert. Að lokinni skoðunarferð um húsið slæst í hópinn ramm­ íslenskur jólasveinn sem segir börnunum skemmtilegar sögur af sjálfum sér og bræðrum sín­ um, syngur, dansar og sprellar auk þess að sýna nokkur lauflétt töfrabrögð áður en að hann leysir þau út með góðum gjöfum. Project1_Layou t 1 24/11/2011 12:58 Page 1 Rauðarárstíg 33, 105 Reykjavík Fjarðargötu 19, 220 Hafnarfirði, sími 511-7000, www.innrammarinn.is Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Velkomin á nýtt rammaverkstæði og verslun Úrval tilbúinna ramma og myndaalbúma SKÖTUVEISLA Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23.des 2015 til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður upp á hádegismat í tveimur hópum kl.11:30 og kl.12:30. Vinsamlegast takið fram við bókun hvora tímasetninguna er óskað eftir. Á boðstólnum er kæst skata fyrir byrjendur og lengra k jólaskapið. Frítt ka en aðrir drykkir seldir á staðnum. omna, saltfiskur og allt sem þarf til að koma þér í Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 3.200 kr. Vinsamlegast bókið tíma í síma Hraunkots 565 33 61 eða á hraunkot@keilir.is Gleðileg Jól unglinga- og afreksstarf Keilis. KEILIS Á ÞORLÁKSMESSU Jóladagskrá Byggðasafnsins Ný verslun í Firði Hollywood trendy fashion Ný verslun með kvenfatnað og fylgihluti hefur verið opnuð á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni Firði. Það er Prinscess Björnsson, Hafnfirðingur af kanadískum uppruna sem hefur sett upp þessa nýju verslun sem fengið hefur nafnið Hollywood trendy fash­ ion. Að sögn Prinscess er mark­ miðið að bjóða upp á fjölbreyttan vandaðan fatnað fyrir sem breið­ astan aldurshóp en hún flytur fötin sjálf inn. Verslunin var opn­ uð í byrjun desember en form­ lega var haldið upp á opnunina sl. föstudag og segir Prinscess að móttökurnar hafi verið mjög góðar. Princess er gift Skarphéðni Orra Björnssyni, varabæjar­ fulltrúa og framkvæmdastjóra Algalíf Iceland ehf. Prinscess Björnsson Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Á tónleikum Þessi ungi drengur skemmti sér vel á tónleikum í Hafnar­ fjarðarkirkju á laugardaginn. Hafði hann reyndar áhuga á ýmsu öðru en tónleikunum sjálf­ um og stóðst ljósmyndari Fjarð­ arpóstsins ekki mátið að smella af honum mynd er drengurinn fylgdist með fólki fyrir aftan sig. Hann fær örugglega tónlistina beint í æð enda sonur organista kirkjunnar sem í þetta skiptið var þó ekki að leika á orgelið.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.