Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 17.12.2015, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2015 Að undanförnu hefur starfsfólk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði tekið á móti börnum úr leikskólum og skólum bæjar­ ins. Í kirkjunni fer ekki fram trúboð heldur fræðsla um hin fyrstu jól. Af hvaða tilefni breytist umhverfið allt í desember? Hvers vegna setjum við okkur í jólagírinn? Sagan er sögð ­ og svo er ég spurð. Börn á aldrinum 3 ­ 15 ára spyrja oft flókinna spurn inga. T.d. þegar ég sagði að barnið hefði verið lagt í jötu, þá fékk ég spurn inguna: Virkilega? Var þetta í jötunheimum? Þarna var á ferðinni 7 ára drengur og í framhaldinum fræddi hann viðstadda um ásatrú. Þá verða sum börnin afar hneyksluð á gjöfum vitringanna. Reykelsi! Er ekki í lagi? Að gefa barni sígarettur? Þau þekkja sum hver ekki muninn á tóbaki og reykelsi. Þá nefndi einn að hann tryði ekki á Jesú – en þetta hafi samt verið fín heimsókn! Að heimsækja gamalt hús og heyra þessa gömlu sögu. Þegar börnin voru svo spurð að því hvað kæmi þeim í jólaskap þá voru svörin með ýmsu móti. Mörg hver hlakka til að eiga stund með fjölskyldunni. Enn önnur nefna jólaskraut, jólalög, gjafir og bakstur. Eitt svar mun lifa lengi með okkur starfsfólki kirkjunnar. Þá svaraði ungur drengur og sagði með tilfinningu: „Það sem kemur mér í jólaskap er ófrísk kona. Og það vill svo til að hér er ein slík!“ sagði hann stoltur og benti á kennarann sinn. Já, svona tala börnin og þau upplifa söguna hvert og eitt á sinn hátt og auðvitað er það best. Að fá að nálgast kjarnann og túlka á sinn hátt. Það má endalaust túlka þessa sögu og nú þegar við horfðum á eftir albanskri fjölskyldu í jólamánuðinum þá hljóma þessi orð frá jólaguðspjallinu: ...eigi var rúm handa þeim. Var virkilega ekki til pláss fyrir hjartveikan dreng og fjölskyldu hans í samfélagi okkar? Spurningin á rétt á sér. Nú þegar jólin nálgast þá mætum við barni í sögunni af fyrstu jólunum. Sagan sjálf er barnslega einföld – en spurningin sem hún vekur er stór. Sérðu barnið? Og ef svo er: Hvernig viltu taka á móti því? Vísa því á dyr eða fagna, umvefja og vernda? Hvað skiptir þig máli? Hver eru þín lífsgildi? Hvernig gengur þér að lifa eftir þeim? Þolir uppskeran þín dagsljósið? Jesús frá Nasaret var stórmerkilegur maður sem hafði mikið að gefa. Hann átti ekki veraldlegan auð en hann hafði orðin og verkin og hann fullvissar okkur um að við getum vissulega stigið öldurnar þótt úfnar séu – ef við aðeins höfum trú. Trú á að færa megi hluti til betri vegar. Í fallegum sálmi, Nóttin var sú ágæt ein eftir Einar Sigurðsson, er vers sem reyndar er sjaldan sungið. Í mínum huga segir það allt sem segja þarf. Þar fagnar skáldið komu frelsarans í heiminn með þessum orðum: Þér gjör ég ei rúm úr grjót né tré heldur læt ég hitt í té vil ég mitt hjartað vaggan sé. Vertu nú hér minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. (Sb. 72 – Einar Sigurðsson) Við skulum gera bæn­ ar orð skáldsins að okkar. Guð gefi þér lesandi góð ur náð og frið. Gleðilega jólahátíð. Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði: Jólahugvekja Jólatrjáasala Skógræktarfélags Hafnarfjarðar Höfðaskógi við Kaldárselsveg (Þöll) Sjá nánar á skoghf.is og fésbókinni • Sími: 555 6455 Opið laugar- og sunnudag kl. 10-18 Íslensk jólatré og skreytingar furugreinabúnt og heitt súkkulaði í kaupbæti Laugardaginn 19. des. kl. 14 koma rithöfundarnir Bryndís, Arnór og Óli Gunnar og lesa úr og árita bók sína „Leitin að tilgangi unglingsins“ Komu flótta fólks seinkar Af ýmsum ástæðum hefur tekið lengri tíma en ætlað var að ganga frá nauðsynlegum forms atriðum vegna útgáfu út gönguvegabréfa fyrir flótta­ fólkið sem áskilin eru af hálfu líbanskra stjórnvalda við brott­ för fólksins frá Líbanon. Nú er gert ráð fyrir að fólkið komi til Íslands um eða eftir miðjan janúar. Tón listar­ veisla í kvöld Kór Flensborgarskólans, Flensborgarkórinn, Karlakórinn Þrestir, Brasskvintett LH ásamt Jónasi Þóri píanóleikara halda seinni tónleika sína í kvöld fimmtudaginn 17. undir yfir­ skriftinni Vinakvöld á aðventu í Hamarssal Flensborgarskólans og hefjast þeir kl. 20. Stjórnendur kóranna eru Hrafn hildur Blomsterberg og Jón Kristinn Cortez. Verð að ­ gangs miða er kr. 2.000 og 1.000 fyrir grunn­ og fram­ haldsskólanemendur og fást þeir hjá kórfélögum og við inn­ ganginn. Nýtt bókakaffihús Norðurbakkinn – bækur & kaffihús Veitingarekstur blómstrar greinilega í Hafnarfirði og þegar Pallett flutti í stærra húsnæði í Drafnarhúsinu kom nýtt og glæsilegt kaffihús í staðinn á Norðurbakka 1, Norðurbakkinn, bækur & kaffihús. Þar hefur Snæfellingurinn Málfríður Gylfadóttir Blöndal byggt upp notalegt en jafnframt glæsilegt kaffihús en Málfríður er búsett í Hafnarfirði. Þetta er reynd ar líka bókabúð þar sem seld ar eru nýjar og notaðar bæk­ ur og kaffihúsagestir geta glugg­ að í bækur með kaffinu. En það eru glæsilegar kökur og bökur sem heilla gesti Norð­ urbakkans sem að sögn Málfríðar hafa tekið kaffihúsinu gríðarlega vel, sem og bóksölunni. Í há ­ deginu er boðið upp á góm sætar Mæðgurnar María Rún Halldórsdóttir og Málfríður G. Blöndal. súpur, samlokur og bökur en terturnar eru vinsælli á öðrum tíma dags en opið er kl. 10­19 alla daga en opnunartíminn er enn í þróun að sögn Málfríðar. Kaffihúsið er með 25 þægileg sæti og útsýnið er yfir á elstu hús bæjarins, Byggðasafnstorfuna. Málfríður segi það sé gamall draumur að opna bókabúð en mamma hennar rak bókabúð í Ólafsvík. Systkini hennar og fjölskylda hafa hjálpað mikið til við að koma kaffihúsinu á koppi­ nn og á fyrstu metrunum og gleðjast allir yfir góðum árangri. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n ÞORLÁKSMESSUSKATA HAUKA Að venju verður skata og salt fiskur í boði í hinni árlegu skötu veislu Hauka á Þorláksmessu í Samkomusalum að Ásvöllum. Veislan hefst kl. 12.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.